Morgunblaðið - 10.07.1990, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 10.07.1990, Blaðsíða 34
34 MORGUNBLAÐIÐ LRIÐ.IUDAGUR 10. JÚLÍ 1,990 HRAÐLESTRARNÁMSKEIÐ Sumamómskeið í hraðlestri hefst miðvikudaginn 18. júlí nk. Vilt þú lesa meira, en hefur ekki nægan tíma? Vilt þú vera vel undirbúin(n) undir nómið í haust? Nú er tækifæri fyrir þó, sem vilja margfalda lestrarhraða sinn, en hafa ekki tíma til þess ó veturnar. Ath. Sérstakur sumarafsláttur. Skróning í dag og næstu daga í síma 641091 HraMestrarskóllm. NITCHI TALÍUR 3/4-6 TONN Pwulsen Suðurlandsbraut 10, sími 686499. Garðsnyrtitæki frá Skil eru byggð samkvæmt ströngustu öryggis- og neytendakröfum, viðurkennd af Rafmagnseftirliti ríkisins. SPÁÐU í VERÐIÐ! FÁLKINN SUÐURLANDSBRAUT 8, SlMI 84670 U’ RARA8AKKI 3, SfMI 670100 V SML TOPP w GÆÐI SLÁTTUORF - HEKKKLIPPUR L. 4490,- Minning: Bjarni Einarsson frá Varmahlíð í dag er kvaddur frá Kópavogs- kirkju einn af okkar kærustu vinum, Bjarni Einarsson frá Varmahlíð undir Eyjafjöllum. Bjarni fæddist þann 3. mars 1923 í Varmahlíð og lést þann 28. júní sl. á Landspítalanum í Reykjavík. Foreldrar Bjarna voru heiðurshjón- in í Varmahlíð, Einar Sigurðsson bóndi og Ingibjörg Bjarnadóttir húsfreyja. Bjarni var næstelstur 6 systkina. Þau eru Þóra Dóra skrif- stofumaður, Hólmfríður ljósmóðir, Sigríður kennari, Einar Ingi bóndi og Guðný Svana sjúkraþjálfari. Bjarni ólst upp í Varmahlíð með samstilltum og glöðum systkina- hópi. Varmahlíðarheimilið var í þjóðbraut og annálað fyrir gest- risni, mikla rausn, glaðværð og all- an myndarskap. Mótuðu foreldrar Bjarna heimilisbraginn með glæsi- brag. Sá samstillti systkinahópur sem þarna ólst upp hefur alltaf haldið mjög mikið saman í gegnum árin. Þráin austur að Varmahlíð hefur fylgt þeim og ófáar eru ferð- ir Bjarna og fjölskyldunnar austur undir fjöll til átthaganna til hjálpar við sveitastörfin eða sér og sínum til skemmtunar. Sá grunnur sem uppeldið skóp þessum systkinum hefur verið þeim gott veganesti í gegnum lífið. Rausn heimilisins, söngur og hljóðfærasláttur hefur fylgt þessum ágætu systkinum í gegnum lífið. Einar faðir þeirra var organisti í Ásólfsskálakirkju og kenndi þeim öllum á orgel. I þessu andrúmslofti og fögru umhverfi Eyjafjallanna ólst Bjarni Einarsson upp og þessi andi fylgdi honum alla tíð. Einar og Ingibjörg ólu einnig upp Guð- mund Óskar Sigurðsson sjómann. Einnig var Axel Ólafsson bifreiða- stjóri heimilisfastur í Varmahlíð í áratugi. Bjarni lauk námi frá Flens- borgarskóla í Hafnarfirði. Hann vann síðan heima í Varmahlíð sem ungur maður. Síðan tóku við versl- unarstörf en á árinu 1946 hóf hann akstur hjá Bifreiðastöð Reykjavík og starfaði þar óslitið síðan. Þann 2. júlí 1954 kvæntist Bjarni Maríu Siguijónsdóttur sjúkraliða frá Fosshólum í Holtum. Þau hafa eignast 5 böm og þau eru: Ingi- björg, f. 29. 9.1952, skrifstofumað- ur. Amdís, f. 30. 12. 1955, sjúkra- þjálfari í Seattle, maki Pétur Már Pétursson líffræðingur. Einar, f. 9. 7. 1957, flugvirki, maki Elín Þóra Sverrisdóttir húsmóðir. Guðrún Björk, f. 4. 2. 1962, hjúkrunarfræð- ingur, maki Páll R. Guðmundsson verkfræðingur, ogÁsmundur, f. 18. 9. 1966, tölvunarfræðingur, unn- usta Jóhanna Walderhaug rakari. Barnabörnin eru orðin 6. Bjarni og María hófu búskap sinn hér í Reykjavík en seinna byggðu þau sér glæsilega íbúð á Kópavogs- braut 72 og bjuggu þar í mörg ár en nú nýlega höfðu þau skipt um húsnæði og heimili þeirra nú er í Furugrund 68 í Kópavogi. Heimili Bjarna og Maríu var og er annálað fyrir gestrisni. Þau hafa borið mikla umhyggju fyrir börnum sínum og barnabörnum. Þau hafa hlúð að þeim með þeirri alúð og umhyggju sem bestu foreldra má prýða og er nú eiginmanns, föður og afa sárt saknað. Eins og áður segir hóf Bjarni störf hjá BSR árið 1946 og starfaði þar samfellt frá þeim tíma eftir því sem heilsan leyfði. Bjarni var mjög farsæll í starfi hjá BSR og ávann sér traust viðskiptavina sinna. M.a. ók hann Ingólfi Jónssyni ráðherra í mörg ár í ráðherratíð hans. Bjarni var félagslyndur maður og kynntist því mörgum og varð vel til vina. Hann beitti sér fyrir ýmsum félags- málum innan stöðvarinnar og var m.a. einn af stofnendum lánasjóðs BSR og var í fyrstu stjórn hans. Markmið sjóðsins er að aðstoða bif- reiðastjóra við endurnýjun á bíla- kosti sínum. Bjami var einn af stofnendum BSR-kórsins og söng í honum meðan hann starfaði. Hann var í stjórn starfsmannafélags BSR og í úthlutunarnefnd atvinnuleyfa um tíma. Til skamms tíma voru flestir Reykvíkingar fæddir og uppaldir í sveit. Straumur ungs fólks alls stað- ar að á landinu var til Reykjavíkur í atvinnuleit eða til þess að leita sér menntunar og flestir settust þar að. Þessi þróun hefur haldið áfram fram á þennan dag. Fyrir sveita- fólkið var oft nokkuð erfitt að festa rætur hér í þéttbýlinu þó góður vilji væri til þess. Ungmennafélags- hreyfingin var mjög virk undir Eyjaíjöllum. Þar var að alast upp tápmikið og bjartsýnt æskufólk. Ungmennafélagið Trausti stóð m.a. fyrir fijálsíþróttamótum og öðru menningarstarfi innan sveitarinnar og fljótt gerðist Bjarni þar virkur félagi. Starf átthagafélaganna í Reykjavík er beint framhald af fé- lagsstarfinu í sveitunum og fljót- lega eftir að Bjarni og María flytj- ast til Reykjavíkur fara þau að starfa með Rangæingafélaginu í Reykjavík. Markmið þess er að efla kynni og auka félagsstarf og halda uppi menningarstarfi meðal burt- fluttra Rangæinga. Bjarni var í stjórn Rangæingafélagsins í nokkur ár og endurskoðandi þess í áratugi. Bjarni og María voru ein af frum- kvöðlum og stofnendum kórs Rangæingafélagsins í Reykjavík árið 1975 og sungu þau samfellt í honum meðan hann starfaði eða í 14 ár. Þessi kór var mikil lyftistöng fyrir félagslíf Rangæingafélagsins og í raun gerbreytti hann öllu starfí þess. Kórinn kom fram á öllum samkomum félagsins og flutti einn- ig sjálfstæða tónleika. Starfsemi kórsins efldi innra starf félagsins og jók kynni félagsmanna og var sá hluti í starfí Rangæingafélagsins sem alls ekki mátti missa. Þegar leið að því að Rangæinga- félagið fyllti 50 árin var fyrirhuguð mikil afmælishátíð í Félagsheimili Vestur-Eyfellinga að Heimalandi. Rangæingafélagið ætlaði að flytja Rangæingum í héraði sýnishorn af því menningarstarfi sem stundað var hér í Reykjavík. Á þessum tíma- mótum stóð Bjarni fyrir því að karlakór var stofnaður á vegum Rangæingafélagsins. Hann kom fram í fyrsta sinn á þessari afmælis- hátíð þann 4. maí 1985 undir stjórn Njáls Sigurðssonar og hefur karla- kórinn starfað síðan undir hans stjórn. Hann hefur sungið á öllum samkomum félagsins og þegar haldin var vígsluhátíð orlofshússins ,< O a. MERKI UM GÓÐAN ÚTBÚNAÐ VEIÐIHJÓL OG STANGIR Fást f nœstu sportvðruverslun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.