Morgunblaðið - 10.07.1990, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 10.07.1990, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JULI 1990 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Átak gegn ólæsi Menntamálaráðuneytið og Unesco-nefndin hafa ákveðið að hrinda úr vör átaki gegn ólæsi og treglæsi og stuðla að auknum lestri al- mennings. Þetta er gert í sam- ræmi við ákvörðun Sameinuðu þjóðanna frá 1987 um að árið 1990 skuli tileinkað baráttu gegn ólæsi. Þrátt fyrir vöxt skólastarfs, almennrar menntunar og þekk- ingar er átak af þessu tagi talið brýnt. I nýrri könnun á lestrarkunnáttu skólabarna í Englandi kemur fram, að ólæsi hefur aukizt meira á síðustu fjórum árum þar en á öðrum tíma frá lyktum síðari heims- styijaldar. Sjö ára böm, sem skildu ekki einföld orð og setn- ingar, eru tvöfalt fleiri en í sams konar könnun fyrir ijór- um árum. Þessi niðurstaða, sem á sér hliðstæður víðar í samtímanum, hefur ýtt undir deilur um aðferðir við lestrar- kennslu. A blaðamannafundi mennta- málaráðuneytisins, þar sem fyrirhugað átak gegn ólæsi hér á landi var kynnt, kom m.a. fram, að um 10% íslenzkra skólabarna á aldrinum 8 til 15 ára eiga við lestrarerfiðleika að stríða. Þar kom og fram að vitað er um dulið ólæsi og treglæsi meðal fullorðinna hér á landi. Kannanir á Norður- löndum munu hafa leitt til svip- aðrar niðurstöðu. Lestrarkunnátta mun lengst af hafa verið nokkuð almenn hér á landi, miðað við læsi al- mennings í umheiminum. Þetta á ekki sízt við um þær kynslóð- ir, sem byggðu landið eftir að Biblían var gefin út á íslenzku um siðaskiptin, en það framtak hefur flestu fremur stuðlað að varðveizlu móðurmálsins. Fram undir lok 18. aldar fór almenn fræðsla í lestri, skrift og kristindómi að mestu fram á heimilunum. Að öðru leyti fór fræðsla fram á vegum presta og trúlega hefur einhver barnafræðsla verið á vegum klaustranna í kaþólskum sið. Vitað er að einstaka maður hafði atvinnu af kennslu á 17. öldinni og manntalið 1703 til- greinir 32 kennara og skóla- lærða menn í landinu. Fyrsti barnaskólinn á Islandi var stofnaður í Vestmannaeyj- um 1745 en starfaði aðeins fáein ár. Barnaskólar risu víða um land upp úr 1850, einkum í kjölfar aukins sjálfsforræðis þjóðarinnar árið 1874. í dag eru grunnskólar og almenn skólaksylda með svipuðum hætti og bezt gerizt í grannr- íkjum. Engu að síður er talin ástæða til þess að hrinda úr vör sérstöku átaki gegn ólæsi á Islandi og til að stuðla að auknum lestri bókaþjóðarinn- ar. Það er bæði rannsóknar- og íhugunarefni. Fjórtán manna nefnd, skip- uð fulltrúum ýmissa þjóðfé- lagshópa, mun verða til ráðu- neytis um framkvæmd átaks- ins. Leitað verður samstarfs við skóla, foreldra- og nem- endafélög og fjölmiðla. Meðal þess sem rætt hefurverið er að koma á fót leshringjum og lestrarnámskeiðum og hefja hvetjandi áróður fyrir auknum lestri almennings, meðal ann- ars og ekki sízt lestri foreldra fyrir börn sín, sem er talið mjög mikilvægt og mótandi. Það ungur nemur gamall tem- ur. Loks hefur verið rætt um léttlestrarsíður í prentmiðlum, sem bjóði upp á fréttir og efni úr daglegu lífi fólks í einföld- um, aðgengilegum og auðskild- um texta — með góðu letri. Þetta efni á ekki einungis að höfða til yngstu kynslóðarinn- ar, heldur og til fólks á öllum aldri sem á við treglæsi að stríða. Þetta er athyglisverð hugmynd en vandmeðfarin. Vera má að texti íslenzkra dagblaða sé nokkuð „þungur“ á köflum. En þess er að gæta að ekkert prentmál kemur fyr- ir augu fleiri landsmanna á öllum aldri. Þar af leiðir að það er m.a. hlutverk blaðanna að varðveita og koma ríkulega á framfæri fjölbreytileika og orðgnótt móðurmálsins. Meðan tíundi hver grunn- skólanemi á við lestrarerfið- leika að stríða og dulið ólæsi og treglæsi gerir vart við sig í samfélaginu er átak sem þetta brýnt og mikilvægt. Það er vel ef bókaþjóðin tekur virk- an þátt í herferð Sameinuðu þjóðanna gegn ólæsi og fyrir auknum lestri almennings. í þessu átaki verðum við að leggja allar árar út. Ekki væri úr leið að ríkisstjórnin bæti um betur og felli niður virðisauka- skatt af bókum til að varða veginn. Keilisnes við Vatnsleysuvík. Morgunblaðið/Sverrir. Keilisnes fullnægir öllum skilyrðum Atlantsálhópsins Stofii- og reksturskostnaður lægri en við Eyjafjörð og Reyðaiflörð Staðarval fyrir álver: KEILISNES á Reykjanesi fullnægir öllum skilyrðum Atlantsálfyrir- tækjanna til að þar sé hægt að velja álveri stað. Þetta kemur fram í minnisblaði ráðgjafarne&idar iðnaðarráðuneytisins um staðarval vegna álvers Atlantsálhópsins frá 2. júlí síðastliðnum. Þar kemur fram, að staðarvalið hafi nú verið þrengt við Eyjafjörð, Reyðarfjörð og Keilisnes. Fyrstu vísbendingar um samanburð á stoftikostnaði og rekst- urskostnaði 200 þúsund tonna álvers með stækkunarmöguleikum í 400 þúsund tonn á þessum stöðum bendi til að stofnkostnaður verði 20 til 40 miHjónum bandaríkjadölum lægri á Keilisnesi en á hinum stöðunum og að reksturskostnaður þar verði verði jafhframt lítillega lægri. í minnisblaði ráðgjafarnefndar iðnaðarráðuneytisins er greint frá þeim skilyrðum, sem Atlantsálfyrir- tækin telji að staður verði að upp- fylla, svo að til greina komi að reisa þar álver. Gengið er út frá því að álverið verði 200 þúsund árstonn og möguleiki sé á því að stækka það í 400 þúsund árstonn. Til að tryggja nægilegt starfslið þurfi 5.000 til 6.000 manns að búa í inn- an við 40 kílómetra fjarlægð frá álverinu. Lóðin verði að vera 70 hektarar og möguleiki á að stækka hana í 100 hektara. Hún þurfi að vera nálægt upphækkuðum vegi, utan þéttbýlis og nærri strönd. Þá verði að vera þar örugg höfn fyrir stór skip (60.000 tonn) með 12 metra djúpristu. Raforkuafhending þurfi ávallt að vera trygg með tveimur 220 kv flutningslínum, sem hvor um sig geti flutt 350 MW. Þá þurfi viðeigandi umhverfisvarnir að vera fyrir hendi. Nálægð við Járnblendið dregur úr áhuga á Hvalfirði í minnisblaðinu segir, að aðilar hafi kynnt sér aðstæður fyrir álver við Hvalijörð, Eyjaljörð, Reyðar- fjörð og á Reykjanesi, frá Þorláks- höfn til Straumsvíkur. Um Hval- fjörð er sagt, að ekki virðist aðstæð- ur til að reisa álver sunnan fjarðar- Lítíll árangnr í utanríkísmálum eftirBjörn Bjarnason í síðustu viku tóku íslenskir ráð- herrar þátt í tveimur alþjóðafundum án þess að ná því fram sem þeir ætluðu. Hér er annars vegar vísað til baráttu Halldórs Ásgrímssonar, sjávarútvegsráðherra, fyrir því að Álþjóðahvalveiðiráðið heimili veiðar á hrefnu og hins vegar framgöngu Steingríms Hermannssonar, for- sætisráðherra, og Jóns Baldvins Hannibalssonar, utanríkisráðherra, á leiðtogafundi Atlanthafsbanda- lagsins (NATO). Þótt leitað sé með logandi ljósi í hinni stórmerku álykt- un leiðtogafundarins fínnst þar hvergi orð um að stigin skuli skref til að hefja afvopnun á höfunum, sem forsætisráðherra gerði að höfuðatriði í ræðum sínum á fundin- um og utanríkisráðherra hamraði á eftir hann í fjölmiðlum. Má helst ætla að afrek ráðherra okkar felist í þessu orðalagi í 13. grein yfirlýs- ingarinnar: „Við munum einnig halda áfram að kanna aðra val- kosti varðandi takmörkun vígbún- aðar og möguleika til traustvekj- andi aðgerða." Fyrir fáeinum vikum var efnt til leiðtogafundar aðildarríkja Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) og þar voru þeir Steingrím- ur Hermannsson og Jón Baldvin Hannibalsson einnig saman á ferð. Eftir þann fund sagði utanríkisráð- herra að lýsingar alþjóðlegra frétta- .stofa, Ritzau í Danmörku og Reut- ers í Bretlandi, á því sem þar gerð- ist væri „bull“. Ástæðan fyrir þess- ari afdráttarlausu yfirlýsingu sýnist helst vera sú, að frásagnir blaða- manna stangist á við skoðanir ráð- herrans eða túlkanir hans á fundum sem hann sækir. Eftir NATO-fund- inn í London lét fréttaritari Reuters þess sérstaklega getið, að tillaga Islands um afvopnun á höfunum hefði verið látin niður falla á fundin- um vegna afstöðu Bandaríkja- manna. Utanríkisráðherra segir hins vegar að hann og Steingrímur hafi beygt bæði George Bush og Margaret Thatcher. Segir ráðherr- ann að íslendingar hafi fallist á málamiðlunartillögu frá Hollend- ingum „þar sem sagt hafi verið, að halda skuli áfram að kanna útvíkk- un umboðs í afvopnunarviðræðun- um,“ svo að vitnað sé í Morgun- blaðsviðtal við ráðherrann síðastlið- inn sunnudag. Ummæli ráðherrans í þessu viðtali má einnig skilja á þann veg, að íslendingar hafi fært tillögur sínar yfir í þá grein, sem er númer 14 í endanlegri mynd yfir- lýsingarinnar. í laugardagsblaði Morgunblaðsins er yfirlýsingin birt í heild í þýðingu utanríkisráðuneyt- isins. Líti menn á 14. grein hennar sjá þeir, að hún íjallar um breyting- ar á varnarkerfi og áætlunum bandalagsins en ekki „útvíkkun umboðs í afvopnunarviðræðum", þau orð standa hvergi í þessari grein. Felist árangur baráttu for- sætisráðherra og utanríkisráðherra í fyrrnefndu orðalagi 13. greinar er hann léttvægur, því að ákvæðið er opið og án skuldbindingar. Fyrir leiðtogafund NATO í Brussel í maí í fyrra reyndu þeir Steingrímur og Jón Baldvin að koma sjónarmiðum sínum um af- vopnun á höfunum á framfæri en þeim var einfaldlega ýtt til hliðar. Eftir þann fund lét Jón Baldvin orð falla á þann veg, að næturfundur utanríkisráðherra um lokaályktun fundarins hefði að verulegu leyti MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚLÍ 1990 25 ins en norðan hans, einkum í grennd við Grundartanga, séu ágætar að- stæður. Nálægðin við Járnblendi- verksmiðjunni dragi hins vegar úr áhuga á þeim stað, jafnframt því að vinnusókn sé í smærra lagi. Mikill kostnaður við Ióð á Dysnesi í Eyjafirði Fram kemur, að í Eyjafirði hafi verið bent á tvo staði fyrir álver, Dysnes í Arnameshreppi og svæði suðvestan við Litla-Árskógssand. í ljós hafi komið, að kostnaður við lóð á Dysnesi væri mun meiri en upphaflega hefði verið gert ráð fyr- ir og lóðin við Litla-Árskógssand sé væntanlega mun hagkvæmari. Hún sé aftur á móti mjög nálægt þorpinu og þyrfti það því væntan- lega að víkja ef verksmiðjan risi þar. Við Árskógsströnd sé talið að hægt sé að gera nægilega örugga höfn, en rannsóknir á því hafi ekki farið fram. Þar skorti einnig veður- gögn til að hægt sé að meta dreif- ingu lofttegunda, sem berist frá álverum. Loks geti nálægðin við Hrísey, en fjarlægðin er um 4 kíló- metrar, valdið því að þar gætti áhrifa flúors frá verksmiðjunni. Nálægðin við Evrópu kostur við Reyðarfiörð Varðandi Reyðarijörð segir í minnisblaðinu að þar komi þrír stað- ir til greina, Hraun fyrir norðan fjörðinn, Leirur fyrir botni íjarðar- ins og Eyri sunnan hans. Ibúaíjöldi í innan við 40 kílómetra fjarlægð sé í minnsta lagi, sérstaklega fyrir Eyri og lóðin við Hraun sé of lítil. Sagt er að kostnaður við lóð og höfn við Leirur sé mjög lítill og líklega minni en á nokkrum öðrum stað, sem nefndur hafi verið við Atlantsálaðilana. Meginókostur svæðisins sé hins vegar nálægðin við byggðina og hætta á flúor- skemmdum gróðurs í dalbotninum. Ekki séu fyrir hendi veðurgögn, svo hægt sé að meta dreifingu loftteg- unda frá álveri sem kynni að rísa þar, en sérfræðingur NILU, sem tók þátt í ferð með Atlantsálaðilunum í janúar telji skilyrðin þar mjög erf- ið. Þá kemur fram að lóðin við Eyri sé of lítil, nema með miklum efnisflutningum, jafnframt því sem innan við 2.600 manns búi í minna en 40 kílómetra fjarlægð frá staðn- um. Hins vegar sé Eyri væntanlega heppilegri staður fyrir álver eða aðra stóriðju en Leirurnar, með til- liti til mengunar. Að lokum segir að megin kostur Reyðarfjarðar fyr- ir stóriðju sé nálægðin við Evrópu. Keilisnes fúllnægir öllum skilyrðum í minnisblaði ráðgjafarnefndar iðnaðarráðuneytisins segir að að- stæður til hafnargerðar fyrir skip með 12 metra djúpristu séu mjög erfiðar í Þorlákshöfn. Jafnframt sé ekki nein heppileg lóð fyrir álver í nálægð við höfnina þar. Sagt er að þrír staðir á Suður- nesjum hafi verið taldir koma til greina; Helguvík, Vogastapi og Keilisnes við Vatnsleysuvík. Þá seg- ir orðrétt: „Af þessum stöðum er Keilisnes talið heppilegast fyrir ál- ver og hafa sveitarfélög á Suður- nesjum sameinast um þann stað. Keilisnes fullnægir öllum skilyrðum Atlantsálsaðilanna til að þar sé hægt að velja álveri stað.“ Fram kemur, að eftir að Alu- suisse hafi dregið sig út úr Atlants- álhópnum hafí hagræðið af því að staðsetja Atlantsál í Straumsvík minnkað. í samningum við Alu- suisse sé fyrirheit um mögulega stækkun álvers ÍSAL um allt að 80 þúsund tonna framleiðslu á ári. Ekki sé eðlilegt að Atlantsál rísi í Straumsvík ef það komi í veg fyrir slíka stækkun, sem gæti samkvæmt áætlunum leitt til yfir 200 þúsund tonna álframleiðslu í Straumsvík. Hagkvæmni slíkrar stækkunar sé mikil og ekki heppilegt að útiloka þann möguleika. Aðrir þættir er lúti að nálægðinni við ÍSAL dragi væntanlega einnig úr áhuga fyrir- tækjanna á reisa álverið við Straumsvík, auk þess sem nálægð við íbúðarbyggð sé ókostur. Stofii- og reksturskostnaður lægstur á Keilisnesi Fram kemur í minnisblaðinu, að verkfræðilegur ráðunautur Atlants- álaðilanna, Meemo Trepp, muni með aðstoð markaðsskrifstofu iðn- aðarráðuneytisins gera skýrslu um byggingar- og reksturskostnað á 200 þúsund tonna álveri, með möguleika á stækkun upp í 400 þúsund árstonna framleiðslu, á þremur stöðum; við Eyjafjörð, Reyðarfjörð og á Keilisnesi. Fyrstu vísbendingar um samanburð á stofnkostnaði og reksturskostnaði verksmiðju og hafnar bendi til að stofnkostnaður verði lægstur á Keilisnesi og að kostnaðaraukinn við að byggja verksmiðjuna við Eyjafjörð eða Reyðarfjörð geti verið á bilinu 20 til 40 milljónir banda- ríkjadala, eða um 1.200 til 2.400 milljónir íslenskra króna. Reksturs- kostnaður virtist einnig lægstur á Keilisnesi, en lítillega hærri við Eyjafjörð og Reyðarfjörð. Tveir fórust í flugvél suðvestur af Reykjanesi: TVEIR menn fórust þegar lítil eins hreyfils vél af Cessna gerð hrapaði í hafið suðvestur af Reykjanesi á laugardagskvöld. Vélin var á leið frá Gæsaflóa i Kanada til Reykjavíkur. Mennirn- ir voru bandariskir. Tvær flugvél- ar og tvær þyrlur fóru til leitar þegar neyðarkall barst frá vél- inni, en flugvélin fannst ekki. Aðeins þijár vikur eru síðan bandarísk feijuflugvél brotlenti vestur af íslandi. Þá tókst áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunni að bjarga tveimur mönnum naumlega áður en vélin sökk í hafið. Um kl. 20.20 á laugardagskvöld tilkynnti flugmaður bandarískrar einkaflugvélar á austurleið að hún hefði heyrt neyðarkall annarrar einkaflugvélar á leið til íslands. Aðeins nokkrum mínútum síðar barst merki úr neyðarsendi flugvél- ar, um 220 km suðvestur af Reykja- nesi. Neyðarkallið heyrðist aðeins skamma stund og bendir það til þess að flugvélin hafi sokkið fljót- lega eftir að hún lenti í hafinu. Áhafnir Fokker-flugvélar Land- helgisgæslunnar og flugvélar Flug- málastjórnar voru þegar kvaddar til leitar og lögðu þær af stað frá Reykjavík um klukkustundu eftir að neyðarkall barst í fyrsta sinn. Um líkt leyti flugu tvær björgunar- þyrlur frá varnarliðinu á Keflavíkur- flugvelli af stað í fylgd eldsneytis- birgðarvélar. Fyrsta flugvélin var komin að leitarsvæðinu klukkustundu síðar. Mjög erfið skilyrði voru til leitar, hvöss norðanátt og skýjahæð innan við 200 metrar.- Leit var hætt um klukkan tvö um nóttina. Þá höfðu hvorki fundist tangur né tetur af vélinni. Að sögn Flugmálastjórnar er ekkert vitað um orsök slyssin^.- 175 ár liðin frá stofiiun Hins íslenska Biblíufélags í DAG eru liðin 175 ár frá stofn- un Hins íslenska Bibliufélags, en aðalhvatamaður að stofnun þess var Skotinn Ebenezer Hender- son, sem fæddur var 17 nóvem- ber 1784. í frétt frá Hinu íslenska Biblíufé- lagi segir að í tilefni þessara tíma- móta muni íslenska sendiráðið í London, að tilmælum HÍB, leggja krans á leiði Ebenezers Hendersons í Abney kirkjugarðinum í London, til þess að heiðra með því minningu þessa merka velgjörðarmanns Is- lendinga. Afmælis HÍB verður minnst á Skálholtshátíðinni 22 júh' næstkom- andi, og verður þá nánar greint frá lífi og starfí þessa elsta starfandi félags í landinu. Ebenezer Henderson Leiði Ebenezers Hendersons í Abney Park kirkjugarðinum í London. ogafundur NATO: joimmi í veg fyrir að útvíkk- juii umboðs væri útilokuð I- segir Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra ANRIKISHAUIIEKRA. Jón Hnldvin lUnn.tabaon. tnlknr oriU- I lokayflrlýsinjtu Iniótok^nndnr AtlanUhnf.butdalng.ln. I ,don á þá lcld. ad band.lagld lutldi opnnn. ntbgulciknnnm á að vikka út umboð I afvopnunarviðra-ðum þannig að það nái llota, en Reuter - fréttastofan túlkar þetta. I\ sínum rundinum svo, aðfslendingar hafi dregið tdlögur sinar um af- inun á höfunum til baka vcgna andstöðu BandaHkjamanna rgunblaðið rseddi við utanrikisráðhcrra I gærmorgun og spurði m um þetta mat Reuter - fréttastofunnan n Baldvin sagði, að á fundinum hafi lslendingar flutt tvær úegar breytingartillögur við texta yfirlý8Íngarinnar. Fyrri verið við 9. grein hins upphaf- texta, þar sem tjallað var um einingu Þýakalands, og hafi fjallað um að þegar CFE við- unum um Ukmörkun hefð- lins herafla væri lokið. akyldi oðið vikkað út, þannig að það i |(ka náð til flota. iRkslðari textans, og þar hafi cinnig vcrið gert ráð fyrir að floUstyrkur yrði inni I myndinni I afropnunarvið- ræðunum. UUnrikisráðherra segir. að þcssar tillögur fslcndinga hafi ver- ið hvað erfiðasU viðfangsefnið þcgar Hða tðk á fundinn; BreUr og Bandarikjamenn hafi bcitt sér hart gegn þeim og Þjóðverjum hafi verið^'V’ umhugað kafla, scm þá varðaði séreUkl^ Hafi fslendingar fallist á baðj fært tillögur sínar yfir & þá grertl sem cr númer 14 I endanlej mynd yfirlýsingarinnar. Samkvæmt fréttaskeyti Re- af fundinum drógu fslendingar J lögur slnar til baka vcgna andsl 1 Bandaríkjamanna. Jón Bald^ segir, að fslendingar hafi fallist I málamiðlunartinögu frá Hollei *' ingum, þar scm sagt hafi v að halda skuli áfram að kann^ útvíkkun umboðs I afvopnum ræðunum. Hann scgir, að I þeirri málamiðl un felist, að Atlantshafsbandal haldi opnum mögulcikam.* útvtkkun umboðsins, en skuldöí sig hins vegar ekki t það. fslendingar hafi sætt sig v þcssa málamiðlun, enda hafi þ komið I vcg fyrir þá ætlun F lariViamanna, að (‘l snúist um málflutning sinn; hið sama endurtekur sig nú eftir fund- inn í London. Þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir um hinar miklu deilur á lokaða fundinum í Brussel hefur ekki tekist að fá lýsingu utanríkis- ráðherra staðfestar af öðrum. Þeir sem þekkja til gangs mála hjá Atlantshafsbandalaginu vita að hinir reglulegu fundir utanríkisráð- herra aðildarlandanna eru auk viku- legra funda fastafulltrúanna í Brussel sá vettvangur sem bestur er til að vinna umdeildum málum stuðning með það í huga að tillit verði tekið til þeirra, þegar gengið er frá mikilvægum ályktunum á borð við þá sem samþykkt var í London. Skynsamir menn taka mið af því sem á slíkum fundum gerist, þegar þeir ákveða, hvort og hvernig þeir ætla að vinna frekar að málum innan vébanda bandalagsins. Má ætla að frá því í maí í fyrra hafi íslenska ríkisstjórnin fylgt því fast eftir á vettvangi NATO og annars staðar, að fá sjónarmið sín varð- andi afvopnun á höfunum viður- kennd. Hlutlægt mat á framgangi málsins hafi Iegið fyrir, þegar geng- ið var til fundarins í London. Sá hængur er þó á þessu nú, að stefna ríkisstjórnarinnar varðandi einstök efnisatriði málsins er óljós og óskýr. Embættismenn hafa líklega ekki fengið skýr fyrirmæli. Auk þess er keppni milli Steingríms og Jóns Baldvins í málinu, sem brýst aðeins fram í tilefni af leiðtogafundum. Síðasti reglulegi fundur utanrík- isráðherra NATO-ríkjanna fyrir leiðtogafundinn í London var í Turnberry í Skotlandi í fyrstu viku júní. Eftir hanft sagði Jón Baldvin í samtali við Aiþýðublaðið: „ísland var ekki mikið á dagskrá á fundi utanríkisráðherranna. Hins vegar var lítillega rætt hvernig Atlants- hafsbandalagið ætti að búa sig und- ir framhaldið eftir að afvopnunar- samningarnir væru komnir í höfn. Eitt svið afvopnunar sem þá verður að ræða eru höfin. Ráðherrarnir voru sammála um að hefja undir- búning að umræðu um afvopnun í höfunum og sá þáttur snertir að sjálfsögðu Island.“ Stangast þessi ummæli ekki á við lýsingar utanrík- isráðherra á hinni hörðu baráttu sem hann segist hafa háð við þessa sömu utanríkisráðherra í London í síðustu viku? Ef ráðherrarnir voru sammála í Turnberry í Skotlandi, hvers vegna eru höfin falin í Lund- únaryfirlýsingunni? Spurningin um það hvað hafi gerst í hugum ut- ánríkisráðherranna á vikunum sem liðu á milli funda þeirra í Turnberry og London verður áleitnari eftir að þessi ummæli Jóns Baldvins í Þjóð- viijanum eftir fundinn í London eru lesin: „Á síðustu stundu hefði tekist að koma í veg fyrir það [að málið yrði drepið] með málamiðlunartil- lögu frá Hollendingum. Viðræðurn- ar hefðu einnig leitt í ljós að þrátt fyrir allt nutu íslendingar stuðn- ings. „Við fengum mjög drengileg- an stuðning frá Dönum, góðan skilning og undirtektir frá Kanada- mönnum en það var eftirtektarvert að stuðningur Norðmanna brást gersamlega,“ sagði Jón Baldvin. Málflutningur íslands innan NATO í hálft annað ár hefði því skilað árangri.“ Því fer fjarri að Atlantshafsband- lagið hafi ákveðið að ganga til við- ræðna um afvopnun á höfunum. Jón Baldvin leggur áherslu á „útvíkkun umboðs“. I 12. grein yfirlýsingar leiðtogafundarins segir: „Við leggj- um til, þegar CFE-samningurinn [um fækkun hefðbundinna vopna í Evrópu] hefur verið undirritaður, að framhaldsviðræður hefjist með þátttöku sömu ríkja og með sama umboði, væntanlega sem byggist á því samkomulagi, sem fyrir er, með viðaukum, þar á meðal varðandi aðgerðir til að takmarka fjölda her- manna í Evrópu.“ Þarna er vikið að CFE-II viðræðunum og sagt að í þeim eigi að vera „sama umboð“ og í CFE-I, en samkvæmt umboðinu er afvopnun á höfunum ekki á dag- skrá þar. Varla felst „útvíkkun umboðs“ í þessum orðum? íslendingar vissu nákvæmlega hvað þeir vildu á fundi Alþjóðahval- veiðiráðsins en náðu ekki árangri. Var nægilega vel að undirbúningi staðið? Ríkisstjórn Steingrims Her- mannssonar hefur þá stefnu varð- andi afvopnun á höfunum að um málið eigi að tala og utanríkisráð- herra ræddi það svo mjög að allt annað hvarf í skuggann, að hans mati, á einum merkasta og söguleg- asta fundi sem leiðtogar ríkja Atl- antshafsbandalagsins hafa efnt til og þar sem fjallað var um gjör- breyttar aðstæður í Evrópu. Árang- urinn af talinu er hins vegar ekki mælanlegur. Hefur verið nægilega vel að málinu staðið? Mikilvægar viðræður fara nú fram milli EFTA og Evrópubandalagsins (EB) um sameiginlegt evrópskt efnahags- svæði. Ljóst er af umboði þeirra viðræðna að brýnir hagsmunir Is-j lendinga vegna sjávarútvegs verða þar ekki á dagskrá með forgangs- efnum. Ríkisstjórnin hefur hafnað tvíhliða viðræðum um málið við EB. Hefur verið rétt að málinu staðið? Bægslagangur einstakra ráð- herra í íslenskum fjölmiðlum, þótt þeir telji sig hafa skapraunað er- lendum ráðamönnum, á lítið skylt við árangursríka utanríkisstefnu. Hann getur þvert á móti verið til marks um minnimáttarkennd og lítinn árangur. Við þurfum á öðru að halda nú, þegar jafn miklar breytingar eru að verða á alþjóða- vettvangi og áður hafa gerst í styrj- öldum. < Vilji ríkisstjórnin halda áfram að ræða um afvopnun á höfunum þarf hún að móta efnislega afstöðu í málinu er byggist á mati á því, hvaða áhrif afvopnun á landi hafi á höfin. Hveijir eru hagsmunir okk- ar íslendinga? Eigum við samleið með Norðmönnum sem hafa áhyggjur af auknum vígbúnaði Sov- étmanna á Kóla-skaga? Verður sov- éski norðurflotinn efldur um leið og dregið er úr venjulegum herafla á meginlandi Evrópu? Getum við dregið ályktanir um eigið öryggi' af breytingum sem eru að verða á meginlandi Evrópu? Þessum spum- ingum og mörgum fleiri um íslenska öryggishagsmuni verður að svara. Leitin að svörum við þeim ætti að vera ofar á dagskrá um þessar mundir hjá íslenskum ráðamönnum en órökstudd kröfugerð á hendur samheijum um afvopnun á höfun- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.