Morgunblaðið - 20.07.1990, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 20.07.1990, Blaðsíða 7
7 MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 20. JULI 1990 Eyrarbakki: Lokið verður við sjó- vamargarðana í þessum mánuði Skuldir haftiar- ínnar við hrepps- sjóð afskrifaðar Selfossi GERÐ sjóvarnargarða framan við byggðina á Eyrarbakka miðar vel. í ár er gert ráð fyr- ir að byggja upp 700 metra langan sjóvarnargarð í tveimur hlutum í stað gamla varnar- garðsins sem fór illa í miklum sjávarflóðum í vetur. Sleppt er úr köflum um miðbik þorpsins og einnig austast í þorpinu. Þessir kaflar verða byggðir upp næsta ár. A Stokkseyri er einn- ig fyrirhugað að byggja upp sjóvarnargarð til varnar byggðinni. „Það hefði verið gott að geta klárað þetta á þessu ári, sérstak- lega fyrir framan byggðina aust- ast í þorpinu," sagði Magnús Karel Hannesson oddviti Eyrar- bakkahrepps. Hann sagði einnig að ekki væri annað að sjá en verk- ið gengi vel. Verktakarnir, Svein- bjöm Runólfsson og ístak, verða á Eyrarbakka út mánuðinn en taka þá til hendinni við að byggja upp sjóvarnargarðinn á Stokks- eyri. Búið er að afskrifa með öllu höfnina á Eyrarbakka. Hafnar- sjóður skuldaði hreppssjóði 5 milljónir króna sem hreppurinn hefur afskrifað. Höfnin hefur ekk- ert verið notuð síðan sumarið 1088 en brú yfir Ölfusárósa var vígð þá um haustið. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Magnús Karel Hannesson oddviti Eyrarbakkahrepps á nýja sjóvarnargarðinum ásamt syni sínum Baldvini Karel 5 ára. Gijót í sjóvarnargarðinn er tek- ið í landi Hrauns í ölfusi og stór- virkar vinnuvélar hlaða því upp. Nyi garðurinn er byggður framan við gamla garðinn sem fær að halda sér innan við þann nýja. Að sögn Magnúsar Karels odd- vita má gera ráð fyrir að höfnin verði rifin burtu en þá opnast fyrir sandburð austur með strönd- inni. Sandurinn mun hlaða upp fjöruborð framan við sjóvarnar- garðinn og veita viðþótarvörn gegn ágangi sjávar. Sig. Jóns. NÚ ER HANN ÞREFALDUR! UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 Lottó cr fyrir alla... .. .líka þig!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.