Morgunblaðið - 20.07.1990, Page 1

Morgunblaðið - 20.07.1990, Page 1
56 SIÐUR B/C 162. tbl. 78. árg. FÖSTUDAGUR 20. JULÍ 1990 Prentsmiðja Morgunblaðsins Harkaleg landa- mæradeila Kúvæta og Iraka veldur ugg Nicosíu. Reuter. KÚVÆTAR brugðust í gær ókvæða við ásökunum Iraka um að þeir hefðu sýnt þeim yfirgang með því að stela olíubirgðum og reisa hernaðarmannvirki innan landamæra Iraks. Irakar fordæmdu einnig stjórnvöld í Kúvæt og Sameinuðu arabísku fiirstadæmunum fyrir að hafa af ásettu ráði valdið þeim miklu efiiahagslegu tjóni með oflram- leiðslu á olíu. Bandaríkjamenn ítrekuðu stuðning sinn við Kúvæta eftir að írakar höfðu gefið í skyn að þeir kynnu að beita hervaldi ef arabaríkin drægju ekki úr olíuframleiðslu sinni. Harkan í deilu Kúvæta og Iraka veldur ugg. Saddam Hussein, forseti íraks, olli miklu uppnámi í arabaheiminum á þriðjudag er hann sakaði stjórn- völd í Kúvæt og Sameinuðu arabísku furstadæmunum um að hafa komið aftan að írökum með offramleiðslu á olíu og stuðlað þannig að lækkandi olíuverði þrátt fyrir loforð þeirra um að virða samninga Samtaka olíuútflutnings- ríkja, OPEC, um framleiðslukvóta. Daginn eftir sendi Tareq Aziz, ut- anríkisráðherra íraks, Arababanda- laginu 'bréf, þar sem hann beindi einkum spjótum sínum að Kúvæt- um. Hann sakaði þá um að hafa stolið olíu og reist hernaðarmann- virki á írösku landsvæði meðan á Persaflóastríðinu stóð. Stjórnarer- indrekar telja að ráðherrann hafi átt við eyðimerkursvæði við landa- mæri ríkjanna, sem ekki hefur ver- ið skýrt afmarkað og er auðugt af olíu. Kúvætar svöruðu þessum ásök- unum í harðorðu bréfi til Araba- bandalagsins í gær og sökuðu íraka um að hafa lengi borað eftir oiíu innan landamæra Kúvæts. Boðað var til neyðarfundar á þingi lands- ins og að honum loknum voru þrír ráðherrar sendir til nágrannaríkja til að leita eftir stuðningi þeirra í deilunni. Richard Boucher, talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins, sagði að Kúvætar gætu reitt sig á stuðning Bandaríkjamanna í deil- unni en neitaði að svara spurning- um um hvort til greina kæmi að veita þeim hernaðarlega aðstoð ef á þá yrði_ ráðist. í her íraks eru um milljón her- menn, auk þess sem hann hefur yfir 5.000 skriðdrekum, fyölda biyn- vagna og 500 orrustuþotum að ráða. Kúvætar hafa eflt her sinn á undanförnum árum og hafa um 20.000 hermenn, 70 orrustuþotur og 500 skriðdreka. Mótmæla óréttlæti Reuter Þúsundir úzbeskra kvenna efndu til mótmæla við aðalstöðvar kommúnistaflokksins í borginni Osh í Kírgízíu í gær og kröfðust þess að ættingjar þeirra sem handteknir voru vegna átaka Kírgíza og Uz- beka yrðu látnir lausir. A borða kvennanna stendur „Óréttlæti". Gorbatsjov biður nm taf- arlausa efiiahagsaðstoð Moskvu. Reuter. MÍKHAÍL Gorbatsjov Sovétforseti skoraði í gær á vestræn ríki að veita Sovétmönnum þegar í stað efiiahagsaðstoð. Sagði hann Jac- ques Delors, forseta framkvæmda- stjórnar Evrópubandalagsins (EB), að umbótastefiian, perestroj- Frakkland: Fyrrverandi ráðherra svipt- ur lækningaleyfi París. The Daily Telegraph. LEON Schwarzenberg, fyrrum heilbrigðisráðherra Frakka og einn helsti krabbameinssérfræðingur landsins, hefur nú verið sviptur Iækningaleyfi í eitt ár. Ástæðan er sú að Schwarzenberg viðurkenndi í blaðaviðtali að hafa stytt dauðvona sjúklingi aldur með hans samþykki. Það var í ágúst 1987 sem við- talið birtist við Schwarzenberg í franska blaðinu Journal du Dim- anche. Þar segir hann frá því er hann aðstoðaði konu sem þjáðist af krabbameini við að deyja. Að sögn blaðsins hélt konan kveðju- veislu fyrir vini og vandamenn áður en yfir lauk. Schwarzenberg varð heilbrigð- isráðherra árið 1988 en þurfti að segja af sér eftir einungis einn mánuð í embætti vegna skoðana sinna á líknardrápi og eiturlyfjum. Hann heldur því fram að innan læknastéttarinnar ríki mikil tvö- feldni í afstöðunni til dauðans. Segist hann ekki sjá siðferðilegan mun á því að horfa aðgerðalaus á ólæknandi sjúklinga deyja þján- ingarfullum dauðdaga og stytta sjúklingum aldur með þeirra sam- þykki. Schwarzenberg sem iðulega verður mjög ofarlega í skoðana- könnunum um vipsælustu Frakk- ana hefur ákveðið að áfrýja úr- skurði siðanefndarinnar sem svipti hann starfsleyfinu. ka, væri í hættu og sömuleiðis slökun í alþjóðamálum ef aðstoð fengist ekki þegar í stað. Þriggja daga heimsókn Delors til Moskvu Iýkur í dag. Gorbatsjov sagði að viðurkennt væri að perestrojkan væri ekki einkamál Sovétmanna heldur heimsbyggðarinnar allrar. Komið væri að vesturveldunum að sýna þann skilning sinn í verki. Án efna- hagsaðstoðar, samvinnu í umhverf- is- ogjnenningarmálum og afvopn- unar væri tilgangslaust að láta sig dreyma um nýja skipan mála í Evr- ópu. Delors ræddi við Gorbatsjov í Moskvu um hugsanlega efnahags- samvinnu EB og Sovétríkjanna. Á leiðtogafundi EB-ríkjanna í Dublin í fyrra mánuði var ákveðið að láta fram fara könnun á ástandi og horfum í sovéskum efnahagsmálum og hvernig tryggja mætti að efna- hagsaðstoð kæmi að sem bestum notum. Heimsókn Delors til Moskvu er upphafið á þeirri könnun. Hún er einnig talin marka þáttaskil í samskiptum EB og Sovétmanna á ýmsum sviðum. Hermt er að Delors hafi lagt að Gorbatsjov að hrinda sem snarast í framkvæmd viðskiptasamkomu-. lagi sem Sovétmenn og EB gerðu með sér í fyrra. Samkvæmt því munu EB-ríkjn afnema með öllu kvóta á innflutning frá Sovétríkjun- um árið 1995 gegn greiðari að- gangi evrópskra iðnfyrirtækja að hinum sovéska markaði. Sérfræðingar EB telja, að lítils árangurs sé að vænta af umbóta- stefnu Gorbatsjovs nema til komi umtalsverð vestræn efnahagsað- stoð. Gorbatsjov hefur mætt mót- spyrnu frá harðlínumönnum innan sovéska kommúnistaflokksins í þeirri viðleytni sinni að afnema miðstýrðan áætlunarbúskap Sovét- manna á öllum sviðum efnahagslífs- • Vestur-Þjóðveijar hafa lagt til að vesturveldin veiti Sovétmönnum 15 milljarða dollara efnahagsað- stoð. Styðja Frakkar þá tillögu en Bandaríkjamenn og Bretar vilja takmarka aðstoð þar til raunveru- legum markaðsbúskap hefur verið komið á þar í landi. Filippseyjar: 37 menn finnast á lífi í rústum hótels Manilla. Reuter. ÞRJÁTÍU og sjö menn fúndust á lífi í gær í rústum hótels sem hrundi í borginni Baguio í jarð- skjálftunum á Filippseyjum sl. mánudag. Að sögn embættismanna var 37 mönnum bjargað úr rústum Park-hótelsins. Hótelið hrundi sem spilaborg í skjálftanum, sem mældist 7,7 stig á richter. Baguio er í norðurhluta landsins og varð verst úti í jarðskjálftunum á mánu- dag. Óttast er að um 100 manns hafi týnt lífi er þeir urðu undir jarðskriðu í fjallahéraðinu Nueva Viscaya, um 170 km norður af Manilla. Þar munu mörg hundruð manns vera strandaglópar vegna skriðufallanna. Kúba: Andófsmenn gefast upp Havana. Reutcr. FIMM Kúbumenn sem ruddust inn í bústað tékknesks sendiráðs- manns i Havana á Kúbu í síðustu viku gáfú sig fram við lögreglu í gær. Tékkneska sendiráðið hafði neitað mönnunum fimm um vernd á þeirri forsendu áð þeir hefðu ruðst með valdi inn í bústaðinn. Þeir vildu fá að fara úr landi. Sjá „Sendiherra ...“ á bls. 18.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.