Morgunblaðið - 20.07.1990, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 20.07.1990, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JULI 1990 NY SPORTVORUVERSLIIN Opnum í dag nýja, glæsilega Spörtuverslun á Laugavegi 97, (beint á móti Stjörnubíói) adidas T O R S I O N Kynnum við opnunina nýju Torsion hlaupaskóna frá ADIDAS. Torsion er ný vídd í íþróttaskóm. í Torsion skóm verða hreyfingar fótanna eðlilegar og hættan á meiðslum verður minni. Að hlaupa í Torsion er líkt því að hlaupa berfættur. Sparta, Laugavegi 49, sími 1 2024. Sparta, Laugavegi 97, sími 17015. Einar Ingimundarson við eitt verka sinna. Sýnir málverk í Eden EINAR Ingimundarson opnaði 9. júlí málverkasýningu í Eden, Hveragerði. Sýningin í Eden er fjórtánda einkasýning Einars og hans fyrsta sunnanlands. Á sýningunni eru 25 myndir sem allar eru málaðar á síðustu þremur árum. Einar stundaði listnám í Svíþjóð, Þýskalandi og Reykjavík á sjötta áratugnum auk iðnnáms. Hann hef- ur haft húsamálun að atvinnu sl. 40 ár, en tók upp þráðinn varðandi listmálun fyrir nokkrum árum. Sýningin stendur til miðvikudags 25. júlí. Heilbrigðisráðuneyti: Kannað hvort sjúkra- tryggingar hjartasjúkl- inga sem fara utan geti runnið til hjartadeildar NÚ ER til athugunar í heilbrigðisráðuneytinu hvort ekki megi með einhverju móti fjölga hjartaaðgerðum hérlendis. Loka hefúr þurft deildum eða skera niður starfsemi þeirra um sumartímann, þ.á.m. hjartadeildinni þar sem Qárveitingar til Ríkisspítalanna hafa verið óbreyttar. Því hefúr komið til tals að þeir fjármunir sem fari í utan- ferðir hjartasjúklinga, verði látnir renna til starfsemi hjartadeildarinn- ar, sem muni þá fjölga aðgerðum sínum. sem hjartadeildin geti framkvæmt. Eigi að mæta þeirri þörf, verði að ijölga aðgerðunum um 60-90 miðað við ljölda aðgerða í fyrra. „Þessari aukningu var frestað til ársins 1991 vegna óbreyttrar fjárframlaga til Ríkisspítalanna. Því hefur verið til athugunar hvort sjúkratrygging gæti ekki runnið til starfsemi hjarta- deildar í staðinn," sagði Ingimar. Fulltrúar heilbrigðisráðherra hafa nú skilað skýrslu sem er til umfjöll- unar hjá ráðuneytinu. Ennfremur hefur stjómarnefnd ríkisspítalanna skilað inn áætlun um með hvaða hætti Landsspítalinn geti fram- kvæmt hjartaaðgerðir á kostnað sjúkratrygginganna. Niðurstöðu beggja er að vænta fljótlega. „Mál þessi eru til gaumgæfilegrar athugunar hjá ráðuneytinu," sagði Ingimar Sigurðsson, skrifstofustjóri í heilbrigðisráðuneyti. Fyrir skömmu fóru þrír fulltrúar heilbrigðisráð- herra til Bretlands til að kanna hvað íslenskum heilbrigðisyfirvöldum stæði til boða í sambandi við hjarta- uppskurði á íslendingum. Sá háttur hefur verið hafður á að framkvæma verður ákveðinn lágmarksfjölda hjartaaðgerða til að lækka kostnað íslenskra heilbrigðisyfirvalda. Var íslensku fulltrúunum meðal annars falið að kanna hvort nauðsynlegt væri að binda sig við ákveðinn fjölda sjúklinga til að njóta þessara kjara. Ingimar segir að talið sé að þurfi að gera 160-190 aðgerðir á ári til að sinna þörfinni á þeim aðgerðum Verð til að taka eftir: Bússur frá kr. 3.190.- Vöðlur frá kr. 3.990.- Mikið úrval af regnfatnaði. OPIÐ LAUGARDAGA FRÁ KL. 10-13. gB-Wa MARKAÐURINN SKIPHOLTI 50C, SÍMI 31290 (Nýja húsíð gegnt Tónabíói)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.