Morgunblaðið - 20.07.1990, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.07.1990, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 1990 11 Stúdentaráð HÍ um virðisaukaskatt: Verði felldur niður af erlendum námsbókum STÚDENTARÁÐ Háskóla íslands sendi á mánudag ráðherrum ríkis- stjórnarinnar bréf, þar sem mælzt er til að allar námsbækur verði undanþegnar virðisaukaskatti, sama á hvaða máli þær séu ritaðar. Rikisstjórnin heftir ákveðið að virðisaukaskattur af bókum á íslenzku verði felldur niður 1. september, en samkvæmt núgildandi lagaákvæð- um er gert ráð fyrir að áfrant verði lagður virðisaukaskattur á bækur á erlendum málum. Öll tímarit, jafnt erlend sem íslenzk, verða hins vegar undanþegin virðisaukaskatti. leyti ekki jákvæður gagnvart sjónar- miðum námsmanna. „Ég trúi því samt ekki að Ólafur Ragnar ráði öllu einn í ríkisstjórninni. Aðrir ráð- herrar hafa fengið bréf og vita um hvað málið snýst,“ sagði Siguijón. Hann sagði að engin rök væru fyrir því að erlend tímarit, þar á meðal „karlablöð“ svokölluð, væru án virð- isaukaskatts, en ekki bækur á er- lendum málum. Nær væri að náms- bækur væru undanþegnar virðis- aukaskatti en laxveiðileyfi. MERKI UM GÓÐAN ÚTBÚNAÐ NÍÐSTERK ÞUNGAVIGTARLÍNA Fœst í nœstu sportvöruyerslun. Leiðrétting Í grein Jóns Viðars Jónssonar í blaðinu í gær misritaðist leiklistar- braut í stað leikstjórnarbraut. Setn- ingin átti að vera: „Hins vegar þyk- ir mér það öllu verra, að hann skuli þá ekki vilja viðurkenna, að þar með er barátta hans og félaga hans fyrir einhverskonar leikstjórnarbraut við Leiklistarskólann fallin um sjálfa sig.“ Blaðið biðst velvirðingar á þess- um mistökum. BISKUPINN yfir íslandi, herra Olafúr Skúlason, og kona hans, frú Ebba Sigurðardóttir, hafa að undanförnu verið á ferð um Þing- eyjarprófastsdæmi og vísiterað 23 kirkjur og söftiuði. Biskup seg- ir móttökur heimamanna hafa verið hlýjar og kirkjusókn góða. Vísitasía biskups hófst þann 7. júlí og lauk henni í gær, fimmtudag, með messu í Skútustaðakirkju. Hafði biskup þá vísiterað 23 kirkjur og söfnuði í prófastsdæminu. „Móttökur Þingeyinga hafa verið afar hlýjar og kirkjusókn góð,“ seg- ir herra Ólafur Skúlason. „Þeir hafa sameinað kosti systranna í Betaníu, Mörtu og Maríu, og bæði gefið góð- an beina og sótt kirkju vel. Það hefur einnig verið ánægjulegt að sjá hve góð umhirða kirkna og kirkju- garða er hér.“ 7 segirherra Ólafiir Skúlason „Nær allar námsbækur sem not- aðar eru við Háskóla íslands og aðra skóla á háskólastigi, svo og fjöldi námsbóka á síðari stigum menntaskólanáms, eru á erlendum tungumálum og mun svo væntan- lega verða í náinni framtíð. Þetta þýðir að stór hluti námsbóka mun bera virðisaukaskatt þrátt fyrir þessa breytingu laganna," segir í bréfi stúdenta, sem undirritað er af Siguijóni Þ. Árnasyni, formanni SHÍ. I bréfinu er tíundaður hár kostn- aður stúdenta af bókakaupum. Sam- kvæmt tölum frá Bóksölu stúdenta þarf til dæmis viðskiptafræðinemi á fyrsta námsári að greiða 17.068 krónur fyrir bækur á erlendum mál- um á hvoru misseri. Þar af fara 3.359 kr. í virðisaukaskatt. Bækur á íslenzku kosta stúdentinn hins vegar 6.296 kr. og þar af fara 1.239 kr. í skatt. Annað dæmi er tekið af læknanema á fyrsta ári, sem á haustmisseri þarf að greiða 56.238 kr. fyrir bækur á erlendum málum, en þar af fara 11.967 kr. í virðis- aukaskatt. Fyrir bækur á íslenzku greiðir hann hins vegar 3.480 kr. og greiðir 685 kr. af þeim í virðis- aukaskatt. Formenn Stúdentaráðs, Banda- lags íslenzkra sérskólanema og Fé- lags framhaldsskóla gengu í gær á fund Ólafs Ragnars Grímssonar fjár- málaráðherra og ræddu þessi mál við hann. Að sögn Siguijóns Þ. Árnasonar virtist ráðherra fyrir sitt Biskup vísiterar Þing- eyjarprófastsdæmi; Hlýjar mót- tökur og góð kirkjusókn ..E! FAUI6Q! iÍLL! Yfirbyggingin er teiknuð af hinum ítalska snillingi Giugiario. ..El SMERRLEI|jj\ INNRÉTTAIQl BÍLL! Öll innri hönnun er verk þýska meistarans il f Jiitilll EHil 1EI illNN IÍLL! Hreyfill, gírkassi og drifbúnaður kemur frá hinum rómuðu Porsche verksmiðjum í Þýskalandi. ..II ýjjýií Silll Enda kostar hann aðeins frá

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.