Morgunblaðið - 20.07.1990, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 20.07.1990, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 1990 31 félR í fréttum R : I ■ - j i ..'~y •' t / * - Sjálfsfróun spilar. Morgunblaðið/Þorkell UTIDEILDIN Arlegir útitón- leikar Fyrir stuttu hélt Útideild Reykja- víkur, sem starfar með unglingum sem lent hafa upp á kant við kerfið, sína árlegu úti- tónleika í portinu við Útideildarhúsið í Tryggvagötu. Þar komu fram meðal ann- ars hljómsveitirnar Sjálfsfróun, Striga- skór nr. 42, Flintsto- nes, Sororicide og töframaður lék listir sínar. Vigdís Finnbogadóttir og Ed Pálmason, forseti íslendingafélagsins í Seattle. '' \ > ' NORRÆN MENNING Forsetinn heimsækir \ minjasafii í Seattle * Iferð sinni til Bandaríkjanna í vor heimsótti Vigdís Finnbogadótt ir, forseti íslands, meðal annars norrænt minjagripasafn í Seattle. Safnið, sem á engilsaxnesku ber heitið Nordic Heritage Museum, var opnað í gömlu skólahúsi í miðborg- inni í aprílmánuði árið 1980. í því standa yfir þijár sýningar sem bera yfirskriftina Ameríkudraumurinn, Fyrirheit vestursins og Norræn arf- leifð í vestri. Á sýningarsvæði Ameríkudraumsins fá sýningar- gestir að kynnast heimilisaðstæðum Norðurlandabúa um siðustu alda- mót, ferðamáta vesturfaranna og mótttokum sem þeir fengu í Banda- ríkjunum. Fyrirheit vestursins er kynning' á aðstæðum norrænna manna í landinu. Ýmsir gripir úr eigu landnemanna eru til sýnis, komið hefur verið upp pósthúsi, kirkju, lyfjaverslun og smiðju í stíl landnemanna. Þriðja sýningar- svæðinu er skipt í fimm herbergi þar sem lögð er áhersla á ólíka þætti í menningu Islands, Dan- merkur, Svíþjóðar, Noregs og Finn- lands en jafnframt er bent á sam- eiginlega menningararfleifð. í safninu er einnig aðstaða fyrir farandsýningar en meðal sýninga sem þar hafa verið settar upp má nefna Þorp á Grænlandi sem skipu- lögð var af danska utanríkisráðu- neytinu, Sami Daida sem var fjár- mögnuð af norrænu listamiðstöð- inni í Helsinki, Víkingarnir sem kom frá sænska Þjóðminjasafninu og norska textílsýningu. í framtíðinni er ætlunin að koma upp bókasafni í safninu og hanna sýningarsal fyr- ir listamenn af norrænum ættum. Þá er ætlunin að endurbæta skóla- húsið, koma fyrir lyftu og aðgengi fyrir fatlaða. Yfir 40.000 manns skoða minja- safnið árlega. Fulltrúar þjóðanna fimin sem standa að safhinu. í Kaupmannahöfn F/EST í BLAOASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖÐINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG Á RÁDHÚSTORGI ríí ■;v tfö ■h :y. T íí> :s- I & w & ■Ú fl® $ 1 .V. “ FERÐAGASGRILL í útileguna, veiðiferðina, bótinn hjólhýsið eða heimilið. Kr. 6.990 stgr. SPORXLEIGAN FERÐAMIÐSIÖÐ V/ UMFERÐARMIÐSTÖÐINA S:19800 & 13072 Dags. 20.7. 1990 VAKORT Númer eftirlýstra korta 4507 4100 0001 6254 4507 4300 0003 4784 4507 4500 0008 4274 4507 4500 0015 6544 4507 4500 0015 7880 4548 9000 0023 8743 4548 9000 0028 6346 Afgreiðslufólk vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendið VISA íslandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000,- fyrir að klófesta kort og vísa á vágest.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.