Morgunblaðið - 20.07.1990, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 20.07.1990, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JULI 1990 Minning: Skúli Sveinsson fv. aðalvarðsijóri Það er sunnudagur og ég er kvíðafullur. Ég er að fara í hádegis- mat hjá tilvonandi tengdaforeldrum mínum, Skúla Sveinssyni og Sigríði Ingibergsdóttur. Ég er að hitta þau í fyrsta sinn. Nú, fimmtán árum síðar, get ég vart annað en brosað. Hveiju þurfti ég að kvíða? Mér var tekið opnum örmum þá og ætíð síðan naut ég gestrisni og góðvildar þessara yndislegu hjóna. I dag er mér þó allt annað en hlátur í huga. Það eru rétt rúm tvö ár síðan tengdamóðir mín lést og nú er tengdafaðir minn borinn til hinstu hvíldar. Skúli Sveinsson fæddist í Syðra- Langholti í Hrunamannahreppi í Árnessýslu, 28. nóvember 1905. Skúli var sonur Ágústu Jónsdóttur og Sveins M. Hjartarsonar, bakara- meistara. Fyrstu sex æviárin bjó Skúli hjá fósturforeldrum sínum í Efra-Langholti, en fluttist þá í Lambhústún_ til móður sinnar og stjúpföður. Átján ára flutti Skúli svo til Reykjavíkur og byijaði að vinna hjá föður sínum. Árið 1930 hóf Skúli störf í Lögreglunni í Reykjavík og 10. október 1931 kvæntist hann Sigríði Ingibergs- dóttur. Þau eignuðust þijú börn, Sigurdísi, Svein og Sigríði Ágústu, og þegar Skúli fellur frá eru barna- börnin sjö og barnabarnabörnin tvö. Skúli starfaði í Lögreglunni í 47 ár, en þegar hann hætti þar, hóf hann störf sem þingvörður, eða eins og hann sagði sjálfur: „Það hefði orðið erfitt að fara úr fullu, anna- sömu starfi og setjast i helgan stein meðan ég enn hafði góða heilsu og starfskrafta . ..“, en þingvarðar- stöðunni gegndi hann fram á áttug- asta aldursár. Þetta viðhorf Skúla til vinnunnar iýsir honum e.t.v. best. Hann var samviskusamur og eljusamur og féll aldrei verk úr hendi. Þessi elju- semi endurspeglaðist líka í einkalífi hans. Hann bjó fjölskyldu sinni ör- uggan og traustan lífsgrundvöll, og þegar Sigríður fékk fyrstu einkenni erfiðs sjúkdóms, tók hann við rekstri heimilisins, eldaði og þreif, og studdi konu sína með ráðum og dáð. Um leið veitti hann bömum sínum það veganesti, sem þau þurftu til að takast á við alvöru lífsins. Þannig var ijölskyldan Skúla allt og aldrei leið honum betur en þegar hann var umkringdur börn- um, tengdabörnum, barnabörnum og barnabarnabörnum. Stoltið leyndi sér ekki, þegar hann hélt á yngstu börnunum í fanginu og þau kúrðu sig í hálsakotið hjá afa. Hvíiík gæfa að hafa átt slíkan að. Skúli var hógvær og lítillátur, en ákveðinn. Hann var traustur vinur, enda vinmargur, og það kæmi mér ekki á óvart, að við fráfall Skúla, risti sorgin hvað dýpst í vinahópi. Skúli var höfðingi heim að sækja. Hann var söngmaður góður og það var oft glatt á hjalla á Flókagöt- unni, enda hraustlega veitt. Þá voru glettnin og glaðværðin í fyrirrúmi. Þegar við hjónin komum í heim- sókn, dró Skúli iðulega fram taflið og við tókum eina eða tvær „stutt- ar“. Um leið ræddum við um við- burði líðandi stundar, landspólitík- ina og menn og málefni. Þannig gleymdum við okkur við skákborð- ið. Þetta voru unaðslegar stundir. í stuttu máli þá var Skúli Sveins- son ákaflega vandaður maður og það eru forréttindi að hafa fengið að kynnast slíkum manni. Öll viss- um við að við myndum ekki njóta samvista við hann eins lengi og við hefðum kosið. Og nú, þegar hann er látinn, fyllumst við söknuði og trega. En verum minnug þess í sorg okkar að Skúli er nú í góðum höndum, í faðmi ástkærrar eigin-- konu. Minning þessa sómamanns mun lifa í hjörtum okkar allra. Ari Kr. Sæmundsen Minning: Málfreð F. Friðriks- son skósmíðameistari Fæddur 4. ágúst 1916 Dáinn 13. júlí 1990 Mágur minn, Málfreð Friðrik, eða Malii eins og hann var kallaður, lést í Sjúkrahúsi Skagfirðinga, Sauðárkróki, 13. júlí eftir stutta en harða sjúkdómsbaráttu. Málfreð Friðrik var fæddur á Sauðárkróki 4. ágúst 1916 í húsi sem nefnt var Þorkelshóll. Foreldrar hans voru Friðrik Jónsson skósmiður og al- þekktur sigmaður í Drangey af skagfirskum ættum og kona hans Steinunn Hansen frá Sauðá. Mál- freð ólst upp á Sauðárkróki við venjuleg störf til sjávar og sveita og sótti gjarnan til bjargfugls út í Drangey eins og faðir hans sem var einn fræknasti sigmaður í Drangey á sinni tíð. Skósmíðar urðu þó aðal- starf Malla, hann lærði þá iðn og var mjög vandvirkur og eftirsóttur fyrir skósmíðar, reiðtygi og hnakkasmíði og fleira sem lýtur að hestamennsku. Málferð ólst að mestu upp, eftir að hann missti Leiðrétting Prentvillupúkinn lék lausum hala í fyrirsögn minningargreinar um Ingibjörgu Sigvaldadóttur, sem birtist í blaðinu. Þar komst stafur- inn þangað sem hann átti ekkert erindi. Varð starfsheitið kaupkona að kaupakona. Beðist er velvirðing- ar á þessum mistökum. föður sinn á áttunda ári, hjá ömmu sinni Maifríði Friðgeirsdóttur og manni hennar Þorkeli Jónssyni, ásamt uppeldissystkinum sínum Ingvari Magnússyni, sem nú er lát- inn, Málfríði Magnúsdóttur og Hólmari Magnússyni, húsasmið, sem búsett eru í Reykjavík og sakna þau sárt síns góða bróður, en mjög kært var með þeim frændsystkin- um. Bræðurnir voru gjarnan kallað- ir Málfríðarstrákarnir. Málfríður dvaldi í góðu yfirlæti á heimili Malla og Sesselju, sem önnuðust hana síðustu árin og andaðist hún þar háöldruð. Bróðir Málfreðs var Garðar Hansen, sem nú er látinn. Hálfsystir hans er Álfhildur Frið- riksdóttir og hálfbróðir Björgvin Brynjólfsson. Málfreð var tvíkvænt- ur, fyrri kona hans var Rósa Péturs- dóttir frá Sauðárkróki og eignuðust þau 4 börn, þar af eru tvö látin, Ragna Hrafnhildur og Hans Birgir. Rósa og Málfreð slitu samvistir. Seinni kona Málfreðs er Sesselja Hannesdóttir, dóttir Ólafar Stefáns- dóttur og Hannesar Jónssonar kaupmanns í Reykjavík. Þau Sess- elja og Málfreð eignuðust fimm börn, þau eru: Haraldur, búsettur á Sauðárkróki, kvæntur Rósa- mundu Óskarsdóttur og eiga þau 4 börn. Ólöf, sem gift er Kristni Jóns- syni sfmvirkja í Reykjavík, og eiga þau 2 börn. Birgir, ókvæntur og barnlaus. Hannes, sambýliskona hans er Þórdís Jónsdóttir. Yngstur er Árni, sambýliskona hans er og sama er að segja um barna- barnabörnin tvö og syrgja þau nú elsku afa sinn sárt. Þakkir langar mig að senda einstaklega góðri vin- konu Skúla, Katrínu Jakobsdóttur Smára, sem hann hitti í Félagsmið- stöðinni í Bólstaðarhlíð fyrir um tveim árum, en þar endurnýjaði hann kynni frá í gamla daga, er hann hitti gamla vinkonu. Vinátta þeirra og kunningsskapur þessi tvö ár hefur einkennst af einstökum kærleika þeirra í milli og er hann henni mikill harmdauði. Þar sem við Sveinn höfum lengst af okkar búskap búið í sama húsi og tengda- faðir minn má segja að húsið hans á Flókagötunni sé eins og félags- miðstöð fjölskyldunnar, en fjöl- skyldan hefur verið alveg einstak- lega samhent og samiýnd, þar sem mál eins er mál allra. Börnin mín hafa einnig notið ástúðar ömmu sinnar á meðan hennar naut við ásamt afa, en þeim hefur þótt alveg sjálfsagt í gegnum árin að fara nið- ur til afa og ömmu, enda eru þau ófá súkkulaðistykkin, sem afi og amma gáfu bita af hvenær sem börnin birtust enda voru barnabörn- in ekki látin fara án þess að þeim yrði gert eitthvað gott og sama er að segja um okkur, börnin og tengdabörnin, sem og aðra er að garði bar. Elsku tengdapabba þakka ég fyrir allar góðu stundirnar. Ekki má láta ósagt frá söngelsku hans og stundunum sem við tókum lagið fjölskyldan saman án nokkurs sér- staks tilefnis nema ef vera skyldi vegna lífsgleðinnar. Við uppi eigum eftir að sakna þess að Skúli afi komi ekki í morgunkaffi og til þess að spjalla en við munum alltaf eiga minninguna um hann sem einstak- an föður, tengdaföður og afa. Erna Valsdóttir Elskulegur tengdafaðir minn, Skúli Sveinsson, er látinn. Hann sem var alltaf svo frískur, hress og kátur, þrátt fyrir háan aldur, þar til fyrir aðeins fáum vikum að hann fór að kenna sér sjúkleika er ekk- ert var við ráðið. Margs er að minn- ast eftir um tuttugu ára kynni, en þó ber hæst hvað Skúli var mikill mann- og dýravinur. Mikla um- hyggju bar hann fyrir konu sinni, sem var heilsulítil mikinn hluta af þeirra hjúskap, en hún var honum mikili harmdauði er hún lést fyrir rúmum tveimur árum. Einstakur faðir var hann börnum sínum þrem- ur, Sigurdísi, Sveini og Sigríði Ágústu, og fengu þau gott vega- nesti úr foreldrahúsum og sama er að segja um okkur tengdabörnin, en undirrituð er gift Sveini og eigin- maður Sigríðar Ágústu er Ari K. Sæmundsen. Tel ég að börn hans hafi endurgoldið honum elsku hans og reynst honum mjög vel og má þar nefna að Sigurdis, elsta dóttir hans, hefur búið hjá föður sínum síðan móðir þeirra lést. Aðrir ætt- ingjar og vinir hans reyndust hon- um einnig vel síðustu vikurnar og má þar nefna að ekki var vikið frá honum eftir að hann veiktist og þar til yfir lauk. Einnig má nefna að ástúð hans til barnabarna sinna sjö voru engin takmörk sett. Þau voru honum gimsteinar hvert fyrir sig Þuríður Harpa Sigurðardóttir þau eiga einn son. Margar ferðir áttum við hjónin norður í land hér áður fyrr, þótt ferðir hafi stijálast hin seinni ár og var þá alltaf komið við á Krókn- um, hjá Sesselju og Malla á Ægisstíg 2. Þar var gott að koma, hjartahlýja og ljúft viðmót. Við þökkum að lokum okkar látna vini fyrir öll elskulegheitin fyrr og síðar. Guð blessi hann. Sesselju, börnum, tengdabörnum og barnabörnum sendum við innilegar samúðar- kveðjur. Minning lifir um góðan dreng. Guðrún Árnadóttir, Pétur Hannesson. Útför Málfreðs Friðriks fer fram frá Hóladómkirkju á morgun, laug- ardaginn 21. júlí, kl. 14.00. Jarð- sett verður í Sauðárkrókskirkju- garði. SPRENGIDAGAR LAUGAVEGI33 Við bjóðum viðskiptavinum okkar nú að nýta sér hina stórkostlegu sprengidaga, sem verða í verslun okkar á Laugavegi 33 og standa yfir í 2 daga mánaðarlega 20. og 21. júlí 24. og 25. ágúst 21. og 22. september 19. og 20. október 23. og 24. nóvember Við bjóðum upp á stórkostlegt úrval af hljómplötum, kassettum og geisladiskum. Misstu ekki af þessu einstæða tæki- færi og nældu þér í uppáhaldstón- listina þína á sprenghlægilegu verði S-K-l-F-A-N ATH. LAUGAVEGI 33 SÍMI 600933 kAtamaskínan/sek

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.