Morgunblaðið - 20.07.1990, Side 14

Morgunblaðið - 20.07.1990, Side 14
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 1990 14 Minning-: Ásberg Sigurðsson fyrrum borgarfógeti Fæddur 18. apríl 1917 Dáinn 14. júlí 1990 Það þurfti ekki að koma mér á óvart, þegar mér barst andlátsfrétt Asbergs Sigurðssonar, þar sem ég vissi að hann var þrotinn að kröftum eftir langvarandi veikindi. Þó varð mér bilt við, því að ég skynjaði þá, að einn af mínum góðu vinum hafði kvatt og lokað hurð, og sú hurð opnast ekki á þann veg að komist yrði til baka. Þar myndum við að vísu öll kveðja dyra fyrr eða síðar. Kynni okkar Ásbergs voru orðin nokkuð löng eða frá skólaárum okkar í Menntaskólanum í Reykjavík haustið 1936, en þá inn- ritaðist ég þar í VI. bekk, en Ás- berg var þá einn af VL-bekkingum skólans, efsta bekknum, sem allir litu nokkuð upp til. Ég kom þarna í skólann flestum ókunnugur og horfði með vissri tor- tryggni á glæsileg ungmenni frá mörgum fremstu heimilum borgar- innar, þar sem mér fannst að ég hefði ekki jafnfætisaðstöðu við þau. Þarna voru þó margar undantekn- ingar frá meintum broddborgara- hætti og man ég ennþá eftir því, að ég veitti athygli tveimur ungum mönnum, en þeir komu á morgnana alltaf saman vestan úr bæ, báðir dökkhærðir og hárprúðir, ákveðnir í göngulagi og allir hinir vaskleg- ustu. Mér var forvitni á að vita hveijir þetta væru, en það reyndust vera Ásberg Sigurðsson og Sigurður Jóhannsson síðar vegamálastjóri, nágrannar úr Vesturbænum í Reykjavík, skólafélagar og bekkjar- bræður alltaf frá barnaskólaárun- um og vinnufélagar við byggingu vegarins yfir Holtavörðuheiði á sumrum, þegar skólinn gaf frí frá náminu. Á þessum árum voru fáir svo efnaðir að þeir gætu tekið raun- verulegt frí í sumarfríinu sínu, en þessir drengir og nokkrír bekkjar- bræður þeirra mynduðu harðsnúinn flokk vegavinnumanna við bygg- ingu vegar yfir einn mesta farar- tálma í vegakerfi landsins og komu svo á haustin í skólann magrir en hraustir og heilbrigðir á sál og líkama og albúnir að takast á við skólanámið og síðar á lífsleiðinni stjórnarstörf við rekstur þjóðfélags- insokkar. Ásberg var fæddur árið 1917 á Hvítárbakka í Borgarfirði, sonur skólastjórahjónanna þar, Sigurðar Þórólfssonar og Ásdísar Margrétar Þorgrímsdóttur, konu hans. Sigurð- ur átti ættir sínar að rekja í Barða- strandarsýslu en Ásdís Margrét á Vatnsnes í Húnaþingi. Sigurður fluttist frá Hvítárbakka árið 1920 til Reykjavíkur og stundaði þar rit- störf og fræðimennsku, en rak þar einnig lítið bú, en heimilið var bam- margt og því marga munna að metta. Það var því mikið áfall fyrir heimilið þegar Sigurður missti heilsuna og lést frá hópi ungra barna árið 1929. Þá kom í ljós hvílík manndóms manneskja Ásdís kona hans var, því að henni tókst með ótrúlegum dugnaði og ráðdeild að koma fiestum börnunum til mennta, en til þess stóð hugur þeirra allra. Sigurður Þórólfsson var að sögn nemenda hans stórmerkur maður. Honum tókst að gera Hvítárbakka- skólann að stórmerkri menntastofn- un, þar sem margir efnalitlir sveita- piltar hlutu staðgóða grundvallar- þekkingu á ýmsum hagnýtum fræð- um hins daglega lífs. Ásberg var duglegur námsmað- ur. Hann lauk stúdentsprófi árið 1937 og lögfræðiprófi árið 1944. Hann hefur síðan gegnt mörgum ábyrgðarstörfum á lífsleiðinni og leyst öll þau störf af stakri prýði. Þannig var hann bæjarstjóri Isa- fjarðarkaupstaðar 1946-48, fram- kvæmdastjóri togarafélags ísfirð- inga 1949-62, skrifstofustjóri Eim- skipafélags Islands í Kaupmanna- höfn 1962-64, sýslumaður Barða- strandasýslu 1964-68 og borgar- fógeti í Reykjavík frá 1968-81, en síðan þá forstöðumaður við hlutafj- árskrá í viðskiptaráðuneytinu. Þá átti hann sæti á Alþingi af og til á árunum 1967-74 og gegndi auk þess stjórnarstörfum og fulltrúa- störfum í mörgum félögum og nefndum og var í öllum þessum störfum mjög virkur og hagsýnn. Ásberg kvæntist Sólveigu Jóns- dóttur frá Hofi á Höfðaströnd í jan- úar 1946 og hefur hún fýlgt honum og staðið með honum öll þessi ár, sem liðin eru síðan, og saman hafa þau, alla tíð og hvar sem þau hafa starfað, átt glæsilegt rausnarheim- ili þar sem höfðingsskapur menn- ingarbragur og vinfesta réði ríkjum. Þau eignuðust fjögur börn, tvær dætur og tvo syni, öll bráðefnileg og mikilhæf og barnabörnin eru orðin 10, öll efnileg og létu þau Ásberg og Sólveig sér mjög annt um þau öll. Eins og o_ft vill verða þá skildu leiðir okkar Ásbergs þegar mennta- skólanáminu lauk, og við hittumst ekki oft /yrr en börn okkar, Sig- urlína Ásbergsdóttir, og sonur minn, Ólafur höfðu kynnst og ákveðið að eigast. Mér verður alla tíð ógleymanleg sú stund þegar við Ásgeir leiddum þessi glæsilegu ungmenni upp að altarinu í Dóm- kirkjunni í Reykjavík, og þá var sólskin bæði úti og inni og allir fundu til nálægðar almættisins og blessunar þess á þeirri stundu. Þau Óli og Lína eignuðust þrjú efnileg börn, en sambúð þeirra varð ekki nema rúm 12 ár, en þá varð Lína að kveðja þennan heim vegna banvæns sjúkdóms, sem ekki varð við ráðið. Var hún okkur öllum mikill harmdauði og ekki síst for- eldrum hennar, og minnist ég þess nú hve sterkur Ásberg var þessa erfiðu daga, þegar Lína var kölluð burt svo skyndilega og svo ómiss- andi sem hún var litlu börnunum sínum og eiginmanni. En það er huggun harmi gegn að minningin um Línu er alltaf umvafin birtu og sólskini og jafnvel á hennar dánardægri geislaði af henni birtu og hlýju, skuggar eða rökkur þrifust ekki í nálægð henn- ar. Þessi harðsnúni, viljafasti vinnu- flokkur skólapilta, sem vann ásamt öðrum vegagerðarmönnum nokkur sumur, tækjalitlir, að vegagerð yfir Holtavörðuheiði og sat svo á skóla- bekk á veturna, hafa nú flestir skil- að ævistarfinu, og um það get ég dæmt, að þar hafa mörg afreksverk verið unnin enda skyldurækni og heiðarleiki og virðing fyrir dagleg- um störfum höfð í heiðri. Nú, þegar við kveðjum Ásberg Sigurðsson sem heimilisföður og samferðamann, þá erum við að kveðja mikinn heiðursmann, sem í löngu og merku ævistarfi lét alls staðar gott af sér leiða og bætti vegferð þeirra sem á eftir koma. Ég og fjölskylda mín sendum Sólveigu og börnunum innilegar samúðarkveðjur og þökkum margar ógleymanlegar samverustundir um leið og við treystum því að minning- in um góðan dreng veiti huggun og hlýju og nýja fótfestu í lífinu. Blessuð veri minningin um Ás- berg Sigurðsson. Hjalti Gestsson Þegar ágætismaðurinn Ásberg Sigurðsson er fallinn í valinn og horfinn yfir móðuna miklu, þá er margs að minnast. Hér skal þó á fátt eitt drepið. Ég kynntist honum fljótlega eftir að hann fluttist til ísaijarðar á útmánuðum árið 1946. Þau kynni leiddu síðar til einlægrar vináttu, sem hélzt æ síðan, og mér er bæði ljúft og skylt að þakka nú að Jeiðarlokum. Ásberg Sigurðsson var fæddur á Hvítárbakka í Borgarfirði 18. apríl 1917. Foreldrar hans voru Sigurður Þórólfsson, skólastjóri þar, ættaður af Barðaströnd, og síðari kona hans. Ásdís Þorgrímsdóttir, Hún- vetningur að uppruna. Þriggja ára fluttist hann með foreldrum sínum á Seltjarnarnes árið 1920, þar sem þau ráku búskap um skeið, og síðar til Reykjavíkur, þar sem hann átti heimili allt þangað til hann fluttist til ísaljarðar árið 1946. Hann varð stúdent frá Mennta- skólanum í Reykjavík 1937 og lauk lögfræðiprófi frá Háskóla íslands 1944. Öll menntaskólaár sín stund- aði hann vegavinnu á sumrin, ásarnt mörgum skólabræðrum sínum, hjá hinum þjóðkunna vegaverkstjóra Jóhanni Hjörleifssyni. Kom það oft fram hjá honum, _hve mikils hann mat Jóhann, handleiðslu hans og þau uppeldisáhrif, sem hann taldi að þeir hefðu orðið fyrir, sem áttu þess kost að starfa hjá honum. Þar batzt hann einnig tryggðarböndum við ýmsa vinnufélaga, sem entust Auglýsing þessi er einungis birt í upplýsingaskyni. Bréf þessi hafa þegar verið seld. Tilkynning um útboð markaðsverðbréfa Hlutabréf í Olíuverzlun íslands hf. Heildarnafnverð 59,7 milljónir króna. Sölugengi 20.07/90; 1,77 Stærðir hluta að lágmarki kr. 30.000,- að nafriverði. OLIUVERZLUN ÍSLANDS HF Hóöinsgata 10. 105 Reykjavík sfmi 91-68 98 00 HH i LANDSBRI-l Hl: Suðurlandsbraut 24, Rvk. sími (91) 60 60 80 Löggilt veröbréfafyrirtæki. Aðili aö Veröbréfaþingi íslands lífið. Að loknu lögfræðiprófi starf- aði hann um tveggja ára skeið sem skrifstofustjóri hjá Sölunefnd setu- liðseigna og fulltrúi hjá Sigurði Ólasyni, hrl. Ásberg kvæntist 31.janúarl946 Sólveigu Jónsdóttur, Jónssonar, bónda á Hofi á Höfðaströnd, og Sigurlínu Björnsdóttur, en hún er tvíburasystir Pálma í Hagkaupum. Hún var stoð hans og stytta í blíðu og stríðu og veit ég, að Ásberg mat ástúð hennar og umhyggju að verðleikum. Kom sú umhyggja ekki hvað sízt fram í erfiðum veikindum hans seinni árin. Á fyrri hluta þessarar aldar var ísafjörður þekktur fyrir harðvítugar pólitískar deilur. Þar tókust á skap- miklir menn og mikilhæfir, fulltrúar andstæðra afla í þjóðmálum, sem deildu um markmið og leiðir, til að skapa bæjarbúum og þjóðinni allri velsæld og hamingju. í ársbyijun 1946 urðu ákveðin þáttaskil í stjórnmálalífi kaupstaðarins. Þá lauk 24 ára samfelldum valdaferli Alþýðuflokksins í bæjarstjórn og Sjálfstæðisflokkurinn og Sósíalista- flokkurinn mynduðu nýjan meiri- hluta. Ásberg Sigurðsson var kjör- inn bæjarstjóri hins nýja meirihluta og gegndi starfi bæjarstjóra hálft þriðja ár. Þetta voru miklir um- brotatímar og gustaði oft um hinn unga bæjarstjóra, sem var kominn vestur á firði, til að taka þátt í þeirri uppbyggingu, sem fram fór að stríðinu loknu, með öðrum bæj- arbúum. Þegar togarafélagið ísfirðingur hf. var stofnað árið 1946, var Ás- berg kosinn í stjórn þess og átti sæti í henni til 1962. Hann var framkvæmdastjóri félagsins 1949- 1962, að það hætti störfUm. Þó að þetta væru íslenzkri togaraútgerð erfið ár af ýmsum ástæðum, sem ekki verða raktar hér, beitti hann sér fyrir fjölmörgum nýjungum, til þess að mæta breyttum aðstæðum í útgerð og fiskvinnslu. Má í því sambandi minnast þess, að togarinn ísborg var sendur til síldveiða fyrir Norðurlandi sumrin 1950 og 1951 og aflinn saltaður um borð, en það hafði ekki verið gert áður. Ásberg var alla tíð mikill áhugamaður um nýjungar í atvinnuháttum og vinnu- hagræðingu. Á þessum árum var hann kjörinn til margvíslegra trún- aðarstarfa innan sjávarútvegsins. Hann átti m.a. sæti í stjórn Vinnu- veitendafélags Vestíjarða, Félags ísl. botnvörpuskipaeigenda, Sam- lags skreiðarframleiðenda og var í mörg ár fulltrúi Vestfirðinga á Fiskiþingi. Ásberg var prýðisvel máli farinn og gat verið harðsækinn málafylgjumaður. í eðii sínu var hann þó fyrst og fremst manna- sættir og fannst undirrituðum hann á stundum ganga einum of langt í þeim efnum, enda ég yngri að árum. Hafði ég einu sinni orð á þessu við hann. Hann leit á mig með stóískri ró og mælti: „Minnztu þess vinur, sem mér var ungum kennt í lög- fræðinni, að oft er betri mögur sátt en feitur dómur.“ Ég hefi oft minnzt þessara orða síðar á lífsleiðinni og tel, að það væri fleirum hollt að hafa þessi sannindi að leiðarljósi. Á Isaíjarðarárum sínum tók Ás- berg mikinn þátt í störfum bæjar- stjórnar og ýmissa nefnda hennar. Hann tók einnig mikinn þátt í margvíslegu félagsstarfi bæjarbúa og Jagði hvarvetna gott til mála. Árið 1962 var hann ráðinn skrif- stofustjóri hf. Eimskipafélags ís- lands í Kaupmannahöfn og gegndi því starfi í tæp tvö ár, en þá var hann skipaður sýslumaður í Barða- strandarsýslu og sat _á Patreksfirði næstu fjögur árin. Árið 1968 var hann síðan skipaður borgarfógeti í Reykjavík og gegndi því starfi og síðar starfi forstöðumanns Hlutafé- lagaskrár, eftir að það var flutt frá borgarfógetaembættinu og gert að sjálfstæðri stofnun, þar til hann lét af störfum vegna aldurs í árslok 1987. Hann sat á Alþingi, sem 4. þingmaður Vestfjarðakjördæmis á árunum 1970-1971, en áður hafði hann setið þar sem varaþingmaður. Ásberg Sigurðsson var. mikill gæfumaður í einkalífi sínu. Hann var kvæntur góðri og elskulegri konu, sem bjó honum og börnum þeirra gott og friðsælt heimili. Þau hjón eignuðust 4 börn, en þau voru:

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.