Morgunblaðið - 20.07.1990, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 20.07.1990, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ ÍÞRÓTTIR™m' FOSTUDAGUR 20. JULI 1990 39 KNATTSPYRNA / MJOLKURBIKARKEPPNI KSI 8-liða úrslit bikar keppni KSÍ IIRSLIT ÚRSLIT KR-ÍA........................3:0 Ragnar Margeirsson (38.), Gunnar Skúla- son (41.), Rúnar Kristinsson (81.). Valur-UBK.................. 2:0 Sævar Jónsson (27.), Ámundi Sigmundsson (67.) Víkingur-Sljarnan............2:1 Goran Micic (62. og 78.) — Valdimar Kristó- fersson (40.) ÍBK-Selfoss..................3:2 Óli Þór Magnússon (67.), Gestur Gylfason (68.), Jóhann Magnússon (87.) — Guðjón Þorvarðarson (12.), Dervic (70.) 4. deild: Grótta-Ármann................6:0 Kristján Brooks 3, Bernharð Pétursson 2, Kristján Pálsson. Njarðvik-Fjölnir......... 3:1 Páll Þorkelsson, Sigurður ísleifsson, Guð- bjöm Jóhannesson — Vikverji-Ægir................4:0 Finnur Thorlacius 2, Níels Guðmundsson, Sigurður Bjömsson. Hafnir-Augnablik....írestað til 29.7. Leiknir-Skallagrímur.........0:0 HK-Árvakur...................3:5 Bjami Frostason 2, Róbert Róbertsson — Jósteinn Einarsson 2, Wilhelm Frederiksen 2, Björn Pétursson. Valuráfram VALSMENIM tryggðu sér sæti í fjögurra liða úrslitum bikar- keppninnar í gærkvöldi er þeir unnu UBK með tveimur mörk- um gegn engu í daufum leik. Lítið bar til tíðinda framan af. Blikar fengu þó fyrsta mark- tækifæri leiksins á 22. mínútu. Guðmundur Guðmundsson kömst þá upp að enda- SkúliUnnar mörkum en Bjarni Sveinsson varði skot hans. skrifar Fimm mínútum síðar skoruðu Vals- menn. Sævar Jónsson fékk knöttinn eftir aukaspyrnu, lék upp að víta- teigshorni, og sendi boltann í blá- hornið með vinstra fæti af um 25 metra færi. Valsmenn sluppu með skrekkinn á 65. mínútu. Steinar Adólfsson gaf þá á Guðmund sem óð inn í víta- teig en skot hans fór í stöngina og þaðan fór boltinn í fangið á Bjarna Sigurðssyni sem lá á vellinum. Steinar bætti fyrir þessi mistök tveimur mínútum síðar. Hann og Amundi Sigmundsson léku þá fall- ega í gegnum vörn Blika og Amundi skoraði af öryggi. Bestir hjá Val voru Sævar Jóns- son og Þorgrímur Þráinsson en hjá Blikum var Gústaf Ómarsson best- ur. Dómar var Eyjólfur Ólafsson. Þórður Bogason úr Val fékk gula spjaldið og einnig þeir Ingvaldur Gústafsson, Willum Þ. Þórsson og Hilmar Sighvatsson úr UBK. GOLF IMorman og Allen með forystu MICHAEL Allen frá Banda- ríkunum fékk skolla á síðustu holunni á fyrta degi Opna breska meistaramótinu sem hófst á St. Andrews-vellinum í gær. Hann og Ástralinn Greg Normann deila með sér for- ustunni. Báðir léku þeir á 66 höggum sem er sex höggum undir pari þessa fræga golfvallar. Nick Faldo fékk fugl á síðustu holunni og lék á 67 höggum og er í þriðja sæti. „Þetta er frábært," sagði Allen sem bjóst ekki við að vera meðal þeirra fremstu á mótinu. Hann fékk fugl á fjórum af fyrstu fimm holun- um og síðan setti hann niður rúm- lega 30 metra pútt á 13. braut. Skagamenn fengu kaldar kveðjur í Frostaskjóli KR-ingarsóttu stíft og uppskáru samkvæmt því Morgunblaðið/Einar Falur KR-ingarnir, Pétur Pétursson, Rúnar Kristinsson og Ragnar Margeirsson, komu mikið við sögu og hér fagna þeir að leikslokum. Guðjón Guðmundsson skrifar KR-INGAR lögðu lið Skaga- manna af velli í fjörugum bikar- leik í Vesturbænum, leik sem bauð upp á ágæta samleiks- kafla, þrjú glæsileg mörk og spennandi augnablik. Skagamenn mættu ákveðnir til leiks en liðin skiptust á um að sækja fyrsta hálftíma leiksins. KR- ingar voru öllu meira með knöttinn og brá oft fyrir ágætum samleik hjá þeim. Fyrsta markið kom eftir mistök í vörn Skagamanna á 38. mínútu. Knötturinn barst inn í vítateig Skagamanna þar sem þeir gulklæddu voru flestir fyrir en Ragnar Margeirsson náði að leggja knöttinn fyrir sig, rekja hann í átt að marki og setja hann neðst í markhomið af stuttu færi án þess að Gísli Sigurðsson markvörður fengi rönd við reist. Eftir markið sóttu KR-ingar mun meira og voru ógnandi upp við mark andstæðinganna. A 41. mínútu kom há sending fyrir mark Skagamanna og stökk Atli Eðvalds- son manna hæst og sendi fasta kollspymu í átt að markinu sem Gísli gerði vel að veija. Hann hélt þó ekki knettinum sem barst út fyrir vítateiginn þar sem Gunnar Skúlason kom æðandi og hamraði knöttinn í vinstra markhornið. Skagamenn komu frískirtil síðari hálfleiks og börðust eins og ljón um hvern bolta. Á 62. mínútu var Guð- birni Tryggvasyni skipt út fyrir Þórhall Jónsson og skömmu síðar Karli Þórðarsyni fyrir Arnar B. Gunnlaugsson og virtist sem við það drægi allan mátt úr Skagamönnum. Á 73. mfnútu hófu KR-ingar sókn sem endaði með stórglæsilegu marki Rúnars Kristinssonar. Pétur Pétursson hóf sóknina á eigin vall- arhelmingi með því að gefa stungu- sendingu inn á Ragnar Margeirsson sem atti kappi við Örn Gunnarsson upp að endamörkun. Örn hafði bet- ur en knötturinn barst út að vinstra vítateigshorni þar sem Gunnar Skúlason var fyrir og sendi hann hárnákvæma sendingu á kollinn á Atla Eðvaldssyni inni i markteig Skagamanna. Átli skallaði knöttinn til Rúnars Kristinssonar sem lagði knöttinn snyrtilega með kollinum vinstra megin við Gísla í marknetið. Kraftur í KR KR-ingar léku þennan leik af krafti og féllu ekki í þá gryfju að leggjast í vöm þegar þeir höfðu náð yfirhöndinni. Ifyrir vikið var leikur- ,inn opinn og skemmtilegur fyrir fjölmarga áhorfendur sem lögðu leið sína í Frostaskjólið í nepjunni. Allt annað var að sjá til Skaga- manna í þessum leik en fyrr í sum- ar þótt þeir hefðu ekki erindi sem erfiði á móti sterku Vesturbæjar- liði. Bestu leikmenn Skagamanna voru Haraldur Ingólfsson og Karl Þórðarson. Bestir í liði KR-inga voru Gunnar Skúlason og Rúnar Kristinsson. Auk þess var Pétur síógnandi og Atli sterkur í návígj- um. Markaleikur í Keflavík Leikur ÍBKog Selfoss í bikar- keppni KSÍ, sem fram fór í Keflavík í gærkvöldi var sann- kallaður markaleikur. Fimm mörk voru skoruð. Selfyssingar voru mun ákveðnari ífyrri hálf- leik og áttu fleiri hættuleg tæki- færi, en tókst aðeins að nýta eitt þeirra. í seinni hálfleik áttu Keflvíkingar hins vegar mun meira í leiknum og skoruðu þá þau þrjú mörk sem veittu þeim sigur. Það var á 12. mínútu sem Sel- fyssingar tóku forystu, þegar Guðjón Þorvarðarson fékk boltann inn í vítateig Keflvíkinga, einn og Gunnlaugur Dan Ólafsson skrifar óvaldaður átti hann ekki í vandræðum með að skora. Sel- fyssingar héldu áfram að sækja í fyrri hálfleik, en Óiafur í marki Keflvíkinga stóð sig vel. Meðal ann- ars varði hann vel aukaspymu frá Dervic. Stuttu seinna áttu Selfyss- ingar skalla yfir mark Keflvíkinga, eftir snögga sókn og var Dervic þar aftur á ferðinni. Leikur Keflvíkinga virkaði ekki sannfærandi í fyrri háifleik, ónákvæmar og langar sendingar fram völlinn sköpuðu ekki neina hættu við mark andstæð- inganna. Strax í upphafi seinni hálfleiks áttu Selfyssingar ágæta sókn, en Freyr Sverrisson hreinsaði á síðustu stundu. Stuttu síðar var Jóhann Júlíusson kominn í gott færi við mark Selfyssinga, en skaut fram- hjá. Þar með urðu nokkur kaflaskil í leiknum og Keflvíkingar tóku hann í sínar hendur. Á 67. mínútu skor- aði Óli Þór með skalla eftir fyrir- gjöf frá Jóhanni Júlíussyni og rúmri mínútu síðar skoraði Gestur Gylfa- son af stuttu færi. Þar með voru Keflvíkingar komnir yfir og virtust hafa leikinn í hendi sér. En sem köld vatnsgusa framan í heima- menn, kom jöfnunarmark Selfyss- inga á 70. mínútu. Það var Dervic sem fékk stungubolta, var eldfijótur fram og renndi boltanum framhjá Ólafi markmanni Keflvíkinga. Glæsilega að verki verið. Bæði lið áttu nokkur færi eftir þetta, en það voru Keflvíkingar sem náðu að nýta, þeir skorðuðu sigurmarkið 83. mínútu. Engin hætta virtist á ferð- um, en Jóhann Magnússon náði að skjóta lúmsku skoti af löngu færi og í markið fór boltinn. Júgóslavarnir tveir í liði Selfyss- inga voru bestu menn vallarins. Dervic var eldfljótur og jafnan hættulegur í sókninni. Keflvíska lið- ið var jafnt og sótti í sig veðrið eftir því sem leið á leikinn og spil þess var orðið mjög sannfærandi undir lokin og það vel að sigrinum komið. Katrin Friðriksen skrifar „Það þarf að hafa fyrir hlutunum" - sagði Logi Ólafsson, þjálfari Víkings, eftir 2:1 sigur gegn Stjörnunni andi og sendi boltann í netið af stuttu færi, 1:1. Eftir jöfnunarmark Víkinga hljóp fjör í leikinn og bæði lið náðu ágæt- is sóknum. Það voru Víkingar sem nýttu eina slíka og átti Hörður Theódórsson allan heiður af því. Hann komst inn í sendingu Svein- bjarnar Hákonarsonar ætlaða Jóni Otta markverði Stjörnunnar og eft- ir að hafa leikið á Jón Otta lagði Hörður boltann vel fyrir Micic sem kom boltanum í markið af stuttu færi. Stjörnumenn geta sjálfum sér um kennt, og reyndar Guðmundi mark- verði Víkinga, fyrir að hafa ekki gert út um leikinn í fyrri hálfleik. Þá fengu þeir tækifærin, en í síðari hálfleik voru Víkingar sterkara lið- ið. „MENN sáu í ieikhléi að það þarf að hafa fyrir hlutunum. Varnarmistökin um miðjan hálfleikinn hefðu átt að vera nægileg aðvörun, en það þurfti mark til þess að menn færu að átta sig. Þegar vörnin er kominn í lag fer sóknarleikur- inn að bera árangur," sagði Logi Ólafsson, þjálfari Víkings, eftir 2:1 sigur á Stjörnunni í átta liða úrslitum bikarkeppni KSÍ í gærkvöldi. Leikurinn byijaði rólega og fátt var um hættuleg marktækifæri framan af. Þegar á leið urðu sókn- ir Stjörnumanna beittari og Víking- ar virtust eiga í miklum erfiðleikum í vörninni. Lárus Guðmundsson fékk tvívegis gullin tæki- færi tii þess að koma Stjörnunni yfir, en bæði marktækifærin komu eftir hrikaleg varnarmistök hjá Víkingum. Guðmundur Hreiðars- son, markvörður Víkinga, átti hins vegar ekki við sama vandamál að stríða og félagar hans í vörninni og sá tvívegis við Lárusi með glæsi- legri markvörslu. Hinum megin á vellinum náðu Víkingar góðri sókn sem lauk með því að Hörður Theódórsson skaut yfir úr ágætis færi. Skömmu áður en Óli P. Ólsen flautaði tii leikhlés skoruðu Stjörnumenn. Guðmundur Hreiðarsson kom engum vörnum við þegar varnarmenn Víkinga sofnuðu á verðinum enn einu sinni og skildu Valdimar Kristófersson eftir einan og óvaldaðan á mark- teig. Heimir Erlingsson sendi bolt- ann beint á Valdimar utan af vinstra kanti og eftirleikurinn var auðveldur. Stjörnumenn voru því verðskuldað einu marki yfir í leik- hléi. Víkingar mættu öllu hressari til leiks í síðari háifleik. Aðaisteinn Aðalsteinsson átti þrumuskot að marki Stjörnunnar snemma í hálf- leiknum, en boltinn fór rétt yfir markið. Stuttu síðar var Aðalsteinn aftur á ferðinni með hörkuskot vel utan vítateigs. Jón Otti Jónsson í marki Stjörnunnar varði vel, en hélt ekki boltanum sem barst út í teig. Þar kom Goran Micic aðvíf-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.