Morgunblaðið - 20.07.1990, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 1990
27
Jón Sigmjónsson frá
Bláfeldi - Minning
Fæddur 20. ágúst 1899
Dáinn 14. júlí 1990
í dag er til moldar borinn afi
minn, Jón Sigurjónsson, Kapla-
skjólsvegi 27, Reykjavík. Mig langar
til að minnast hans í örfáum orðum.
Afi hefði orðið 91 árs í næsta mán-
uði, ef hann hefði lifað. Þó skömm
sé frá að segja kynntist ég afa fyrst
eitthvað að ráði þegar ég fór að
heimsækja hann á elliheimilið Grund
fyrst nú um áramótin síðustu, en
upp úr því urðu heimsóknir mínar
þangað nokkuð reglulegar og ég
hlakkaði bara til að heimsækja hann,
vegna þess að þrátt fyrir háan aldur
var hann hafsjór af fróðieik og með
afbrigðum minnugur, og gat hik-
laust fram á síðustu stund munað
dagsetningar og atburði sem gerst
höfðu allt aftur í barnæsku. Afi hóf
lífshlaup sitt í sveit og var hugur
hans ávallt bundinn sveitinni, þrátt
fyrir að hann byggi í Reykjavík
seinni árin. Þegar maður kom og
spurði hann eitthvað varðandi land-
búnað og árin í sveitinni lifnaði hann
allur við og við gátum setið tímunum
saman og spjallað um landbúnað í
dag og í gamla daga. En afi fylgd-
ist vel með breyttum búskaparhátt-
um alveg fram á það síðasta. Afi
var heilsuhraustur lengst framan af
ævinni og hafði yndi af göngutúmm
sem hann stundaði daglega meðan
heilsan leyfði. Amma dó fyrir 9 árum
og missti afi geysilega mikið er hún
dó því þau höfðu verið mjög sam-
hent í sínum búskap með mjög stóra
fjölskyldu en þau áttu 8 börn sem
þau komu til manndóms. Nú eru afi
og amma aftur saman eftir 9 ára
aðskilnað, íj)etta sinn hjá æðri mátt-
arvöldum. Eg mun sakna heimsókn-
anna til afa í framtíðinni en þær
bytjuðu alltof seint. Eg vona að afi
hafi það gott hjá ömmu í nýjum
heimkynnum.
Arngrímur Pálmason
í dag fer fram frá Áskirkju útför
Jóns Sigurjónssonar frá Bláfeldi í
Staðarsveit á Snæfellsnesi. Hann
lést í Landakotsspítala þann 14. júlí
síðastliðinn eftir langan ævidag.
Jón fæddist þann 20. ágúst 1899
á Bláfeldi, sonur hjónanna sem þar
bjuggu, þeirra Siguijóns Guðmunds-
sonar og Sveinsínu Sveinsdóttur.
Árið 1923 gekk hann að eiga unga
stúlku úr sömu sveit, Helgu Kára-
dóttur frá Haga í Staðarsveit. For-
eldrar hennar voru hjónin sem þar
bjuggu, þau Kári Magnússon og
Þórdís Gísladóttir af Hjarðarfellsætt.
Ungu hjónin hófu búskap á Barða-
stöðum sem var næsti bær við Blá-
feld og bjuggu þar næstu fimm ár-
in. Tvö elstu börn þeirra fæddust á
þeim árum en alls varð þeim Helgu
og Jóni átta barna auðið. Vorið 1928
fengu þau lausa jörð til ábúðar norð-
an á Snæfellsnesi, að Vaðstakks-
heiði i Neshreppi utan Ennis. Þar
bjuggu þau næstu rúm fimmtán árin
og þar fæddust sex yngri börn
þeirra. Þau brugðu búi fyrir vestan
árið 1943 og fluttust suður, enda
börnin þá fiest komin á skólaaldur.
Tæpt ár var Jón ráðsmaður við búið
á Hvassahrauni sunnan Straums en
þá fluttust þau til Reykjavíkur þar
sem þau þjuggu í rúman áratug.
Starfaði Jón hjá Eimskip hf. á þeim
árum. Var það síðan vorið 1953 að
þau hjónin hófu aftur búskap. Keypti
Jón jörðina Ás í Melasveit og bjó
þar rausnarbúi til ársins 1964, er
þau fluttust aftur til Reykjavíkur.
Eftir að þangað kom starfaði Jón
hjá Kirkjugörðum Reykjavíkur í alln-
okkur ár eða fram yfir sjötugt.
Síðustu árin sem Helga lifði bjuggu
þau á Hrafnistu í Reykjavík en hún
andaðist 31. júlí 1981.
Svo sem fyrr sagði voru börn
þeirra hjóna átta talsins. Elst var
Sveinlaug Lilja, gift Jóni Eldon, en
þau eru bæði látin. Næstelst er Est-
her sem gift var Jóni Arngrímssyni;
Þórdís sem gift var Pálma Árn-
grímssyni og síðar Halldóri Sigurðs-
syni; Sólveig gift Pétri Friðrik Sig-
urðssyni; Gylfi kvæntur Vénýju Við-
arsdóttur; Elísa Steinunn gift þeim
sem hér ritar, og tvíburarnir Kári,
kvæntur Genevieve Jónsson, og Sig-
utjón Bláfeld, kvæntur Ragnhildi
Johnsdóttur.
Hugur Jóns stóð alla tíð mjög til
búskapar. í þeim efnum var hann
mikill atorku- og framkvæmdamað-
ur, enda búnaðist honum ávallt vel.
Innan við tvítugt keypti hann, ásamt
fóstra sínum, Guðmundi Jónssyni á
Bláfeldi, fyrstu sláttuvélina sem í
héraðið kom og þótti að vonum hið
mesta þing. Sýndi það bæði hve
bráðger hann var og þann mikla
áhuga á búskaparframförum sem
entist honum alla ævi.
Eftir að þau Jón og Helga réðust
í það á fyrstu búskaparárum sínum
að kaupa jörðina á Vaðstakksheiði
byggði Jón þar ekki einungis nýtt
íbúðarhús heldur einnig öll útihúsi'n.
Honum tókst að greiða niður jörðina
á tiltölulega skömmum tíma og hýsa
hana án þess að taka lán, þótt krepp-
an væri þá hafin og fjölskyldan orð-
in stór. Jafnvel nú á tímum myndi
slíkt framtak þykja nokkrum tíðind-
um sæta. En þannig var Jón, bæði
hagsýnn og forkur duglegur til allra
verka. Jafnframt búskapnum stund-
aði hann róðra frá Rifi til þess að
afla heimilinu fiskmetis eftir þörfum.
Snemma kom í ljós að Jón þótti
óvenju glöggur á skepnur og stóð
þar að baki áhugi hans á allri bú-
fjárrækt, ekki síst sauðijárræktinni.
Næmt auga hafði hann fyrir því að
ala upp hraust, heilbrigt og vel byggt
sauðfé og hafði þar raunar árangur
sem erfiði. Upp úr 1930 var hann
með einhveija fyrstu kynbótagripina
skráða á Snæfellsnesi og verðlaun
fékk hann fyrir hrúta sína 1934 og
á árunum þar á eftir. Natni hans
og glöggskyggni við allt búfjárhald
var orðlögð og iðulega fór hann upp
um nætur til þess að ganga í fjós
og ijárhús. Sigurjón Bláfeld, bóndi
og ráðunautur á Ingólfshvoli í Ölf-
usi, erfði þessa hæfileika föður síns,
enda gladdi það Jón mjög á efri
árum að skoða verðlaunafé Sigur-
jóns sonar síns er hann kom þangað
í heimsókn.
Á Reykjavíkurárum Jóns og
Helgu uxu börnin átta úr grasi. En
hugurinn var áfram í sveitinni frem-
ur en á mölinni og þar kom að þau
gerðu alvöru úr því að hefja aftur
búskap. Jón hafði skoðað margar
jarðir hér á Suðurlandi og niðurstað-
an varð sú að hann festi kaup á Ási
í Melasveit þar sem sjávarsýn er
jafn rnikil og inn til landsins. Þegar
þetta gerðist var Jón kominn nær
hálfsextugu en Helga nokkru yngri.
Fátítt er að menn taki sig upp úr
þéttbýiinu í höfuðborginni á þeim
aldri og hefji búskap á nýjan leik.
Það sýndi hve sterkum böndum Jón
var bundinn landinu, kostum þess
og gæðum, og hvert yndi hann hafði
af búfénu sem nú var aftur komið
í hans eigu. Og kappið og dugnaður-
inn var sá sami sem fyrr í sveitinni
fyrir vestan. Á árunum sínum að
Ási, sem alls urðu ellefu, jók hann
og bætti jörðina og túnið tvöfaldaði
hann að stærð. Var hann kominn
með nokkru meira en meðalbú undir
lokin. Það var á þesusm árum sem
ég kynntist Jóni og er mér enn í
fersku minni atorka hans og dugnað-
ur við bústörfin og sú mikla snyrti-
mennska sem einkenndi allan bú-
skapinn að Ási.
í þeim efnum átti raunar ekki
síður hlut að máli húsfreyjan á bæn-
um, Heiga Káradóttir. Það fór ekki
framhjá neinum sem til þekkti að
Jón bjó við óvenjulegt konulán.
Helga var um flesta hluti einstök
kona að allri gerð. Skaphöfn hennar
var leiftrandi og lundin svo ljúf, létt
og glöð að hvarvetna sem hún kom
bar hún með sér birtu og yl. Slík
lífsgáfa er fáum gefin og því flestu
öðru dýrmætara veganesti. Hvar
sem Helga fór var hún hrókur alls
fagnaðar. Bjartsýni hennar, hnyttni
og einstök frásagnargáfa olli því að
dagamunur var hvert sinn að fund-
um við hana. Hún kunni þá list öðr-
um betur að gleðjast og gleðja aðra.
Slíkar konur eru fágætar. Það vissi
Jón og mat Helgu að verðleikum
allt frá fyrsta degi. Milli þeirra ríkti
einlægt, fagurt og ti-yggt samband
þau nærfellt sextíu ár sem þeim
auðnaðist að njóta samvista í ham-
ingjusömu hjónabandi.
Bæði voru þau að auki mjög fé-
lagslynd, voru hvarvetna aufúsu-
gestir þar sem þau komu, og hrókar
alls fagnaðar þegar gesti, börn og
barnabörn bar að garði. Á yngri
árum dró Jón þá gjarnan fram harm-
ónikkuna, en hann hafði yndi af tón-
list og spilaði bæði heima og á dan-
sleikjum fyrir vestan.
Þótt Jón næði óvenju háum aldri
eltist hann vel og hélt andlegum
kröftum óskertum allt fram á síðustu
daga. Hann var ætíð sama ljúfmen-
nið og fylgdist af áhuga með hinum
stóra hópi barnabarnanna, líkt og
með hjörðinni forðum fyrir vestan.
Nú er komið að leiðarlokum. Við
kveðjum hann með það í huga að
hann var hamingjumaður í h'fi sínu.
Hann eignaðist ástríka konu, átta
mannvænleg börn og vann þau störf
sem hann hafði unun af á langri
ævi. Um meira verður vart beðið.
Við óskum honum friðar nú þegar
leiðir skilja að ferðalokum.
Gunnar G. Schram
Jón Siguijónsson var fæddur að
Bakkafit við Búðir í Staðarsveit 20.
ágúst 1899, dó 14. júlí 1990. For-
eldrar: Siguijón Guðmundsson bóndi
þar, síðar í Vatnsholti í sömu sveit
og Sveinsína Sveinsdóttir. Bæði voru
þau af Staðarsveitarættum. Foreldr-
ar Jóns slitu samvistir er hann var
ungur og fluttist Jón þá á Bláfeld í
Staðarsveit, þar sem Sveinsína hóf
búskap að nýju með Guðmundi Jóns-
syni, sem var hálfbróðir Siguijóns.
Mjög kært var ávallt með þeim stjúp-
feðgum. Jón kallaði Guðmund alltaf
frænda, og við Bláfeld kenní hann
sig lengst af á löngu og farsælu
æviskeiði.
Helga Káradóttir var fædd að
Saurum í Helgafeilssveit 9. apríl
1904, dó 31. júlí 1981. Foreldrar:
Kári Magnússon bóndi þar, af Lax-
árdalsætt, og Þórdís Gísladóttir kona
hans frá Saurum, af Hjarðarfellsætt.
Það var laugardaginn fyrir hvíta-
sunnu, 19. maí 1923, sem þau bund-
ust tryggðaböndum og giftu sig, Jón
Siguijónsson frá Bláfeldi, sem þá
var orðinn bóndi að Barðastöðum í
sömu sveit og kær systir mín, Helga
Káradóttir frá Haga í Staðarsveit.
En hún hafði flutt í Staðarsveit 1918
með foreldrum sínum.
Að sjáifsögðu fylgdu þeim góðar
óskir eins og öllum sem gifta sig.
Þau voru heilsuhraust og sæmiiega
efnum búin að þeirrar tíðar hætti
og mjög hamingjusöm. Ég held að
þessi ákvörðun þeirra að styðja hvort
annað í straumi lífsins hafi endst
þeim óvenjuvel eða í 58 ár, er Helga
dó 77 ára. Jón tregaði mjög konu
sína og þegar hann er kvaddur nú
með fátæklegum minningarorðum
er það ekki hægt án þess að minn-
ast líka á hans góða hjónaband.
Um æviferil þeirra hjóna er hægt
að lesa í Borgfirskum æviskrám,
sjötta bindi, bis. 252 og snæfellskum
ættfræðiritum og Byggðum Snæ-
fellsness, en í stuttu máli skal gerð
grein fyrir lífshlaupi þeirra.
Þau fluttu eftir 5 ára búskap úr
Staðarsveit að Vaðstakksheiði í Nes-
hreppi og bjuggu þar í 16 ár er þau
fluttu á höfuðborgarsvæðið, þar sem
Jón vann við skipaafgreiðslu í nokk-
ur ár. Sveitastörfin voru samt þeim
mjög í huga og árið 1953 tóku þau
sig upp frá höfuðborginni og keyptu
jörðina Ás í Melasveit og bjuggu þar -
í 11 ár, er þau fluttu aftur til
Reykjavíkur, þar sem Jón fór að
vinna hjá Kirkjugörðum Reykjavík-
urborgar allt fram undir áttræðisald-
ur. Voru þau tiltölulega nýflutt á
Hrafnistu er Helga dó. Jón undi þó
ekki ævinni þar og fékk sig fiuttan
á elliheimilið Grund þar sem hann
naut góðrar aðhlynningar þar til
yfir lauk. Þau hjón nutu barnaláns. '
Tvær dætur eignuðust þau á Barða-
stöðum en sex voru fædd á Vað-
stakksheiði og lifa þau öll nema
Sveinlaug Lilja, sjúkraliði, sem látin
er fyrir 6 árum. Var hún elst. Hin
eru: Óskheiður Esther, Þórdís Rak-
el, Sólveig Benedikta, Svavar Gylfi,
Elísa Steinunn, Kári Hóimkell og
Siguijón Sveinar. Öll börn þeirra eru
dugnaðar- og reglufólk og búsett
hériendis nema Kári Hólmkell sem
er flugstjóri hjá Cargolux í Lúxem-
borg. Mér er kunnugt um að Jón
var mikið þakklátur börnum sínum
fyrir það hvað þau voru samhent í
að stytta honum stundir á Grund,
einkum eftir að sjónin fór að bila
fyrir nokkrum árum. Það sama mátti
segja um tengdabörnin, barnabörn
og barnabarnabörn. Afkomendur -
Jóns héldu honum veglegt afmælis-
hóf á 90 ár afmælinu. Hann kunni
vel að meta það vinarbragð og var
þakklátur forsjóninni að hafa gefið
sér heilsu til að gleðjast með börnum
sínum, vinum og öðrum afkomend-
um sem nú skipta tugum.
Þau hjón voru atorku- og ræktun-
arfólk, ræktuðu tún og byggðu hús,
einkum á Ási. Þar hygg ég að þau
hafi notið sín vel. Þau voru félags-
lynd og sérstaklega skemmtileg í 11
allri viðkynningu.
Mér er í barnsminni hve foreldrar
mínir tóku nærri sér er þau fluttu
úr Staðarsveit í Neshrepp. Það var
dagsferð á hestum. Heimsóknir voru
oftast einu sinni eða tvisvar á ári
og voru það sannkallaðar gleðistund-
ir yfir okkur systkinin frá Haga að
fá að heimsækja stóru systur og fjöl-
skyldu hennar í litla bæinn á Vað-
stakksheiði. Mátti sannarlega segja
um þau hjón að þarværi bæði hjarta-
rúm og húsrúm. Ég naut einnig
handleiðslu þeirra hjóna einn vetur
í Staðarsveit og minnist þess tíma,
sem var ánægjulegur.
Ég vil fyrir hönd fjölskyldu
minnar þakka Jóni, Helgu og þeirra ■*
ágætu stórfjölskyldu, tryggð og vin-
áttu hvort _sem þau bjuggu í sveit
eða borg. Ég vissi að Jón hlakkaði
til endurfunda við Helgu, konu sína.
Með henni fær hann nú vonandi al-
sjáandi meira að starfa Guðs um
geim.
Hvíli hann í friði.
Þórður Kárason
Gullið tækifæri
Nú er rétti tíminn til að velja sér
hestsefni. Folold undan gæð-
ingaföðurnum Þresti 908 frá
Kirkjubæ, trippi undan Háfeta
804 og ekki spilla folöldin undan
Sleipni 785 frá Ásgeirsbrekku.
Hreinir gullmolar.
Greiðslukjörin aldrei betri.
Sumarkjör, sími 98-78551.
F ÉLAGSIÍF
ÚTIVIST
GRÓFIHNI i • REYKJAVÍK • SÍMI/SÍHSVARI 14606
Helgarferðir
20/7.-22/7.
Kjölur - Karlsdráttur
Gist á bökkum Hvítárvatns. Ferj-
að yfir- Hvítárvatn í Karlsdrátt
sem er einstök gróðurvin undir
Langjökli.
Fararstjóri: Reynir Sigurðsson.
Fimmvörðuháls - Básar
Fögur gönguleið upp með
Skógaá, yfir Fimmvörðuháls,
milli Mýrdalsjökuls og Eyjafjalla-
jökuls, og niður á Goðaland. Gist
í Útivistarskálunum í Básum.
Básar í Goðalandi
Um hverja helgi. Básar eru sann-
kallaður sælureitur í óbyggðum,
náttúrufegurð og fjallakyrrð.
Skipulagðar gönguferðir við allra
hæfi.
Sumarleyfi f Básum
í óspilltu umhverfi og hreinu
lofti, stenst fyllilega samanburð
við sólarlandaferð - en er til
muna ódýrara. Sunnudagur til
föstudags á aöeins kr.
4.000/4.500.
Laugardag 21/7.
Kl. 13: Heilaferð
Farið í Undirganga á Hrafna-
bjargahálsi og í Tvíbotna.
Skemmtilegir hellar á mörgum
hæðum. Fallegar hraunmyndan-
ir. Takið með ykkur vasaljós,
vettlinga og hjálm eða þykka
húfu. Verð kr. 1.200.
Farið frá BSÍ-bensínsölu, stans-
að við Árbæjarsafn.
Sjáumst!
Útivist.
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU 3 S: 11798 19533
Dagsferðir Ferðafélagsins
Laugardag 21. júlí kl. 8.00
Hekla - gönguferð. Gangan á
fjallið tekur um 8 klst. fram og
til baka. Munið þægilega
gönguskó, hlífðarfatnað og
nesti. Verð kr. 1.800,-.
Brottför frá Umferðarmiðstöðinni,
austanmegin. Farmiðar við bíl.
Sunnudagur22. júlí
Kl. 8.00: Þórsmörk - dagsferð.
Verð kr. 2.000,-. Kynnið ykkur
tilboð Ferðafélagsins á sumar-
leyfisdvöl í Þórsmörk. Ódýrasta
og eftirminnilegasta sumarleyfið.
Kl. 13.00: Höskuldarvellir- Sog
- Vigdísarvellir. Létt gönguferð
í Reykjanesfólkvangi um slétta
velli og eldfjallasvæði. Forvitni-
legt landsvæði í nágrenni höfuð-
borgarinnar. Verð kr. 1.000,-.
Brottför frá Umferðarmiðstöð-
inni, austanmegin. Farmiðar við
bll. Frítt fyrir börn að 15 ára aldri.
Ferðafélag Islands.
FERÐAFÉLAG
ÍSLANDS
ÖLDUGÖTU 3 & 11798 19533
Helgarferðir
20.-22. júlí:
Þórsmörk - Langidalur
Gönguferðir um Mörkina við
allra hæfi. Sumarleyfisdvöi á til-
boðsverði. Kynnið ykkur að-
stæður til skemmtilegrar dvalar
hjá Ferðafélaginu i Þórsmörk.
2. Skógar - Fimmvörðuháls
Gengið á laugardaginn yfir
Fimmvörðuháls til Skóga (8
klst.). Gist í Skagfjörðs-
skála/Langadal.
3. Landmannalaugar
Gönguferðir um nágrenni Lauga.
Litríkt fjallasvæði sem ekki á
sinn lika. Gist í sæluhúsi F.í. í
Laugum.
Brottför í ferðirnar er kl. 20.00
föstudag frá Umferðamiðstöð-
inni, austanmegin.
Farmiðasala og upplýsingar á
skrifstofunni, Öldugötu 3.
Hvítárnesskáli
Okkur vantar sjálfboðaliða til
gæslu næstu viku.
Ferðafélag islands.
H ÚTIVIST
GRÓFINNI l • REYKJAVÍK • SÍMI/SÍMSVARI14606
Um næstu helgi
20/7-22/7.
Kjölur - Karlsdráttur
Gist á bökkum Hvítárvatns. Ferj-
að yfir Hvítárvatn í Karlsdratt
sem er einstök gróðurvin undir
Langjökli.
Fararstjóri: Reynir Sigurðsson.
Fimmvörðuháls - Básar
Fögur gönguleið upp með
Skógaá, yfir Fimmvörðuháls,
milli Mýrdalsjökuls og Eyjafjalla-
jökuls, og niður á Goðaland. Gist
í Útivistarskálunum í Básum.
Básar íGoðalandi
Um hverja helgi. Básar eru sann-
kallaður sælureitur í óbyggðum,
náttúrufegurð og fjallakyrrð.
Skipulagðar gönguferðir viö allra
hæfi.
Sumarleyfi i Básum
í óspilltu umhverfi og hreinu
lofti, stenst fyllilega samanburð
við sólarlandaferð - en er til
muna ódýrara. Sunnudagur til
föstudags á aðeins kr.
4.000/4.500.
Laugardag 21/7.
Kl.13: Hellaferð
Farið í Undirganga á Hrafna-
bjargahálsi og í Tvíbotna.
Skemmtilegir hellar á mörgum
hæðum. Fallegar hraunmyndan-
ir. Takið með ykkur vasaljós og
vettlinga. Verð kr. 1.200. Farið
frá BSÍ-bensínsölu, stansað við
Árbæjarsafn.
Sjáumst!
Útivist.