Morgunblaðið - 20.07.1990, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 20.07.1990, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 1990 ii ,r \9.. '' Morgunblaðið/Bolli Magnússon Nýtt Haukafell SF afhent í dag Á myndinni sést nýtt Haukafell SF í skipasmíðastöðinni í Aveiro í Portúgal en skipið verður afhent í dag, föstudag. Skipið, sem hannað er af Bolla Magnússyni og Steinari Viggóssyni hjá Ráðgarði hf., er svokallað fjölveiðiskip, þannig að það getur verið á tog-, línu-, neta- og nótaveiðum en samið hefur verið um smíði á þremur öðrum slíkum skipum í Portúgal. Haukafell SF, sem kostar 130-140 milljónir króna, kemur til heimahafnar, Hafnar í Hornafirði, seint í næstu viku, að sögn Guðjóns Jónssonar hjá Ráðgarði. Ásmundur Stefánsson forseti ASÍ: Enn hægt að halda si g inn- an rauðu strikanna í haust Segir tölur flármálaráðherra um fórnir ríkissjóðs rangar ÓLAFUR Ragnar Grímsson fjármálaráðheri-a og Ásmundur St.efáns- son, forseti Alþýðusambandsins, eru ekki sammála um kostnað eða ávinning ríkissjóðs af þeim aðgerðum, sem ríkisstjórnin heíur gripið til í því skyni að halda vísitöluhækkunum innan rauðu strikanna. í Morg- unblaðinu í gær sagði Ólafur að kostnaður ríkissjóðs af aðgerðunum gæti orðið allt að 600-650 milljónir króna, og að aðilar vinnumarkaðar- ins hafi verið að biðja um aukinn halla á ríkissjóði. Ásmundur segir að það sé ósatt að vinnumarkaðsmenn hafi beðið um slíkt, og jafhvel þótt ríkissjóður færi út í að lækka um helming jöfhunargjald á innflutt- um iðnaðarvörum, myndi hann koma á núlli út úr aðgerðunum. Ás- mundur telur enn hægt að koma í veg fyrir að farið verði fram úr rauðu strikunum í september. „Það er ósatt að aðilar vinnumark- aðarins hafi farið fram á að halli ríkissjóðs verði aukinn. Það hefur hvergi _ veríð gert mér vitanlega,“ sagði Ásmundur Stefánsson í sam- tali við Morgunblaðið í gær. „Það blasir á hinn bóginn við að með þeim ákvörðunum, sem nú hafa verið tekn- ar, em tekjur ríkissjóðs af jöfnunar- gjaldi á innfluttum iðnaðarvörum auknar um 500 milljónir. Fjármála- ráðuneytið metur kostnað vegna að- VEÐUR VEÐURHORFUR I DAG, 20. JULI YFIRLIT I GÆR: Um 400 km suðvestur af Reykjanesi er 994 mb lægð sem hreyfist norðaustur og grynníst. SPÁ: Vestan- og suðvestanátt, víðast kaldi. Skúrir eða dólitil súld öðru hverju og hitl 10-15 stig sunnan- og vestaniands, en þurrt og sums staðar léttskýjað og hití á bilinu 12-18 stig á Norðaustur- og Austurlandi. VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA: HORFUR Á LAUGARDAG: Fremur hæg suðvestanátt um land allt. Smáskúrir á stöku stað vestanfands, en víöa léttskýjað um austan- vert landið. Hiti 10-18 stig. HORFUR Á SUNNUDAG: Hæg sunnan- og suðaustanátt. Skýjað að mestu sunnanlands og sums staðar litilsháttar súld við sjávar- síðuna. Þurn og vfða léttskýjað norðanlands. Hiti áfram á bilinu 10-18 stig. Hlýjast verður á Norður- og Austurlandi báða dagana. y' Norðan, 4 vindstig: * Vindörin sýnir vind- stefnu og fjaðrirnar vindstyrk, heil fjöður er 2 vindstig. / / r / / / / Rigning / / / * / * / * / * Slydda / * / * * * * * * * Snjókoma * * * -JQ' Hrtastig: 10 gráður á Celsius SJ Skúrir * V B = Þoka — Þokumóða ’ , ’ Súld CXD Mistur —|- Skafrenningur [T Þrumuveður ■ rl VEÐUR kl. 12:00 VÍÐA i gær UM HEIM að ísl. tíma Akureyii mti 18 veóur skýjaö keykjavtk ■■■ ■■ 11 skúr Bergen 19 hálfskýjað Helsinki 20 þrumuveður Kaupmannahöfn 23 lóttskýjað Narssarssua: 5 alskýjað Ostó 24 léttskyjað Stokkhólmur 14 súld Þórshöfn 15 atskýjað Algarve vantar Amsterdam ■i 22 léttskýjað Bareelona 28 heiðskírt Berlin 16 alskýjað Chicago 22 þokumóöa Feneyjar 26 heiðskírt Frankfurt 20 léttskýjað Hamborg 17 skýjað Las Palmas 26 heiðskírt London 27 heiðskírt LosAngeies 21 heiðsklrt Lúxemborg 23 heiðskírt Madríd 36 léttskýjað Malaga 30 heiðskírt Mallorca 31 léttskýjað Morrtreal 22 léttskýjað NewYork 26 mistur Orlando 25 hóllskýjað París 24 helðskírt Róm 27 léttskýjað Vfn vantar Washington 27 mistur Wlnnipeg 12 léttskýjað gerðanna á 350 milljónir. Samkvæmt þeirra útreikningum hagnast ríkis- sjóður þannig um 150 milljónir króna þegar allt er talið. Ég tel að kostnað- urinn við að endurgreiða virðisauka- skatt við viðhald íbúðarhúsnæðis sé mjög ofmetinn af fjármálaráðuneyt- inu. Breytingin mun draga úr skatt- svikum og tekjuskattskil þar með aukast. Mér þykir þess vegna líkiegt að í raun sé hagnaður ríkissjóðs af aðgerðunum í heild um 250 milljónir og það samsvarar hálfu jöfnunar- gjaldinu út árið. Það er nú ekki óeðli- legt að mínu mati að gera tilkall til þess að ríkissjóður beiti sér á þann hátt að hann hagnist ekki á aðgerð- unum,“ sagði hann. „Ólafur Ragnar blandar saman óskyldum málum þegar hann talar um að á móti tekjum af jöfnunar- gjaldi standi kröfur iðnrekenda um endurgreiðslu söluskatts. Hann tekur inn í þetta þá skuld ríkissjóðs, sem augljóslega hefði orðið að greiða, hvort sem gripið hefði verið til þess- ara aðgerða eða ekki, og kemur að- gerðunum því ekkert við.“ Af hálfu Ásmundar hafa komið fram tillögur um að gengið verði hækkað, auk þess sem jöfnunargjald lækki. „Ef það verður gert þá lækka innfluttar vörur í verði. Það þrengir þá að útflutningsgreinunum og auð- vitað líka að innlendum iðnaði, sem yrði að svara með því að lækka sín- ar framleiðsluvörur. Þannig yrði at- vinnulífið að axla byrðar vegna að- gerðanna. Ríkisstjórnin hefur neitað að taka þessar hugmyndir til nok- kurrar umræðu.“ Ásmundur sagði að vandann þyrfti að leysa með samstarfi. „Það virðist vanta um 0,3% upp á að rauðu strikin í byijun september haldi. Ef farið verður fram úr þeim, hækka laun 1. október. Það er hins vegar enn hægt að ná upphaflegu kaupmáttarmarkmiði í september með lækkun jöfnunargjalds og lítils- háttar gengishækkun, ef við fylgjum þeim aðgerðum eftir með öflugum áróðri í verðlagsmálum, þar sem all- ir aðilar standa saman um að gera sitt ýtrasta. Markmiðið næst aftur á móti ekki með gagnkvæmum ásök- unum,“ sagði Ásmundur. Hafnarfjörður; Grunur um afbrot gegn börnum Rannsóknarlögrcgla ríkis- ins hefúr til meðferðar kæru á hendur þroskaheftum manni í Hafiiarfirði vegna kynferðis- brota gegn börnum. Að sögn Þóris Oddssonar vararann- sóknarlögreglustjóra er fotl- un mannsins slík að mjög ósennilegt þykir að hann sé sakhæfúr. Að sögn vararannsóknarlög- reglustjóra þykja verulegar líkur komnar fram fyrir því að maður- inn hafi gerst brotlegur gegn einum dreng en einnig þykir ýmislegt benda til að fleiri börn hafí lent í hinu sama. Auk RLR vinna sálfræðingar, sem ræða við börnin, og félags- málayfirvöld í Hafnarfirði að málinu en stefnt mun að því að koma manninum fyrir á stofnun. Ráðgjafarnefiid um áliðju: Ríkissljórnin upp- lýsi hvort hún vilji hafa áhrif á staðarval Ráðgjafarnefiid iðnaðarráðherra um áliðju telur að ríkisstjórnin verði að upplýsa það sem fyrst, hvort hún vilji hafa áhrif á það hvar nýju álveri verði valinn staður. Að sögn Guðmundar G. Þórarins- sonar, eins nefndarmanna, var sam- þykkt að fela Jóhannesi Nordal, formanni ráðgjafarnefndarinnar, að vekja athygli iðnaðarráðherra á því, að ráðgjafarnefndin og Atlants- álshópurinn hefði unnið að staðar- vali fyrir nýtt álver út frá því að finna hagkvæmasta staðinn, með tilliti til lægsta byggingarkostnað- ar, minnsta rekstrarkostnaðar og minnstu umhverfisáhrifa. Nú líði brátt að því að sú niðurstaða fáist, og vilji ríkisstjórnin hafa áhrif á staðarvalið, sé nauðsynlegt að hún geri þær skoðanir ljósar hið fyrsta. Guðmundur G. Þórarinsson sagði, að þessi samþykkt væri vegna umræðu í þjóðfélaginu um hvar best sé að velja mögulegu ál- veri stað. Margt bendir til þess að hagkvæmast sé að reisa álver á Keilisnesi, en vegna byggðasjónar- miða hafa margir aðilar, m.a. þing- flokkur Alþýðubandalagsins og stjórnarþingmenn í öðrum flokkum, viljað reisa álver við Reyðarfjörð eða Eyjafjörð. Stefnt er að því að ákvörðun um staðarval liggi fyrir í byijun sept- ember, en ráðgert er að samningum miili Atlantsálshópsins og íslenskra stjórnvalda ljúki fyrir 20. septem- ber. Þá eiga bæði Alþingi og stjórn- ir álfyrirtækjanna í Atlantsálshópn- um eftir að fjalla um samningana. Síðasti samningafundur var haldinn hér á landi í lok júní, og næsti fund- ur er ráðgerður 9. og 10. ágúst. Guðmundur sagði að þá væri ætlun- in að ræða aðallega um skattamál og orkumál. Vísitala bygging- arkostnaðar: Hækkunin 0,1% milli mánaða Byggingarvísitalan, eftir verð- lagi um miðjan júlí, er 171,9 stig og reyndist hafa hækkað um 0,1% frá júnívísitölunni. Þessi vísitala gildir fyrir ágúst. Síðustu 12 mánuði hefurbygg- ingarvísitala hækkað um 18,3%, en síðustu 3 mánuði hefur vísitalan hækkað um 1,5% og samsvararþað 6,3% árshækkun.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.