Morgunblaðið - 20.07.1990, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.07.1990, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚLl 1990 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 1990 21 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 83033. Áskrift- argjald 1000 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 90 kr. eintakið. Bandaríkjamenn taka upp nýja stefiiu gagnvart Víetnam James Baker, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, gaf óvænta yfirlýsingu í París á miðvikudag, þegar hann skýrði frá því að Bandaríkja- stjóm væri reiðubúin að hefja viðræður við Víetnamstjórn um leiðir til að tryggja frið í Kambódíu. Yfirlýsingin hefur bein áhrif á þróun mála í hinni stríðsþjáðu Kambódíu, þar sem víetnamskt herlið var til skamms tíma í átökum við Rauðu khmerana, arftaka Pols Pots og félaga hans sem stóðu að markvissri útrýmingu á Kambódíumönnum fyrir fáein- um árum. Víetnamar réðust inn í Kambódíu í árslok 1978 og hernámu landið. Sovétmenn stóðu á bakvið innrásina með sama hætti og þeir studdu stríð kommúnistastjómarinn- ar í Hanoi gegn Suður- Víetnömum og Bandaríkja- mönnum er lyktaði með upp- gjöf og brottför bandaríska hersins frá Saigon 1975. Kínverjar hafa staðið með þeim í Kambódíu er hafa bar- ist við Víetnama en sá hópur er sundurleitur og í honum eru meðal annars arftakar Rauðu khmeranna. Bandaríkjamenn hafa hingað til staðið við hlið Kínverja gegn Víetnömum. Á sínum tíma settu Kínveijar þrjú skilyrði fyrir því, að þeir gætu tekið upp eðlilegt sam- band við Sovétmenn og var eitt þeirra, að látið yrði af sovéskum stuðningi við Víet- nama í Kambódíu. Qian Qic- hen, utanríkisráðherra Kína, heimsótti Moskvu í desember 1988 og var það fyrsta ferð svo háttsetts kínversks emb- ættismanns til Sovétríkjanna í rúm 30 ár. Var þá þegar ljóst, að Sovétmenn voru tekn- ir að breyta afstöðu sinni til hernaðar Víetnama í Kambódíu; víetnamski herinn hvarf úr landinu í september 1989. Kínveijar og Víetnamar sækjast báðir eftir að hafa Kambódíu á áhrifasvæði sínu. Bandaríkjamenn hafa hingað til neitað að ræða við Víet- nama um Kambódíumálið. Fyrir þessari afstöðu hafa í senn verið heimspólitískar ástæður, er tengjast deilum Kínveija og Sovétmanna, og bandarísk einangrunarstefna gagnvart kommúnistastjórn- inni í Víetnam, sem á rætur að rekja til blóðugra lykta Víetnamstríðsins. Nú hefur Bandaríkjastjórn hins vegar skýrt víetnömskum stjórnvöld- um fra því að hún sé reiðubú- in að koma samskiptum sínum við Víetnam í eðlilegt horf í tengslum við víðtækt sam- komulag um framtíð Kambódiu. Deilan um yfirráð í Kambódíu er ákaflega flókin og þar skipast fylkingar með þeim hætti, að ógjörningur er fyrir aðra en sprenglærða sér- fræðinga að komast til botns í því. Línurnar í samskiptum stjórnvalda í Bandaríkjunum og Víetnam eru hins vegar skýrari, því að þau hafa alls ekki verið nein. Sovétmenn hafa ekki lengur nokkra burði til þess að veita ríkisstjóm Víetnams þá aðstoð sem hún þarf, frekar en þeir geta stutt við bakið á einræðisherrunum á Kúbu og í Eþíópíu. Sigur kommúnista í Víet- nam kallaði jafnvel meiri hörmungar yfir stóran hluta þjóðarinnar en hin grimmilegu styijaldarátök. Víetnamar hafa eftir öllum leiðum reynt að losna undan hinni komm- únísku áþján og leitað eftir búsetu í hinum fjarlægustu löndum eins og við Islendingar höfum kynnst. Þúsundir Víet- nama hafa verið neyddir til að stunda einskonar þrælkun- arvinnu í Sovétríkjunum og hefur að hluta að minnsta kosti verið litið á vinnuframlag þeirra sem greiðslu á stríðsskuldum. Enn eru gífur- leg vandamál óleyst vegna bátafólksins svokallaða frá Víetnam, sem býr við mikla óvissu og erfið skilyrði. Það er ekki lengur við Bandaríkjamenn að sakast, þegar litið er yfir blóðvellina í næsta nágrenni Víetnams. Ný stefna Bandaríkjastjómar skapar hins vegar nýjar for- sendur. Fyrir Víetnama skiptir mestu að ítök kommúnista hverfi í landi þeirra og hinir stríðsóðu valdamenn þess verði knúnir til að draga sig í hlé. Bréf Harðar Einarssonar til forsætisráðherra: „Háttsemi fj ármálaráðherra ekki hægt að telja annað en hreina valdníðslu“ HÉR á eftir birtast bréf, sem Hörður Einarsson, fyrrverandi stjórnar- formaður Arnarflugs, hefur ritað forsætisráðherra og fjármálaráð- herra. Enniremur hefiir Hörður sent blaðinu til birtingar samþykkt ríkisstjórnarinnar um Arnarflugsmálið frá 17. mars 1989: „Með samningi sínum um „þjóðarþotuna", sem ekki er einu sinni hægt að kalla sölu, stórskaðaði ráðherr- ann ekki einungis Arnarflug, heldur einnig hagsmuni ríkissjóðs með því að taka allt of lágu kauptil- boði,“ segir Hörður Einarsson m.a. í bréfi sínu. Reykjavík, 19. júlí, 1990. Hr. Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra. Fjármálaráðuneytinu. Arnarhvoli v/Lindargötu, Reykjavík. Hjálagt Sendi ég yður ljósrit af bréfi, sem ég hefí í dag sent forsæt- isráðherra, en þar er borin fram formleg og skrifleg kvörtun undan embættisfærslu yðar (valdníðslu) í málum, er varða Arnarflug. Jafiiíiramt leyfi ég mér að leggja til, að þér boðið nú þegar i stað til blaðamannafundar, þar sem þér hafíð til sýnis fyrir fjöl- miðla og þar með þjóðina í heild „staðgreiðsluna“, sem þér fenguð í hendur fyrir „þjóðarþotuna" svonefndu í byrjun þessa árs. Vegna opinberrar umræðu um mál þessi sendi ég forsætisráðherra og fjölmiðlum afrit bréfs þess. Hörður Einarsson. Reykjavík, 19. júlí, 1990. Hr. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra. Forsætisráðuneytinu. Stjórnarráðshúsinu v/Lækjar- torg, Reykjavík. I ávarpi mínu á aðalfundi Arnar- flugs hinn 17. júlí sl. komst ég að orði á eftirfarandi hátt um sam- skipti ríkissjóðs og Arnarflugs: „Á síðasta aðalfundi félagsins vék ég að því, að þá nokkru áður, 17. marz 1989, hefði ríkisstjórnin samþykkt að fella niður eða breyta í víkjandi lán 150 millj. kr. af skuld- um félagsins við ríkissjóð og lét í Ijós þakkir féiagsins fyrir þessa afgreiðslu á málefnum þess, enda datt engum okkar þá annað í hug en full einlægni hefði búið að baki samhljóða samþykkt ríkisstjórnar- innar og formlegum frágangi máls- ins yrði lokið með skjótum og eðli- legum hætti. Þetta virðist hafa verið nokkur misskilningur, því að nú nákvæm- lega 16 mánuðum eftir samþykkt ríkisstjórnarinnar er málinu enn ólokið þrátt fyrir margítrekaðar óskir Amarflugs um frágang þess. Fjármálaráðherrann hefur setzt á málið. Nákvæmlega hið sama gildir um uppgjör milli Arnarflugs og ríkissjóðs vegna sölu á TF-VLT, „þjóðarþotunni" svonefndu, sem fjármálaráðherrann seldi með mikl- um lúðrablæstri „gegn stað- greiðslu“ á fyrstu dögum þessa árs, á sömu dögum og hann lét starfs- menn sína standa í samningavið- ræðum við aðila, er vildu kaupa vélina til notkunar fyrir Arnarflug og á mun betra verði en fjármála- ráðherranum þóknaðist að selja hana öðrum. Lengst af þeim tíma, sem síðan er liðinn, hefur vélin stað- ið aðgerðalaus á Keflavíkurflugvelli fjármálaráðherranum og öðrum til augnayndis, og eitthvað hefur víst lítið komið inn af „staðgreiðslunni" allan þennan tíma. Þetta háttalag fjármálaráðherra gagnvart Amarflugi hefur valdið félaginu miklu og óbætanlegu tjóni, beinu og óbeinu. Það, sem í dag er alvarlegast við það að fá ekki komið á hreint málum á milli Arnar- flugs og ríkissjóðs er, að efnahagur félagsins skv. formlegu endurskoð- endauppgjöri er um 300 millj. kr. lakari en hann á að vera í reynd- inni. Þetta skiptir miklu máli, sér- staklega fyrir þá aðila, er vilja ganga til liðs við félagið með hluta- fjárframlögum, en hika við með svo háa upphæð ófrágengna. Ég beini því mjög alvarlega til fjármálaráð- herra, að hann í samvinnu við full- trúa Arnarflugs ljúki nú án frekari tafar uppgjöri á þessum málum milli ríkissjóðs og félagsins. Jafn- ■framt beini ég því jafnalvarlega til forsætisráðherra, að hann fylgi því nú eftir af einurð, að samþykktum ríkisstjórnarinnar sé ekki stungið undir stól og, að mál þessi verði nú afgreidd í heild með viðunandi hætti, fyrir Arnarflug eins og marg- búið er að lýsa yfir, að til standi að gera.“ Daginn eftir aðalfund Arnarflugs kallaði fjármálaráðherra saman blaðamannafund, þar sem hann enn einu sinni vék sér undan kjarna málsins og reyndi að þyrla upp moldviðri út af óskyldum hlutum. Eftir ótalmörg samtöl við yður um þessi mál og samtöl yðar og annarra aðila við fjármálaráðherra um frágang umræddra mála, allt án annars árangurs en sífelldra svara hans á þá leið, að hann ætli sér að sjálfsögðu að standa við fyr- irheit ríkisstjórnarinnar og sé að láta vinna að frágangi málsins, sé ég mig nú til þess knúinn sem hlut- hafi í Arnarflugi og fyrrum stjórn- armaður að kvarta skriflega við yður undan embættisfærslu fjár- málaráðherra í málum, er varða Arnarflug, en háttsemi hans allá er ekki unnt að telja annað en hreina valdníðslu. Fjármálaráðherra ber það nú fyr- ir sig, að hann hafi vantað gögn frá Arnarflugi til þess að geta fylgt eftir 16 mánaða gamalli samþykkt ríkisstjórnarinnar frá 17. marz 1989. Allt er þetta fyrirsláttur í því skyni að drepa málinu á dreif. Framangreind samþykkt ríkis- stjórnarinnar um niðurfellingu eða breytingu í víkjandi lán á 150 millj. kr. af ríkissjóðsskuldum var alger- lega skilorðslaus og alls óviðkom- andi framtíðarrekstri Arnarflugs. Þetta ber samþykktin sjálf með sér, en í henni segir eftir að gerð hefur verið grein fyrir því, sem ríkisstjórnin vildi gera í málefnum Arnarflugs: „Það er skoðun stjórnarinnar að það sé síðan hlutverk þeirra aðila sem leggja, ef til kemur, nýtt fé inn í fyrirtækið að meta hvort viðunandi endurfjármögn- un náist fi-am með þessuin hætti og hvort um nægjanlega traustan rekstrargrundvöll verði að ræða.“ Á grundvelli þessa tilvitnaða ákvæðis í samþykkt ríkisstjórnar- innar hafa stjórnendur Arnarflugs talið, að út af fyrir sig séu engar frekari áætlanir um endurfjár- mögnun eða rekstur félagsins nauð- synlegar til þess að staðið verði við samþykkt ríkisstjórnarinnar, miklu frekar séu efndir á henni for- senda framhaldsaðgerða í mál- efnum félagsins. Meðal annars hefur verið af hálfu erlendra sam- starfs- og viðskiptaaðila Arnarflugs verið á því byggt, að við samþykkt ríkisstjórnarinnar yrði staðið sam- kvæmt hljóðan hennar, en ekki síðar bætt við nýjum skilyrðum. Þrátt fyrir þettá hefur fjármála- ráðherra fengið í hendur bæði frá Arnarflugi og m.a. aðila, er hefur viljað leggja fram hlutafé til fyrir- tækisins, öll þau gögn, sem hann kvartar nú undan að hafa ekki feng- ið. Þar sem ég tel, að enginn þurfi, þ. á m. ekki heldur þér, herra for- sætisráðherra, að velkjast lengur í vafa um það, að fjármálaráðherr- ann ætli sér áfram að sitja á foálinu og hunza samhljóða samþykkt ríkis- stjórnar yðar, fer ég fram á það sem hluthafi og fyrrum stjórnar- maður í Arnarflugi, að þér lýsið því nú tafarlaust yfir, að þér munið sjálfur sjá til þess, að margumræddri samþykkt ríkis- sfjórnarinnar verði hrint í fram- kvæmd, en látið málið ekki áfram vera í höndum utanþingsráð- herra, sem enginn hefúr einu sinni kpsið á þing. Þó að þessi ráðherra lýsi því nú enn einu sinni yfir, að hann ætli sér að standa við samþykkt ríkisstjórnarinnar, getur ekki nokkur maður tekið á því hið minnsta mark. Ein ósannindi fjármálaráðherra á blaðamannafundi hans voru þau, að af hálfu Arnarflugs hefði verið farið fram á miklu hærri skuldanið- urfellingu en samþykkt ríkisstjórn- arinnar gerir ráð fyrir og nefndi hann í því sambandi töluna 300 millj. kr. Hið rétta er, að fjármála- ráðherra hefur búið til ágreining við Arnarflug um vaxtaútreikning (auðvitað aðeins aðferðafræði til þess að geta enn dregið málið á langinn), og er hann fyrst og fremst í því fólginn, að af hálfu Arnarflugs hefur verið farið fram á það, að 150 millj. kr. skuldarhlutinn verði látinn hætta að bera vexti frá þeim degi, er ríkisstjórnin gerði sam- þykkt sína, en fjármálaráðherrann er að skemmta sér við að láta reikna á þennan hltrta skuldarinnar hæztu dráttai-vexti á meðan hann sjálfur dregur málið á langinn! Það vakti sérstaka athygli mína, að á blaðamannafundi sínum vék fjármálaráðherrann ekki einu orði að sölu sinni á „þjóðarþotunni“ svo- kölluðu í byijun þessa árs, en sú sala er nú þegar orðin fræg að endemum. Þá hafnaði fjármál-aráð- herrann ágætu kauptilboði, sem gert var í vélina fyrir tilstilli Arnar- flugs og tók allt of lágu tilboði á þeirri forsendu, að þar væri um staðgreiðslusölu að ræða. Þarna var um enn ein ósannindi fjármála- ráðherrans að ræða. Með samningi sínum um „þjóðarþotuna", sem ekki er einu sinni enn hægt að kalla sölu, stórskaðaði ráðherrann ekki einungis Arnarflug, heldur einnig hagsmuni ríkissjóðs með því að taka allt of lágu kauptilboði. Að lokum beini ég því til yðar, herra forsætisráðherra, að þér beit- ið yður nú fyrir því af þeirri ein- urð, sem bersýnilega er nauðsynleg, að mál milli ríkisstjórnarinnar og Amarflugs verði nú hið skjótasta afgreidd með eðlilegurrí og viðun- andi hætti, eins og margbúið er að lýsa yfir og fullvissa fyrir- svarsmenn Arnarflugs um, að ætlunin sé að gera. Vegna hinnar opinberru umræðu um mál þetta mun ég senda fjöl- miðlum og fjármálaráðherra afrit af bréfi þessu. Jafnframt sendi ég yður hér með afrit af bréfi, sem ég hefi í dag sent fjármálaráðherra. Virðingarfyllst, Hörður Einarsson. Samþykkt ríkisstjórnarinnar um Arnarflugsmálið, 17. marz 1989 Ríkisstjórnin er reiðubúin til að beita sér fyrir eftirtöldum aðgerðum varðandi Arnarflug hf.: A. Ríkið gefi eftir eða breyti í víkjandi lán 150 millj. kr. af skuldum Arnar- flugs hf. við ríkissjóð. B. Ríkið útvegi Ámarflugi hf. lán upp að því marki sem fullnægjandi og aðgengileg veð væra fyrir, skv. skilyrð- um Ríkisábyrgðasjóðs eða Framkvæmdasjóðs. Að öðra leyti verði skuldir Arnar- flugs hf. við ríkissjóð gerðar upp með söluandvirði TF-VLT. Ákvörð- un þessi er eðli málsins samkvæmt með þeim fyrirvara að samþykki Alþingis fáist. Það er skoðun sljórnarinnar að það sé síðan hlutverk þeirra aðila sem leggja, ef til kemur, nýtt fé inn í fyrirtækið að meta hvort viðun- andi endurfjármögnun náist fram með þessum hætti og hvort ■ um nægjanlega traustan rekstrar- grandvöll verði að ræða. Rétt er að undirstrika að hér er um endanlega afgreiðslu ríkis- stjórnarinnar að ræða og eigendur og stjórnendur Arnarflugs hf. geta á engan hátt reiknað með frekari fyrirgreiðslu af hálfu stjórnvalda á grandvelli þessarar afgreiðslu nú ^ eða framvegis. Hveriir stjórna skerinu? eftir Egil Jónsson Það leynir sér ekki að þeim fækk- ar stöðugt sem taka svari þeirra sem enn byggja dreifðar byggðir landsins. Kannski er ekki að undra. Þar fækkar fólkinu og dýrmætu atkvæðunum sem leggja völdin í hendur stjónmálamannanna. Og víst er um það að á síðari tímum hefur það reynst gott til að ná fót- festu á stjómmálabrautinni að veit- ast sem harkalegast að fólki í sveit- um landsins. Oskaþáttur þeirrar umræðu hefur verið að afnema beri framlög ríkissjóðs til þróunar- og umbótamála í landbúnaði, en jarð- ræktar- og búfjárræktarlög leggja grundvöll að slíku umbótastarfi. starfi. Einu hefur gilt þótt fjárveit- ingar til þessara verkefna hafi sem breyttum aðstæðum minnkað stór- lega á siðustu árum. Samt hafa menn staðið á öskrunum yfir þess- um þróunarframlögum. En þar kom að Iausnarorðin fundust. Ákveðið var að endurskoða jarðræktar- go- búfjárræktarlögin og þar með skyldi þrætunum ljúks. Á búnaðarþingi 1989 fóru þessar fyrirætlanir að skýrast þegar land- búnaðarráðherra lagði fyrir þingið drög að framvarpi um jarðræktar- lög. Segja má að búnaðarþing hafi hafnað þessum framvarpsdrögum. Aftur á móti var ákveðið að efna til auka-búnaðarþings þegar málið kæmi fyrir Alþingi. Þegar landbúnaðarráðherra lagði svo málið fram á Alþingi kom í ljós að ákvörðunin um auka-búnaðar- þing var ekki að ófyrirsynju því að nálega í engu var farið að tillögum búnaðarþings. Þannig stóðu mál þegar auka-búnaðarþing kom sam- an í apríl 1989. Alþingismenn úr forystusveit landbúnaðarins sýndu aukaþinginu mikinn áhuga, þar á meðal forystu- menn stjónarliðsins í málefnum Landbúnaðarins. Jafnframt fundarhöldum á bún- aðarþingi fóru nú fram viðræður milli búnaðarþingsfulltrúa og al- þingismanna þar sem afstaða land- búnaðarins var skýrð nákvæmlega. Árangur þessarar umræðu kom fram við afgreiðslu jarðræktarlag- anna á Alþingi, og raunar búfjár- ræktarlaganna einnig, því nú kom í ljós að á Alþingi var komið sam- komulag um afgreiðslu þessara mikilvægu mála sem var í anda þess sem sjálfstæðismenn á Alþingi tölUðu fyrir við 1. umræðu á Al- þingi. Hér er ekki rúm til að rekja afgreiðslu þessara mála efnislega, en hún liggur að sjálfsögðu fyrir í þingskjölum, sem auðvitað er auð- velt að grípa til ef þörf reynist við frekari umfjöllun um þessi mál. Hitt vona ég að frásögn mín hér að framan skýri á fullnægjandi hátt að samkomulag var um af- greiðslu jarðræktarlaganna á Ai- þingi á vordögum 1989. Samkomulag um afgreiðslu þýð- ingarmikilla mála, sérstaklega þeg- ar þau era umdeild, er mikilvæg niðurstaða sem þeim, sem fara með framkvæmdavaldið hveiju sinni, ber — og raunar verða — að virða ef vel á að fara. Þegar síðasta búnaðarþing var að störfum í mars sl. vora þessi mál rædd enda lá þá fyrir að við þær yfirlýsingar, sem gefnar voru við afgreislu jarðræktarlaganna, hafði ekki verið staðið. Var nú brugðið til þess óvenjulega ráðs að senda formönnum landbúnaðar- nefnda Alþingis bréf þar sem af- staða búnaðarþings var skýrð og ásjár leitað. Þó að uppgjör á vangoldnum framlögum fyrir árið 1988 sé full- komlega óeðlilegt, og að enn hafi skuldir ríkissjóðs vegna vangold- inna framlaga fyrir árið 1989 ekki verið greiddar, era það þó smámun- ir einir hjá framkvæmd jarðræktar- laganna á árinu 1990 og er þá kom- ið að aðaltilefni þessarar greinar. Segja má að á vordögum hafi staðfesting fengist á að nýju jarð- ræktarlögin voru í veigamiklum atriðum brotin og að samkomulagið við bændur um framkvæmd lag- anna var í engu virt. Þetta kom fram í bréfi frá Búnaðarfélagi Is- lands til bænda þar sem erindum þeirra um jarðræktarframlög á þessu ári var svarað. Svarbréf Bún- aðarfélagsins byggist á bréfi land- búnaðarráðherra til búnaðarmála- stjóra frá 6. apríl sh- og viðræðum þeirra um framkvæmd jarðræktar- laganna. í þessu sambandi er vert að vekja athygli á að umrætt bréf er mark- leysa. í jarðræktarlögunum er hvergi að finna heimildir til að hegna bændum fyrir að rækta lönd sín eða vinna að öðram hliðstæðum umbótum. Þessi hugsunarháttur hefur reynst þeim þjóðum dýr sem þannig hafa unnið og það er óvænt reynsla að Búnaðarfélag íslands, sem byggir starf sitt á sterkum þjóðlegum hefðum, skulí taka sér fyrir hendur að koma þessum úrelta boðskap á framfæri við íslenska bændur. Það er líka furðulegt að hér er verið að gefa fyrirmæli til næstu ára. Þeir sem nú ráða málum í landbúnaðarráðuneytinu ættu að láta sér duga að gefa út fyrirmæli um þessi mál er ná fram að næstu kosningum því að ekki hefur hús- bóndavaldið á þeim bæ farist þann- ig úr hendi að líklegt sé að haldist til frambúðar. Til enn frekari ómerkingar á þessum bréfsnepli vil ég upplýsa að þær heimildir, sem gefnar voru til framkvæmda eru, ekki í neinu samræmi við gildandi jarðræktarlög. Hér verð ég að skilja við þátt landbúnaðrráðuneytisins, enda gefst áreiðanlega tækifæri til að fyalla betur um málið síðar og þá í síðasta lagi þegar Alþingi kemur saman að nýju. Eg kemst hins veg- ar ekki hjá því að fara nokkrum orðum um þátt Búnaðarfélags ís- lands í þessu máli. Allt frá því að jarðræktarlög voru fyrst samþykkt á Alþingi árið 1923 hefur það verið einn aðalþáttur í starfi Búnaðarfélags íslands að annast framkvæmd þeirra laga, enda hafa lögin sjálf jafnan kveðið á um þann framgangsmáta. Búnað- arfélagið hefur jafnframt verið stjórnvöldum til ráðuneytis um túlk- un á efni þeirra. Hér hafa hins veg- ar orðið kaflaskil í sögu Búnaðarfé- lagsins. Við uppgjör á skuldum ríkissjóðs við bændur vegna van- goldinna jarðræktarframlaga er nú notaður uppgjörsmáti sem á sér engin fordæmi og er ekki samrým- anlegur ákvæðum stjórnskrár lýð- veldisins um eignarrétt. Og nú tek- ur búnaðarfélagið sér það fyrir hendur að framkvæma jarðræktar- lögin að fyrirmælum landbúnaðar- ráðherra þrátt fyrir að ekki sam- rýmist ákvæðum laganna og brýtur til viðbótar samkomulag sem bún- aðarþing er aðili að. Þessi mál verða að sjálfsögðu tekin til umræðu á næsta búnaðar- þingi en ekki verður komist hjá að vekja athygli á þeirri óheillaþróun sem hér á sér stað, sérstaklega vegna þess að hún á sér víðar for- dæmi í störfum bændasamtakanna um þessar mundir. Til frekari skýr- ingar minni ég á grein sem ég skrif- aði í Morgunblaðið 22. nóv. sl. er ég nefndi „Rúsínan í pylsuendan- um“. Þar sýndi ég fram á að við verðlagningu á sauíjárafurðum á síðastliðnu hausti var ekki farið að lögum og breytingar voru gerðar á búvörusamningnum til óhagræðis fyrir bændur án þess að til þess bærir aðilar hefðu um fjallað. Fram- Egill Jónsson „Segja má að á vordög- um hafi staðfesting fengist á að nýju jarð- ræktarlögin voru í veigamiklum atriðum brotin og að samkomu- lagið við bændur um framkvæmd laganna var í engu virt.“ kvæmd jarðræktarlaganna nú svip- ar á margan hátt til þessara vinnu- bragða. Ef til vill skýrir greinar- korn, sem birtist í Timanum 21. apríl sl., að nokkru það sem að baki býr. Þar var á ferðinni samtal við varaformann Stéttarsambands bænda, Þórólf Sveinsson. Átelur Þórólfur meiri hluta stjórnar Áburð- arverksmiðju ríkisins fyrir að taka sjálfstæðar ákvarðanir um verð- lagningu áburðar eins og henni er skylt samkvæmt lögum verksmiðj- unnar í stað þess að fara að fyrir- mælum ríkisstjórnarinnar. Orðrétt segir Tíminn þannig frá ummælum Þórólfs: „Þessi deilda um áburðai’verðið er að sumu leyti brosleg því að svo er að sjá sem hluti stjórnar Áburð- arverksmiðjunnar hafi fundið hjá sér köllun til að taka að hluta til við landsstjórninni. Ég held að það fari ekki á milli mála hvaða aðila ber að stjórna á þessu skeri.“ Þessi ummæli Þórólfs Sveinsson- ar hljóta að vera bændum landsins mikið umhugsunarefni, enda er hann ekki einn um þau. Þarna er að finna skýringuna á því að vara- formaður Stéttarsambands bænda átelur meiri hluta stjórnar Áburðar- verksmiðjunnar fyrir að taka lögin í landinu fram yfir fyrirmæli ríkis- stjórnarinnar, að stjórn Stéttarsam- bandsins tekur ákvarðnir um verð- lagningu á búvörum án þess að virða lög og að búnaðarmálastjóri sendir bændum landsins bréf þar sem jarðræktarlögin eru ekki leng- ur virt. Það eru sem sagt þeir sem „stjórna á skerinu“ sem eiga að ráða. Já, hún er burðug bændafor- ustan um þessar mundir. Að lokum vil ég svo segja þetta: Það er siðaðra manna háttur að svara bréfum. Þess vegna hvarflar ekki að mér að þeir heiðursmenn, sem eru í fyrirsvari fyrir landbúnað- arnefndum Alþingis, muni ekki svara bréfinu frá búnaðarþingi, en þar sem frá því svari hefur ekki enn verið gengið hef ég ekki tilbún- ar í þessari grein þær upplýsingar um þessi mál sem era í málsskjölum landbúnaðarnefnda Alþingis. Og víst er um það að bændur munu fylgjast vel með hver svörin verða við bréfi búnaðarþings því að fari svo ólíklega að ekkert svar berist þá vita menn hvaða árangur er við núverandi aðstæður í stjórnmálum. Störf þeirra Skúla Alexanderssonar og Alexdanders Stefánssonar, sem þeir viðhöfðu við afgreiðslu mikil- vægra mála landbúnaðarins á vor- dægrum 1989, vöktu eftirtekt bænda víða um land. Það er líka svar. Höfundur er alþingisnmður Sjálfstæðisflokks í A uslurlandskjördæmi. Landbúnaðarnefnd neðri deildar Alþingis Hr. Alexander Stefánsson form. Alþingi 150 Reykjavík Búnaðaþing þakkar landbúnaðarnefndum Alþingis trausta for- ystu við afgreiðslu jarðræktar- og búfjárræktariaga vorið 1989. Um nokkura ára skeið var unnið að endurskoðun framan- greindra laga. Uppi vora tillögur um gjörbreytingu eða jafnvel afmán laganna. Landbúnaðurinn var því eins og á svo mörgum öðrum sviðum, í erfiðri vörn. Búnaðarþing gekk opnum huga til þeirrar umræðu, er fram fór við afgreiðslu þessarar mikilvægu löggjafar á síðastliðnum vetri. Þingið féllst því á, að ýmis ákvæði laganna yrðu þrengd, en jafn- framt tryggt, að þau yrðu virk í framkvæmd. Mikil umræða fór fram milli landbúnaðarnefnda Alþingis og Búnaðarþings og þau mikilvægu áhrif þessara nefnda við af- greiðsu málsins voru uppörvandi fyrir bændur landsins. Það vill Búnaðarþing heilshugar þakka. Það sem síðan hefur gerst veldur vonbrigðum. Vangreidd fram- lög fyrri ára hafa ekki verið greidd eins og samkomulag var um. Fjárveitingar til framkvæmda skv. lögunum eru á engan hátt í samræmi við heimildir þeirra. Sú spurning er því æði áleitin, til hvers var barist eða hvaða gagn er í að gera samkomulag. Þess eru ekki dæmi, að Búnaðarþing komi málum sínum á fram- færi með þeim hætti, sem hér er gert. Þar ræður traust Búnaðar- þings á landbúnaðarnefndum Alþingis sem byggist m.a. á þeim lyktum, er urðu á afgreiðslu nefndra laga á síðasta vetri. Það er einlæg von Búnaðarþings að landbúnaðarnefndir Alþing- is kryfji málið til mergjar og hafi síðan forystu um að færa það til þess horfs, sem-samkomulag var um þegar lögin vora sett 1989. Virðingafyllst, Hjörtur E. Þórarinsson Forseti Búnaðarþings Svar við umsókn um ríkisframlag til jarðabóta. Árið 1990 verður ekki unnt að verða við umsókn um ríkisfram- lag skv. jarðræktarlögum til þeirra jarðabóta sem þú sóttir um ríkisframlag til á sl. hausti. Umsókn þarf að endurnýja ef ekki fæst jákvætt svar við henni, þ.e. umsóknin gildir aðeins um framlag eins árs. Gera ,má ráð fyrir að ekki eða a.m.k. síður verði teknar til greina umsóknir um framlög til þeirra jarðabóta sem ráðist er í án þess að loforð um framlag liggi fyrir. F.h. Búnaðarfélags íslands, Óttar Geirsson. ■r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.