Morgunblaðið - 20.07.1990, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.07.1990, Blaðsíða 15
15 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 1990 Ásdís fædd 5. sept. 1946, Sigurlína Margrét fædd 29. júlí 1948, Jón Ólafur fæddur 31. maí 1950 og Sigurður Pálmi fæddur 7. febrúar 1959. Ekki fóru þau hjón, þótt sam- hent væru, varhluta af andstreymi lífsins, einkum er á leið ævina. Áralöng og erfið veikindi yngri dótt- urinnar og ótímabær dauði hennar frá ungum börnum lamaði þrek þeirra og lífshamingju um skeið. Það er mikil blessun að kynnast góðu fólki á lífsleiðinni. Á göngu okkar kynnumst við ýmsu fólki. Sumir skilja lítið eftir, aðrir verða manni ógleymanlegir. Ásberg var einn þeirra. Ég átti því láni að fagna að vera starfsmaður hans í 13 ár og tel mér mikla sæmd í því og happ, að hafa mátt teljast í hópi vina hans. Hann var drengur góð- ur, í senn ráðhollur og góðviljaður. Ég minnist með þakklæti margra góðra og glaðra stunda á hinu gest- risna og friðsæla heimili þeirra hjóna. Ég og fjölskylda mín vorum þar tíðir gestir um árabil. Sólveigu, börnum þeirra og vandamönnum vottum við Hulda einlæga samúð um leið og við árnum þeim allra heilla og blessunar. Jón Páll Halldórsson Kynni mín af Ásberg Sigurðs- syni, fyrrum borgarfógeta, og konu hans, Sólveigu Jónsdóttur, hófust í gegnum vináttu við börn þeirra, einkum elstu dóttur hans, Ásdísi, en með okkur tókst mikil og einlæg vinátta, sem leiddi til þess að ég var oft með annan fótinn á Sólvalla- götunni og Aragötunni. Tóku þau hjónin mér eins og ég væri ein úr ijölskyldunni. Umhyggja þeirra fyr- ir mér var einstök og lít ég á það sem ómælda blessun að hafa kynnst þessu afbragðsfólki. Eitt af því sem einkenndi Ásberg Sigurðsson var óbrigðult minni og glöggskyggni á ættir. Gat hann rifj- að upp margvísleg dæmi úr sög- unni máli sínu til stuðnings. Þessir hæfileikar hafa eflaust oft komið sér vel, ekki síst í pólitíkinni. Ás- berg Sigurðsson var mikill sjálf- stæðismaður og var fulltrúi Sjálf- stæðisflokksins um skeið í bæjar- stjórn á ísafirði og á Alþingi. Hann var eindreginn stuðningsmaður ein- staklingsframtaksins og hafði megna skömm á kommúnisma. Það var trú hans að hver einstaklingur ætti að vera sem fijálsastur sinna athafna innan þeirra takmarka sem lögin setja til varnaðar gegn því að einstaklingar vinni hver á öðrum. Meginröksemd þessarar stefnu er að þá muni mest ávinnast til al- menningsheilla, þegar hver ein- staklingur fær fullt fijálsræði til að beina kröftum sínum í viðleitni til sjálfsbjargar, öðrum að skað- lausu. Ándstæðingar þessarar stefnu, svo sem kunnugt er, er það fólk sem vill láta setja sem fyllstar reglur um starfsemi einstakling- anna, banna flest, leyfa fæst og skipulagsbinda allt. En gæta miður að hinu, að um leið og einstakling- urinn er sviptur frelsinu, þá er yfir- leitt þar með drepin löngun hans til að beita kröftunum og kyrrstaða færist yfir þjóðlífið, en oft er þetta byijunin á úrkynjun hjá þjóðum. Þegar ég var stödd hérna heima sl. áramót, komum við okkur saman um, að sennilega væri þá fáu kommúnistar sem eftir eru í hinum vestræna heimi, að finna hér á landi. Kemur þetta meðal annars fram í gegndarlausri skattpíningu og beiskju í garð þeirra sem stunda atvinnurekstur. Má vera að sumum, sem ekki þekktu Ásberg Sigurðsson, hafi fundist hann fremur þurr á mann- inn, ég er ekki frá því að stundum hafi hann brugðið yfir sig ákveðn- um hjúp til að fela samúð og við- kvæmni hjarta síns. Eitt er víst að hann flíkaði ekki tilfinningum sínum. Hann var einstakur maður að upplagi, skilningsgóður, hlýr og hjálpsamur, laus við dramb og hroka. Hugsun hans var skýr, hon- um var auðvelt að orða hugsanir sínar. Hann hafði skömm á rang- færslum og ranglæti, þótt hann ætti ekki sjálfur hlut að máli. Þann- ig var hann líkur Steini Steinari, ef menn voru með einhveija mikil- mennsku fengu þeir að heyra það. Fyrir allmörgum árum var ég með erindi í ríkisútvarpinu um Skúla Thoroddsen. Nokkrum dög- um síðar kom ég við í Aragötunni. Þar sat Ásberg fyrir og sagði með þunga: „Ríkisútvarpið var auðvitað staðurinn til að fjalla um Skúla, hvernig getur það verið að hann varð einn af auðugustu mönnum þjóðarinnar en kallaði sig samt kommúnista, finnst þér þetta engin þversögn?" En fáir menn _þekktu betur ísfirskt samfélag en Ásberg. Þarna stóð ég líkt og ég hefði brugðist stefnuskrá Sjálfstæðis- flokksins og leið líkt og manninum í guðspjallinu sem kenndi svo til syndar sinnar og sektar og þorði vart að líta til himins. Ég á honum mikið að þakka, vináttu hans og holl ráð, einhvern tíma hitti ég hann á heimili hans og sagði honum frá því að ég væri að fara á fund þar sem mikið var í húfi. Þegar ég var að fara út sagði hann góðlátlega: „Ég vil minna þig á eitt Sigríður mín, farðu ekki á fjórum fótum, berðu höfuðið hátt.“ í einkalífi sínu var Ásberg Sig- urðsson hamingjumaður, eftirlif- andi kona hans er Sólveig Jónsdótt- ir frá Hofi á Höfðaströnd, ein hin ágætasta kona. Heimili þeirra var með eindæmum glaðvært og skemmtilegt. Skemmtilegust voru þó hjónin sjálf, samhent og hvort öðru samboðin. Varð þeim fjögurra barna auðið. Fyrir nokkrum árum misstu þau næstelstu dóttur sína, Sigurlínu, sem þau hörmuðu mjög. Á ytra borði báru þau þann harm með ró og þolgæði, þó söknuður bærðist stöðugt í viðkvæmum hjört- um. Þótt söknuður vina hans sé mik- ill, hefur Sólveig og ijölskylda hans misst mest, en þá er að minnast þess að Ásberg Sigurðsson fer héð- an með sæmd og skilur allt gott eftir í sporum sínum. Sólveigu, börnum og ættingjum sendi ég mínar dýpstu samúðar- kveðjur. Sigríður Ingvarsdóttir Þegar gengið er í hjónaband og stofnað heimili, á eftirvæntingin að vera mikil. Einn þátturinn eru vin- irnir, sem koma oftast úr tveimur áttum. Ég sjálf man vel eftir þess- ari eftirvæntingu, þegar ég gekk í hjónaband. Oft minntist Sigurður á Ásberg. Hvernig var Ásberg? Hann var bara engum líkur. Það var allt- af hátíð að fá hann í heimsókn eða vera í návist hans. Ekki spillti fyrir að kynnast eiginkonu hans, Sol- veigu, þeirri höfðingskonu. Ég óska sem flestum þess að eignast slíkan vin og vini, það er hveiju heimili ómetanlegt. Stefanía Guðnadóttir „Ásberg frændi þinn dó í nótt“ — þessi orð komu mér á óvart. Vissulega hafði hann verið veikur og dvalið langdvölum á spítala. Ég bjóst samt alltaf við því að hitta hann úti á götu einhvern daginn og spjalla örlítið áður en haldið væri af stað hvort í sína áttina. Bjóst við að geta sagt honum ýmis- legt sem á daga mína hefur drifið síðan við hittumst síðast, rætt við hann um lögfræði eða stjórnmál eins og við gerðum æ oftar hin síðari ár. Mér fannst hann hljóta að koma aftur og allt yrði eins og áður. í minningunni tengjast fyrst og fremst glaðar stundir Ásbergi frænda. Hlátur hans, skemmtilegur frásagnarmáti og ákveðnar skoðan- ir á atburðum líðandi stundar var það sem einkenndi hann hvað mest. Ásberg var okkur systkinunum meira en frændi. Hann var vissu- lega móðurbróðir okkar, föðurvinur, heimilisvinur og hin síðari ár einnig nágranni. En fyrst og fremst var hann gáfaður og skemmtilegur maður sem við vorum stolt af að þekkja og gott var að leita til. „Litla“ frænkan sem þetta ritar, sem stundum átti athvarf hjá Ás- bergi og Sólveigu, minnist góðs og vandaðs frænda sem hún leit mikið upp til. Ármann litli saknar Ása frænda sem var honum svo góður og gaf sér ávallt tíma til að spjallá við ungan mann í dagsins önn. Gatan okkar verður aldrei söm aftur; Ásberg frændi er farinn og kemur ekki aftur. Guð blessi minningu hans. Valborg Þóra Snævarr Nýi vetrarlistinn kominn. Pöntunarsími 52866. {

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.