Morgunblaðið - 20.07.1990, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 20.07.1990, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 20. JÚLÍ 1990 3» Þessir hringdu ... Vandaðir og fróðlegir þættir Jóhanna hringdi: „Mig langar til að þakka fyrir virkilega góða þætti sem Sjón- varpið hefur sýnt undanfarna þriðjudaga. Þar á ég við þættina Ef að er gáð. Augljóst er að mik- il vinna er lögð í þættina sem eru fróðlegir og vandaðir." Ýta undir hugmyndir sem spara gjaideyrinn Páll hringdi: „Ég sá í einhveijum fjölmiðl- anna frétt þar sem ungt fólk er að koma upp fyrirtæki til að nýta rekaviðinn sem finnst í fjörum landsins. Mér líst vel á þetta fram- tak þeirra og ættu stjórnvöld að ýta undir allar nýjar og arðbærar hugmyndir einstaklinga sem miða að því að spara gjaldeyrinn okk- ar. Ef einhver möguleiki er á að framleiða hluti hér á landi á að gera það í stað þess að eyða dýr- mætum gjaldeyri til þess að kaupa hlutina erlendis frá.“ Kvenúr fannst Kvenúr fannst í Strandgötunni í Hafnarfirði I byijun júlí. Eigandi getur vitjað úrsins í Búsáhöld og leikföng, sími 50919. Hvar er tekið á móti fatnaði? Kona hringdi: „Það var fyrir nokkru síðan að birtist í sjónvarþinu viðtal við full- orðinn mann sem tók á móti fötum til að gefa fátæku fóiki í Póll- andi. Nú langar mig að vita hvort hann tekur enn á móti fatnaði og þá hvar.“ Reiðhjói í óskilum Telpureiðhjól er í óskilum. Upp- lýsingar í síma 40669. Tapaði veski Kona hringdi: „Mig langar að koma á fram- færi þakklæti til stúlkunnar sem skilaði herragullúri sem ég tapaði í Grímsbæ. Auk þess ætlaði ég að vita hvort einhver hefði fundið veski sem sonur minn tapaði 9. júlí sl. er við vorum að versla í Minniborg í Grímsnesi. A vesftið er grafíð Óskar Guðmundsson, heimilisfang og símanúmer. Ef einhver er með veskið bið ég hann að hringja í síma 91-34366.“ Kanarífugl týndur Gulur kanarífugl flaug út um glugga á heimili sínu, Sundlauga- vegi 12. Ef einhver hefur orðið fuglsins var er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 37067. Síamslæða týnd Hvít síamslæða týndist frá Réttarholtsvegi. Ef einhver veit um kisuna er hann beðinn að hringja í síma 689735. Fundar- launum er heitið. Kettlingur hvarf Fjögra mánaða kettlingur, gul- brúnn og svartur á baki og hvítur á kvið með gyllta hálsól, hvarf frá Framnesvegi 36 sl. þriðjudag. Þeir sem hafa orðið kettlingsins varir eru vinsamlega beðnir að hringja í síma 13959. Ekki nógu góð þýðing Kristján hringdi: „Mig langar að koma með ábendingu til forráðamanna Bíó- borgarinnar þar sem sýnd er kvik- myndin „Total Recall“. Það ætti að athuga þýðinguna betur, mikið er af prentvillum og svo fannst mér þýðingin ekki nógu góð.“ Kjólfatabuxur týndust Kjólfatabuxur á tveggja ára strák týndust á leið úr hreinsun. Buxurnar sem eru með silkiborð- um á skálmunum hafa iíklegast runnið af herðatré á leiðinni frá Ármúla 13 og að Ármúlaskóla. Sá sem fann buxurnar er beðinn að hringja í síma 78580. Týnd læða Svört, grá og hvít læða tapaðist frá Víðigrund. Þeir sem vita um læðuna hringi í síma 42599. Hvað hafa veisluhöldin kostað? Til Velvakanda. Tilefni skrifa minna er veisla sem var haldin í tilefni þess að horn- steinn var lagður að Blönduvirkjun. Ég veit að rríörgum finnst það dýr veisla en sennilega er hún ekki dýrari en aðrar veislur hjá því opin- bera. Væri ekki hægt að fá að vita hvað það er búið að kosta okkur í skattpíningu veislur frá áramótum. Ég er ekki að tala um að hætta að halda veislur heidur að haga svolítið seglum eftir vindi á meðan þjóðarbúið er að rétta betur úr sér. Ég vildi gjarnan fá að vita hvað veisluhöld hafa kostað okkur síðustu sex mánuði þessa árs. Gætu ljölmiðlarnir ekki aðstoðað við að komast að slíku og birt það svo almenningur sjái það svart á hvítu. Anna. Áskriftarsíminn er 83033 Rútubílor til solu Benzf H3 32sæta 4x4 Benz 309 9sæta 4x4 Benz 409 14sæta Upplýsingar í símum 29950 - 29951. Vestfjarðaleið. LOIM Morgunkaffi - hádegisv^rður - síðdegiskaffi HolWa, hádegmuj ♦♦♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦«« ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Bjóðum upp á tvo nýja heilsurétti HEILSUDISKUR Villihrísgrjón Baunabuff Tómatmauk Ferskurananas Tómatarog agúrkur Baunaspírur Jógúrt dressing SALATDISKUR lceberg salat Tómatarog agúrkur Melónur Kiwi Rækjur Brauð Dressing Auk þess fjöldi frábærra rétta í fögru umhverfi Flugleiðir Hótel Loftleiðir Borðapantanir í síma 22321 ÍSH PMco þottavél á verði sem atlirráðavið Aðeins 49 Við erum stoltir yfir því að geta tilkynnt þér að vegna hag- stæðra samninga og magninnkaupa getum við boðið þessa hágæða þvottavél með öllum þeim mögu- leikum sem þú þarfnast á verði sem allir ráða við. Philco W85 RX býður fjölda mismunandi þvottakerfa og þar af eitt sérstaklega fyrir ull. Vélin er búin sjálfstæðri hitastillingu og vinduhraða allt að 800 snúninga - Hún tekur inn á sig heitt og kalt eða eingöngu kalt vatn. í tromlu og belg er ryðfrítt stál. Philco W85 RX tek- ur 5 kg af þurrum þvotti og er full- komlega rafeindastýrð með flæði- öryggi og yfirhitunarvara. Þetta er vél sem þú getur ekki látið fram hjá þér fara. PHILCO þægindi sem hægt er að treysta. Afborgunarverð kr. 52.500.- Heimilistæki hf SÆTÚNI8 SÍMI691515 ■ KRINGLUNNISÍMI6915 20 'ísattouttíjUiK,

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.