Morgunblaðið - 20.07.1990, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.07.1990, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ FOSTUDAGUR 20. JULI 1990 RENAULT 21NEVADA 4x4 FIÓRHIÓLADRIFINH í FULLRI STÆRÐ. Rúmgóður ferðabíll fyrir þá sem gera miklar kröfur: öflug og sparneytin 120 hestafla vél, fimm gírar, framdrif/aldrif með læsanlegu afturdrifi og sjálfstæð, slaglöng fjöðrun, vökvastýri, fjarstýrðar samlæsingar, litað gler, rafdrifnar rúður, fullkomlega stillanlegt bílstjórasæti, tvískipt og fellanleg aftursæti (V3-V3), farangursgrind. Renault 21 Nevada 4x4 er traustur ferðabíll allt árið, hvernig sem viðrar. Reynsluakstursbíll bíður þess að þú takir hann til kostanna. Staðgreiðsluverð frá 1.495.000.- kr. skv. tollgengi í júní 1990. 3ja ára ábyrgð og 8 ára ábyrgð á ryðvörn. Bílaumboðið hf KRÓKHÁLSI 1, REYKJAVlK.SÍMI 686633 RENAULT hundurinn Bingó nælir í sængina hans og koddann og Tobbi er á stöðugum þeytingi til að endur- heimta eigur sínar og áhorfendur vara hann við þegar Bingó mætir á svæðið í ránserindum. Ögn kemur brúðan Lilli síðan við sögu og að því búnu segir frá Sókr- ates sem er hundur og dagpabbi og tekur að sér að gæta unga á eggjasvæðinu þegar foreldrarnir eru í vinnunni. Inn er fléttað fræðslu um fleiri dýr en fugla sem koma úr eggjum, drekarnir og amma syngja um litina og lítill ungi rekur harmsögu sína þegar hann týndi mömmu sinni. Brúðurnar eru sem fyrr mjög hugvitssamlega gerðar og umgerð- in lífleg, það tekst líka ágætlega að láta trúðinn koma fram fyrir tjaldið og tala við áhorfendur og fá þá tii að taka þátt í söngnum. Allar raddir eru fluttar af bandi og hefði kannski aðeins mátt draga niður í þeim á þeirn sýningu sem ég sá sem var í Árbæjarsafni á miðvikudag. Þrátt fyrir suddaveður var sýningin vel sótt og það vakti athygli mína að á þessari sýningu voru yngri börn í meirihluta og virt- ust skemmta sér dátt þó þau væru eilítið hikandi og óörugg í að taka undir sönginn. Framtak Brúðubílsins sem hefur nú starfað í tíu sumur er til fyrir- myndar og fyrir utan skemmtun sem sýningin veitir er ótvírætt upp- eldisgildi að henni. Reykjavík- urmaraþon hlaupið í sjöunda sinn SJÖUNDA Reykjavíkurmaraþon verður haldið 19. ágúst nk. Reykjavíkurmaraþon liefur unn- ið sér fastan sess í bæjarlífinu og í fyrra var metþátttaka með um 1.250 þátttakendum, innlendum og erlendum. Leiðin er sú sama og áður og keppnisvegalengdir þær sömu, þ.e. skemmtiskokk 7 km, hálft maraþon 21,1 km fyrir fólk í góðri æfingu og maraþon 42,2 km fyrir vel þjálf- aða hlaupara. Væntanlegir kepþendur eru beðnir um að skrá sig í tíma til að auðvelda alla úrvinnslu. Þátttökugjald er 700 krónur fyr- ir skemmtiskokkið, en 500 krónur fyrir 12 ára ogyngri. Þátttökugjald fyrir hálft maraþon er 900 krónur og 1.100 krónur fyrir heilt mara- þon. Skráning fer fram á eftirtöldum stöðum: Urval-Útsýn, Álfabakka 16 og Pósthússtræti 13, skrifstofu Fijálsíþróttasambands íslands íþróttamiðstöðinni Laugardal og verslunum Sportvals Kringlunni og Hlemmi. Leiklist Morgunblaðið/Ámi Sæberg Atriði úr sýningu Brúðubílsins „Bíbí og blaka“. Kátt og létt í brúðubíl Opiðfumntiidagskvöíd tiC simnudcujskvöCds Bátsferðir í (tmd: K( 22.00 K(. 23.00 K( 23.30 Ofrið 1. júní - 30. septemöer. Jóhanna Kristjónsdóttir Brúðubíllinn sýnir: Bíbí og blaka Handrit og leikstjórn: Helga Steffensen Vísur: Sigríður Hannesdóttir o.fl. Raddir: Sigrún Edda Björnsdótt- ir, Árni Blandon, Helga Steffen- sen, Sigríður Hannesdóttir og Þórhallur Sigurðsson Tónlist: Magnús Kjartansson Brúður og leiktjöld: Helga Steff- ensen Þá er brúðuleikhús Brúðubílsins komið af stað með nýja sýningu og frumsýndi Bíbí og blaka fyrir nokkru. Þar eru fluttir nokkrir stuttir þættir með barnalögum og eins og fyrr reynt að fá áhorfendur til að taka þátt í sýningunni, meðal annars leitað ráða ef vandamál koma upp hjá brúðunum og sömu- leiðis fá krakkana til að taka þátt í söng. Tobbi og Bingó er fjarska ein- faldur þáttur um lítinn strák sem ætlar að leggja sig til svefns en Bátsferðir í Viðey: KC 18.00 K( 19.00 KC 19.30 K(. 20.00 IAKSTOFA Borðpantanir og upplýsingar í síma 681045 og 28470.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.