Morgunblaðið - 02.09.1990, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 02.09.1990, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 1990 Skrifað undir makaskipti Ingimundar hf. og Sigló á þriðjudag: Tvö þúsund tonn af rækju verða unnin á Siglufirði SKRIFAÐ verður undir samning um makaskipti Ingimundar hf. í Reykjavík og rækjuverksmiðjunnar Sigló á Siglufirði næstkomandi þriðjudag. Sigló er í eigu ríkisins, sem eignast húsnæði Ingimundar hf. í Reykjavík. Ríkið þarf hins vegar að greiða á milli en ætlar sér að seija húsnæðið. „Lögheimili Ingimundar hf. verður að öllum iíkind- um flutt frá Reykjavík til Siglufjarðar og mér líst mjög vel á þetta,“ segir Ármann Ármannsson framkvæmdastjóri Ingimundar hf. Ari Guðmundsson verður framkvæmdastjóri íyrirtækisins á Siglufirði. Ingimundur hf. tók við Sigló í gær, laugardag, og fyrirtækið byijar að vinna rækju á Siglufirði næstkomandi mánudag. Rækjuverksmiðja Sigló er helm- ingi stærri en rækjuverksmiðja Ingimundar hf. í Reykjavík, að sögn Ármanns Ármannssonar. Ingi- mundur hf. á skipin Ögmund RE, Helgu RE og Helgu II RE en hægt er að frysta rækju um borð í síðast- nefnda skipinu. Afla skipanna hefur verið landað á Siglufirði og hann hefur verið fluttur þaðan með bílum til Reykjavíkur. Skipin eru með 600 tonna rækjukvóta og 1.600 tonna botn- fiskkvóta í þorskígildum. „Við höf- um fengið rækjukvóta í staðinn fyrir botnfiskkvótann og fengið um Aðalfundur Stéttar- sambands bænda; Hvatt til auk- innar hagræð- ingar í mjólk- uriðnaði SKIPULAGNING mjólkuriðnað- arins var til umfjöllunar á nýaf- stöðnum aðalfundi Stéttarsam- bands bænda, og vill fundurinn að þar verði komið á styrkari heildarsljórn og meiri samhæf- ingu í starfsemi mjólkurbúanna, sem meðal annars verði til þess að tryggja æskilega samsetningu birgða, óg auk þess verði beitt sterkari hvatningu til fram- leiðslu vetrarmjólkur en nú er gert. Isamþykkt fundarins er tekið und- ir þær raddir, sem bent hafa á nauðsyn aukinnar hagræðingar og hagkvæmni í mjólkuriðnaði, en fundurinn telur að hægt sé að ná langt á því sviði með aukinni sam- vinnu og verkaskiptingu milli starf- andi mjólkurbúa. Minnt er á tæpa stöðu sem varð í birgðum endur- vinnanlegra mjólkurvara á síðast- liðnum vetri, og telur fundurinn að leita verði leiða til að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. eitt og hálft tonn af rækju í staðinn fyrir eitt tonn af botnfiski en þar sem rækjukvótinn er langt kominn núna eru menn farnir að skipta tonn á móti tonni,“ segir Ármann. Helga RE landar á Siglufirði á mánudagsmorgun og Ögmundur RE landar þar á þriðjudag eða mið- vikudag. „Eg á einnig 100-200 tonn af frosinni rækju á Siglufirði, sem Helga II hefur landað þar. Við munum kaupa rækju af öðrum skip- um og reiknum með að vinna að minnsta kosti tvö þúsund tonn af rækju á ári á Siglufirði," segir Ár- mann. Hann segir að 25-27 manns muni vinna í rækjuverksmiðjunni á Siglufirði til að byija með. „Við höfum saltað síld undanfar- in ár en ég reikna ekki með að salta í haust, því það er mikið mál að flytja fyrirtækið norður. Við eigum hins vegar síldarkvóta,“ segir Ár- mann. Hann segir að Þormóður rammi hf. á Siglufirði hafi hins vegar boðist til að leigja fyrirtækinu gamalt frystihús, þar sem hægt væri að salta síld. Morgunblaðið/Kristján G. Amgrímsson Sumarvinnan kvödd Skólafólk, sem unnið hefur hjá malbikunarfyrirtækinu Bergsteini sf. í sumar, hætti störfum á föstudaginn. Krakkarnir ákváðu gera sér dagamun og stukku í öllum fötunum út í Sundahöfn. Starfsskilyrði ljósvakamiðla; Ekki pólitísk- ur vilji fyrir breytingum - segirmennta- málaráðherra SVAVAR Gestsson menntamála- ráðherra segir ekki pólitískan vilja fyrir því að jafna starfsskil- yrði útvarps- og sjónvarpsstöðva í einkaeign og ríkiseign. Hann segir Ríkisútvarpið í heiðarlegri samkeppni við einkastöðvarnar og að forsvarsmenn þeirra hefðu mátt vita að hveiju þeir gengu er þær hófu rekstur. Þetta er það sem einkaframtakið vildi, Sjálfstæðisflokkurinn lét setja þessi lög og taldi að menn gætu lifað við hinn fijálsa markað. Það verður að koma í ljós hvort þessir menn geta spjarað sig í sam- keppni,“ segir Svavar Gestsson. Sjá bls. 10: Ljósvakamiðlar í ójöfnum leik. Keflavík; Fangageymsl- ur fylltust ERILSAMT var hjá lögreglunni í Keflavík aðfaranótt laugardags- ins. Þurfti að færa fjölda unglinga á lögreglustöðina og var þar tekið af þeim vín. Unglingarnir voru siðan fluttir í foreldrahús. Oróalið var geymt í fangageymsl- um en þær fylltust fljótlega og þurfti því að leita til lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli til að fá viðbótar- rými. Allir fyrir einn LÖGREGLAN í Grindavík hand- tók á föstudagskvöld fimm menn í einum bíl fyrir að ein- hver þeirra eða einhverjir hefðu ekið ölvaðir. Lögreglan kom að bílnum á Grindavíkurvegi þar sem félagarnir höfðu gert stutt- an stans. Laganna verðir komust fljótt að því, að enginn fimmmenning- anna var í standi til að aka og þar sem enginn þeirra vildi viðurkenna að vera ökumaðurinn, voru þeir allir færðir í fangageymslu lögregl- unnar í Keflavík og tekin af þeim blóðsýni. Síðdegis í gær, laugar- dag, átti síðan að yfirheyra þá, að afloknum nætursvefni. Fyrsti áfangi Nesjavallavirkjunar tekinn í gagnið: Kuldabola bægt frá um fyrirsjáanlega framtíð ÞEGAR opnað var fyrir Nesjavallaæð á þriðjudagskvöldið í síðustu viku kom heitt vatn frá Nesjavallavirkjun í fyrsta sinn inn á dreifi- kerfi Hitaveitu Reykjavíkur. Segir Davíð Oddsson, borgarstjóri, að þetta sé „risavaxið skref* fyrir Hitaveituna. Hugmyndin um að virkja á Nesjavöllum kom fyrst upp á sjötta áratugnum en það var ekki fyrr en árið 1986 sem borgarstjórn Reykjavíkur ákvað endan- lega að ráðast í framkvæmdir við Nesjavallaveitu. Framkvæmdir þessar voru langt frá því að vera óumdeildar og barðist minnihlut- inn í borgarstjórninni hatrammlega gegn þeim. Ef ekki hefði verið farið út í þessar framkvæmdir á Nesjavöllum eða þeim frestað um jafnvel örfá ár er ljóst að kuldaboli sem hér áður fyrr var tíður gestur á reykvískum heimilum að vetrarlagi hefði fijótlega farið að knýja dyra á ný. Þeirri hættu hefur nú verið bægt frá. Jóhannes Zoéga, fyrrum hita- veitustjóri, hefur stundum ver- ið nefndur „faðir Nesjavallaveitu". Hann segir að fyrst hafi verið far- ið að ræða um virkjun Nesjavalla á sjötta áratugnum og þá aðallega sem framtíðarhugmynd. Þijú jarð- hitasvæði hafi ______________________ einkum verið í umræðunni á þessum tíma: Hveragerði, Krýsuvík og Nesjavellir. Þegar farið var að rannsaka þessi svæði nánar hefði komið í ljós að Krýsuvík var ekki nærri því eins álitlegur kostur og menn hefðu talið í fyrstu. Þá hefði Hveragerði haft þá galla að vera bæði mjög langt í burtu frá höfuðborgarsvæð- inu og einnig hefði ferskvatnsöflun þar verið erfið. Nesjavellir voru því lang hagstæðasti kosturinn. Arið 1964 bauðst borginni að kaupa landið á hagstæðu verði og kjörum og var það tækifæri nýtt. Fljótlega hefðu verið boraðar til- raunaholur en framkvæmdum svo frestað bæði vegna þess að fjárhag- ur Hitaveitunnar var þröngur og einnig vegna þess að upp úr 1970 var ráðist í að endurvirkja jarðhita- svæðið í Mosfellssveit. Virkjunin kemst þvl í gagnið um áratug síðar en upphaflega voru hugmyndir um og er nú orðin mjög aðkallandi. Undanfarin tvö ár sagði Jóhannes það BAKSVIÐ ejtir Steingrím Sigurgeirsson einungis hafa verið hagstæða veðráttu sem forðað hefði íbúum höfuð- borgarsvæðis- ins frá vatnsskorti. „Þetta stóð mjög tæpt,“ sagði Jóhannes, en á undanförnum áratugum hefur hús- hitunarþörf á höfuðborgarsvæðinu vaxið um 3,5-4% á ári. Aðspurður sagði Jóhannes að vissulega hefði Nesjavallavirkjun verið mjög umdeild eins og yfirleitt allar framkvæmdir borgarinnar. Minnihlutinn hefði verið á móti og andstaðan mjög hatrömm, sérstak- lega frá Alþýðubandalagi og Fram- sóknarflokki. Hann sagði þó aldrei hafa verið neina hættu á að ekki yrði af framkvæmdum en ef svo hefði farið hefðu afleiðingarnar orðíð hrikalegar. „Tap höfuðborg- arsvæðisins hefði skipt milljörðum jafnvel þó að framkvæmdir hefðu bara dregist nokkur ár til viðbót- ar,“ sagði Jóhannes. Hitaveitan selur heitt vatn fyrir tvo milljarða á ári en húshitunarkostnaður með hitaveitu er einungis 40% af húshit- unarkostnaði með olíu. Jóhánnes sagði hitaveituna því spara um þrjá milljarða á ári miðað við olíu- hitun. Þann 20. nóvember 1986 ákvað meirihluti borgarstjómar að ráðast í framkvæmdir við fyrsta áfanga Nesjavallavirkjunar sem alls getur framleitt 100 MW af varmaafli og lagningu 27,2 kílómetra aðveitu- æðar til Reykjavíkur. Fyrir var virkjað afl jarðhitasvæða Hitaveitu Reykjavíkur 500 MW og gert er ráð fyrir að hægt verði að stækka Nesjavallavirkjun í 300 MW þegar þörf verður fýrir. Árni Gunnarsson, yfirverkfræð- ingur Hitaveitu Reykjavíkur, hefur unnið að undirbúningi virkjunar- innar undanfarin fjórtán ár. Hann sagði að á árunum 1965-1972 hefðu verið boraðar fimm tilrauna- holur og í framhaldi af því reist tilraunastöð að Nesjavöllum. Hún hefði svo verið endurbyggð 1980 og stækkuð og leiðsla lögð niður að Þingvallavatni en þar er fersk- vatnsból virkjunarinnar. „Við gerð- um tilraunir með það vatn sem nota átti og boranirnar hófust svo 1982 og 1983 en þá boruðum við sitt hvora holuna.“ Boranir hófust þó ekki af fullum krafti fyrr en 1984 eftir að stjómvöld höfðu létt af þrýstingi á gjaldskrá veitunnar. 1984-1987 voru boraðar ellefu vinnsluholur og árangurinn af þessu starfi var það góður að borg- arstjóm ákvað að ráðast í fram- kvæmdirnar eins og áður sagði. Upphaflega var áætlað að taka virkjunina í gagnið haustið 1989 en fljótlega eftir að framkvæmdir hófust var breytt um áætlun og stefnt að sumrinu 1990 í staðinn. „Það þótti ljóst að með upphaflegu áætluninni var of geyst farið og of mikill hraði á framkvæmdunum. Það var einnig talið óheppilegt að gangsetja virkjunina að haustlagi í byijun vetrar sem gerði mönnum erfiðara fyrir að stunda tilheyrandi prófanir." Kostnað vegna virkjanafram- kvæmda á Nesjavöllum sagði Árni vera, áætlaðan á núgildandi verð- lagi, um 2.200 milljónir króna. Þá myndi Nesjavallaæðin kosta um rúmlega 1.900 milljónir og fram- reiknaður kostnaður vegna undir- búnings, rannsókna, borana, landa- kaupa og vegagerðar væri áætlað- ur 1.500 milljónir. Samtals þá er framreiknaður stofnkostnaður rétt tæpar 5.700 milljónir. „Það er ljóst að með Nesjavalla- virkjun eru menn að taka nýtt risa- vaxið skref fyrir hitaveituna,“ sagði Davíð Oddsson, borgarstjóri. „Með þessum áfanga virkjunarinn- ar og þeim næsta er ekki vafi á að við tryggjum okkur heitt vatn til langs tíma. Það er líka jafn ljóst að þeir sem ekki vildu fara út í þessa virkjun fyrir nokkrum árum hefði tekist að skaða okkur gríðar- lega hefðu þeir fengið sínu fram- gengt en menn virðast hafa gleymt því núna að um þetta voru átök á sínum tíma.“ Borgarstjóri sagði að jafnframt blasti við að auk heits vatns opnuð- ust með Nesjavallavirkjun mögu- leikarnir á einum hagkvæmasta virkjunarkosti landsins fyrir raf- orku. „Ég á einmitt von á að raf- orkan verði virkjuð þarna á næstu þremur til fjórum árum. Til viðbót- ar á Hitaveitan lönd sem tryggja jarðhita um ófyrirsjáanlega framtíð. Nesjavallavirkjun er líka byggð án langtímalána og leiðir bygging hennar því ekki til hækk- ana á orkuverði. Hitaveitan verður áfram jafn ódýr orkugjafi og verið hefur," sagði Davíð Oddsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.