Morgunblaðið - 02.09.1990, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 02.09.1990, Blaðsíða 45
45 MORGUNBLAÐIÐ ATVIIMIMA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 1990 Samstarfsnefnd IC AO í heimsókn Samstarfsnefnd Alþjóða flugmálastofnunarinnar (ICAO), sem sér um fram- kvæmd samnings stofnunarinn- ar við Island um þjónustu við alþjóðaflugið á Norður-Atlants- hafi, kom hingað til lands fyrir skömmu. Það er orðin venja að nefndin komi hingað á þriggja ára fresti, eða sumarið eftir aðalþing Alþjóða flugmála- stofnunarinnar, en ný nefnd er jafnan kosin af nýkjörnu ráði stofnunarinnar. Erindi nefndarinnar hingað var að kynna sér aðstöðu, tækja búnað og starfsemi þeirra stofn- ana hérlendis sem veita þjónustu við alþjóðaflugið, þ.e.a.s. Flug- málastjórnar Islands, Veðurstofu íslands og Pósts og síma. Haldir voru fundir nefndarinnar og forr- áðamanna íslensku þjónustuaðil- anna, en fundir þessir eru taldir mjög gagnlegir af beggja hálfu þar sem afgreiðsla málefna sem varða alþjóða flugþjónustuna verð- ur.mun fljótlegri vegna þess að nefndarmenn hafa kynnst aðstæð- um hér með eigin augum. Það er venjan að í heimsóknum sínum bregði nefndin sér út á land að kynna sér aðstæður og fylgjast með þróun flugmála hér á landi. í þetta sinn heimsótti nefndin flug- vellina á Hornafirði, Þórshöfn á Langanesi og Húsavík en einnig gafst nefndinni tækifæri til að skoða sig um i Hljóðaklettum og við Mývatn. íslendingar tóku við flugum- ferðarstjórn og þjónustu við al- þjóðaflug á Norður-Atlantshafi árið 1946, en kostnaður hefur verið greiddur af Alþjóða flug- málastofnuninni frá 1948. Um þessa þjónustu við alþjóðaflugið var síðan gerður samningur milli íslands og Alþjóðaflugmálastofn- unarinnar árið 1956. Fyrir dyrum stendur endurnýjun tækjabúnaðar vegna þjónustu við alþjóðaflugið þannig að hér verði eftir sem áður fullkomnasti búnaður sem völ er á. Aætlað er að þessi endurnýjun Morgunblaðið/PPJ Pétur Einarsson flugmálastjóri ásamt fuiltrúum samstarfsnefndar Alþjóða flugmálastofnunarinnar sem voru í heimsókn hér fyrir stuttu. kosti um 10 milljónir Bandaríkja- dala eða um 560 milljónir íslenskra króná á núverandi gengi. Kostnað- ur við þessa endurnýjun er að öllu leyti greiddur af Alþjóða flugmála- stofnuninni. SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN FÉLAGSSTARF Akureyri - Akureyri Bæjarmálafundur verður haldinn í Kaupangi mánudaginn 3. sept. kl. 20.30. Nefndarmenn og varamenn í nefndum eru hvattir til að mæta. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins. Stjórnarfundur Týs Fyrsti stjórnarfundur Týs eftir sumarfri verður haldinn sunnudaginn 2. september kl. 17.00. Dagskrá: 1. Greint frá kjöri Týsara í nefndir bæjarins. 2. Fjárhagsstaða. 3. Önnur mál. Athugið breyttan fundartfma. Stjórnarfundir Týs eru öllu ungu sjálfstæðisfólki opnir. Garðabær Opinn félagsfundur Ástandið við Persaflóa Huginn, félag ungra sjálfstæðismanna í Garðabæ, boðar til félags- fundar mánudagskvöldið 3. september kl. 20.00 að Lyngási 12. Dagskrá: 1. Sérfræðingur félagsins í málefnum Austurlanda nær, Einar Páll Tamimi, skýrir ástandið fyrir botni Persaflóa og stjórnar umræð- um. 2. Umræður um prófkjörsmál vegna komandi alþingiskosninga. Stjórn Hugins. UTIVIST GRÓFINNI1 • REYKJAVÍK • SÍMIAÍMSVARI MtOi Sunnudagur 2. september kl. 08.00 InnmeðGiljum Þórsmerkurgangan, 15.ferð Nú verður gengið frá Markar- fljótsbrú í átt að Þórsmörk. Gef- inn verður góður tími til að skoða Bæjargil, Nauthúsagil, Merkur- ker/lllagil og fleira. Einstakt tækifæri til að kynnast hinni stórbrotnu náttúru, sem hlíðar Eyjafjallajökuls hafa að geyma. Staðfróðir Eyfellingar verða fylgdarmenn. Brottför er frá BSl bensínsölu. Verð er kr. 1.500 kr. frá Reykjavík. Stansað við Ár- bæjarsafn, á Selfossi við Foss- nesti kl. 09.00 og á Hellu við Grillskálann kl. 09.30. Verð frá Selfossi og Hellu er kr. 750. Frítt er fyrir börn í fylgd með fullorðn- um. Dagsferð í Þórsmörk-Bása kl. 08.00. Dvalið i Básum í 2-3 tíma, stutt gönguferð fyrir þá sem vilja. Verð kr. 2.000. Brott- för frá BSÍ, bensínsölu. Útivist. FERÐAFELAG @ ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 S: 11798 19533 Sunnudagsferðir 2. sept. 1. Kl. 8.00 Þórsmörk - Langidalur Verð kr. 2.000,- (7-15 ára m. for- eldrum sínum greiða kr. 1.000,-). Kynnist Þórsmörkinni með Ferða- félaginu, stansað 3-4 klst. 2. Kl. 9.00 Þórisdalur Áhugaverð gönguferð í þennan fræga útilegumannadal f skjóli þriggja jökla. Verð kr. 1.500,-. 3. Kl. 10.30 Hengill - Nesjavellir Gengið frá Kolviðarhóli yfir hæsta hluta Hengils (803 m.y.s.) um dali norðan hans að Nesja- vallavirkjun. Ekið heim um Nesjavallaveg. Verð kr. 1.000,-. 4. Kl. 13.00 Jórukleif - Nesjavallavegur Skemmtileg og auðveld ganga í Grafningnum. Nesjavallavirkjun skoðuð að lokinni göngu og ekið heim um hina fallegu útsýnisleið, Nesjavallaveginn. Verð kr. 1.000,- frítt f. börn 15 ára og yngri í fylgd foreldra sinna. Brottför frá Umferðarmiðstöð- inni, austanmegin. Ný ferð á miðvikudagkvöldið 5. sept. kl. 20.00. Kvöldganga og blysför á fullu tungli í Búr- fellsgjá, fallegustu hrauntröð Suðvestanlands. Ferðafélag íslands. FERÐAFÉLAG ÍSLANDS ÖLDUGÖTU 3 S: 11798 19533 Sunnudagur 29. júlf — Fjölskylduhelgi í Land- mannalaugum 7.-9. sept. Eitthvað fyrir allal Fjölbreytt dagskrá fyrir unga sem aldna, m.a. gönguferðir, ratleikur, leiðbeint í Ijósmyndun, leikir, pylsugrill, kvöldvaka. Bað- laugin stendur fyrir sínu. Góð gistiaðstaða i sæluhúsi FÍ. Þeir, sem vilja eiga kost á meirihátt- ar ökuferð á laugardeginum að Hrafntinnuskeri (ishellar og hverir). Fjölskylduafsláttur. Verð kr. 5.000 fyrir utanfélaga og 4.500 fyrir félaga, 10-15 ára greiða hálft gjald og frítt fyrir 9 ára og yngri í fylgd foreldra sinna. Ath. að vegna sérstakra aðstæðna verður fjölskylduhelg- in haldin í Landmannalaugum i stað Þórsmerkur. Helgarferð í Þórsmörk 7.-9. sept. Frábær gistiaðstaða í Skag- fjörösskála, Langadal. Haustið er ein skemmtilegasta árstíðin í Þórsmörk. Gönguferðir við allra hæfi. Upplýsingar og farmiðar á skrif- stofunni, Öldugötu 3, símar: 19533 og 11798. Verið velkomin! Ferðafélag Islands. Bæna- og kyrrðardagar kvenna 7.-9. septem- ber1990 Hugsað fyrir þær konur sem bera hag íslensku kirkjunnar fyr- ir brjósti og vilja gjarnan leggja sitt af mörkum til að efla hana m.a. með bæn og fyrirbæn. Kyrrðarstaður: Reykholt í Borg- arfirði (einstaklingsherbergi). Umsjón og skráning: Margrét Hróbjartsdóttir, Rauðalæk 53, 105 Reykjavík, sími 34623, Rannveig Sigurbjörnsdóttir, Hlíðarvegi 6, 200 Kópavogi, sími 40187 og vs. 40400, Sigríður Halldórsdóttir, Drápuhlíð 48, 105 Reykjavík, sími 11803 og vs. 694975. *Hjálpræðis- herinn y Kirkjustræti 2 Útisamkoma kl. 16.00. Almenn samkoma kl. 20.30. Brigader Óskar og Ingibjörg stjórna og tala. Allir velkomnir. Almenn samkoma í dag kl. 16. í Þribúðum. Ræðumaður Óli Ágústsson. Allir velkomnir. Auðf’ri’ftfed 2 . Kópaivijiir Sunnudagur: Samkoma í dag kl. 16.30. Judy Lynn syngur og predikar. Athugið breyttan sam- komutíma. Mánudagur: Sam- koma með Judy Lynn kl. 20.30. Nliðvikudagur: Bænastund kl. 20.30. J.augardagur: Unglinga- samkoma kl. 20.30. Kristniboðsfélag karla, Reykjavík. Fundur verður [ kristniboðssaln- um, Háaleitisbraut 58-60, 3ju hæð, mánudagskvöldið 3. sept- ember kl. 20.30. Skúli Svavarsson sér um fundar- efnið. Allir karlmenn velkomnir. Árleg kaffisala félagsins verður sunnudaginn 9. september kl. 14.30-18. Tekið veröur á móti kökum frá kl. 11 sama dag. Stjórnin. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Almenn samkoma kl. 20.00. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Barnagæsla. Allir hjartanlega velkomnir. KFUK KFUM KFUM og KFUK Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30 í kristniboðssalnum, Háa- leitisbraut 58. HANN LAUT NIÐUR AÐ MÉR - SÁLM. 40,2-6. Ræðumaður: Þórarinn Björnsson. Sýndar myndir frá heimsókn til KFUM í Þýskalandi. Allir velkomnir. VEGURINN ''^$53 J Krístið samfélag Kl. 11.00: Samkoma og barna- kirkja. Kl. 20.30: Vakningasam- koma. Veldu Jesú, hann gefur sanna gleði og frið. Verið velkomin. Vegurinn. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.