Morgunblaðið - 02.09.1990, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 02.09.1990, Blaðsíða 15
MORGÚNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. SÉPTÉMBÉR 1990 15 hæfileika sem þeir búa yfir og allt sem í kringum þá er í umhvefinu til að kveikja líf í leiknum og skapa samstæðan heildarsvip." Voight hreppti Óskarsverðlaunin fyrir hlutverk sitt í „Coming Home“. Breytti það einhveiju í lífi hans? „Óskarinn breytti engu, ég var sami maðurinn en aðeins svolítið frægari. Frægðin getur ruglað þig en það var gott að vita að kollegar mínir í kvik- myndaiðnaðinum höfðu þessar mæt- ur á mér og sýndu það ineð veitingu Óskarsins og þannig tók ég honum fyrst og fremst.“ Voight hefur unnið með mörgum fremstu leikstjórum heims eins og Kaufman, Schlesinger, John Boor- man, Hal Ashby, Franco Zeffirelli en þegar hann er spurður með hverj- um best hafi verið að vinna vill hann ekki gera upp á milli þeirra og ein- angra einhveija eina reynslu frá annarri. „Góður leikstjóri hjálpar þér alltaf," segir hann. „Þeir hafa hug- sýn og þeir starfa í samvinnu. Hefur þú fundið lausnina í dag _eða hef ég fundið hana? spyija þeir. Ég hef allt- af gert myndir með góðu fólki,“ bætir hann við. Hvernig líst honum á Hollywood í dag þegar framhaldsmyndir og aðrar þúsundmilljónamyndir beijast um dollarana og allt snýst um pen- inga sem aldrei fyrr? „Málið er að þótt nú sé ekki hugsað um annað en peninga í Hollywood er virkilega til fóllc þar ennþá sem getur gert góðar myndir án þess að vera sífellt að hugsa um dollara og gróða. En fólk tengist ekkj bíómyndum á sama hátt og áður. Ég nefni oft myndir Freds Astairs sem dæmi um léttar og elskulegar og öðruvísi myndir og líka myndir Franks Capra sem áttu stóran hlut í manni. Eg lít frekar aftur til gömlu meistaranna því þeir eiga betur við mig en þeir sem eru að gera myndir í dag.“ Talið barst að himinháum launum stórstjarn- anna í Hollywood og Voight sagði að nú væri útilokað að gera litlar, ódýrar myndir með bitastæðum stjörnum eins og í þá daga þegar hann var að byrja ferilinn. „Leikar- arnir verða að fara að gera myndir fyrir minni pening og þróunin hlýtur að yerða sú á endanum." Á níunda áratugnum hefur lítið til Voight spurst nema hann lék óf- rýnilega persónu sem brýst út úr fangelsi og stelur lest sem stefnir á sífellt meiri hraða inní eilífðina í mynd Andrei Konchalovskys, „Runaway Train". Þegar hann er spurður að því hvað hann hafi verið að gera allan þennan tíma talar hann um að hafa sinnt börnunum sínum tveimur mikið. Þau séu efst á blaði. Einnig segist hann hafa barist fyrir málstað minnihlutahópa í Bandaríkjunum eins og uppgjafa- hermanna frá Víetnam („Fæddur 4. júlí var frábær mynd“) og indíána- þjóðflokka. („Þegar ég hugsa um indíánana til dæmis hvarflar þessi spurning oft að mér: Voru þessi þjóð- félög sett hér á jörðina í þeim eina tilgangi að láta iðnaðarþjóðfélögin traðka á þeim?“) Hann er umhverfis- verndarsinni í húð og hár og talar mikið um hvernig betur megi hlúa að jörðinni og hvernig maðurinn verður að lifa í sátt við hana og umgangast af virðingu. Voight þekkti lítillega til íslands áður en hann kom hér því fyrir meira en áratug kom bróðir hans, Barry, sem er landfræðingur, hingað til lands og hreifst mjög af landi og þjóð og sendi Jon íslendingasögum- ar sem leikarinn segist hafa lesið nokkuð í. Til að mynda kannaðist hann vel við Egils sögu. Annars sagði hann þekkingu sína yfirborðs- kennda. „Ég þekki tölfræðina, veit að þið lifið á fiskveiðum. En ég þekki nokkra íslendinga og það eru ákaf- lega hlýlegir menn. Maður hefur kynnst þeim — eins og Árna Samú- elssyni — á kvikmyndahátíðum og sölusýningum erlendis og ég get sagt þér að þeir eru mjög vinsælir þar.“ í Ijósi þessara breyttu aðstæðna hafa Flugleiðir nú gert flugáætlun til Amsterdam og Hamborgar sem gildir fyrir komandi viku. Verið er að vinna að gerð flugáætlunar fyrir næstu tvo mánuði. Þessi nýja flugáætlun miðast fyrst og fremst að því að raska sem minnst áætlun þeirra farþega sem þegar hafa þantað flug til Amsterdam og Hamborgar. I I I I 1 I Laugardagurinn 1. september. Flug FÍ 504 til Amsterdam/Kölnar og flug FÍ 505 frá Amsterdam til Keflavíkur: Brottför Fí 504 frá Keflavík er kl. 23.30, komið til Amsterdam kl. 04.35. Þaðan verður farþegum til Kölnar ekið með rútu (u.þ.b. 3 klst.). Brottför FÍ 5Ö5 frá Amsterdam er kl. 05.35 og vélin lendir síðan í Keflavík kl. 06.50. Sunnudagurinn 2. september. Flug FÍ 504 til Amsterdam/Hambocgar og flug Fl 505 frá Amsterdam til Keflavíkur: Brottför Fl 504 frá Keflavík er kl. 18.10, komið er til Amsterdam kl. 23.15. Þaðan verður farþegum ekið til Hamborgar með rútu (u.þ.b. 4 klst.), þar sem flugvöllurinn í Hamborg er lokaður á þessum tíma. Brottför FÍ 505 frá Amsterdam er kl. 00.15 og vélin lendir í Keflavík kl. 01.30. Mánudagurinn 3. september. Flug FÍ 504 til Amsterdam og flug Fí 507 frá Amsterdam til Keflavíkur: Brottför FÍ 504 frá Keflavík er kl. 13.15, komið er til Amsterdam kl. 18.20. Brottför Fí 507 frá Amsterdam er kl. 19.20 og komið verður til Keflavíkur kl. 20.35. Þriðjudagurinn 4. september. Flug FÍ 502 til Amsterdam og flug FÍ 503 frá Amsterdam til Keflavíkur: Brottför Fl 502 frá Keflavík er kl. 07.25, komið er til Amsterdam kl. 12.30. Brottför Fí 503 frá Amsterdam er kl. 13.30 og vélin lendir síðan í Keflavík kl. 14.45. Miðvikudagurinn 5. september. Flug Fl 504 til Amsterdam og flug FÍ 505 frá Amsterdam til Keflavíkur: Brottför FÍ 504 frá Keflavík er kl. 17.20, komið er til Amsterdam kl. 22.15. Brottför FÍ 505 frá Amsterdam er kl. 23.15 og komið er til Keflavíkur kl. 00.20. Fimmtudagurinn 6. september. Flug Ff 510 til Amsterdam, Hamborgar og Keflavíkur: Brottför Fl 510 frá Keflavík er kl. 07.25, komið er til Amsterdam kl. 12.20. Brottför frá Amsterdam er klukkan 13.30, komið er til Hamborgar kl. 14.30. Brottför frá Hamborg er kl. 15.20 og komið er til Keflavíkur kl. 16.25. Föstudagurinn 7. september. Flug FÍ 502 til Amsterdam og flug Fl 503 frá Amsterdam til Keflavíkur: Brottför FÍ 502 frá Keflavík er kl. 07.25, komið er til Amsterdam kl. 12.20. Brottför FÍ 503 frá Amsterdam er kl. 13.30 og vélin lendir í Keflavík kl. 14.35. Laugardagurinn 8. september. Flug Fl 432 til Glasgow og Amsterdam og flug Ff 505 frá Amsterdam til Keflavíkur: Brottför FÍ 432 frá Keflavík er kl. 16.05, komið er til Glasgow kl. 19.15. Brottför frá Glasgow er kl. 20.05 og komið til Amsterdam kl. 22.25. Brottför FÍ 505 frá Amsterdam er kl. 23.25 og komið er til Keflavíkur kl. 00.40. Ath. allar tímasetningar eru miðaðar við staðartíma. Starfsfólk Flugleiða mun að vanda kappkosta að veita farþegum sínum sem besta þjónustu á þessum nýju áfangastöðum. Flugleiðir munu vera með sérstaka starfsmenn á Schiphol flugvellinum í Amsterdam, Eddu Bogadóttur, og flugvellinum í Hamborg, Hans Saetran. Þau munu aðstoða farþega Flugleiða við að endur- skrifa farseðla, ef þörf er á, og leita lausna á öllum þeim vandamálum sem upp kunna að koma. Allar nánari upplýsingar eru veittar hjá Farskrárdeild Flugleiða í síma 690300. FLUGLEIÐIR Þegar ferðalögin liggja í loftinu I 1 I I I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.