Morgunblaðið - 02.09.1990, Page 6

Morgunblaðið - 02.09.1990, Page 6
6 FRÉTTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 1990 Skákþingið á Höfn: Margeir með fullt hús Morgunblaðið/Hallgrímur Magnússon Mæður með barnavagna eru algeng sjón á götum Grundarfjarðar- kauptúns um þessar mundir. Fimm nýir Grundfírð- ingar á sex dögum ^ Grundarflrði. Á SEX daga bili í fyrri viku fæddust Grundfirðingum fimm börn. Þetta er rúmlega hálfs prósents íjölgun í byggðarlaginu á tæpri viku. Ef tilsvarandi fjölgun yrði í Reykjavík þyrftu yfír 550 börn að fæðast þar á einni viku. Landsliðsflokkur á Skákþingi ís- lands er tefldur þessa dagana á Hótel Höfn í Hornafirði. Tafl- mennskan er óvenjulífleg, og hefur aðeins þrem skákum lokið með frið- arsamningum í jafnmörgum um- ferðum. í þriðju umferð, sl. föstudag, tefldu stórmeistararnir Jón L. og Margeir saman. Jón L. hafði hvítt og kom til leiks staðráðinn í að vinna upp þann vinning, sem Mar- geir hafði fram yfir hann. Sá síðar- nefndi tefldi byijunina af öiyggi og náði undirtökunum, eftir ónákvæm- an leik andstæðingsins. í tímahraki fléttaði Jón rangt, missti mann og gafst upp. Halldór Grétar vann Þröst Árna- son örugglega og Þröstur Þórhalls- son sýndi loks sitt rétta andlit í vinningsskák við Sigurð Daða. Hannes Hlífar og Björgvin tefldu átakaskák, sem ekki var að sama skapi vel tefld. Sá síðamefndi vann skákina að lokum. Skákirnar Snorri-Tómas og Héð- inn-Árni Ármann urðu jafntefli eft- ir æsilega baráttu. Staðan eftir 3. umferð er þessi: 1. Margeir Pétursson 3 v., 2. Héð- inn Steingrímsson 2 'A v., 3.-5. Björgvin Jónsson, Halldór Grétar Einarsson og Snorri Bergsson 2 v., 6. Tómas Bjömsson l'A v., 7.-11. Jón L. Árnason, Hannes Hlífar Stef- ánsson, Þröstur Þórhallsson, Þröst- ur Árnason og Ámi Ármann Áma- son 1 v., 12. Sigurður Daði Sigfús- son 0 v. Margeir hefur teflt vel og upp- skorið þrjá vinninga, þar af mjög mikilvægan sigur á starfsbróður sínum í stórmeistarastétt, Jóni L. Héðinn byijar glæsilega og virðist til alls líklegur, þótt hann sé yngst- ur í hópnum, aðeins 15 ára. Björg- vin má mjög vel við una, og sama má segja um Halldór Grétar og Snorra. Slæm byijun Jóns L., Hannesar Hlífars og Þrastar Þórhallssonar kemur mjög á óvart. Hvítt: Jón L. Árnason Svart: Margeir Pétursson Sikileyjar-vörn 1. e4 - c5, 2. Rf3 - Rc6, 3. d4 - cxd4, 4. Rxd4 — g6, 5. c4 — Rf6, 6. Rc3 - d6 7. Be2 - Rxd4, 8. Dxd4 - Bg7, 9. Bg5 - 0-0, 10. De3 - Be6, 11. Hcl Jón og Margeir tefldu þetta af- brigði tvisvar í fyrra í einvígi um titil Skákmeistara íslands 1988. I 2. skákinni kom upp jöfn staða eft- ir 11. 0-0 - Db6, 12. Dd2 - Da5!, 13. Hacl - a6!, 14. Bd3 - Hfc8, 15. b3 - b5, 16. Rd5 - Dxd2, 17. Bxd2 - Rxd5, 18. cxd5 - Bd7 o.s.frv. 11. - Db6 í 8. skákinni náði Jón L. betra tafli eftir 11. — a6, 12. 0-0 — b5, 13. cxb5 — axb5, 14. a3! — Db8?, 15. Bxb5 — Hc8, 16. a4 o.s.frv. 12. Dd2 - Db4, 13. f3 Svartur fær verra tafl eftir 13. - Bxc4?, 14. a3 — Db3, 15. Bxc4 - Dxc4,16. Rd5 - Da4,17. Rxe7+ - Kh8, 18. 0-0 o.s.frv. 13. - Hfc8, 14. b3 - a6, 15. Ra4 - Dxd2+, 16. Kxd2 - Rd7! Eftir 16. - Hc6, 17. Rc3 - Hac8, 18. Rd5 - Kf8, 19. Be3 - Rd7, 20. h4! - Bxd5, 21. exd5 H6c7, 22. h5 náði hvítur mun betra tafli í skákinni Karpov — Kavalek, Ólympíuskákmótinu í Nice 1974. 17. h4 Ekki 17. Bxe7 — Bh6+ ásamt 18. — Bxcl o.s.frv. 17. - f6, 18. Be3 - f5, 19. Bd3 - Hab8, 20. exf5 - gxf5, 21. Hhel - Kf7, 22. Rc3 - Rf6, 23, Re2 - Bd7, 24. Rd4 - e6, 25. He2?! Ónákvæmur leikur. Betra var 25. g3, því þá getur svartur ekki leikið 25. - b5, 26. cxb5 - Hxcl, 27. Hxcl — axb5, 28. Hc7 o.s.frv. Eft- ir 25. g3 - Ilc7, 26. He2 - b5? 27. cxb5 — Hxcl, 28. Kxcl — Rd5, 29. Rc6 — Bxc6, 30. bxc6 — Bh6, 31. f4 - e5, 32. Bxf5 - exf4, 33. He6 nær hvítur vinningsstöðu. Svartur svarar 25. g3 líklega best með 25. — Rg8 ásamt 26. — Re7 með nokkuð jafnri stöðu. 25. - b5, 26. Hcel Ekki 26. cxb5 — Hxcl, 27. Kxcl — Rd5 með mun betra tafli fyrir svart. 26. - He8, 27. g3 - Bf8, 28. Kcl — bxc4, 29. Bxc4 — d5, 30. Bd3 Eða 30. Bxa6 - Bd6, 31. Hg2 — e5, 32. Rc2 - Ha8, 33. Bb7 - Hxa2 með yfirburðastöðu fyrir svart. 30. - Bd6, 31. Hg2 - Hg8, 32. Re2 - e5, 33. Bg5 - Kg7?! 34. Hdl - Hb6, 35. Rc3 - Be6. 36. Bxf5?? Hvítur ræður illa við svörtu mið- borðspeðin í framhaldi skákarinnar °g hyggst því tvístra þeim með fléttu, en hún reynist meingölluð. 36. - Ba3+! Ekki 36. - Bxf5, 37. Bxf6+ - Kxf6? 38. Rxd5+ ásamt 39. Rxb6 o.s.frv. 37. Kd2 — Bxf5 og hvítur gafst upp, því 38. Bxf6+ er svarað með 38. - Hxf6. Ikosningabaráttunni til sveitar- stjórnar í vor lýsti einn stjórnmála- flokkurinn yfír nokkrum áhyggjum vegna þeirrar „fijósemisöldu" sem gengi yfir bæinn, en talið var að ekki væri við neitt ráðið í þeim efn- um. Um síðustu áramót voru íbúar Að sögri lögreglu er ekki vitað með vissu um tildrög slyssins, en svo virðist sem piltarnir hafi skyndilega farið yfir á rangan veg- arhelming og ekið beint framan á bílinn. Piltamir voru fluttir á sjúkrahús í Keflavík og þaðan til Reykjavíkur. Annar þeirra var enn Grundarfjarðar 829 talsins og á árinu 1989 fæddust þar 17 börn. Þetta eru um 20 fæðingar á hveija 1.000 íbúa. Á þessu ári hafa 20 börn fæðst nú þegar og er því ljóst að 1990 verður metár að þessu leyti í Grundarfirði. - Hallgrímur þungt haldinn í gær, en hann hlaut meðal annars opið lærbrot. Það er talið hafa bjargað lífi beggja; að þeir voru með hjálma og að bíllinn ók ekki hratt. Öll ökutækin skemmdust mikið og era jafnvel talin ónýt. Sandgerðisvegur: Tveir piltar alvarlega slasaðir effcir árekstur HARÐUR árekstur varð milli tveggja léttra biílijóla og fólksbíls á Sandgerðisvegi móts við ratsjárstöðina í Rockville um tíuleytið á föstudagsmorgun. Ökumenn bifhjólanna, piltar á aldrinum 15 til 16 ára, slösuðust báðir mikið. Knattspyrna, handknatt- leikur og golf í meirihluta Litlar breytingar á vetrardagskrá íþróttadeildanna LITLAR breytingar verða á vetrardagskrá íþróttadeilda sjón- varpsstöðvanna. Beinar útsendingar frá ítölsku og ensku knatt- spyrnunni halda áfram og báðar stöðvarnar verða með vikulega golfþætti. Af innlendum vettvangi má nefna að báðar stefna að beinum útsendingum frá helstu leikjum í handbolta en ekki hefur verið gengið frá endanlegum samningum. Ríkissjónvarpið stefnir einnig að útsendingum frá íslenskum körfuknattleik. Stöð 2 stefnir að því að stórauka hlut frétta af innlendum íþróttaviðburðum í fréttaþættinum 19:19. Gert er ráð fyrir um sex tímum á viku i íþróttir hjá Ríkissjónvarpinu en um íjórum og hálfum hjá Stöð 2 og búast má við að ríflega helmingur af útsendingartímanum verði í formi beinna útsendinga. Ríkissjónvarpið sýnir beint frá landsleikjum íslands í knatt- spyrnu gegn Spáni 26. september og Tékkóslóvakíu 10. október. Þá er fyrirhugað að sýna beint helstu landsleiki íslands í handbolta og samningaviðræður eru hafnar um beinar útsendingar frá deildar- leikjum í handbolta og körfubolta í vetur og verður áherslan líklega lögð á úrslitakeppnina, að sögn Ingólfs Hannessonar, forstöðu- manns íþróttadeildar sjónvarps- ins. Að sögn Heimis Karlssonar, sem veitir íþróttadeild Stöðvar 2 forstöðu, gerir fyrirtækið sér von- ir um að ná samningum um rétt til beinna útsendinga frá 1. deild- inni í handknattleik. Viðræður standa yfir og ættu línur að skýr- ast í komandi viku, að sögn hans. Einnig sé áhugi á að senda út landsleiki. Af beinum útsendingum frá erlendum viðburðum ber það ann- ars vegar hæst að RÚV byijar með beinar útsendingar frá ensku knattspyrnunni 3. nóvember. Þangað til verða sýndir viku gaml- ir leikir. Hins vegar hefjast á Stöð 2 sunnudaginn 9. september viku- legar beinar útsendingar frá ítölsku knattspyrnunni og þannig verða sendir út 34 viðureignir fremstu knattspyrnuliða á Italíu klukkan 13.30 á sunnudögum í vetur. í Ríkissjónvarpinu era einn- ig fyrirhugaðar beinar útsending- ar frá heimsbikarmótum á skíðum og stórmóti í tennis í Antwerpen. Meistaragolf heldur áfram í Ríkissjónvarpinu en verður nú á sunnudögum. Á Stöð 2 verða vikulegir golfþættir fram eftir hausti en 18. nóvember koma í þeirra stað leikir úr NBA-körfu- knattleiksdeildinni bandarísku. Að sögn Heimis Karlssonar er vonast til að Stöð 2 og aðrar evr- ópskar sjónvarpsstöðvar eigi í vetur möguleika á að sýna nýrri leiki en áður, helst ekki eldri en 7-10 daga. „Á þessu ári er ekkert alþjóð- legt stórmót og því gerum við ráð fyrir að gera ýmiskonar tilraunir í vetur og reyna að sinna litlu greinunum betur,“ sagði Ingólfur Hannesson aðspurður um aðra þætti sem setja muni mark sitt á íþróttadagskrá Ríkissjónvarpsins. „Auk þess erum við að semja við alþjóða handknattleikssambandið og körfuknattleikssambandið um sýningar frá Evrópumótum og helstu landsleikjum og það er til dæmis mjög líklegt að við sýnum úrslitaleikinn í heimsmeistara- keppni kvenna í handknattleik í beinni útsendingu," sagði Ingólf- ur. „Auk þess erum við alltaf með augun opin ef okkur býðst eitt- hvað spennandi." Ríkissjónvarpið verður með langan þátt á laugardögum þar sem uppistaðan verður bein út- sending frá ensku knattspyrn- unni. Á sunnudögum er meistara- golf og á mánudags- og fimmtu- dagskvöldum styttri þættir. Meg- inhluti mánudagsþáttarins verður hringferð um knattspyrnuvelli í Evrópu. Auk þess má búast við fréttapistlum í fréttum og Kast- ljósi á sunnudögum. Að sögn Ing- ólfs má gera ráð fyrir að íþróttir verði um sex tíma í viku í vetur. „Það er ótrúlega mikið miðað við mannafla og við erum í raun að gera það sama og sjónvarpsstöðv- ar í nágrannaþjóðum með aðeins tíu prósent af starfsmannafjölda þeirra,“ sagði Ingólfur. Heimir Karlsson sagði að auk þess sem fyrr var getið muni Stöð 2 frá og með miðvikudagskvöldinu 3. október sýna vikulega þætti þar sem sýnd verði öll mörk úr síðustu umferð í ítölsku knatt- spyrnunni. Þá yrði Sportpakkinn á sínum stað á fimmtudögum, fyrst um sinn að minnsta kosti, og Krakkasport, íþróttaþáttur fyrir börn og unglinga, yrði ör- ugglega á dagskránni frá áramót- um, en enn væri ekki ljóst hvort unnt væri að sýna hann fyrir jól. Heimir sagði ljóst að stöðin mundi ekki sýna efni frá amerísku fót- boltadeildinni, NFL. „Það er bara ekki pláss fyrir það,“ sagði hann. Hann sagði einnig að þeir Stöðv- armenn væru allir af vilja gerðir til að sýna meira frá innlendum viðburðum, en slíkt væri mjög dýrt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.