Morgunblaðið - 02.09.1990, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 02.09.1990, Blaðsíða 22
MORGUNBLAÐIÐ SÚNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 1990 22 og höfuðóra og hve mjög hann var- aðist að draga ályktanir að lítt rann- sökuðu máli. Foreldrar smáveranna Það beið annarra manna að finna út hvaða hlutverki bakteríur gegndu í lífkeðjunni. ítalinn Lazz- aro Spallanzani tók við merkinu þar sem Leeuwenhoek skildi við það. Spallanzani var sonur velmetins lögfræðings sem vildi óður og upp- vægur að sonur hans yrði einnig lögfræðingur. En drengurinn vildi miklu frekar skoða alls kyns fyrir- bæri í náttúrunni og það var ekki fyrr en hinn frægi vísindamaður Vallisnieri talaði við föður hans að hann fékk leyfi til að setjast í há- skólann í Reggio til að búa sig undir að verða vísindamaður. Þá var orðið hættuminna að vera vís- indamaður en verið hafði um skeið meðan rannsóknarrétturinn ofsótti Servetus og Galileo. Spallanzani var orðinn prófessor í Reggio-háskólan- um innan við þrítugt og þar byijaði hann rannsóknir sínar á smáverun- um sem Leeuwenhoek hafði fundið. Á tímum Spallanzanis var því al- mennt haldið fram að líf gæti kvikn- að af sjálfu sér en honum fannst þessi skoðun hin mesta fásinna. Með mikilli þrautseigju tókst honum að sanna að smáverunnar kæmu og hefðu alltaf komið af kvikindum sem lifað hefðu á undan þeim. Hann sannaði að bakteríurnar ættu for- eldra og að litlu bakteríurnar yrðu ávallt bakteríur af sama tagi og foreldrar þeirra höfðu verið. Honum tókst fyrstum manna að einangra bakteríu og fylgjast með henni skipta sér og auka þannig kyn sitt. Spallanzani gekk lengi með illvígan blöðrusjúkdóm. Áður en hann dó mælti hann svo fyrir að safn eitt í Pavia skyldi fá þvagblöðru hans til rannsóknar. I safni þessu er blaðran að því er best er vitað varðveitt enn í dag. Gerilsneyðingin Næst víkur sögunni að Louis Pasteur sem frægur er enn í dag fyrir aðferð sína til að gerilsneyða mjólk. Pasteur var sútarasonur frá Arbois, fæddur árið 1822. Hann var sendur í skóla í París og þar naut hann kennslu efnafræðingsins Dumas og fyrir áhrif hans kviknaði hjá honum sterk löngun til þess að verða mikill efnafræðingur. Hann var kallaður til aðstoðar þegar vín- uppskera brást einu sinni illilega og honum tókst að sanna að til væru Iitlar, ósýnilegar lífverur, ger- sveppir, og þær væru hin raunveru- lega orsök geijunarinnar. Hann fann líka út að til væru smáverur sem gætu lifað án lofts og jafnvel dæju í lofti, en það höfðu Leeuwen- hoek og Spailanzani einnig vitað. Pasteur reyndi að fínna aðferð til þess að hleypa óhituðu lofti í ger- súpu sem hann hafði útbúið, en stía þó frá henni öllum ósýnilegum smáverum sem í loftinu voru. Mitt í þessum vandræðum kom til hans í heimsókn gamall prófessor, Balard að nafni. Hann var frægur fyrir að fínna frumefnið bróm. Hann rissaði upp fyrir Pasteur belgmikla flösku með mjóum stút sem líktist helst álft með niðursveigðan háls. í til- raunum með slíkar flöskur tókst Pasteur að sanna að smáverunar kviknuðu ekki að sjálfu sér. Hann fyllti þessar flöskur af mjólk, lét þær í sjóðandi vatn og bræddi fyrir stútinn á þeim og geymdi þær þann- ig árum saman. Þegar hann opnaði loks flöskurnar voru engar bakter- íur í þeim og mjólkin með öllu óskemmd. Þessi aðferð, að drepa gerla við hægan hita, er notuð við geymslu mjólkur o.fl. enn í dag. Margt fleira tók Pasteur sér fyrir hendur sem merkilegt er en eitt helsta stórvirki hans var þó að fínna vamarefni við hundaæði sem lengstum hafði verið hræðileg ban- væn plága. Hann sá að vísu ekki sýkilinn en honum tókst eigi að síð- ur að halda í honum lífínu í heil- anum á kanínum og sprauta honum í heila á hundum. Fyrir kraftaverk batnaði einum af þessum hundum sjúkleikinn og honum varð ekki meint af þó sprautað væri í hann skömmu seinna banvænum skammti af hundaæðissýklum. Eftir þennan sigur tókst Pasteur og að- stoðarmönnum hans að finna aðferð til að veikla sýkilinn og þann 6. júlí 1885 var magnlitlum hundaæð- issýklum sprautað í fyrsta sinn í mannlega veru. Litla drengnum sem sprautaður var batnaði full- komlega og þar með var fundið varnarefni gegn hinu banvæna hundaæði. Árið 1866 lauk Robert nokkur Koch kandidatsprófi í læknisfræði. Eftir það gerðist hann læknir í Prússlandi. Þegar hann stundaði læknisstörf í Wollstein í Austur- Prússlandi gaf Emmy kona hans honum smásjá. Hann fór að skoða alls konar hluti í þessari smásjá og þar á meðal blóð úr kúm og kindum sem dáið höfðu úr miltisbruna. Fljótlega varð ákafi hans slíkur að hann gleymdi næstum sjúklingum sínum. í blóðinu sá hann stutt prik sem liðu smátitrandi meðal blóð- kornanna og svo voru önnur sem voru einsog krækt saman og mynd- uðu langar keðjur. Koch grunaði að þessar smáverur í blóðinu yllu miltisbrunanum. Til að reyna að sanna þetta tók hann mús og skar lítinn skurð við rófuna á henni og bar í sárið svolítið af sýktu blóði. Morguninn eftir var músin stein- dauð. Hann krufði músina og fann að í blóði hennar voru samskonar prik og í blóði sýktu kindanna. Hann grunaði að prik þessi væru lifandi og ykju kyn sitt í blóðinu. Til að sanna þetta kom hann fyrir dropa af glervökva úr auga á heil- brigðu nauti milli tveggja gler- platna og setti í dropann miltisögn úr mús, morandi af umræddum prikum. í smásjá sá hann hvernig prikin stækkuðu og fjölgaði og tættu í sig rytjurnar af miltanu af mikilli grimmd. Þetta var tíma- mótauppgötvun á þeirri leið að sanna samhengið milli baktería og ýmissa sjúkdóma. Koch sannaði að vissar sýklategundir geta drepið stór og sterk dýr. Hann gerði upp- götvun sína heyrum kunna og þótti vísindamönnum með miklum ólík- indum að fátækum sveitalækni hefði tekist að vinna þetta þrek- virki. Robert Koch sannaði að sý- klar eru skæðustu óvinir mann- anna. Hann fann tæringarsýkilinn árið 1882 og kólerusýkilinn árið 1884. Koch mótaði vinnureglur um rannsóknarstörf sem enn í dag eru í heiðri hafðar. Hann fékk Nóbels- verðlaun árið 1905 og dó fímm árum síðar. Baráttan við barnaveikina Baráttan við barnaveikina er enn eitt þrekvirkið í sögu bakteríufræð- innar. Emile Roux og Emil Behring áttu í miklu stríði áður en þeim tókst að finna lækningu á þessum hræðilega sjúkdómi sem frá ómun- atíð hafði hrifíð smábörn úr örmum foreldra sinna.og lagt þau í kalda gröf. Hér á íslandi var barnaveiki orsök dauða mikils fjölda bama fram á þessa öld. Þeir Roux og Behring lögðu nótt við dag til að reyna að finna lykllinn að leyndar- dómi barnaveikinnar. Á kvöldin voru tilraunastofur þeirra einna lík- astar vígvöllum miðaldanna því naggrísirnir sem þeir notuðu við tilraunirnar lágu þá sundurtættir um allt, eftir tilraunastarfsemi dagsins. En allir þessir naggrísir dóu ekki til einskis. Að lokum tókst þessum tveimur mönnum að fínna gagneitur við barnaveikinni. í bar- áttunni kom þeim félögum að miklu gagni tilgáta Friedrichs Loefflers um að bamaveikisýkillinn spýtti eitri. Behring og Roux tókst að lok- um að framleiða blóðvatn sem reyndist allvel til lækninga á barna- veiki og seinna kom til sögunnar bóluefni sem kveðið hefur niður þennan illræmda sjúkdóm. Þýðing hvítu blóðkornanna Fyrir daga Elie Metchnikoff vissi ekki nokkur maður að iíkamar manna væru vettvangur skæðra styijalda milli sýkla og hvítra blóð- koma, sem flýta sér á vettvang þegar framandi hlutur sýnir sig í líkamanum. Sá sem uppgötvaði þýðingu hvítu blóðkornanna var rússneski gyðingurinn Eiie Metchn- ikoff. Hann var staddur á Sikiley ásamt fjölskyldu sinni þegar hann fór að kynna sér hvernig krossfisk- ar melta fæðu sína. Honum heppn- aðist að koma nokkram rauðlitar- ögnum í krossfiskslirfur, sem era gagnsæjar, þannig að hann gat fylgst með flökkusellum sem hann hafði veitt athygli innan í dýrunum. Metchnikoff hélt fyrst að kross- fiskslirfurnar væru að melta rauð- litaragnirnar en svo rann skyndi- lega upp fyrir honum ljós, hann áttaði sig á að flökkusellurnar átu það sem var framandi í líkamanum og þar með sýkla. Þetta leyddi til þess að hann uppgötvaði þýðingu hvítu blóðkornanna í blóði manns- ins. Metchnikoff stundaði að mestu rannsóknarstarf sitt í París og fékk Nóbelsverðlaunin árið 1908. Hjá honum starfaði um tíma Jules Bord- et sem lagði grandvöllinn að rann- sóknum þeim sem mikið hafa verið notaðar í sambandi við morðmál og sýna m.a. fram á hvort blóð er úr manni eða dýri. Bandaríkjamaðurinn Theobald Smith sendi frá sér ritgerð árið 1893 þar sem hann sýndi fram á hvernig maurar bára Texasveikina svokölluðu í nautgripi. Hann sann- aði þar með að ákveðin smákvikindi gátu borið með sér ákveðna sýki. Hann sagði: „Útrýmið þessu kvik- indi, baðið gripina úr sótthreinsandi legi, geymið kýrnar á mauralausum völlum og þá hverfur Texassýkin með öllu.“ Þetta gekk eftir og sú staðreynd ýtti undir vonir manna sem Pasteur hafði vakið með orðum sínum: „Það er mönnum í sjálfsvald sett að sópa burtu af yfirborði jarð- ar þeim sjúkdómum, sem sníklar valda.“ Ekki er hægt að skilja svo við hina viðburðaríku tíma bakteríu- fræðinnar um síðustu aldamót að ekki séu einnig nefndir til sögunnar menn einsog David Brace, sem fyrstu allra gerði sér grein fyrir samhenginu milli tsetseflugunnar og svefnsýkinnar sem heijaði á vissa hluta í Afríku og þá Ross og Grassi, sem í sameiningu réðu gát- una um malaríuna en urðu þó aldr- ei á eitt sáttir um hvor þeirra ætti meiri heiður skilið af þeirri merki- legu uppgötvun. Ósamkomulag þeirra félaga sýnir svo ekki verður um villst að vísindamenn eru að sumu leyti rétt einsog aðrir menn. Það sem skilur á milli þeirra og hins verijulega manns er sú snilli- gáfa sem hinum fremstu þeirra var gefin og þeim auðnast stundum að nýta í þágu alls mannkyns. Vegna þeirrar gáfu er mannkynið nú laust við ýmsar plágur sem áður heijuðu á það. Það er vissan um að enn finnist menn gæddir slíkum gáfum og vinnuþreki sem er forsenda þess að allur heimurinn bíður nú milli vonar og ótta eftir lyfí eða bóluefni við alnæmi. Við skulum í því sam- bandi minnast eins mikilmennis enn. Paul Erlich hét þýskur læknir og vísindamaður sem tókst að búa til lyfið salvarsan til lækningar á sárasótt, sem smitast við samfarir einsog alnæmi gerir einnig. Þrátt fyrir þetta lyf voru menn fullir af svartsýni og þeir allra verstu héldu því fram að þegar liði að þeira alda- mótum sem við nú nálgumst þá yrði allt mannkyn orðið að hálfgerð- um vanvitum vegna sárasóttar. Síð- an kom penicillinið til sögunnar og eftir það verður sárasóttinni ekki kennt um vitfirringu mannkynsins. 011 líkindi benda nú til að á næstu áram munum við verða vitni að stórtíðindum í heimi læknisfræðinn- ar á borð við þau sem hér að ofan hafa verið rakin. Við skulum vona að_ sú banvæna plága alnæmið hljóti sem fyrst sömu örlög og sára- sóttin og aðrar þær plágur sem tekist hefur að hemja og jafnvel uppræta með öllu. (Heimildir: Paul De Kruif: Bakteríu- veiðar. Encyclopædia Britannica. Arthur Löve læknir.) MEDAL SNILUNGA ARGENTINA, STEIKHUS ER TIL SÖLU Eitt glæslilegasta veitingahús landsins er til sölu. Allar nánari upplýsingar veitir undirritaður: Tryggvi Agnarsson hdl., Garðastræti 38, Reykjavík, sími 28505. Sérbýli óskast lil leigu Traustan umbjóðanda minn vantar fljótlega til leigu vandað íbúðarhúsnæði miðsvæðis í Reykjavík, gjarnan við miðbæinn. Leigutími allt að tvö ár. Upplýsingar veitir undirritaður: Tryggvi Agnarsson hdl., Garðastræti 38, Reykjavík, sími 28505. SÍMSTIVKI ÚTSaiHIIUR mm ARÍKI Enn frekari verdlækkun SNORRABRAUT 56 SÍMI 13505 «14303

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.