Morgunblaðið - 02.09.1990, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 02.09.1990, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 1,990 Mubarak sannað sig; „béðan af blandast engum hugur um hver er höfðingi númer eitt í arabaheimin- um.“ Hann sagði að Egyptar fylktu sér einhuga um Mubarak og stefnu hans og ég hygg að það sé rétt. Að_ minnsta kosti að sinni. í flugvélinni frá Amman til Kaíró var meirihluti farþeganna Egyptar og höfðu ekki flúið eins og það var kallað í blöðunum. Sessunautar mínir, egypsk hjón, sögðu: „Okkur var skipað að hypja okkur. Þeir sögðu að það væri ekkert gagn að okkur lengur. íraska stjórnin veit hvað hún er að gera og hún vill Vesturlandabúana því fyrir þá fæst hærra verð en fyrir okkifr. Úr þessu gerum við ekkert annað en ganga á takmarkaðar matarbirgðir íraka.“ Maðurinn hafði unnið árum sam- an í Kúvæt og þau fóru ásamt fjöld- amörgum öðrum til landamæra Jórdaníu í langferðabíl. „Við vorum rekin upp í bílinn eins og sauðfé" sagði annar Egypti. „Þó við hefðum viljað vera kyrr hefðum við ekki fengið það. Saddam veit líka að hann getur valdið Mubarak mikilli bölvun með því að senda heim á aðra milljón Egypta. Það hvarflar víst ekki að mörgum að við höfum verið árum saman í'jarri landi okkar ef við hefðum getað fengið vinnu heima. Við unnum fyrir okkur og gátum sent peninga heim. Það eru engar smáupphæðir sem egypskir verkamenn í Kúvæt og írak hafa sent heim og það munar um það.“ Hvernig Mubarak ætlar að leysa þennan vanda veit. auðvitað ekki nokkur maður. Hann reiðir sig á stuðning Bandaríkjamanna sem er í sjálfu sér ekki óeðlilegt en á hitt ber að líta að sá kostnaður sem Bandaríkjamenn bera þessar vik- urnar í Saudi-Arabíu er svo himin- hár að manni er til efs hversu mik- ið verður aflögu til að styrkja veik- burða efnahag Egyptalands. „Það er ekki vafí á því að Saddam getur kollvarpað efnahag landsins með þessu. Þar með er vitanlega hætta á því að Mubarak verði blórabögg- ullinn þó allir standi með honum núna. Vindáttin gæti snúist fyrr en varir," sagði embættismaður í upp- lýsingaráðuneytinu við mig. Hann bað mig að geta ekki nafns síns því þessi skoðun væri kannski full svartsýnisleg og Egyptum veitti ekki af allri bjartsýni sem þeir ættu um þessar mundir. Síðan ókum við niður í gamla borgarhlutann og Nabil skildi bílinn eftir, um þessa krákustíga og þröngu götur kemst ekki bifreið. Þar var ærusta og troðningur, krakkar á hlaupum og litlir asnar þrömmuðu með þungar byrðar eða drógu eftir sér fornfálega vagna. Okkur var boðið í melónuveislu hjá Abdullah. Hann var frændi eða bróðir Nabils. Ég spurði um Mubar- ak. Abdullah tókst á loft: „Hann hefur sannað forystuhlutverk Egypta í arabaheiminum. Og þau ár sem eru liðin frá því hann tók við að Sadat myrtum höfum við ekki kunnað að meta hann. Við höfum hæðst að honum í laumi, á kaffihúsum basaranna hefur hann verið uppnefndur, í húsasundum hafa menn rifjað upp þá dýrðardaga þegar Gamal Abdel Nasser ríkti.“ Því Nasser er ekki fjarri þótt lið- in séu tuttugu ár frá láti hans. Nasser stóð að sönnu uppi í hárinu á Vesturveldunum 1956 og honum má þakka það stórvirki sem Aswan- stíflan er, en hann tapaði öllum stríðum sem hann atti þjóðinni út í við ísraela. Undir hans stjórn misstu Egyptar Sínaí og hann efldi Frá gömlu Kaíró. Ærusta og ys í gömlu Kaíró, litlir asnar drógu hlass á vögn- um, menn hlupu á milli með tebakka og kaupmennirnir skeggræddu frammistöðu Mu- baraks. hergagnaiðnað á kostnað velferðar almennings. Vanrækti að hugsa um menntamál og heilbrigðismál svo að fátt eitt sé nefnt. Hann átti sér drauma um að verða leiðtogi araba og án efa hefur hann á einhveiju skeiði valdatíma síns ætlað sér að ráða yfir öllum arabalöndum. Hann var óumdeilanlegur ’ harðstjóri. Harðstjóri með persónutöfra_ sem Saddam Hussein, forseta íraks, skortir. Það er skrítið. En líklega er það útgeislunin sem ræður úrslit- um. I öllum manniegum eða alþjóð- legum samskiptum. Það er eigin- lega eina skýringin. á þeirri Nasser- dýrkun sem enn er í Egyptalandi. Sadat átti ekki sjö dagana sæla að taka við af honum, en hann leiddi þjóðina út í enn eitt stríð við ísra- ela, um hríð leit út fyrir að hann væri að vinna dálítinn sigur, en dæmið snerist við áður en við var litið. Samt segja Egyptar að hann hafí endurreist þjóðarstolt þeirra sem dýrlingurinn Nasser hafði svipt þá. Hljómar það óskiljanlega? Óekkí.Þetta eru bara arabísk stjórnmál. Þegar þetta er skrifað er eins og heldur hafi dregið úr spennu. Sadd- am leikur hinn milda gestgjafa og barnavin, skorar á Bush og Thatch- er í kappræður og hann gæti þess vegna verið búinn að hugsa næsta leik. Vélin mín frá Kaíró átti að fara klukkan hálf sex að morgni. Tveim- ur tímum áður var ég komin niður og spurði eftir bílnum sem ég hafði pantað kvöldið áður. Það kom upp úr dúrnum að það hafði gleymst svo að strákur var sendur út af örkinni. Það leið og beið og ekkert bólaði á bílnum né stráksa. Ég stóð á tröppunum og skimaði út í myrkr- ið, heyrði svo skrölt í bíl og hugs- aði að hann væri greinilega ekki af vandaðri sortinni. En það var nú eitthvað annað. í ljós kom skreyttur brúðarbíll með borðum og slaufum og blikk- dollur héngu aftur úr honum svo að undir tók þegar þær skelltust í götuna. Ég horfði eilítið hugsi á alla dýrðina. Stráksi sagði að annar hefði ekki fundist, hann var að koma frá að keyra nýgift hjón heim í brúðarsængina. „það er tími til kominn ég prófi þetta,,, hugsaði ég og sté einbeitt inn. í borða- og blúnduskreyttum brúðarbíl með glamrandi dollur í eftirdragi var mér því ekið til flug- vallarins. Syijan rann af burðarköll- unum við þessa sjón. Þeir komu hlaupapdi og vildu óðir og uppvæg- ir bera skjóðurnar mínar inn í flug- stöðina. „Er lafðin að fara til út- landa að gifta sig? Góða ferð og innilega til hamingju. Inshallah verður þú mjög hamingjusöm,“ hrópuðu þeir og tóku bakföll af fögnuði. Og með þau árnaðarorð uppá vasann kvaddi ég Kaíró í þetta sinnið. Drengskaparheit sem fauk útí vindinn ÞÓ MIKIÐ hafi verið skrifað um Flóamálið er kannski ekki úr vegi að stikla á stóru í atburðarásinni. Mubarak hafði eins og rækilega var sagt frá tekið að sér að reyna að miðla málum milli Saddams Husseins, og stjórnar Kúvæt. Hann flaug tíl Bagdad og gaf Hjarayrtar yfirlýsingar við heiminn: Saddam hafði gefíð honum drengskaparheit um að ráðast ekki á Kúvæt. ym alia veröldina vörpuðu menn öndinni léttar, þar með var vá bægt frá í bili og það var ekki síst Mubarak að þakka. Bandaríkjaforseti lagði rólegur af stað í sumarfríið sitt, gullfurst- arnir við Flóann gátu haldið áfram að telja peningana sína, af Hussein Jórdaníukonungi hef: ur væntanlega verið fargi létt. í nokkra daga voru margir glaðir. Það var haldinn fundur í Saudi Arabíu þar sem átti að fá Kú- væta til að samþykkja að fella niður milljarðalán til Iraks og fá frekari framlög. Því má skjóta að í leiðinni að Kúvæta hefði munað fjarska lítið um það. En samkomulag varð ekki. Hvor sakaði hinn um þvergirðingshátt og fundi var slitið í fússi. Samt voru engin sund lokuð því Mubar- ak vitnaði óspart í drengskapar- heit íraksforseta. Svo réðst Saddam Hussein með menn sína inn í Kúvæt og þar með fauk ekki aðeins loforð út í vindinn, yfir Arabíu vofði nú hætta á styijöld sem yrði öðruv- ísi en aðrar styrjaldir. Mubarak hafði beðið hnekki, orðið fyrir niðurlægingu sem er öllum erfitt að þola, Aröbum sérstaklega. Samt héit hann höfði, boðaði til skyndifundar í Kairó og þar fóru allir í hár saman, ráðherrar frá Kúvæt liðu í ómegin af öi-vænt- ingu yfir því hvernig komið var fyrir landi þeirra, þjóð og síðast en ekki síst peningum. Tariq Aziz, utanríkis- ráðherra íraks mætti á fundinn og lét engan bilbug á sér finna. Aziz er prútt hörkutól og kænn fjöl- miðlamaður. Aziz lét í veðrr vaka að menn myndu leysa málið í bróðerni og hét á Araba- ríkin að sýna samstöðu. Hann hvatti til að þau létú ekki „hinn sjálfskipaða lög- regluþjón heimsins" hlutast til um atriði sem væru í reynd innan- sveitarmái í Arabaheinúnum. „Það má semja um allt, líka Kú- væt,“ sagði Aziz. Það mátti á öllum skilja að Saudum var ekki rótt enda hömuðust hermenn Saddams að grafa skotgrafir rétt við landamærin. Aziz ítrekaði á Ilosni Mubarak heimieiðinni að menn ættu ekki að hafa áhyggjur. „Ekki hef ég það,“ sagði hann og hélt til fund- ar við yfírmann sinn í Bagdad. Þegar Saddam ákvað að inn- lima Kúvæt í írak kom Fahd konungur Sauda í sjónvarpið og sagði að ekki væri stætt á öðru en þiggja aðstoð Bandaríkja- manna, sem hófu tafarlaust her- flutninga þangað, viðskiptabann var sett á írak, heimsbyggðin stóð á öndinni yfir því sem var að gerast. Saddam hótaðí efna- vopnaárás á ísraela ef þeir rótuðu sér, lagði bann við að Vestur- landabúar fæni úr iandinu. Að svo mæltu sagðist hann reiðubú- inn að fara frá Kúvæt um leið og ísraelar drægu lið sitt frá herteknu svæðunum, Sýrlending- ar færu frá Líbanon og Banda- ríkjamenn frá Saudi Arabíu. Með þessu tiyggði hann sér umsvifa- lausan stuðning Palestlnumanna víðast hvar. Skömmu síðar hóf hann samninga við erkifjandann íran, sendi stríðsfanga heim og sagði írönum að hann myndi flytja herlið af umdeildu svæði sem hafði staðið í veginum fyrir því að hægt væri að ræða um vopnahlé. Hann sendi fjölda þeirra sem höfðu verið á um- deildu svæðunum áleiðis til suð- urs að landamærunum við Saudi Arabíu. Þannig kom hann and- stæðingum sínum enn í vanda. Sýrlendingar óttuðust að þetta yrði til að íran sneri baki við þeim en kalt hefur verið með Sýrlendingum og írökum, og án efa reynir hann að færa sér í nyt þann glugga sem hann hefur opnað til Irans, hvað varðar að ná vörum inn í landið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.