Morgunblaðið - 02.09.1990, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 02.09.1990, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. S^PTEhÍBÉR 1990 Mannleg Mörk Ingi Bogi Bogason Hrafn Andrés Harðarson: Þríleikur að orðum. Hlér 1990. Ef nefna ætti eitt helsta kenni- mark þessarar litlu ljóðabókar kæmi einmitt íjölbreytiieikinn einna helst tii greina. Með öðru orðalagi má segja að skáldið sé í þessu verki að þreifa fyrir sér um viðhorf og verklag, viðfangsefnin eru að sönnu sundurleit. Bókin skiptist í þrjá nokkurn veginn jafnstóra hluta sem nefnast Fjöll, Óður ljóðasmiðs og Kenndir. Helgafeli er umfangsmesta ljóðið í fyrsta hluta. Það endurspeglar vel næmi höfundarins fyrir ljóðrænni framsetningu, orðaval og hrynjandi stíga oft geðþekkan dans. Líkingar milli ijalls og kvenlíkama eru t.a.m. tíðar: (sjá hvar hlýþýðir skuggar um hliðar þér iíða sem ástúðar hendur elskhugans blíða) Hljómfall ljóðanna er oft reglu- bundið, stundum fylgir rím og hefð- bundin ljóðastafasetning. í öðrum hluta er lítið ljóð um Litlu fluguna: Fluga mér hugleikin flaug hafði stuttan stans smaug út um örlitla smugu á glugganum og iaug bæði um heimilisfang, aldur, og kennitöiu. Ljóðin í öðrum hluta skiptast efn- islega að mestu í tvo flokka. Ann- ars vegar er um að ræða glímu við tímann og tilfinninguna um að allt fram streymir endalaust. Átök dags og nætur eru t.a.m. efnið í Máldög- um og Náttmyrkri. Fyrra ljóðið er um ögur óttunnar, („Svartstakkar nætur snúa fákum/sínum und- an/Ótta.“). Togstreita kvíða og eft- irvæntingar einkennir þetta ljóð án þess þó að spennan fái lausn í átök- um — sáttaleiðin sýnist vænlegri. vsk^? SALA BÓKA Á ÍSLENSKU ÁN VIRÐISAUKASKATTS FRÁ OG MEÐ 1. SEPTEMBER 1990 Minnisatriði fyrir bóksala og bókaútgefendur 4^ala bóka á íslensku er undanþegin skattskyldri veltu frá og með 1. september 1990. Undanþágan hefur þá þýðingu að skráðir aðilar innheimta ekki útskattaf sölu eða afhendingu bóka á íslensku, jafnt frumsaminna sem þýddra, en hafa samt sem áður rétt til endurgreiðslu innskatts af aðföngum er varða söluna. Undanþágan tekur bæði til sölu í heildsölu og smásölu, þ.e. frá útgefanda til bóksala og frá bóksala til endanlegs neytanda. Aðföng bókaútgefenda vegna útgáfu bóka eru með virðisaukaskatti eins og verið hefur. Undanþágan tekurtil dæmis ekki til sölu á prentþjónustu frá prentsmiðju. Virðisaukaskattur vegna prentunar bóka og annars útgáfukostnaðar er hins vegar innskattur hjá skráðum bókaútgefanda. kráðir aðilar sem selja undanþegnar bækur og tímarit skulu sanna á fullnægjandi hátt að hver einstök sala sé undanþegin skattskyldri veltu. Smásalar (bókaverslanir) skulu skrá hverja einstaka sölu undanþeginnar bókar og tímarits í sérstaka sjóðvél eða í sjóðvél með tveimur aðskildum teljurum. Skal þá sala bóka og tímarita skráð í annan teljarann en sala með virðisaukaskatti skal skráð í hinn teljarann. Um nánari reglur og leiðbeiningar vísast til bréfs ríkisskattstjóra til samtaka bókaútgefenda og bókaverslana, dags. 24. ágúst sl. RlKISSKATTSTJÓRI Þriðji hluti bókarinnar er að mati þessa lesanda listrænastur og ríkastur af andríki. Höfundur tekst á við ýmsar klassískar kenndir eins og sorg, þjáningu og söknuð, (Þján- ing, Arfi, Von). Eftirtektarverð er viss viðkvæmni sem freistandi er að kenna við rómantík eða nýróm- antík. Sem dæmi má tiltaka Bláin: Hið minnsta blóm bláast alls sem blátt er svo lágt lægra en flest sem lágt er og smátt smærra en allt sem smátt er snortið er það horfið. Þrátt fyrir næmi fyrir tilfinninga- legum blæbrigðum verður samt vart viðurkenningar á því að ýmsar kenndir hljóti að liggja utan orð- anna, þar sem „engin mannleg tunga fær nokkru sinni sagt...“ (Von). Auðfundin er í þessari fyrstu ljóðabók höfundar alvarleg skáld- skaparglíma sem verður líklega seint til lykta leidd. Þótt bygging bókarinnar sé allsundurlaus og ein- staka ljóð hreyfi lítt við lesandanum þarf samt ekki að efast um að hér er tekist sterklega á. STEREO LITSJÓNVARPSTÆKI 28 FIATUR FERKANTADUR SKJÁR. FÍN UPP- LAUSN. SKIPANIR BIRTAST Á SKJÁ. ÞRÁÐLAUS FJARSTÝRING. BEIN TENGING FYRIR MYND- BANDSTÆKI. TENGING FYRIR HEYRNARTÓL/ AUKA HÁTALARA, SVEFNROFI. SUMARTILBOÐKR. 69.950 stgr. RÉTT VERÐ KR. 84.350 stgr. 20" MONO M/FJARST. TILB. 35.950 stgr. RÉTT VERÐ 42.750 sigr. 14" MONO M/FJARST. TILB. 23.950 stgr. RÉTI VERÐ 28.800 stgr. 10" 12 VOLT og 220 VOLT í SliM ARBÚSTADINN EDA ELDHÚSID TILBOÐ 33.950 stgr. RÉTT VERÐ 38.000 slgr. 5 ÁRA ÁRBYRGÐ Á MYNDLAMPA B3 Afborgunarskilmálar [JE] VÖNDUÐ VERSLUN í Kaupmannahöfn • F/EST í BLAÐASÖLUNNI ÁJÁRNBRAUTA- STÖDINNI, KASTRUPFLUGVELLI OG A RÁOHÚSTORGI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.