Morgunblaðið - 02.09.1990, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 02.09.1990, Blaðsíða 46
46 MOR.GUNBLAÐIÐ FOLK I FRÉTTUM SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 1990 KARLAR Drauma- prinsar Það hefur löngum verið sagt að konur hugsi aldrei, eða tali, um neitt annað en karlmenn. Það er reyndar lygi, en nokkuð til i því. Og eins og gengur er ekki gott og fagurt sem um þá er skrafað. Þetta vita karlmenn og fara gjarnan í kóf, ef þeir sjá tvær konur eða fleiri ræða málin — ég tala nú ekki um ef eiginkonan er þátttakandi. Eins eftir Súsönnu Svo varsdóttur og við vitum er kona gefin manni og hann á hana því algerlega, bæði til orðs og æðis; vill því liklega hafa eitthvað um það að segja hvaða orðbragð er í munnin- um á frúnni. Svo erum það við, þessar lán- sömu, sem ekki kærum okkur um að vera í einkaeign misviturra karlmanna, og losum okkur við eignarréttarhlekkina og förum að velta því fyrir okkur hvort til séu vitrir karlmenn — gerum mark- aðskönnun — komumst ekki að niðurstöðu — tökum ákvörðun um að pipra, héklum einn púða eða svo og hugsum málið. Bytjum aftur að velta því fyrir okkur hvort til séu viti bornir karlmenn. Ann- ars þekki ég konur sem eru giftar viti bornum karlmönnum — en einhvern veginn virðist hafa verið takmarkað upplag af þeim. Hinir eru fjöldaframleiddir. Einu sinni sem oftar. var ég að hlusta á Stefnumótið, á Bylgj- unni, sem mér finnst einhver skemmtilegasti útvarpsþátturinn sem vitleysunni í okkurgetur lát- ið sér detta í hug. Og þar mætir auðvitaö fólk, sem er ekki með harðlífi af því að taka sig há- tíðlega. Og þær konur sem koma til að fara á stefnumót eru alltaf með einhverjar hugmyndir um draumaprinsa. Ég hef stundum velt þvi fyrir mér að taka þátt í þessu, en það strandar alltaf á því að ég get ekki ákveðið hvernig draumaprinsinn minn er. Ég hef velt því fyrir mér. hvort hann á að vera ljóshærður, skol- ’ hærður, svarthærður, rauðhærð- ur, gráhærður, með krullað hár eða slétt, stutt eða sítt, eða bara einfaldlega hárlaus. Hvort hann á aðvera bláeygur, gráeygur, græn- eygur, brúneygur, svarteygur, með gleraugu, einglyrni — eða linsur. Hvort hann á að vera lítill, stór, meðalmaður, feitur, grann- ur, stæltur. skvapholda, eða hvað eiginlega. Um þetta hef ég verið að hugsa og af því þetta eru svo margir möguleikar, og allt svo flókið, ákvað ég að hekla rúmteppi en ekki púða — vegna þess að það á eftir að taka mig langan tíma að komast að niðurstöðu. Aftur á móti þarf maður ekkert — n^að hugsa um hvernig hans innri maður á að vera. Allir fullorðnir karlmenn hljóta að vera ábyrgir, áreiðanlegir, staðfastir, um- hyggjusamir, nærgætnir og natn- ir, þannig að maður þarf ekkert. að velta því fyrir sér frekar. Ef þeir eru það ekki. eru þeir einfald- lega ekki karlmenn, heldur stráklingar sem enn hafa ekki náð að þorna bak við eyrun — æi, svona síbernsku gemlingar sem maður þarf helst að skella á öxlina til að láta ropa. Ég hef aldrei séð draumaprins og veit því ekki hvernig svoleiðis eintök líta út, og hef ekki mjög frjótt imyndunarafl — sem er viss fæðingargalli — og sit þvi og velti fyrir mér, hvað þessar stelpur eru klárar að vita hvernig karlmaður á að vera. Það eina sem mér dett- ur í hug, er að hann eigi að vera skemmtilegur — og svo er ég alveg sto. Það hefur nefnilega læðst að mér sá grunur að jafnvel ljótum 'mönnum megi venjast — en það er útilokað að venjast leiðinlegum karlmönnum! BRÚÐHJON VIKUNNAR Aðskilnaðurinn efldi ástina Brúðhjón vikunnar að þessu sinni heita Brynja Einars dóttir og Örn Almarsson, hún nýútskrifuð úr Sjúkraliðaskólan- um, en hann verðandi efnafræð- ingur. Þau hafa búið suður í Hafn- arfirði til þessa en næstu 4 til 5 árin að minnsta kosti verða þau í Santa Barbara í Kaliforníu þar sem Örn mun ljúka námi. Morgun- blaðið sló á þráðinn og Brynja varð fyrir svörum. Hún rakti fyrst fyrstu kynnin. „Ég sá hann fyrst á balli 17. júní 1988. Hann var að spila í hljómsveit sem hét „Kátir piltar“. Ég kannaðist við andlitið og seinna kom í ljós að hann vissi hverra manna ég var, enda Hafn- aríjörður lítill bær. En mér leist strax mjög vel á Örn, varð strax hrifin og hugsaði mitt. Það var ekki viðlit að gera neitt í málinu þar og þá. Þremur vikum seinna eða svo fór ég með vinkonu minni í Broadway sem var vinsæll sum- arskemmtistaður. Þá sá ég hann aftur. Ég hugsaði mig um og ákvað svo að grípa tækifærið og láta til skarar skríða. Vatt mér að honum og kynnti mig. Það fór vel á með okkur, eftir á að hyggja erum við sammála um að þetta hafi verið ást við fyrstu sýn, mað- ur bara áttar sig ekki endilega á því strax. Eftir ballið keyrði hann mig heim og næstu 2 vikurnar má heita að ég hafi setið við símann og beðið eftir að hann hringdi, en hann lét bíða eftir sér. Loks hringdi hann og bauð mér að líta inn heima hjá sér. Ég var voðalega fegin. Við vorum ekki með neitt ástarhjal, þetta var svona vinaspjall, en eftir þetta var þó allt komið af stað og á aðfanga- dag jóla 1988 trúlofuðum við okk- ur. Fram að þessu hafði ég verið í Sjúkraliðaskólanum, en hann við efnafræðinám í HÍ. Framundan hjá Erni var að heíja nám í Santa Barbara í Kaliforníu. í september 1989 hélt hann utan, en ég var heima og það var byijunin á árs aðskilnaði. Það var auðvitað mik- ill söknuður, en við skrifuðumst á vikulega og hann hringdi á hveij- um sunnudegi. Við höfðum rætt hjónaband lauslega áður en hann fór og í einu bréfinu að vestan bar hann upp bónorðið. Ég skrif- aði svarbréf með hraði, auðvitað með svarinu ,já“.“ Örn kom ekki heim fyiT en 10. ágúst síðastliðinn, en viku seinna, eða 18. ágúst, var brúðkaupið ákveðið. Þau höfðu ekki sést í ár, en Brynja segir ástina hafa eflst og dafnað við aðskilnaðinn. Og að þau hafi bæði þroskast mikið á þessum tíma. 18. ágúst var valinn vegna þess að þá voru horf- ur á að flestir vina og vanda- manna gætu deilt stundinni með þeim. Var m.a. um að ræða ætt- ingja og vini frá Kanada, Banda- ríkjunum, Englandi og Færeyjum. Veðrið var fallegt þann átjánda og morgunninn hjá Bi-ynju leið hægt í snyrtingu og hárgreiðslu. Örn svaf aftur á móti í foreldra- húsum og rumskaði ekki fyrr en á hádegi, en þá drattaðist hann út og útvegaði blómvönd. Var síðan ekið til Garðakirkju á Álfta- nesi þar sem séra Einar Eyjólfsson tók á móti þeim og gaf þau sam- an. Meðan á athöfninni stóð söng Sigríður Guðnadóttir „Ó þú“ og „Aldrei ég gleymi“ við undirleik Magnúsar Kjartanssonar. Að at- höfn lokinni rölti fólkið yfir í næsta hús, félagsheimilið Garða- holt þar sem skálað var í kampavíni við 100 manns. „Veisl- an var svo skemmtileg að það þurfti að reka mig heim úr henni til þess að undirbúa að fara út að borða um kvöldið. Það voru fluttar margar ræður og það var mikið stuð,“ segir Brynja. „Um kvöldið fórum við svo með foreldrum okkar í Veitingahöllina og þar var tekið vel á móti okk- ur. Matur og þjónusta góð og svo var okkur boðið upp á kampavín í tilefni dagsins. Klukkan tíu beið okkar svo eðalvagn sem ók okkur á Þingvöll og dvöldum við á Hótel Valhöll tvær næstu næturnar og var það brúðkaupsferðin. Daginn eftir fórum við í gönguferðir og fórum á báti út á vatn. Við erum mikið fyrir svona sveitarómantík. Þetta var skemmtilegur tími á Þingvöllum. Góður matur, þjón- usta og andi. Nú er það Kalifornía og námið hjá Erni næstu 4 til 5 árin. Hann heldur sínu striki, en ég er alls óákveðin hvað ég tek mér fyrir hendur. Ég endist ekki lengi að- gerðarlaus, en ætla þó að gefa mér tíma svona tih áramóta að hugsa málið,“ segir Brynja Ein- arsdóttir. Hvað við tekur eftir námið segja þau alls óráðið, tíminn leiði það í ljós.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.