Morgunblaðið - 02.09.1990, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 02.09.1990, Qupperneq 32
JHDingutiMatifö ATVINNU/RAÐ- OG SMÁAUGLÝSINGAR ATVINNUAUGLYSINGAR Hjúkrunarfræðingar Enn vantar hjúkrunarfræðinga til starfa á hinum ýmsu stöðum. Heilsugæslustöin á Seltjarnarnesi auglýsir eftir hjúkrunarfræðingi frá 1. september, um er að ræða dag- vinnu. Hrafnista auglýsir m.a. eftir aðstoðardeildarstjóra ásamt vaktafólki um helgar og nætur. Landspítalann vantar hjúkrunarfræðinga á geðdeild, öldrunarlækninga- deild við Hátún, kvenlækningadeild og krabbameinslækn- ingadeild kvenna ásamt skurðdeild. Borgarspítalann vant: ar sömuleiðis hjúkrunarfræðinga á hinar ýmsu deildir. I Skjólgarði á Höfn í Hornafirði er laus staða húkruna- rfræðings frá og með septembermánuði. Framkvæmdaslj óri Samband sveitarfélaga í Austurlandskjördæmi auglýsir starf framkvæmdastjóra iaust til umsóknar. Tekið er fram að laun séu samkvæmt launakerfi opinberra starfsmanna. Fréttamenn Fréttastofa Sjónvarps vill ráða fréttamann í innlendar fréttir. Æskilegt er að viðkomandi hafi háskólamenntun og reynslu í frétta- og blaðamennsku. Umsóknarfrestur er til 15. september nk. Viðskiptafræðingar Nokkur störf viðskiptafræðinga eru auglýst í biaðinu í dag. Má þar nefna ríksistofnun, sem óskar eftir viðskipta- fræðingi til stafa við endurskoðun. Fyrirtæki í Keflavík óskar eftir viðskiptafræðingi af endurskoðunarkjörsviði. Æskilegt er að umsækjendur séu búsettir á Suðurnesjum. Starfsþjónustan auglýsir eftir viðskiptafræðingi vönum blaðamennsku fyrir einn af umbjóðendum sínum og Hag- vangur auglýsir eftir viðskiptafræðingi fyrir eina af stærstu lánastofnunum landsins. Tekið er fram að við- skiptafræðimenntun af markaðssviði og reynsla af mark- aðsmáium sé nauðsynleg. Bankareikningar erlendis Lögmenn, Borgartúni, auglýsa í framhaldi af gildistöku nýrrar reglugerðar um skipan gjaldeyris- og viðskipta- mála, sem heimilar innlendum aðilum að opna bankareikn- inga í erlendri mynt í útlöndum, að þeir bjóði einstakling- um og félögum aðstoð við stofnun bankareikninga í ein- um stærsta banka Þýskalands. Grunnskólanemar Grunnskólanemar á höfuðborgarsvæðinu eru boðaðir í skólana fimmtudaginn 6. september á mismunandi tímum. Hins vegar verða nemendur fæddir 1984 boðaðir símleiðis. Iðnsveinar Vélskóli íslands auglýsir kvöldnámskeið fyrir iðnsveina sem veitir þeim vélavarðaréttindi, ef næg þátttaka fæst. Áætlað er að námskeiðið hefjist 17. september og því ljúki í desember. Umsóknir verða að berast fyrir 14. sept- ember. SMAAUGL ÝSINGAR Fj ölskylduhelgi Ferðafélag íslands augýsir fjölskylduhelgi í Landmanna- laugum 7.-9. september. Augýst er fjölbreytt dagskrá fyrir unga sem aldna, m.a. gönguferðir, ratleikur, leiðbein- ingar í ljósmyndun, leikir, pylsugrill og kvöldvaka. Flugleiðir eru að taka upp frammistöðumat hjá starfsfólki sínu, en myndin er tekin á „brosnámskeiði“ starfsfólks fyrir nokkru. Flugleiðir taka upp frammistöðumat Blönduós: Ekki fyrir- sjáíuilegl at- vinnuleysi í vetur Blönduósi. ATVINNUÁSTAND á Blöndu- ósi hefur verið mjög gott í sum- ar og ekki er fyrirsjánlegt neitt atvinnuleysi í vetur. Það skarð sem Pólarprjón hf. skildi eftir sig í atvinnu fyrir fullorðnar konur er enn ekki fyllt. Pétur A. Pétursson forseti bæj- arstjórnar Blönduóss sagði að einungis væru á atvinnuleysisskrá eldri konur sem ekki gengju inn í hvaða atvinnu sem væri. Pétur sagði að ekki væri fyrirsjáanlegt atvinnuleysi á Blönduósi fyrr en haustið 1991 er framkvæmdum við Blöndu lyki og þessa dagana væri verið að kortleggja vandann svo að við honum mætti bregðast. Jón Sig. Ákvörðunin tekin í kjölfar úttektar Boston Consulting Group á fyrirtækinu FLUGLEIÐIR hafa tekið þá stefnu í starfs- mannamálum að taka upp frammistöðumat hjá öllu starfsfólki sínu. Er þessi ákvörðun tekin í kjölfar úttektar Boston Consulting Group, sem gerð var á fyrirtækinu fyrir um tveimur árum. Undirbúningur hefur staðið yfír í nokkurn tíma, en 1. júlí var Sigurður Ólafsson viðskiptafræðingur ráðinn deildar- stjóri í frammistöðumati og mun hann skipu- leggja og vinna að frammistöðumatinu. Hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga er einn- ig verið að vinna að frammistöðumati starfs- fólks Önnur stóríyrirtæki hafa einnig tekið upp þessi vinnubrögð og má nefna að Eim- skip tók þetta upp fyrir fjórum árum, Lands- bankinn fyrir þremur árum og IBM frá stofn- un þess fyrirtækis, en það fylgir alþjóðlegum reglum IBM um frammistöðumat. Sigurður Ólafsson var fenginn til að svara því hvað frammi- stöðumat væri og hvaða árangur næðist með slíku mati. „Frammi- stöðumat er einfaldlega samtal yfirmanns og starfsmanns um þátt starfsmannsins í að ná mark- miðum deildar sinnar. Þegar talað er um markmið er það í raun bara skilgreining á verkefnum, sem geta náð yfir mislangan tíma. Náist þessi markmið aukast likurnar á því að heildarmarkmið félagsins náist. Þegar búið er að skilgreina verkefnin þá verður öll þjálfun og stuðningur, sem er stór hluti hér innanhúss, mikið mark- vissari. Einnig er auðveldara að búa til námskeið eða fræðslu við hæfi. Alir yfirmenn sem hafa mannaforráð fara í gegnum nám- skeið í samtalstækni, þannig að þeir séu betur undir það búnir að ræða við starfsfólk. Ög við leggj- um mikla áherslu á að þetta er ekki viðtal heldur samtal tveggja aðila. Það sem fæst út úr þessu er að þarna gefst starfsmanni og yfirmanni hans tækifæri til að tala saman um starfið og ræða málin. Síðast en ekki síst verður þetta þegar fram í sækir mark- visst stjórntæki.“ Sigurður segir að fyrirhugað sé að fara af stað af fullum krafti í nóvember og þá verði starfsmaður og yfirmaður búnir að ræða saman og finna út hvar pottur er brotinn og hvar starfsmanni hefur gengið verulega vel og náð mestum ár- angri. Markmiðin eða verkefnin sem eru ákveðin eru síðan end- urnýjuð og þeim breytt eftir því sem þörf krefur, þannig verði úr nokkuð samfellt mat á frammi- stöðu. Hjá Sambandinu er og unnið er að útgáfu handbókar fyrir starfsfólk og í undirbúningi er námskeið fyrir þá sem hafa mannaforráð. Síðan verður ein deild valin í haust sem verður tek- in til prufu og verður frammistöðu- matið látið ganga þar í gegn fram á næsta vor. Síðan er áætlað að haustið ’91 taki allar deildir upp slík mat, að sögn Erlings Aspe- lund. Hólmfríður hjá Eimskip segir að frammisöðumat sé mjög gott stjórnunanrtæki til að ná fram þeim markmiðum sem fyrirtækið ætli sér að ná. Frá starfsmannin- um sé sé þetta mjög gott tæki- færi fyrir hann til að ná fram þeirri þróun sem hann vill sér inn- an fyrirtækisins. Hún segir að starfsfólkið sé yfirleitt ánægt með þennan þátt, einnig að það fái tíma fyrir sjálft sig með yfirmanni sínum til að ræða sín mál. Garður: Miklar fram- kvæmdir og sæmilegt at- vinnuástand Garði. MIKLAR framkvæmdir hafa verið í sumar á vegum hreppsins, verkalýðsfélags- ins og einstaklinga. í fyrra var lokið við að steypa grunn undir skóla og í sumar hófst bygging fyrsta áfanga og gengur það verk mjög vel. Þá er verkalýðsfélagið að byggja stórt hús en hluti þess verður notaður næstu árin til kennslu í tónmennt á vegum Tónlistarskóla Gerðahrepps. Þá era hafnar framkvæmdir við stórt hús sem staðið hefir hálfkarað í nokkur ár. Á efri hæðinni verða 4 litlar íbúð- ir en neðri hæðin verður vænt- anlega nýtt undir einhvers kon- ar þjónustu. Miklar fram- kvæmdir eru á vegum hrepps- ins við lagningu gangstétta. Því samfara eru unnið að vatns- og skólplögnum. Fimm manns eru nú á at- vinnuleysisskrá, þrír sjómenn, verkamaður og verkakona. Eitthvað mun vera um að hús- mæður taki sér fri á sumrin meðan unglinganna nýtur við en komi svo til starfa á haust- dögum á ný þegar unglingarnir hverfa af braut. — Arnór

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.