Morgunblaðið - 02.09.1990, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 02.09.1990, Blaðsíða 34
MORGÚNBLAÐIÐ ATVIIMIMA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 1990 f 34 ATVINNUAI IYSINGAR Efþú ert hress, áhugasöm og með ferskar hug- myndir og langar til að prófa eitthvað nýtt, er þessi auglýsing einmitt fyrir þig. Okkur á Ósi vantar sem fyrst fóstru eða starfsmann með uppeldismenntun eða starfsreynslu. Ós er lítið og heimilislegt dagheimili þar sem dvelur 21 barn, 4 fóstrur og matráðskona. Ós er á Bergþórugötu 20 og er rekið af for- eldrum. Upplýsingar gefur Sigþrúður í síma 23277 og á kvöldin Kristín í síma 27481. Símavarsla íbifreiðaumboði Eitt af stærstu bifreiðaumboðum landsins vill ráða starfsmann á skiptiborð. Vel kemur til greina að skipta starfinu í tvö hálfsdags- störf þ.e. frá kl. 9-13 og kl. 13-18. Áskilið er að viðkomandi sé stundvís, reglu- samur og hafi gott viðmót. Boðið er upp á starf í nýjum, björtum húsa- kynnum í sívaxandi fyrirtæki. Umsækjendur þurfa að geta hafið störf 1. október. Umsóknir sendist á auglýsingadéild Mbl. fyr- ir 8. september merktar: „D - 13391“. Framleiðslustörf Álafoss hf. óskar eftir starfsfólki til starfa í verksmiðju fyrirtækisins í Mosfellsbæ. Um er að ræða eftirtalin störf: J banddeild: Störf við framieiðslu ullarbands. Unnið er á tvískiptum vöktum. í fatadeild: Við þvott á voðum. Einnig á saumastofu og við frágang á treflum. Á báðum deildum er unnið eftir bónuskerf- um. Ókeypis rútuferðir á milli Mosfellsbæjar og Reykjavíkur/Kópavogs. Nánari upplýsingar veitir starfsmannahald í síma 91-666300. ÁLAFOSS Shell Verkstæðisformaður Bifreiðaeftirlit Skeljungur hf., Skerjafirði, vill ráða verkstæðisformann til starfa. Starfssvið: Daglegur rekstur bifreiðaverk- stæðis, eftirlit með bifreiðaeign og skyld störf. Leitað er að bifvélavirkjameistara með starfsreynslu við viðgerðir á vörubifreiðum og stórum bifreiðum. Starfið krefst ferðalaga innanlands. Einhver enskukunnátta er nauð- synleg. Umsóknir og allar nánari upplýsingar fást á skrifstofu okkar, Tjarnargötu 14, til 6. sept. nk. GlJÐNT TÓNSSON RÁÐCJÓF & RAÐNI NCARUÓN LISTA TIARNARGÖTU 14, 101 REYKJAVÍK, SÍMl 62 13 22 Iðnskólinn í Reykjavík Rafvirki Skólinn óskar að ráða rafvirkja til viðhalds og viðgerða. Skriflegar umsóknir berist skólanum fyrir 7. sept. nk. Upplýsingar ekki veittar í síma. Múrarar - verkamenn Vandvirkir múrarar, eða menn, vanir múr- verki, óskast nú þegar, ásamt nokkrum verkamönnum. Örugg vetrarvinna og góðar vinnuaðstæður. Upplýsingar á skrifstofutíma í símum 84542 og 685583 virka daga frá kl. 9.00-17.00. ŒpSteintak hf VERKTAKI BÍLDSHÖFÐA 16, 112 REYKJAVÍK Þroskaþjálfar og annað uppeldismenntað starfsfólk Styrktarfélag vangefinna óskar að ráða áhugasamt starfsfólk nú þegar eða eftir nán- ara samkomulagi í eftirtaldar lausar stöður á stofnunum félagsins: Bjarkarás, hæfingarstöð, Stjörnugróf 9. Þroskaþjálfa eða annað uppeldismenntað starfsfólk í 100% starf. Lyngás, dagheimili, Safamýri 5. Þroskaþjálfa eða meðferðarfulltrúa. Lækjarás, þjálfunarstofnun, Stjörnugróf 7. Þroskaþjálfa og meðferðarfulltrúa. Sambýli Víðihlíð 5 og 7. Þroskaþjálfa í 60% starf. Upplýsingar gefa viðkomandi forstöðumenn eða launafulltrúi á skrifstofu félagsins á Há- teigsvegi 6. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Aðstoð við aldraða Langar þig að starfa með öldruðum? Okkur bráðvantar áhugasamt og gott fólk til starfa, sem fólgin eru í hverskonar aðstoð og félagslegri samveru á heimilum aldraðra. Vinnutími er sveigjanlegur frá kl. 09.00- 17.00 og gæti meðal annars hentað náms- fólki. Hafðu samband sem fyrst og kynntu þér starfið. Nánari upplýsingar veita forstöðumenn og verkstjórar heimaþjónustu á eftirtöldum Aflagranda 40 Bólstaðarhlíð 43 Hvassaleiti 56-58 Norðurbrún 1 Seljahlíð Vesturgötu 7 stöðum: s. 622571 millikl. 10og12. s. 685052 millikl. 10og 12. s. 679335 milli kl. 10 og 12. s. 686960 milli kl. 10og 12. s. 73633 milli kl. 10 og 12. s. 627077 millikl. 10og12. Sjúkraliðar Laust er starf sjúkraliða við þöðun. Um er að ræða 50% vinnu. Upplysingar veitir for- stöðumaður í síma 685052. ÍFélagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Síðumúla 39, 108 Reykjavík, sími 678500 Störf með unglingum Unglingaathvörfin í Reykjavík óska eftir starfsmönnum í 46% kvöldstarf. Æskilegt er að umsækjendur hafi menntun og/eða reynslu sem nýtist í skapandi með- ferðarstarfi með unglingum. Umsóknarfrestur er til 11. september nk. Nánari upplýsingar gefa forstöðumenn í síma 20606 og 75595 eftir hádegi virka daga. Félagsráðgjafastarf - meðferðarvinna Laus er staða félagsráðgjafa við vistheimili barna hjá Reykjavíkurborg. í starfinu felst mikil meðferðarvinna með fjölskyldum og handleiðsla. Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi reynslu af þessu sviði. Til greina kemur að ráða starfsmann með aðra háskólamennt- un á sviði uppeldis- eða sálarfræði. Umsóknem ber að skila fyrir 1. október. Nánari upplysingar gefur Helga Þórðardóttir, félagsráðgjafi, í sima 678500. LANDSPÍTALINN Hjúkrunarfræðingar dagvinna í kjölfar skipulagsbreytinga á skurðdeild Landspítala vantar okkur hjúkrunarfræðinga til starfa á hausti komandi. Æskilegt er að viðkomandi hafi lokið sérnámi í skurðhjúkr- un. Að öðrum kosti er eins árs starfsreynsla skilyrði. Skipulögð aðlögun og starfsþjálfun er í boði í a.m.k. þrjá mánuði og tekið mið af þörfum hvers og eins. Þeir, sem vilja kynna sér þetta starf, frekar hafi samband við Bergdísi Kristjánsdóttur eða Ástu B. Þor- steinsdóttur, hjúkrunarframkvæmdastjóra, í síma 601300 eða 601000. Umsóknum fylgi upplýsingar um nám og fyrri störf og berist skrifstofu hjúkrunarforstjóra. Reykjavík, 2. september 1990. LANDSPÍTALINN Öldrunarlækningadeild v. Hátún Hjúkrunarfræðingar óskast til starfa á morg- un- og kvöldvaktir. Eingöngu morgunvaktir eða eingöngu kvöldvaktir koma einnig til greina. Ráðningartími og vinnuhlutfall eftir samkomulagi. Hjúkrunarstjóri óskast til starfa nú þegar v. afleysinga í 2 mánuði í 40-60% starfshlut- fall. Um er að ræða eingöngu næturvaktir frá kl. 23.00-09.00. Aðstoðardeildarstjóri óskast til starfa, 80-100% starfshlutfall. Æskilegt að störf gætu hafist sem fyrst. Sjúkraliðar óskast til starfa á allar vaktir. Einnig á næturvaktir eingöngu. Starfshlutfall eftir samkomulagi. Upplýsingar um ofangreindar stöður veitir Guðrún Karlsdóttir, hjúkrunarframkvæmda- stjóri, í síma 602266/601000. Reykjavík 2. september 1990.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.