Morgunblaðið - 02.09.1990, Page 8

Morgunblaðið - 02.09.1990, Page 8
8 MORGUNBLAÐIÐ DAGBOK SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 1990 T Fl A P er sunnudag’ur 2. september, 12. sd. eftirTrínit- 1 UxxvJratis. 245. dagur ársins 1990: Árdegisflóð í Reykjavík kl. 4.44 og síðdegisfióð kl. 17.04. Sólarupprás í Rvík kl. 6.12 og sólarlag kl. 20.41 ogmyrkurkl. 21.33. Sólin er í hádegisstað í Rvík kl. 13.27 og tunglið er í suðri kl. 23.47 (Almanak Háskóla íslands). Komið til mín og heyrið þetta: Frá upphafi hefi ég eigi talað í leyndum. Þegar kominn var sá tími, að það skyldi verða kom ég. (Jes. 48,16.) ÁRIMAÐ HEILLA HJÓNA- BAND. Gefin hafa veirð saman í hjóna- band stud. polit. Ragn- heiður Inga Þórarinsdótt- ir og cand. polit. Ólafur Pétur Páls- son. Séra Tóm- as Sveinsson gaf brúðhjónin saman í Grens- áskirkju. Heimili þeirra er í Kaup- mannahöfn. Þar eru bæði við nám. QA ára afmæli. Á þriðju- t/U daginn kemur, 4. sept- ember, er níræð Krístín Sigríður Friðriksdóttir heimilismaður á Hrafnistu í Rvík. Eiginmaður hennar var Ingvar Hannesson. Hann er látinn fyrir allmörgum árum. Á afmælisdaginn tekur hún á móti gestum í Lækjar- ási við Stjömugróf kl. 18-20. SKIPIN REYKJAVÍKURHÖFN: í gær fóru til veiða togaramir Freyja og Ásbjöm. Þá kom togarinn Viðey inn til löndun- ar svo og Hákon, sem kom af rækjumiðunum. í dag fer togarinn Jón Baldvinsson til veiða og á morgun kemur Ottó N. Þorláksson inn af veiðum til löndunar. Danska eftirlitsskipið Vædderen fer út aftur í dag. FRÉTTIR/ MANNAMÓT VINNUVIKAN sem hefst á morgun er hin 36. á þessu ári. BORGARSPITALINN. I Lögbirtingablaðinu auglýsir heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið lausa stöðu hjúkrunarforstjóra heilsu- gæslustöðvarinnar í Borg- arspítalanum, frá 1. október nk. að telja, en umskóknar- frestur er settur til 17. sept- ember. Tekið er fram að stjórn heilsugæsluumdæmis Miðbæjar í Reykjavík veitir stöðuna. NESKIRKJA. Nk. þriðju- dagsmorgun verður opið hús fyrir mæður og böm þeirra, „mömmumorgunn", kl. 10-12. EINSTEFNUAKSTUR verður tekin upp í í Miðstræti um miðja næstu viku, 5. sept., segir í tilk. í Lögbirtingi frá lögreglustjóraembættinu. Verður gatan opin fyrir þeim akstri frá Skálholtsstíg að Bókhlöðustíg. Bílastæðin við götuna verða að austanverðu eins og þau hafa verið. KROSSGATAN E 9 9 13 n ■ _ H_" JT ____ 122 23 24 Impe |hK7 LARETT: — 1 gróði, 5 fljót, 8 beltið, 9 kjáni, 11 á, 14 trýni, 15 blómið, 16 starfið, 17 vond, 19 trylltar, 21, spil, 22 hnettinum, 25 rödd, 26 elska, 27 askur. LÓÐRÉTT: — 2 augabrún, 3 handsamaði, 4 h'kamshlut- anum, 5 ávæning, 6 frost- skemmd, 7 fæddu, 9 van- rækja, 10 skemmast, 12 ám- ar, 13 langur gangur, 18 þreytt, 20 kyrrð, 21 vantar, 23 tónn, 24 óþekktur. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU LÁRÉTT: - 1 snafs, 5 kátar, 8 úfur, 9 hrósa, 11 nafns, 14 kyn, 15 ystir, 16 afræð, 17 inn, 19 eyða, 21 átel, 22 undrast, 25 sog, 26 óar, 27 ar. LÓÐRÉTT: — 2 nær, 3 fús, 4 slakri, 5 kunnan, 6 ára, 7 ann, 9 heymeis, 10 óstöðug, 12 forátta, 13 sóða- leg, 18 nýra, 20 an, 21 ás, 23, dó, 24 ar. Skjaldarmerki á Alþingishúsið: Forsetar ákveða ekki breyting-ar á húsinu — segir varaformaður þingflokks sjálf- stæðismanna, sem óskar upplýsinga Ekkert þjóðernisbrölt, Guðrún mín. Við megun víst þakka fyrir meðan við fáum að flytja mál okkar á íslenskri tungu í þessu húsi — ÚRANUS HF. heitir hlutafé- lag sem stofnað hefur verið í Reykjavík, en tilgangur þess er skipaútgerð- m.m. Tilk. er um stofnun félagsins í Lög- birtingi og segir þar að stofn- endur félagsins séu einstakl- ingar, hlutafé félagsins er kr. 1.000.000. Stjómarformaður er Eysteinn Þ. Yngvason, Kleppsvegi 40, sem jafnframt er annar tveggja fram- kvæmdastjóra, en hinn er Jónas S. Hrólfsson. TÓNLISTARMIÐSTÖÐIN HF. heitir hlutafélag sem ein- staklingar í Rvík hafa stofnað með 400.000 kr. hlutafé. Tak- mark þess er rekstur tónlist- armiðstöðvar og veitinga- rekstur m.m. Formaður stjórnar hlutafélagsins er Gunnar Breiðfjörð, Logafold 190, og framkvæmdastjóri Bergur Arthúrsson, Klepps- vegi 24. ITC-deildin Fífa heldur op- inn fund í Hamraborg 5 í Kópavogi nk. miðvikudags- kvöld kl. 20. Stef fundarins: Þori, get og vil ég? - Ég þori, get og vil. Nánari uppl. gefa Guðlaug s. 41858 eða Una s. 42523. FURUGERÐI 1. Félagsstarf aldraðra. Hin hefðbuiidna dagskrá kl. 9 - aðstoð við böðun og fótsnyrtingu. Bók- bandsvinna kl. 9.30. Opið hús kl. 13, spilað og bókaútlán og leður- og skinnagerð. Kaffitími kl. 15. HREPPSTJÓRASTÖÐUR. Sýslumaðurinn í Skagafjarð- arsýslu, Halldór Þ. Jónsson, auglýsir í Lögbirtingi lausar stöður tveggja hreppstjóra. Það er annars vegar um að ræða hreppstjórastöðuna í Lýtingsstaðahreppi. Hinsveg- ar er það staða hreppstjóra Hofshrepps (áður Fells-, Hofs- og Hofsóshreppur). Sýslumaður hefur umsóknar- frestinn til 20. þ.m. HÁFJARA í Reykjavík í dag meðan bjart er af degi er kl. 17.04. FÉL. eldri borgara. í dag verður opnað aftur í Goðheim- um í Sigtúni 3 kl. 14. Verður þá spilað og kl. 20 dansað. Göngu-Hrólfar félagsins ætla í haustferð 7. september næstkomandi og gefur skrif- stofan nánari uppl. um ferð- ina. MORGUNBLAÐIÐ FYRIR 50 ÁRUM Forsætisráðuneytið tilk. í gær að breska setulið- ið, sem við komu sína tók ýmis skólahús til afnota, t.d. barnaskólana í Reykjavík muni rýma skólana fyrir 21. sept. n.k. en þó ekki Mennta- skólann í Reykjavík. Setuliðið sjái sér ekki fært að fara úr skóian- um. í annarri frétt á sömu síðu blaðsins segir að ríkisstjórnin hafi ákveðið að fjölga í lög- regluliði Reykjavíkur, í Iiði Hafnarfjarðar- og Akureyrarlögreglu. I Reykjavík verður fjölg- að um 16 menn og verð- ur þá tala lögregluþjóna í Rcykjavíkurlögregl- unni alls 76. ☆ Norskt herskip kom til Reykjavíkurhafnar í gær. Færði það annað norskt skip til hafnar, íshafsfar sem heitir „Veslekari". Með ishafs- farinu voru auk áhafnar- innar 10 farþegar. Hafði norska herskipið tekið það herskyldi út af aust- urströnd Grænlands. Það var að koma úr Noregi. Farið er með skipið sem óvinaskip. Krakkarnir eiga heima í Bessastaðahreppi og héldu hlutaveltu til styrktar MS-félaginu og söfnuðu þau 1.350 kr. Þau heita: Jóhanna Guðrún Guðmundsdóttir, Þórunn Jóhanna Júliusdóttir, Heiða Margrét Traustadóttir, Jón Trausti Traustason og Ástrós Guðmundsdóttir. AHEIT OG GJAFIR AHEIT á Strandarkirkju. Afhent Morgunblaðinu: STKJ 6000, VG 6000, MJ 5000, GJ 4000, A 3000, HH 2300, Soffía 2000, EÓ 2000, RB 2000, Margrét 2000, 10 1300, LS 1000, VG 1000 Ónefnd 1000, HH 1000, EB 1000, Karl 1000, NN 1000, LKJ 1,000, SEO 1000, KI 600, ÓPB 500, Ragheiður Friðj. 500, GÞ 500, NN 500, NN 500, NN 500, AG 500 ET 500 Mímósa 300, RÍ 200, BB 100, SS 50. ORÐABOKIN Tankur - geymir Oft nota menn í fjölmiðlum orðin tankur, tankbíl og tankskip, þar sem orð af innlendum toga færu ekki verr í málinu, þ.e. geymir, olíubíll eða vatnsbíll og svo olíuskip. Hér eru nokkur dæmi, sem ég hef rekist á: í frétt í DV 18. júni sl. stendur þetta: „Svo kann að fara að settir verði upp tveir olíuafgreiðslutan/car fyrir smábáta við Akranes- höfn. . . “ „Skeljungur og Olíufélagið hf., Esso, hafa sótt um að setja upp sam- eiginlegan tank, en Olís stendur eitt að umsókn um annan Lank“. „að ná sam- komulagi um einn tank“. Hvers vegna ekki geymir í þessum dæmum? I sama tbl. DV er svo önnur frétt undir fyrirsögninni: Nýr olíugeymir í Örfirisey. Þar kemur no. geymir fyrir á þremur stöðum, en tankur aldrei, en það er líka annar sem skrifar fréttina. í Mbl. 16. júní sl. er svo frétt sem nefnist : Tankbíll valt á Hafnarfjarðarvegi. Mynd fylgir og undir henni stend- ur: Tankbíllinn á hvolfi á Hafnarfjarðarvegi. Síðan segir: Tankbíll fullur af vatni valt á Hafnarfjarðar- vegi. Hvers vegna ekki: Fullur vatnsbíll valt? í OM eru vissulega no. tanki (tankur) og tankbíll. Engu að síður fer ævinlega betur að nota geymir og sam- setningar af því. - JAJ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.