Morgunblaðið - 02.09.1990, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.09.1990, Blaðsíða 26
flJJT lilltft'iifíiiiiilii'i tliitffltiflii HiiiHiiflIi'li í/I 1 OGGi 5I33M3T432 I í'T'riA fi ÉQ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 1990 ~r _ MORGÚNBLAÐIÐ SUNNÚDAGUR 2. SEPTEMBER 1990 27 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri Árvakur, Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst IngtJónsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðalstræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftargjald 1000 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 90 kr. eintakið. Frjálst flug A IReykjavíkurbréfi Morgunblaðs- ins var hinn 18. ágúst sl. fjallað um flugsamgöngur milli Islands og annarra landa og þar sagði m.a.: „Augljóst er, að framtíð Arnarflugs er mjög ótrygg um þessar mundir og alla vega er ljóst, að forráða- menn fyrirtækisins verða að gera hlutina upp á einn eða annan veg, annað hvort að tryggja viðunandi rekstur þess eða horfast í augu við aðrar staðreyndir." Stjórnendur Arnarflugs hafa nú sjálfír tekið af skarið um, að ekki væri hægt að bjóða farþegum og öðrum viðskiptavinum upp á þá óvissu, sem ríkt hefur um flug- rekstur félagsins um nokkurt skeið, þegar óljóst hefur verið frá degi til dags, hvort flogið yrði næsta dag. Þeir hafa óskað eftir því við samgönguráðherra, að Arnarflug verði leyst undan skyldum sínum í áætlunarflugi um skeið og hefur ráðherra falið Flugleiðum að ann- ast það flug í tvo mánuði. Þann tíma hyggjast Amarflugsmenn nota til þess að kanna gmndvöll fyrir endurskipulagningu félagsins. Framtíð Arnai-flugs er mál út af fyrir sig en annað og stærra mál er stefnan í flugsamgöngum okkar íslendinga yfirleitt. í fyrr- nefndu Reykjavíkurbréfi sagði einnig: „Sú var tíðin, að hér voru rekin tvö myndarleg flugfélög, Flugfélag íslands og Loftleiðir. Niðurstaðan af harðri samkeppni þeirra í milli m.a. á flugleiðum milli íslands og Norðurlanda var sú, að hvorugt þeirra gæti lifað þá samkeppni af og þess vegna voru þau sameinuð. Niðurstaðan af ein- okun Flugleiða var megn óánægja neytenda, sem leiddi að lokum tii þess, að Arnarflug hóf áætlunar- flug og veitti Flugleiðum þar með nokkra samkeppni. En um leið og menn sjá fram á minnkandi sam- keppni í miililandaflugi m.a. vegna hugsanlegrar eignaraðildar SAS að Flugleiðum hljóta að vakna spurn- ingar um, hvernig hagur neytenda verði tryggður." Fyrir allmörgum árum voru af- numdar hvers kyns hömlur á áætl- unarflug með farþega í Banda- ríkjunum. Evrópubandalagið hyggst fylgja í kjölfarið eftir nokk- ur misseri. Frjáls samkeppni í flugi er jafn eðlileg og fijáls samkeppni á öðrum sviðum viðskipta- og at- hafnalífs. Á undanförnum árum hafa forystumenn í íslenzku at- vinnulífi eindregið hvatt til þess, að við íslendingar aðlögum okkur þeim breytingum, sem eru að verða innan Evrópubandalagsins, þannig að íslenzkt atvinnulíf búi við sömu starfsskilyrði og atvinnufyrirtæki í Evrópubandalagslöndum. Sú krafa er jéttmæt. í ljósi þessarar þróunar virðist véra tímabært, að stjórnvöld hætti þeim afskiptum af millilandaflugi, sem felast í leyfisveitingum til flug- félaga. Á þeim vettvangi á fijáls samkeppni að blómstra ekki síður en annars staðar. Verði niðurstaða slíkrar samkeppni, að eitt flugfélag verði ríkjandi á markaðnum, getur heldur enginn talað um einokun. Oft hefur verið sagt, að enginn grundvöllur væri fyrir því að reka tvö millilandaflugfélög hér á landi. Þess vegna væri nauðsynlegt fyrir okkur íslendinga að sameinast um eitt flugfélag til þess að tryggja samgöngur til og frá landinu í lofti. Nú eru miklar breytingar að verða í þessum efnum sem öðrum og áform um að selja SAS umtals- verðan hlut í Flugleiðum valda því, að þessi rök vega ekki jafn þungt og áður. Þess vegna fer bezt á því, að markaðurinn fái að ráða. ISLEND- • ingar hafa ávallt litið til með fá- tæku fólki og jafnvel haft einskonar örygg- isnet frá fornu fari. Þannig er talað um matargjafir til fátækra manna í Árna sögu byskups og yfirvöld voru þá eitthvað að hugsa til ómaganna. Árni byskup og Loðinn leppur urðu tilaðmynda á eitt sáttir um fram- færslu ómaganna og náðu sam- komulagi um ómagaeyrinn, einsog rakið er í þessari byskups sögu. FRJÁLSHYGGJUMENN •verða að gera sér ljóst, ef þeir vilja ná einhveijum árangri og bijóta kenningum sínum leið innfyr- ir þjóðarskelina, að íslendingar líta ekki við ómenguðum erlendum kenningum. Ég veit ekki, hvort þeim tekst að skapa íslenzka fijáls- hyggju sem hentar þessu litla sam- félagi, en undir því er gifta þeirra komin. Fastheldni á hráar erlendar kenningar mun duga þeim skammt. Markaðurinn er að vísu allsstaðar sjálfum sér líkur, en umhverfið er ólíkt í hinum ýmsu löndum. Ungum fijálshyggjumönnum væri hollt að draga ályktanir af sögu Sjálfstæðis- flokksins, kynna sér hugsjónir þeirra samvinnumanna, sem trúðu á íslenzkt framtak og mikilvægi fijálsrar verzlunar eins og Jón for- seti gerði og gleyma ekki mannúð- arkjarnanum í boðskap lýð- ræðisjafnaðarmanna. Þá ætti þeim að takast að sveigja erlenda fijáls- hyggju undir kröfu íslenzks samfé- lags með sama árangri og íslenzk- um rithöfundum hefur ávallt tekizt að breyta erlendum áhrifum í mikil- vægar íslenzkar bókmenntir. Jónasi tókst meira að segja að yrkja Hæni uppá íslenzku, svoað engum dettur þýzka rómantíkin í hug þegar þeir lesa „þýðingarnar". En þannig á íslenzk fijálshyggja, eða gamalgróin sjálfstæðisstefna öðru nafni, vel við hér á landi. Hún er okkur nærtækur veruleiki en engin draumsýn eða tálvon. Ein- staklingurinn heldur sínu og má nú jafnvel hafa hund með aðhaldi. Velferðar- störfum er vel sinnt í Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar og víða annarsstaðar og af sjálfstæðum aðilum um allt land, en á það ætti að leggja meiri áherzlu en hingaðtil, svo mik- ilvægt sem framlag einstaklinga er í baráttu okkar fyrir betra þjóðfé- lagi. Við þurfum að leggja miklu meiri áherzlu á viðleitni einstakl- inga í velferðarmálum og laða hana betur að íslenzkum aðstæðum en gert hefur verið. Það væri að minni hyggju íslenzk fijálshyggja í verki, og hafa slík samtök nú þegar unn- ið ómetanlegt starf að velferðarmál- um. (Hjartavernd, SVFÍ, Rauði krossinn, Barnaheill, Hringurinn, krabbameinsfélög, SÁÁ, Vernd, SÍBS, DAS, samtök fatlaðra og la- maðra, þroskaheftra o.s.frv.) Þetta starf er ódýrara en opinber þjón- usta. Það stuðlar að minni útgjöld- um ríkis- og sveitarfélaga. „Fijáls félagasamtök og framlag einstakl- inga eru mikilvægur skerfur til líknar- og heilbrigðismála,“ segir í forystugrein í Morgunblaðinu, „og ætti fremur að auka slíka starfsemi en draga úr henni.“ Það er mikilvægt menn geri sér grein fyrir þessu. HANNES PÉTURSSON • skáld sagði í sjónvarpsvið- tali hann væri einna helzt borgara- legur alþýðusinni, ef hann ætti að skipa sér í flokk. Svona er hægt að taka til orða á íslandi en hvergi annarsstaðar. Mér er nær að halda Jónas frá Hriflu, Ólafur Thors, Ragnar í Smára og Bjarni Bene- diktsson hefðu getað tekið svona til orða án þess það hljómaði einsog falskur tónn. Rockefeller hefði orðið að athlægi bæði í sínu kapítalíska umhverfi og annarsstaðar, ef hann hefði tekið sér svona setningar í munn. Hér eru engir auðmenn sem eru öfundsverðir í raun og veru. Hér þarf enginn að hafa vonda sam- vizku. Hér eru nóg gæði handa öll- um, ef öryggisnetið er í lagi. Við lifum einfaldlega í þjóðfélagi sem býður ekki uppá mikil auðæfi á al- þjóðavísu. Hér eru allir með nefið niðri í hvers manns koppi. í Tilraun um manninn vitnar Þorsteinn Gylfason til orða sem Ragnar í Smára sagði við hann og fela í sér mikilvæga ábendingu: „Ef ekki má aka seglum eftir vindi, hvernig í ósköpunum á þá að sigla?“ Ragnar hefur þessi vísdómsorð eftir föður sínum og minnist ég þess að hafa heyrt hann komast eitthvað svipað að orði. Sá tækifær- issinni sem bjó þetta orðtak til hafði reynsluna við að styðjast. Vindurinn var þessum gömlu körlum eina til- tæka orkan. Þetta er því raunsæ afstaða og engin hentistefna. En tímarnir breytast, þ.e.a.s. tæknin breytir lífí okkar. Það eru raunvís- indamennirnir sem hafa breytt heiminum, ásamt athafnamönnun- um. Það eru afrek einstaklinga sem sköpum skipta. En reynsla og sam- eiginlegt átak margra geta oft lyft Grettistaki. Leifur fór ekki einn til Vínlands. En hann átti ekki heldur höfundarrétt á hugmyndinni. Og það var Kólumbus, sem opnaði álf-. una fyrir umheiminum. Sjálfur tel ég mig borgaralega sinnaðan eins og Hannes Pétursson. Það er einfaldlega ein af ástæðun- um fyrir því ég þoli ekki annað en rúmgott þjoðfélag og örvandi um- hverfi, þjóðfélag einstaklingsins og frelsis hans, þ.á m. frelsis til sér- eignar án þess mér detti í hug þetta frelsi leiði óhjákvæmilega til sér- hyggju, sem birtist í svo mörgum myndum. Hún þarf ekki endilega að standa í sambandi við eignina. Hún getur einfaldlega verið skap- gerðareinkenni. En í þessu samfé- lagi á að efla menntir og menningu af almannafé, ekki sízt ungt sjón- varp og kvikmyndalist. Hollending- ar veija sitt land gegn ásókn hafs- ins með sérstökum varnargörðum. Tunga okkar og menning þurfa nú fremur á að halda skipulegum vörn- um en nokkru sinni fyrr. Það verð- ur ekki gert án aðildar ríkisvalds- ins. Og það kostar peninga. M. (meiríi næsta sunnudag.) HELGI spjall Byggðamál hafa verið töluvert til umræðu undanfarið, einkum í tengslum við ákvörðun- ina um athafnasvæði nýs álvers, sem beðið er með vaxandi eftirvæntingu. Ekki er alveg ljóst, hvernig staðið verður að þessari ákvörðun á vegum stjórnvalda. Ætlar Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra að taka af skarið? Á að láta eigendur nýja álversins alfarið um að taka þessa ákvörð- un? Verður hún borin undir ríkisstjórn? Eða Alþingi? Þegar tekið er mið af því, hve langt viðræðurnar um nýjan álsamning sýnast komnar, er undarlegt, svo ekki sé kveðið fastar að orði, að ákvörðunin um staðar- val skuli dregin jafn lengi og raun ber vitni. Vekur þetta meðal annars grunsemd- ir um að innan ríkisstjórnarinnar eigi að nota staðinn sem skiptimynt í pólitískum hrossakaupum á lokastigi málsins. Misvísandi yfirlýsingar ráðherra undan- farið um búvörusamning, loftferðasamn- ing við Sovétríkin, breytingar á eignarað- ild að Islenskum aðalverktökum, Evrópu- málefni og álmálið gefa til kynna að ráð- herrarnir séu að skapa sér vígstöðu hver gagnvart öðrum. Um leið og þessar deilur verða háværastar milli ráðherra Alþýðu- flokksins annars vegar og Alþýðubanda- lagsins hins vegar, leggja deiluaðilar beint og óbeint áherslu á, að þeir ætli að halda samstarfi sínu í ríkisstjórninni áfram eftir næstu kosningar, fái þeir til þess stuðn- ing. Ríkisstjórnin hefur þannig á sér hefð- bundið yfirbragð vinstri stjórnar, þar sem ráðherrar deila um stórt og smátt fyrir opnum tjöldum. Hins vegar ætla ráðherr- arnir nú að afsanna kenninguna um að hinn gamli sundurlyndisfjandi standi vinstra samstarfi fyrir þrifum með því að ríkisstjórnin sitji þó út allt kjörtímabilið og fyrirheit sé gefið um samstarf að kosn- ingum loknum. Engin vinstri stjórn hefur getað starfað hér saman í fjögur ár samfellt, þær hafa allar sprungið á limminu. Þótt ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar sitji fram í apríl 1991 nær hún því ekki að hafa verið samfellt við völd í fjögur ár. í fyrsta lagi var hún mynduð þegar 14 mánuðir voru liðnir af kjörtímabilinu. í öðru lagi þurfti að hressa upp á stjórnina með því að bæta ráðherrum úr Borgaraflokknum í hana. „Afrekið" sem ráðherrarnir eru að reyna að vinna felst í því að hindra að stjórnin springi áður en kjörtímabilið er á enda í apríl næstkomandi. Deilurnar innan stjórnarinnar og sú staðreynd að ráðherrar telja sér það til sérstaks gildis, að þeir hafi úrslitavald um einstaka málaflokka og þurfi ekki að ráðg- ast um þá við samstarfsmenn sína, valda því að lokum að tortryggni kemur í veg fyrir eðlilega stjórnarhætti. Um það er ekki deilt að lögformlega hafa ráðherrar lokaorðið um málefni hver á sínu vald- sviði. í samsteypustjórnum er hins vegar óhjákvæmilegt að taka ríkt tillit til sjónar- miða samstarfsflokka í ákveðnum mála- flokkum (Alþýðubandalaginu hefur þó ávallt verið haldið utan ákvarðana er snerta varnarsamstarfið og hafa utanríkis- ráðherrar Alþýðuflokksins jafnan talið sér skylt að halda þannig á málum eins og Benedikt Gröndal sagði tæpitungulaust þegar hann var utanríkisráðherra 1978 til 1979), sé hætt að sýna að þessa tillitssemi leiðir það aðeins til spennu, sem getur hæglega kallað fram sprengingu. í UPPHAFI Reykjavíkurbréfs var vikið að miklum umræðum um byggðastefnu í tengslum við álmál- ið. Sumir telja að það sé byggðaþró- un fyrir bestu að álverið rísi ekki í ná- grenni Reykjavíkur; aðrir segja að verði álverið reist þar aukist krafan frá lands- byggðinni um framlög úr opinberum sjóð- Skilgrein- ingá byggða- stefnu REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 1. september um eða frá skattgreiðendum. Niðurstaðan er sem sé sú, að hvernig sem á málið er litið leiði nýtt álver til breytinga á byggða- stefnunni og kosti útgjöld vegna hennar. Nýlega birtist hér í blaðinu grein eftir Snjólf Oskarsson, sérfræðing hjá Raunvís- indastofnun háskólans. Segir höfundur greinina lið í tilraun sinni til að komast að því, hvort þjóðin geti náð almennu sam- komulagi um byggðastefnu og sé þá átt við þá stefnu í víðum skilningi. Hann seg- ir einnig, að fram að þessu hafi ekki verið til nein skilgreind byggðastefna en ýmsar framkvæmdir og fjárveitingar rökstuddar með markmiðum um jafnvægi í byggð landsins. Telur hann réttilega, að margar afar mikilvægar ákvarðanir séu teknar með beinni eða óbeinni tilvísun til byggða- stefnu og nefnir staðarval fyrir álver, gerð jarðganga, búvörusamning og stofnun háskóla á Akureyri og uppbyggingu menntakerfísins almennt. Höfundur hvetur lesendur til að taka þátt í því með sér að skilgreina, hvað skuli felast í byggða- stefnu. Hann ýtir úr vör með því að setja fram tillögu að hugsanlegum markmiðum byggðastefnunnar. Þar segir: „Æðsta markmið. Á íslandi búi ánægð þjóð um alla framtíð. Til að ná þessu markmiði þarf að ná undirmarkmiðunum: 1. Efnahagsleg afkoma flestra einstakl- inga sé ekki lakari hér en í nágrannalönd- unum. 2. íslensk menningvarðveitistogeflist. 3. Þjóðfélagið sé réttlátt." Við hljótum öll að vera sammála um það, sem hér er sagt. Sú spurning leitar hins vegar á hugann hvort orðin í æðsta markmiðinu „um alla framtíð“ séu þörf eða óþörf. Er verið að gefa til kynna með þeim, að tillögumaður óttist, að Island allt kunni að leggjast í eyði? Getur verið að undir niðri blundi sú tilfinning hjá íslensku þjóðinni allri, að búseta hennar í landi sínu sé aðeins tímabundin? Myndi til dæmis meginlandsþjóð eins og Frökkum nokkurn tíma detta í hug að réttlæta byggð í landi sínu með því að taka fram, að hún ætti að vera þar „um alla framtíð“? Eða er til- lögusmiður að gefa til kynna, að hann geti með því að hanna rétta byggðastefnu stuðlað að því a,ð íslendingar verði ánægð- ir í landi sínu „um alla framtíð"? Er þessi ánægja forsenda fyrir því að landið sé byggt? Þegar íslensk byggðamál eru rædd kann sú skoðun að eiga rétt á sér, að landauðn verði á íslandi; héðan flytjist allir. Hug- myndin um að íslendingar skyldu fluttir á Jótlandsheiðar hafi tekið sér fasta bólsetu í þjóðarsálinni. Hér skal því haldið fram, að ekki sé ástæða til að nálgast vandamál- ið frá þessari hlið; ísland hafi upp á svo margt og mikið að bjóða, að ekki sé hætta á því að héðan flytjist allir nema náttúru- öflin verði svo óblíð að landið verði ekki lengur byggilegt. Áréttingin um að á fslandi búi ánægð þjóð um alla framtíð felur ekki í sér að „allt“ landið sé í byggð. Raunar kann það að vera forsenda fyrir ánægju þjóðarinnar með að búa í landinu, að byggðin dragist meira saman, þannig að fleiri séu í þéttbýli. ÞEGAR RÆTT ER um þetta „æðsta markmið" íslenskr- ar byggðastefnu, það er, hvort landið sé byggt eða ekki, er ljóst, að saman- burður er gerður við önnur lönd. Lífskjör mega ekki vera verri hér en í öðrum löndum. Við höfum hins vegar vanist því í umræðum um byggðamál, að þau snúist um togstreitu á milli höfuðborgarsvæðis og landsbyggðar eða þéttbýlis og dreifbýlis. í ræðu sem Haukur Halldórsson, formaður Stéttar- sambands bænda, flutti við upphaf aðal- fundar þess á miðvikudag, ræddi hann um áhrif breytinga á GATT-samkomulaginu og samninga Evrópubandalagsins (EB) og Fríverslunarbandalags Evrópu (EFTA) á Byggða- stefna í al- þjóðlegu umhverfi Morgunblaðið/KGA íslenskan landbúnað. Hann sagði meðal annars: „Við höfum fram til þessa ekki gefið mikinn gaum að þróun þessara mála, en ég tel hins vegar að aðstæður séu nú svo breyttar að það væri ábyrgðarleysi að fylgjast ekki náið með þessari framvindu. Það væri óraunsæi að horfa fram hjá mögulegum áhrifum þessarar þróunar á starfsumhverfi íslensks landbúnaðar á næstu árum. Það er þó trú mín að framtíð íslensks landbúnaðar ráðist ekki fyrst og fremst af niðurstöðum alþjóðasamninga heldur sé okkur meiri hætta búin af skammsýnum íslenskum stjórnmálamönn- um sem einungis taki mið af stundarhags- munum en skynja ekki mikilvægi landbún- aðarins til lengri tíma litið.“ Því ber að fagna að formaður Stéttar- sambandsins skuli leggja jafn mikla áherslu og hann gerir í þessum orðum á, að íslenskur landbúnaður verði að laga sig að breyttum alþjóðlegum aðstæðum. Að- lögun að þeim getur einmitt verið leiðin til að losa bændur undan því að eiga allt sitt undir „skammsýnum íslenskum stjórn- málamönnum“. Alþjóðasamningar um fijáls viðskipti setja yfirleitt skorður við íhlutunarrétti stjórnmálamanna og stuðla að því að almenn skilyrði skapist sem stuðla að hæfilegu jafnræði og losa aðila um leið undan geðþóttaákvörðunum. Margir stjórnmálamenn eru einfaldlega á móti slíkum samningum vegna þess að þeir sjá, að með þeim afsala þeir sér valdi og áhrifum. Er nauðsynlegt að hafa þessa staðreynd í huga þegar rætt er um sérstöðu og und- anþágur, sem eru okkur íslendingum eink- ar kærar í alþjóðlegum samskiptum með vísan til einhæfs atvinnulífs, fámennis og fjarlægðar frá öðrum löndum. Verndin sem á að felast í undanþágunum getur oft snúist í ofstjórn sem heftir eðlilega þróun og vöxt. VIÐ SJÁUM ÞAÐ best á þróuninni í Austur-Évrópu, hve skjót umskiptin geta orðið, þegar skrefið er stigið frá ofstjórn til fijáls- ræðis. Þjóðirnar þurfa í raun að hefja uppbyggingu á at- vinnulífi sínu frá grunni. Samlíkingin við breytingu á vinstri umferð yfír í hægri umferð á fullan rétt á sér. Það dettur engum í hug að framkvæma slíka breyt- ingu á þann hátt, að ekið sé hægra megin á sumum götum en ekki öðrum. Slíkt hálfkák leiðir til slysa og skapar marg- víslegar hættur. Hugmyndinni um að unnt sé að samhæfa miðstýrt efnahagskerfi marxista og fijálst efnahagslíf hefur alls staðar verið hafnað. Menn verða að hafa þrek til að stíga skrefið til fulls. I ríkjum þar sem jafnvægi hefur skapast á milli einkarekstrar og mikillar tekjujöfnunar á vegum ríkisins, eins og í Svíþjóð, eiga sjón- armið jafnaðarmannanna undir högg að sækja. Sænskur sósíalismi er ekki þriðja leiðin sem nýfijálsu þjóðirnar í A-Evrópu velja sér sem fyrirmynd. Forystumenn þeirra fara fremur í smiðju til Hayeks og Friedmans. í Sovétríkjunum hafa farið fram viðræð- ur milli Mikhaíls Gorbatsjovs, forseta Sov- étríkjanna, og Boris Jeltsíns, forseta Rúss- lands, um mótun nýrrar efnahagsstefnu. Var skýrt frá því á miðvikudag, að þeir hefðu náð samkomulagi um meginstefn- una og er hún nær frjálsræðissjónarmiðum Jeltsíns en þeirri efnahagsstefnu sem hef- ur verið kennd við Níkolaj Ryzhkov og Gorbatsjov hefur stutt. Gorbatsjov er hins vegar dæmigerður miðjumaður er fylgir hentistefnu til að halda völdum. Æ fleiri hallast hins vegar að því að völd Gorb- atsjovs séu meiri í orði en á borði. Nýlega birtist forystugrein í hinu virta franska dagblaði le Monde, sem bar yfir- Stíflan brestur í Sovét- ríkjunum skrift er vísaði til þess að Sovétríkin væru einvörðungu fræðilegt fyrirbæri (URSS, une Union théorique). Þar eru færð þau rök fyrir þessari skoðun, að fimm (af fimmtán) lýðveldum Sovétríkjanna — Lit- háen, Lettland, Eistland, Georgía og Arm- enía — hafi lýst yfir sjálfstæði sínu. Átta lýðveldi hafi lýst yfír fullveldi sínu: Rúss- land, Azerbajdzhan, Úzbekístan, Túrk- menístan, Tadzhíkístan, Moldavía, Hvíta- Rússland og Úkraína. Þau tvö lýðveldi sem eftir eru heita Kazakhstan og Kírgízía. í hinu fyrrnefna eru miklar gas- og olíulind- ir og Kazakhstan var í hópi þeirra lýðvelda sem voru fyrst til að lýsa yfir efnahags- legu sjálfstæði. í Kírgízíu er á döfínni að lýsa yfir fullveldi. Um leið og slakað er á miðstjórninni í Sovétríkjunum þurfa ráðamenn ekki ein- vörðungu að takast á við ný viðfangsefni í efnahagsmálum heldur standa þeir frammi fyrir upplausn'ríkisins sjálfs. Há- tíðlegar yfirlýsingar um framtíð Sovétríkj- anna og ævarandi hlutverk þeirra hafa reynst marklausar, af því að þær byggð- ust á alræði og kúgun. í Armeníu hafa þeir atburðir gerst, að stjórn lýðveldisins hefur komið sér upp eigin herafla og lýst yfir neyðarástandi og útgöngubanni í landinu til að hafa hem- il á ofbeldismönnum. í Úkraínu búa 50 milljónir manna og stjórnvöld þar hafa hvatt hermenn þaðan og löggæslumenn sem starfa víðsvegar um Sovétríkin að snúa aftur til ættlands síns og veitt þeim frest fram í desember næstkomandi. Le Monde segir, að þetta sýni, að hvarvetna sé sovéskt vald á undanhaldi. Lýðveldin séu tekin til við að rækta beint samband sín á milli án þess að fara í gegnum mið- stjórnina í Moskvu. Er ljóst að á næstu vikum og mánuðum verðum við vitni á umbyltingu á sovéska heimsveldinu. Þegar stíflan brast í Sov- étríkjunum hrundi ríkið sjálft í sinni núver- andi mynd. „Þegar íslensk byggðamál eru rædd kann sú skoðun að eiga rétt á sér, að land- auðn verði á Is- landi; héðan flytj- ist allir. Hug- myndin um að ís- lendingar skyldu fluttir á Jótlands- heiðar hafi tekið sér fasta bólsetu í þjóðarsálinni. Hér skal því haldið fram, að ekki sé ástæða til að náig- ast vandamálið fráþessarihlið.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.