Morgunblaðið - 02.09.1990, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 1990
HEFUR SANNAfl AÐ
HANN ER NÖMER EITT
Texti og myndir: JÓHANNA KRISTJÓNSDÓniR
„ VIÐ skiptum ekki þessum gjaldmiðli, hann
er ekki skráður lengur,“ sagði maðurinn í
bankanum í Kaíró þegar ég dró nokkra jórd-
anska dínara upp úr veskinu mínu og bað um
egypsk pund í staðinn. Ég rak upp stór augu
og spurði hvenær því hefði verið hætt. „Það
eru nokkrar vikur síðan,“ sagði maðurinn og
glotti við tönn. „Kannski síðan Jórdanir lýstu
stuðningi við Saddam,“ sagði ég. „Gæti hugs-
ast,“ sagði hann. „Inshallah skiptum við þess-
um gjaldmiðli seinna, þegar Jórdanir hafa
áttað sig á hvað þeir tefla í mikla tvísýnu.“
Dagar í Kaíró og í
brúðarbíl á ílugvöllinn
etta var fyrsta dag-
inn í Kaíró og ég
varð strax vör við
úlfúðina í garð
Jórdana og áður
en ég fór í dag-
vissa ferð mína í
viðkomandi utan-
ríkisráðuneyti til að reyna að fá út
úr ráðamönnunum einhver opinber
ummæli. Þrátt fyrir góðan vinskap
milli Jórdana og Egypta oft og ein-
att gegnum stríðar tíðir eða
kannski einmitt vegna þessarar vin-
áttu eru Egyptar nú beiskir í garð
þeirra fyrrnefndu og finnst þeir
hafa brugðist illilega.
Myndir af Mubarak eru komnar
í stað Sadats sem horfði á mig hér
fyrir áratug. Athyglisverð þessi
árátta arabahöfðingja að þurfa að
dreifa risastórum máluðum mynd-
um af sér út um allt. Þeir ættu
ekki að þurfa að minna á sig, nánd
þeirra fer ekki framhjá neinum.
Persónudýrkun á Mubarak Egypta-
landsforseta hefur þó gengið nokk-
uð treglega þangað til nú. Nú líður
fagnaðarstuna frá egypskum
bijóstum þegar á hann er minnst.
„Hann bjargar þessu öllu við.
Hann útvegar þeirri einu og hálfu
milljón Egypta, sem nú snúa heim
frá Irak og Kúvæt slyppir og snauð-
ir, atvinnu," sagði Nabil kunningi
minn þegar við vorum á leiðinni í
utanríkisráðuneytið. Ég sagði:
„Gæti það ekki orðið snúið í landi
þar sem atvinnuleysi er alvarlegt
vandamál fyrir." Nabil hristi höfuð-
ið: „Mubarak hefur ráð undir rifi
hveiju. Þegar þú hefur talað við þá
í ráðuneytinu skal ég fara með þig
niður í gamla bæ og þú skalt heyra
hljóðið í fólkinu þar. Þú getur bók-
að að allir trúa á Mubarak."
Hefur Mubarak ekki látið leika
á sig? sagði ég við talsmanninn í
utanríkisráðuneytinu eftir að mér
hafði verið vísað fram og aftur um
húsakynnin. Ég hefði ekki orðið
hissa þó mér hefði verið varpað á
dyr, en maðurinn stillti sig og
sagði að í þessu stórmáli hefði
„Taktu af mér mynd með bræðrum mínum,“ sagði Nabil.
“..árum saman höfum við hæðst að honum í laumi;
á kaffihúsum basarana hefur hann verið uppnefndur.."