Morgunblaðið - 02.09.1990, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ UTVARP/SJONVARP SUNNUDAGUR 2.*SEPTEMBER 1990
49
Valgerður Matthíasdóttir hefur umsjón með þættinum Máttur
huglækninga sem er á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld.
Stöð 2:
Máttur huglækninga
BH Eru svonefndar huglækningar aðeins sefjun eða er um
30 raunverulegar lækningar að ræða? Getur hugarorkan unn-
ið bug á ýmsum sjúkdómum án þess að til læknisaðgerða
þurfi að koma? Er hún nauðsynlegur fylgifiskur til að læknisaðgerð-
ir beri árangur? Þessar og margar fleiri spurningar koma upp þegar
þetta efni ber á góma. I þættinum í kvöld verður fjallað um upp-
gang huglækninga í Bretlandi en þar hefur þetta olnbogabarn lækna-
vísindanna átt sívaxandi tiltrú að fagna að undanförnu. Að lokinni
sýningu bresku myndarinnar spjallar Valgerður Matthíasdóttir við
Guðmund Einarsson verkfræðing, Guðrúnu Óladóttur reikimeistara
og Hallgn'm Þ. Magnússon lækni um þáttinn og gildi huglækninga
almennt.
Rás 1;
Djasskaffið
■i Djasskaffið, sem verður á dagskrá Rásar 1 á sunnudögum
00 nú í september, er í umsjón Ólafs Þórðarsonar. í þáttinn
segist Ólafur ætla að fá til sín íslenska og erlenda djassmú-
síkanta, sem bæði munu leika íslensk og erlend lög. Ólafur hefur
þegar mælt sér mót við Ólaf Stephensen, Blossom Dearie og_ Guð-
mund Ingólfsson, sem verða gestir hans í dag. Einnig segist Ólafur
eiga von á öðrum gestum sem spjalla munu við hann um heima og
geima, en einkum þó djassmúsík.
Sjónvarpið:
Leiksoppur
örlaganna
■i Sjónvarpið sýnir í kvöld nýtt breskt sjónvarpsleikrit sem
15 nefnist Leiksoppur örlaganna. Þar segir frá því er sölumað-
urinn Teddy Rose kemur til hjálpar manni sem stunginn
hefur verið sautján sinnum með eggjárni og tekst að bjarga lífi hans.
Við rannsókn snúast málin hins vegar þannig að bjargvætturinn er
grunaður um að hafa framið ódæðið og þarf að sanna sakleysi sitt
enda ber fórnarlambið að hann sé árásarmaðurinn.
Líf Teddys breytist í martröð, jafnvel vinir og starfsfélagar snúa
við honum baki og efast um sakleysi hans. Og þá er ekki allt talið
því Tennyson, sá sem stjórnar rannsókninni, dregur leyndarmál fram
í dagsljósið sem Teddy hefur falið í 25 ár og jafnvel kona hans
hafði ekki vitneskju um. Hver óheillaatburðurinn rekur annan sein
Teddy hefur enga stjórn á og líf hans virðist að hruni komið. Og
enn eru ekki öll kurl kominn til grafar.
HITAMÆLAR
d)feira@@®iní <&
Vesturgötu 16,
sími 13280.
hýtt símanúmer
auglýsingadeilda^
«0nn
18.00 Sveifla á sunnudegi. Djass, blús og stór-
sveitatónlist, gömul og ný.
19.00 Kvöldveröartónlist I helgarlok.
21.00 Helgarlok. Umsjón: Einar Magnús Magnús-
son.
24.00 Næturdagskrá Aðalstöðvarinnar. Umsjón:
Randver Jensson.
BYLGJAN
FM 98,9
9.00 í bltið. Haraldur Gíslason. Upplýsingar um
veður, færð og leikin óskalög.
13.00 Hafþór Freyr Sigmundsson. Fylgst með því
sem er að gerast I íþróttaheiminum og hlustend-
ur tekrrir tali.
18.00 Ágúst Héðinsson.
22.00 Heimir Karlsson og hin hliðin.
2.00 Freymóður T. Sigurðsson á næturvaktinni.
Fréttir eru sagðar kl. 10,12,14 og 16 á sunnu-
dögum.
EFFEMM
FM 95,7
10.00 JóhannJóhannsson.
14.00 Valgeir Vilhjálmsson.
19.00 Páll Sævar Guðjónsson.
22.00 Ragnar Vilhjálmsson.
1.00 Næturdagskrá.
STJARNAN
FM 102/104
10.00 Arnar Albertsson.
14.00 Á hvíta tjaldinu. Þáttur um allt það sem,er
að gerast I heimi kvikmyndanna. Umsjón: Ómar
Friðleifsson og Björn Sigurðsson.
18.00 Darri Ólason. Tónlist með kvöldmatnum.
Rokkeftirlitið hefur nú haft upp á nokkrum
bilskúrsböndum og verður þeim komið á fram-
færi i þessum þætti.
22.00 Ólöf Marín Úlfarsdóttir. Stjörnutónlist.
2.00 Næturvakt Stjömunnar. Bjöm.
ÚTVARP RÓT
FM 106,8
10.00 Sígildur sunnudagur. Klassísktónlist. Rúnar
Sveinsson.
12.00 Islenskir tónar i umsjá Garðars Guðmunds-
sonar.
13.00 Elds er þörf. Vinstrisósialistar.
14.00 Af vettvangi baráttunnar. Umsjón Ragnar
Stefánsson.
16.00 Um rómönsku Ameriku. Mið-Ameríkunefnd-
in. Kúba.
17.00 Erindi sem Haraldur Jóhannsson flytur.
17.30 Fréttir frá Sovétrikjunum i umsjá Mariu Þor-
steinsdóttur.
18.00 Gulrót. Guðlaugur Harðarson.
19.00 Upprót. örn Sverrisson.
21.00 í eldri kantinum. Sæunn Jónsdóttir.
23.00 Jazz og blús. Gísli Hjartarsson stjómar dæm-
inu alla leið frá Sviþjóð.
24.00 Nóttróbót.
Rás 1:
Kirkjutónlist
■■■ í Kirkjutónlistarþættinum í dag verður fluttur fyrsti þáttur
820 Óratoríunnar „Friður á jörð“ sem Björgvin Guðmundsson
samdi við ljóðaflokk Guðmundar Guðmundssonar. Björgvin
Guðmundsson var einn af merkari tónlistarmönnum þessa lands.
Hann starfaði fyrist í Vesturheimi, en settist síðar að á Akureyri
þar sem hann vann ævistarf sitt. Óratoría er mikið tónverk og
mætti kalla það söngsögu eða söngdrápu. Flytjendur þessa fyrsta
þáttar eru Svala Nielsen, Sigurveig Hjaltested og Hákon Oddgeirs-
son ásamt Söngsveitinni Fílharmóníu og Sinfóníuhljómsveit íslands.
Garðar Cortes stjórnar.
Rót:
Kaffikantatan
■■■ í þættinum „Sígildur sunnudagur" á útvarpi Rót ber að
1A 00 Þessu sinni hæst tónlist eftir fremsta tónskáld 18. aldarinn-
lv/ ar, sumir segja reyndar allra tíma, Johan Sebastina Bach.
Leikin verður ein af þekktari kantötum Bachs, hin svonefnda „Kaffi-
kantata" og einnig Brandenborgarkonsert nr. 5 í flutningi Kammer-
sveitarinnar í Stuttgart undir stjórn hins þekkta stjórnanda Karls
Múnchinger, sem lést sl. vor. Umsjónarmaður þáttarins er Jón Rúnar
Sveinsson.
Stöð 2:
Bemsku
brek
■■m Framhaldsþátturinn
on oo Bernskubrek
"V/ (Wonder Years),
sem áskrifendur Stöðvar 2
ættu að kannast við, hefur
göngu sína á ný í haustdag-
skránni. Framleiðendur þess-
ara þátta hafa ákveðið að
halda áfram framleiðslu þeirra
næstu tvö misseri að minsta
kosti. Fyrir skömmu hlaut
þátturinn sjö útnefningar til
Emmy verlauna.
Aðalsöguhetjan er drengur
á gelgjuskeiðinu og sjáum við
heimin frá sjónarhóli hans.
Drengurinn er leikinn af Fred
Savage sem útnefndur hveru
verið til ofangreindra verð-
launa.
Rás 1:
Tónlist
á sunnu
dags-
kvökli
■■■■■ Strengjakvartett í
OA 00 a-moll, op. 132, eftir
Ludvig van
Beethoven verður fluttur á Rás
1 í kvöld. Það er Amadeusar-
kvartettinn sem leikur þennan
strengjakvartett Beethovens
sem var fullgerður árið 1825,
eða um tveimur árum fyrir
dauða tónskáldsins. Þriðji
þáttur verksins ber yfirskrift-
ina „Heilög þakkargjörð þess,
er aftur nær bata“ en þar mun
Beethoven hafa verið að vitna
í þau erfiðu veikindi er hann
átti við að stríða fyrr á árum.
YPIS
i fæst ókeypis milli kl. 10-16 alla daga
sem opiöergegn framvísun þessa miða.
Gildir í 10daga frá dagsetningu.
SOLBAÐSSTOFAN SUNNA
,25280 - 101 Reykjavík
ósabekkir
N G U R
Gríptu tækifæríö!
GoldStar síminn
m/símsvara á aðeins
kr. 9.952.-
(stgr.,m/vsk).
• Sími og símsvari í einu tæki • Fjarstýraniegur án
aukatækja úr öllum tónvalssímum - hvaöan sem er «10
númera skammvalsminnl • Fullkomnar leiðbeiningar á
íslensku »15 mánaða ábyrgö* Póstsendum.
KRISTALL HF.
SÍMI 685750 - FAX 685159 - SKEIFAN 11B -108 REYKJAVÍK