Morgunblaðið - 02.09.1990, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 2. SEPTEMBER 1990
C 11
Trúarvakning: Marx víkur fyrir Múhameð.
Óleyfilegu blaði
dreift: öflugar neð-
anjarðarhreyfíngar.
Ólgan
breiðist út:
Tadsjíki og
hermenn í
Dúsjanbe.
Ogly: ný valdastétt.
heldur leiðir. Eins konar samvinna
hafi tekizt við Asjarum sjálfshjálp.
Reynt hefur verið að leysa tungn-
máladeilur með lögum um að þjóð-
tungurnar séu jafnréttháar rúss-
nesku, en umburðarlyndi yfírvalda
virðist takmarkað. í Úzbekistan
hafa útifundir verið bannaðir og
stuðningsmönnum Bírlík hefur verið
refsað, m.a. með brottrekstri nem-
enda. I Kirgizíu var fyrrum leiðtogi
Asjar sakaður um fjárdrátt og rann-
sókn hafin í máli hans, en dómur
ekki kveðinn upp. Einkafyrirtæki
hafa verið neydd til að hætta rekstri.
Bírlík hefur klofnað og stofnaður
hefur verið nýr flokkur, Erk (Frelsi),
undir forystu annars skálds, Erkíns
Vladíkhovs. Síðan hefur annar
flokkur bætzt við, Islamski flokkur-
inn, sem hvetur til stofnunar sjálf-
stæðs ríkjasambands islamskra
Mið-Asíulýðvelda. Fylgi hans eykst
og fullyrt er að afghönsku skæru-
liðaleiðtogarnir Gulbaddin Hek-
matyar og Ahmed Shah Masud
reyni að ná tangarhaldi á honum.
„Ef til vill tekst okkur að þrauka
og stofna stjómmálasamtök, ef við
komumst hjá árekstrum við yfir-
völdin og flokkinn," segir Kodjobaev
Adílbek Karaevitsj, núverandi leið-
togi Asjar. Nokkur helztu baráttu-
mál samtakanna nú eru efling
kirgízkrar menningar, takmarkanir
á innflutningi fólks, efnahagsleg
sjálfstjórn og fyllri vitneskja um
kúgun Rússa.
Beinn þrýstingur frá þjóðernis-
sinnum virðist hafa dvínað, en til-
slakanir kommúnistaflokka Mið-
Asíu kunna að bera vott um veik-
leika. Víst er að Rússar eru ugg-
andi um sinn hag og óttast að þjóð-
ernisólgan geti leitt til uppreisna
gegn aðkomufólki.
Rússar hræddir
í desember 1986 brutust út óeirð-
ir í Alma Ata, þegar Rússi var skip-
aður flokksleiðtogi í Kazakstan.
Síðan hefur verið veitzt að innflytj-
endum frá Kákasus, aðallega tyrkn-
esku fólki frá Mesket-héraði í Ge-
orgíu, sem Stalín flæmdi þaðan.
Uppþot gegn Tyrkjum blossuðu upp
í Tasjkent í janúar 1988, í Fergana-
dal um sama leyti og í fyrrasumar
og í Talgar í Kazakstan í febrúar.
Alvarlegustu óeirðirnar urðu í
Tadsjíkistan í febrúar. Orsökin var
orðrómur um að Armenar á flótta
frá Azerbajdzhan eftir óeirðirnar
þar væru komnir til Dúsjanbe.
Þijátíu féllu og sögusagnir mögnuðu
tortryggni á báða bóga. Fullyrt var
að Armenar yrðu látnir ganga fyrir
með húsnæði, þótt margir Tadsjíkar
svæfu í tjöldum eftir jarðskjálfta.
Rússum var sagt að morð á heiðingj-
um væru yfirvofandi.
Búrí Karímov, yfirmaður efna-
hagsmála, reyndi að nota ókyrrðina
til að ná völdunum af Kakhar Makh-
amov aðalritara, en var borinn ofur-
liði á miðstjórnarfundi. Nokkur þús-
und hermenn urðu um kyrrt í Dúsj-
anbe og vestrænum ferðamönnum
var bannað að fara til Tadsjíkistans.
Yfirvöldin reyndu að snúa vörn í
sókn. í Dúsjanbe voru skipulagðir
vopnaðir varðflokkar „sjálfboða-
liða“. Æskulýðshreyfingin Koms-
omol kom til liðs við tilraun fyrrver-
andi hermanna í samtökunum Rod-
ina (Föðurland) til að efla „alþjóð-
legt gildismat“ ungs fólks með hern-
aðarþjálfun og útilífi.
Sumir Rússar búsettir í Mið-Asíu
reyna að koma til móts við heima-
menn, m.a. með því að læra tungu-
mál þeirra, en þeir eru yfirleitt
hræddir. Flestir þeirra mundu fara
heim til Rússlands, ef þeir fengju
atvinnu og húsnæði. Gyðingar hafa
streymt frá Bokhara til Israels og
Volgu-Þjóðveijar frá Alma Ata til
Vestur-Þýzkalands.
Moskur spretta upp
Rússar óttast ekki síður hina
miklu islömsku trúarvakningu, sem
fylgir þjóðarvakningunni. Mikil um-
skipti hafa orðið á högum múham-
eðstrúarmanna á nokkrum mánuð-
um. Unnið er að því að endurreisa
margar moskur og fjöldi nýrra er í
smíðum. Trúarathafnir fara fram
fyrir opnum tjöldum og aðsókn að
trúarlegum menntastofnunum hefur
aukizt.
Nú stunda 125 stúdentar nám
við 500 ára gamlan klerkaskóla í
Bokhara, andlegri höfuðborg Mið-
Asíu. Fleiri trúarbragðaskólar verða
opnaðir. Eitt sinn voru 113 slíkir
skólar og 360 moskur í Bokhara,
en síðan 1917 hafa aðeins þijár
moskur fengið að starfa þar. Fyrri
hluta þessa árs voru 14 nýjar mosk-
ur opnaðar og trúaðir flykkjast að
gröfum helgra manna.
Nokkur hundruð pílagrímar frá
Mið-Asíu fara til Mekka í ár, fleiri
en nokkru sinni síðan 1917. Eftir-
spurn eftir Kóraninum hefur aukizt,
en skortur er á honum. Saudi-Arab-
ar munu hafa sent eina milljón ein-
taka til Tasjkent, en þeim hefur
ekki verið dreift. Almenningur vill
lesa þýðingar á Kóraninum og unn-
ið er að því að þýða hann.
Staða múhameðstrúarmanna í
Mið-Asíu styrktist þegar illa þokk-
aður mufti þeirra í Tasjkent var
settur af eftir friðsamleg mótmæli
í febiúar 1989. Eftirmaður hans,
Múhammeð Sadeq Mamajúsupov,
vinnur að eflingu trúarbragðastofn-
ana og hefur fengið veraldleg yfir
völd til að láta af hendi helga staði
og minjar. „Á hveijum degi rís ný
moska og þær eru orðnar 30 í Tasjk-
ent einni,“ segir Sadeq, sem hefur
átt sex fundi með Gorbatsjov á einu
ári.
Um síðustu áramót lét af störfum
hlýðið trúarráð í Tasjkent, sem hafði
farið með yfirstjórn islamskra tiú-
mála í Sovétríkjunum. Um leið lét
metnaðargjarn trúarleiðtogi (qasí) í
Alma Ata, Radbek Nísanbaj, kjósa
sig „stór-múfta“ Kazakstans og
setti á fót sjálfstætt trúarráð. Hann
hefur treyst völd sín með stuðningi
við hreyfingar kjarnorkuandstæð-
inga og umhverfisverndarsinna í
Kazakstan. Hörð samkeppni ríkir
milli hans og Sadeqs, ekki sízt í
neðanjarðarhreyfingum múhameðs-
trúarmanna.
Ótti við bókstafstrú
Tiúarleg leiðsögn múhameðstrú-
armanna er í höndum klerka eins
og Khezret Khuly Khan Ogly, im-
ams í Asjkhabad, sem stundaði
byggingarvinnu og stjórnaði leyni-
legum bænasamkomum þar til í
fyrra. Hann og aðrir trúarleiðtogar
miðla málum í deilum andstæðra
hópa múhameðstrúarmanna og
hann gætir þess að eiga vinsamlegt
samband við túrkmenska flokkinn.
Yfirmenn trúmála eru ekki lengur
flokksþrælar og nýta sér nýfengin,
pólitísk áhrif. Hingað til hafa þeir
ekki ógnað flokknum, heldur hjálpað
Gorbatsjov með því að halda bók-
stafstrú í skefjum. Þeir eru óðum
að verða ný, pólitísk valdastétt.
Eftir óeirðirnar í Bakú í janúar
varaði Gorbatsjov við „islamskri
bókstafstrú". Rússar óttast að hún
breiðist út um alla Mið-Asíu og að
bein, pólitísk afskipti múhameðstrú-
armanna hafi í för með sér heilagt
stríð, jihad. Aukin sjálfstjórn í
stjórnmálum og menningarmálum
hefur virzt eina ráðið til að koma í
veg fyrir að islömsk trúaivakning
leiði til þess að öflug stjórnmála-
hreyfing myndist.
Talið hefur verið að ef pólitískir
og trúarlegir straumar sameinist
muni það fyrst gerast í Fergana-
dal, þar sem fólki af ýmsu þjóðerni
ægir saman. Hundrað féllu þar í
óeirðum í júní. Islamski flokkurinn
virðist standa vel að vígi í dalnum,
en hann er óskrifað blað.
Slíkur samruni kynni líka að falla
í góðan jarðveg hjá Tadsjíkum, sem
eru skyldir fólki í Norður-Afghanist-
an. KGB segir að afghanskir skæru-
liðar, vestrænar leyniþjónustur og
sú pakistanska hafí reynt að æsa
til tiúarlegra uppreisna í Tadsjíkist-
an.
Samtyrkneska hugsjónin
Bókstafstrú virtist ekki hafa mik-
il áhrif í Sovétríkjunum á valdaárum
Khomeinis í íran. Fyrr í ár opnuðu
Azerar landamærin til að komast í
samband við íranska trúbræður.
Þeir virðast þó einkum sækjast eftir
stuðningi frá Tyrklandi.
Smygluð vopn frá íran hafa verið
seld á svörtum markaði í bænum
Merv, en aðallega eiturlyfjasölum.
Ólögleg skotvopn eru algeng í Mið-
Asíu, en í eigu glæpamanna, sem
þjóna víðtæku „neðanjarðar-hag-
kerfi“. Um 20 „mafíúr" munu starfa
í Tasjkent einni.
Árið 1921 skírskotaði Lenín til
sameiningarhyggju þjóða, sem tala
mál af tyrkneska málaflokknum.
Það ár komst hann að samkomulagi
við Enver pasja, sem hafði verið
leiðtogi Tyrkjaveldis í fyrri heims-
styijöldinni. Enver hét því að hjálpa
Lenín að efna til uppreisnar í Sinki-
ang í Kína og breiða hana út til
Indlands, sem Bretar réðu. Rússar
lofuðu að hjálpa Enver að ná aftur
völdunum í Istanbul.
Lenín sveik Enver og gekk til
samvinnu við þáverandi leiðtoga
Tyrkja, Kemal Átatúrk. Þá reyndi
Enver að æsa tyrknesku þjóðirnar
í Mið-Asíu til uppreisnar gegn
sovézkum yfirráðum, en hann féll
fyrir Rauða hernum í júlí 1922.
Síðan hafa Rússar deilt og drottnað
í Mið-Asíu.
Tyrkir beindu sjónum sínum að
Evrópu og samtyrkneska hugsjónin
hefur ekki átt upp á pallborðið hjá
þeim. Flokkur baráttumanna hug-
sjónarinnar, Konukman-flokkurinn,
stóð að ríkisstjórn 1975-1978, en
hlaut aldrei meira en 5% fylgi.
Flokkurinn var bannaður þegar einn
stuðningsmanna hans, Mehmet Ali
Agca, reyndi að myrða Jóhannes
Pál páfa II í maí 1981.
Margir Tyrkir kunna þó að gæla
við þennan draum vegna þeirrar
óvissu, sem ríkir. Eftir óeirðirnar í
Baku var efnt tii mótmælaaðgerða
í Tyrklandi og ráðherra ræddi
möguleika á því að tyrkneskumæl-
andi fólk í Sovétríkjunum og Kína
stofnaði sérstök ríki. í apríl gerðu
múhameðstrúarmenn í Sinkiang
uppreisn og Kínveijar skelltu skuld-
inni á eriqdreka útlagastjórnar
„Austur-Túrkestans“, sem réð Sink-
iang með stuðningi Rússa frá því
um 1930 til 1949.
„Auðvitað höfum við samúð með
tyrkneskum þjóðum Sovétríkjanna,"
sagði tyrkneskur embættismaður
nýlega, „en við stillum okkar um
að hvetja til aðskilnaðar og stuðla
að upplausn Sovétrikjanna".