Morgunblaðið - 02.09.1990, Side 14

Morgunblaðið - 02.09.1990, Side 14
14 C MORGUNBLAÐIÐ MENNINGARSTRAUMAR sunnudagúe i sewembee ■ MYNDLIST/Skilar barátta listamanna árangri? Gildi September/Septem AÐ gerist sjaldan í listasög- unni, að settur sé endapunktur aftan við tilvist listhreyfínga og því lýst yfir, að nú sé ákveðnu timabili eða ákveðnum kafla sögunnar lokið. Oftast koma listhreyfingar til skjal- anna með einhverri spreng- ingu, eiga sitt blómaskeið, en fjara siðan út, jafnvel þrátt fyr- ir örvæntingarfullar tilraunir einstakra fylgismanna til að gera þær að stofnun í myndlist- inni. En nú sjá íslendingar end- anlega á eftir þeirri listhreyf- ingu, sem flutti íslenska mynd- list inn í 20. öldina. Aðstandend- ur Septem-sýningarinnar á Kjarvalsstöðum hafa lýst því yfir, að þetta sé sú siðasta sem þeir munu standa að saman undir því merki. Þar með er kafla September-hópsins og arftaka hans, Septem-sýning- anna, lokið í íslenskri listasögu. Saga myndlistar á íslandi er stutt, og einkennist oft meira af stökkbreytingum og átökum en jafnri þróun. Ef litið er burt frá miðaldalist og nokkrum al- þýðulistamönn- um síðustu ald- ar, gerist þessi saga að mestu á þessari öld; og það er ekki fyrr en eftir síðari heimsstyrjöld, sem nútímalist kemur fram af fullum krafti á íslandi. Þá urðu mikil átök um myndlistina, og enn þann dag í dag eru ekki allir sátt- ir við niðurstöðuna og sakna hins hefðbundna, natúralíska lands- lagsmálverks sem hinnar einu sönnu íslensku myndlistar. I stuttu máli má segja, að sýn- ing Svavars Guðnasonar 1945 hafi boðað nýja stefnu í íslenskri myndlist, sem síðan hélt innreið sína af fullum krafti með Sept- embersýningunni 1947. Sept- embersýningar voru síðan haldnar 1948, 1951 og 1952. Þarna var mikil breyting að eiga sér stað. Hópur listamanna var að hverfa frá náttúrulegri endurgerð fyrir- mynda á myndfletinum (lands- lagsmyndum, mannamyndum o.s.frv.), og til þess að láta mynd- bygginguna ráðast af öðrum þátt- um eins og innri gildum formsins og tjáningu listamannsins. Kjart- an Guðjónsson orðaði þessi nýju viðhorf ágætlega í grein í sýning- arskránni 1947: „[Listamaðurinn] er að skapa verk, sem lifir sínu eigin lífi eins og náttúran lifir sínu án þess að það þurfi að styðja sig við neitt annað en sjálft sig. Athyglin bein- ist fyrst og fremst að því eina, sem skiptir verulegu máli, mynd- fletinum.“ — Á fyrstu sýningunni kom þetta helst fram í kúbískum formum verkanna, en 1951 var geometrían orðin allsráðandi í þeirri afstrakt, sem birtist áhorf- endum. Allt var þetta jafn nýtt fyrir listskoðendur sem höfðu hingað til litið á myndir Jóhannes- ar Kjarvals, Jóns Stefánssonar og Ásgríms Jónssonar sem upphaf og endi þess sviðs, sem myndlist skyldi ná til; landslaginu var vikið úr öndvegi. Ymsir snérust hatrammlega gegn þessari nýju myndlist, og sendu listamönnunum skorinort skeyti: Þeir vom klessumálarar, verk þeirra klessumennska ætluð til þess eins að leika á landsmenn og leiða þá í villu; hér var jafnvel á ferðinni sósíalískt samsæri til að spilla siðferðisvitund og menn- ingu þjóðarinnar. Þegar sumt af þessum um þijátíu ára gömlu skrifum er lesið nú, vekur furðu að nokkur skuli hafa getað látið frá sér fara annað eins skítkast og hleypidóma og þarna er að finna. En tíminn hefur leitt í ljós, að sumir voru forspáir um framtíð listar af þessu tagi, þvert ofan í ætlun sína: „Þá mættu Reyk- víkingar eiga þess von, að ráðhús borgarinnar yrði á sínum tíma skreytt máiverkum Svavars Guðnasonar og Þorvaldar Skúla- sonar, ... en Þvottakona Ásmund- ar hátíðlega afhjúpuð á miðju ráð- hústorginu.“ Listþroski þjóðarinn- ar nú hefur gert þessa þrítugu hugmynd vel mögulega, ekki satt? En Septembermenriirnir voru baráttumenn fyrir sinni list; þeir voru eldhugar, sannfærðir um að þeir væru að breyta listrænum viðhorfum til betri vegar og þreyttust ekki á að svara fyrir sig, fræða og upplýsa. Og það skilaði árangri. Smám saman fékk list þeirra greiðari aðgang að fólki, þó að um langan tíma (og jafnvel enn þann dag í dag) heyrð- ust úthrópanir og formælingar. Er leið á sjötta og sjöunda ára- tuginn varð staða þeirra sem stóðu að September-sýningunum sífellt sterkari í hinum íslenska listheimi. Þeir áttu sterka bak- hjarla í listgagnrýnendum Morg- unblaðsins og Þjóðviljans; þeir urðu forystumenn í Félagi íslenskra myndlistarmanna, sátu í sýningarnefndum haustsýninga félagsins, og hlutu sæti í safnráði Listasafns íslands, sem veitti þeim umtalsverð áhrif á innkaup listaverka til safnsins og á val verka á sýningar erlendis. Þannig var abstraktlistin orðin leiðandi afl í myndlistinni — en varð því jafnframt þröskuldur í vegi nýrri viðhorfa og nýrra hreyfinga sem tóku að bijótast fram um miðjan sjöunda áratuginn, og höfnuðu abstraktmálverkinu. Septem-sýningamar, sem hóf- ust 1974, voru hins vegar ekki beint framhald September-sýn- inganna tveim áratugum áður, eins og halda mætti í fljótu bragði. Ástæðurnar liggja nær, eins og Ólafur Kvaran listfræðingur hefur bent á. Málverkið átti mjög undir högg að sækja um þetta leyti vegna þeirrá nýju tjáningarað- ferða í listinni, sem komu fram með konceptlist, flúxus og popp- list, þ.e. gjörninga, Ijósmynda, umhverfisverka, bókverka o.s.frv. Hópurinn sem stóð að Septem- sýningunum vildi einfaldlega leggja áherslu á málverkið sem listmiðil, og Kristján Davíðsson kom því beint til skila með því að segja einfaldlega að „þeir vildu fá almennilega málverkasýn- ingu“. Þessir listamenn höfðu rétt fyr- ir sér, því málverkið stendur alltaf fyrir sínu. Það hefur hafist til vegs og virðingar á ný og er enn og aftur orðinn algengasti tján- ingarmiðiil listamanna. Nýjar kynslóðir listamanna hafa fært það inn á ný svið, aukið gildi þess og þar með bætt við þann auð, sem listasaga landsins byggir á. I dag efást enginn um hlutverk málverksins í myndlistinni, og hin fjölbreytta notkun þess í mismun- andi stílum og stefnum er einmitt besta sönnunin fyrir gildi þess. Framlag Septem-sýninganna á örlagaríkum tíma hlýtur því að vera mikilvægt. Gildi þess hóps listamanna, sem stóð að September-sýningunum og síðan í annarri mynd að Septem-sýningunum, er ótvírætt í íslenskri listasögu. Þeir sýndu fram á að í myndlistinni getur hópur hæfileikaríkra einstaklinga með samstilltu átaki stuggað við stöðnuðum hugmyndum og rutt nýjum viðhorfum braut. Þeir sýndu einnig fram á að með fræðslu og viturlegri umfjöllun má vinna á hleypidómum og kenna fólki að meta þá list, sem sprettur fram á hveijum tíma. Með því ruddu þeir einnig brautina fyrir eftirkomendurna, og til viðbótar við eigin listaverk er það mesta framlag þeirra til íslenskrar myndlistarsögu. ettir Eirík Þorláksson DANSSKÓLI FID - Félag íslenskra danskennara Dl - Dansráö íslands spor í rétta átt! kennarar IVETUR: jónpétur kara hinrik auðbjörg Innritun í símum: 36643 & 683045 Samkvœmlsdansar: standard og suður-amerískir Barnadansar - Gömlu dansarnir w Byrjendur - Framhald - Hóptímar - Einkatímar alla daga kl. 12 - 20 Allir aldurshópar velkomnir: Barnahópar - Unglingahópar - Einstaklingar Pör og hjón - Starfsmannahópar - Félagasamtök VULKAN ÁS-TEIMGI Allar gerðir. Tengið aldrei stál - í-stál, hafið eitthvað mjúkt á milli, ekki skekkju og titring milli tækja. ©StuiirOsnuigiaiitr Jéfass®ini & ©® Wf. Vesturgðtu 16 - Simar 14680-13280 2.-11. september Skírteini afhent í Bolholti 6 þriðjudaginn 11. sept. kl. 16-22 Gestakennarar skólans í vetur: Julie Tomkins og Martin Cawston frá Englandi Kennslustaðir: Bolholt 6 í Reykjavík og Garðslundur í Garðabæ Kennum einnig úti á landi. Bolholti 6, Reykjavík s. 36645 Þ.ÞORGRlMSSON&CO ABETEPCiirt HARÐPLASTÁ BORÐ ÁRMÚLA29, SÍMI 38640

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.