Morgunblaðið - 20.09.1990, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1990
FULLOROIKSFRjEDSLAN
Uppl. s. 71155
alla daga kl. 9-9
Með lögnm skal land
byggja - eða hvað?
HOPNAMSKEIÐIN
„Byrjun frá byrjun" og
„Áfram“ að hefjast!
EINSTAKLINGAR - PÖR - FORELDRAR STARFSFÉLAGAR - FÉLÖG - FYRIRTÆKI Biðjið um kennslu og nám- skeið eftir eigin höfði! Verð eftir fjölda/ hóflegt verð.
Kennsla á dag- og kvöldtímum alla daga fyrir einstaklinga, pör og smá- hópa. Helstu efni grunn- og framhalds- skóla o.fl. T.d. íslenska, réttritun, málfræði, stærðfræði grunnskóla, verslunarenska, símaenska, verslunarreikningur, verslunarbréf.
RÍÓ TRÍÓ
skemmtirföstudags- og laugardagskvöld kl. 23.00.
KASKÓ
ásamt söngkonunni
Þurý Báru.
Snyrtilegur klæðnaður.
Miðaverð kr. 750,-
Matargestir á Mongolia Barbecue fá frítt inn á dansleikinn.
/ október:
Ingimar Eydal,
Sveitin milli sanda,
Mannakorn.
GRENSÁSVEGI 7 - SÍMI 33311
eftir Svanhildi
Kaaber
Afstaða okkar íslendinga til þess
hvernig menntakerfi við viljum
byggja upp í landi okkar birtist í
lögum og reglugerðum um skóla-
starf. I markmiðsgreinum grunn-
skólalaganna, sem sett voru 1974,
er höfuðáhersla lögð á jafnrétti allra
nemenda til náms og þroska. Þar
er staðfest að íslenskur grunnskóli
á að vera fyrir öll börn og að þau
eigi að geta stundað grunnskóla-
nám sér og foreldrum sínum að
kostnaðarlausu. Full samstaða hef-
ur verið um það viðhorf sem þarna
kemur fram. Þó undanfarin ár hafi
fjölmörg frumvörp verið flutt á Al-
þingi um breytingar á grunnskóla-
lögum hefur aldrei verið hróflað við
þeirri jafnréttishugsjón sem í lögun-
um birtist. Engin breyting þar á
kemur heldur fram í því frumvarpi
til grunnskólalaga sem væntanlega
verður lagt fram á fyrstu starfsdög-
um Alþingis nú í haust.
Jafnrétti til náms
Til að fullnægja því jafnrétti sem
grunnskólalögin gera ráð fyrir er
mikilvægt að allir nemendur, hvar
sem þeir búa á landinu og hvernig
sem efnahag foreldra þeirra er hátt-
að eigi jafnan aðgang að góðum
náms- og kennslugögnum og öðru
þvíefni sem notað er í skólastarfi.
í kjölfar þeirrar niðurstöðu sem
umboðsmaður Alþingis hefur kom-
ist að um námsbókakaup nemenda
í grunnskólum og efnisgjöld sem
innheimt eru í mörgum skólum
hafa margir velt því fyrir sér hvort
jafnréttishugsjón grunnskólalaga
sé aðeins til í orði - ekki á borði.
í rauninni er hér um tvö mál að
ræða, þó vissulega séu þau greinar
á sama meiði. Hvorki ríkið - né
mörg sveitarféiaganna hafa staðið
við skyldur sínar við skólana í
landinu.
Námsgagnastofnun
Við Islendingar erum svo láns-
amir að hér er það lagaskylda
Námsgagnastofnunar að „sjá
grunnskólum fyrir sem bestum og
fullkomnustum náms- og kennslu-
gögnum sem eru í samræmi við
uppeldis- og kennslufræðileg mark-
mið laga um grunnskóla og aðal-
námskrár" eins og segir í lögum
um stofnunina. í þessu efni stönd-
um við feti framar en nágranna-
þjóðir okkar sem við berum okkur
gjarnan saman við, enda víðast
hvar annars staðar hafður sá háttur
á að námsbækur eru gefnar út af
einkaforlögum. Lög um Náms-
gagnastofnun hafa nýlega verið
endurskoðuð og ný lög um hana
samþykkt á síðasta ári. Engin
breyting var gerð á þessu megin-
markmiði stofnunarinnar við þá
endurskoðun.
Námsgagnastofnun fær fjár-
magn til starfa sinna á ijárlögum
ríkisins. Stofnuninni hefur ævinlega
verið of þröngur stakkur skorinn
til þess að hún geti sinnt til fulln-
ustu lögbundnu hlutverki sínu.
Þrátt fyrir það hefur hinna kennslu-
fræðilegu sjónarmiða alltaf verið
gætt og einnig fyllstu hagkvæmni
í rekstri. Fjölmargir kennarar og
aðrir sérfræðingar um skólastarf,
s.s. starfsmenn Kennaraháskólans
og menntamálaráðuneytisins tengj-
ast starfí stofnunarinnar. Náms-
gagnastofnun hefur tekist ótrúlega
vel að halda kostnaði við útgáfu í
skefjum, og má til dæmis nefna að
nú í ár afgreiðir stofnunin u.þ.b.
HÓGVÆRÐ
________Myndlist____________
Eiríkur Þorláksson
Það er oft sem fjöldi listaverka,
fjölmiðlakynningar og aðsókn virð-
ist aðalatriði listsýninga hér í borg.
Þetta er auðvitað vel þekkt fyrir-
brigði annars staðar í listheiminum,
og er stundum haft á orði að mesta
hættan sem steðji að myndlistinni
víða á Vesturlöndum sé að hún eigi
eftir að drukkna í eigin umbúðum.
Því er alltaf nokkur tilbreyting í
að hitta á andstæðu þessa; lítt áber-
andi sýningar, þar sem örfá verk
eru sett upp í litlu rými og skoðand-
inn getur verið aleinn með sjálfum
sér og listaverkunum.
Tvær hógværar sýningar af
þessu tagi eru nú á boðstólum í
Reykjavík; annars vegar ^sýning
ungrar listakonu, Huldu H. Ágústs-
dóttur, í Gallerí einn einn á Skóla-
vörðustíg 4 a, og hins vegar sýning
Kees Visser handan götunnar í
Gallerí Sævars Karls í Bankastræti
9.
Kees Visser er fæddur í Hol-
landi, en hefur verið virkur í
íslensku listalífí um langt skeið og
búið hér um árabil; hann hefur
haidið tólf einkasýningar hér á landi
og tekið þátt í fjölda samsýninga
innanlands og utan. í galleríinu við
Bankastræti hefur listamaðurinn
komið fyrir þremur listaverkum,
einu (úr stáli) á gólfi og hinum (úr
tré) á veggjum andspænis hvort
öðru. Öll eru verkin án titils, og
fjalla i öllum sínum einfaldleik um
rýmishugtakið. Tréverkin á veggj-
unum afmarka sitt eigið rými og
eru öll innan þess; rétthymdar
grindur, sem með nákvæmri og
vélrænni smíði víkja burt öllum
möguleika á frjálslegri túlkun.
Stálnálin á gólfinu er hins vegar
óskum eftir
fleiri söluaöilum.
K.E.W HOBBY
Þessar litlu en kraftmiklu háþrýstidælur fást nú hjá
söluaðilum okkar um land allt á ótrúlega
hagstæöu verði.
Þekking - Úrval - Þjónusta
REKSTRARVÖRUR
Réttarhálsi2 - 110R.vik - Símar31956-685554
Reykjavfk:
RV-Markaður Réttarhálsi 2,
sími: 685554.
Gripiö og Greitt
Skútuvogi 4.
Feröamarkaöurinn
Skeifunni 8.
Bæjarnesti
vAfesturlandsveg.
Kópavogur:
BYKÓ Breiddinni
Akranes:
Trésmiðjan Akur
sími: 12666.
Borgarnes:
B.T.B.
SÍmi: 71000.
ísafjöröur:
Hafsteínn Vilhjálmsson
sími: 3207.
Sauöárkrókur:
Röst
sími: 36700.
Akureyri:
Þ. Björgúlfsson hf.
Hafnarstræti 19
sími: 25411.
Húsavfk:
Á. G. Guömundsson sf.
sími: 41580.
Egilsstaöfr:
M. Snædal
sími: 11415.
Neskaupstaöur:
Varahlutaverslunin Vík
sími: 71776.
Höfn:
Tindur
Dalbraut 6
sími: 81517.
Hella
Hjólbarðaverkstæöi
Björns Jóhannssonar
sími: 75960.
Selfoss:
Vörubásinn
Gagnheiöi 31
sími: 22590.
Vestmannaeyjar:
Skipaafgreiösla Vestmannaeyja
sími: 12004.
600.000 eintök til skólanna, en það
er nálægt 14 eintökum að meðal-
tali fyrir hvern nemanda.
Hagkvæmur rekstur og
faglegt eftirlit
Ef miðað er við þá heildarupphæð
sem stofnuninni er ætlað á fjárlög-
um þessa árs svarar það til rúmlega
4.500 króna fyrir hvern nemanda
í skyldunámi. Rétt er að minna á
að frá og með þessu hausti eru 6
ára nemendur skólaskyldir og því
taldir með grunnskólanemendum í
landinu. Námsgagnastofnun fékk
hins vegar enga viðbótarfjárhæð
vegna aukins nemendafjölda við
lengingu skólaskyldu. Þegar þessar
tölur eru bornar saman við almennt
verð á bókum er augljóst hversu
miklu hagkvæmari útgáfa náms-
bóka er á vegum Námsgagnastofn-
unar en á almennum markaði, ekki
síst fyrir foreldra. Þá má ekki
gleymast að námsbókaútgáfa á al-
mennum markaði hefur til þessa
ekki verið undir formlegu eftirliti
hvað varðar kennslufræði og sam-
ræmi við aðalnámskrá grunnskóla
eða námskrár einstakra kennslu-
greina, en hvort tveggja setur
skólastarfi grunnskólanna heildar-
ramma.
Skýrsla um stöðu Náms-
gagnastofnunar
Á síðasta ári stóð menntamála-
ráðuneytið fyrir því að gerð varð
nákvæm skýrsla um stöðu Náms-
gagnastofnunar og framtíðarþróun.
Þar kemur fram að ætla þarf stofn-
uninni sem nemur að raungildi 50%
hækkun á fjárlögum á næstu 5
árum. Það væri sannarlega óskandi
að sú umræða sem nú hefur orðið
um námsbókakaup grunnskólanem-
sett saman úr bogadregnum línum,
sem eðli sínu samkvæmt vísa út
fyrir eigið rými; staðsetningin á
gólfinu frekar en stalli gerir einnig
að verkum, að áhorfandanum getur
fundist verkið frekar svífandi en á
fastri undirstöðu.
Hulda H. Ágústsdóttir útskrifað-
ist frá Myndlista- og handíðaskól-
anum á síðasta vori, og heldur nú
sína fyrstu einkasýningu í Gallerí
einn einn. Ekki er hægt að segja
að hún hefji sinn sýningarferil með
neinu brambolti; hér hengir hún upp
fjögur knöpp verk, sem umbúða-
laust fjalla um hið endalausa við-
fangsefni myndlistarinnar, tog-
streitu innra rýmis og yfirborðsins
sjálfs. Þannig samanstanda verkin
„Tréverk" (nr. 1) og „Stórt tréverk“
(nr. 4) af eikarbútum, sem ákveðn-
ar línur hafa verið greiptar í; þarna
er því skapað formfast rými, sem
æðar viðarins hafa hins vegar að
engu í því mynstri, sem veðurfar
og árstíðir langs gi-óanda hafa
skapað þeim og yfirborðið mótast
af.
Þessar sýningar báðar minna á
þá hógværð efnis og forms, sem
nauðsynlegt er að benda á annað
slagið í myndlistinni. Kees Visser
fjallar um grunnhugtök rýmisins,
og hvernig listamenn geta nýtt sér
það, opið eða lokað. Hann dregur
síðan viðhorf sín til rýmisins saman
í lítilli en smekklegri sýningarskrá,
sem liggur frammi. - Með sinni
sýningu hefur Hulda H. Ágústsdótt-
ir valið að minna á annað viðfangs-
efni listarinnar, samspil yfirborðs
og innra rýmis, og sýnir hversu
takmarkað maðurinn getur um-
breytt efnivið sínum í raun, þrátt
fyrir góðan vilja.
Sýningarnar á Skólavörðustíg 4a
og í Bankastræti 9 láta lítið yfír
sér, eins og grunnatriði gera alltaf.
En ef menn hefðu ekki grundvöllinn
í lagi, er hætt við að það sem á
eftir kæmi yrði eitthvað ankanna-
legt. Engar umbúðir myndlistarinn-
ar gætu falið slíkt. - Sýningu Huldu
lýkur 20. september, en sýning
Kees Visser stendur til 5. október.