Morgunblaðið - 20.09.1990, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1990
39
hægt væri að bjóða henni til skilnað-
arhófs. Okkur er á þessari stundu
efst í huga þakklæti til Önnu. Hún
var búin að starfa við Laugarnes-
skóla síðastliðin 19 ár, fyrst við bað-
vörslu þar sem strax kom fram traust
fas hennar og hlýi andi sem ávallt
var í kringum hana.
Árið 1976 var stofnað svokallað
athvarf við Laugarnesskóla þar sem
Anna kom til starfa sem uppeldisfull-
trúi. Sannarlega veitti hún þeim
börnum sem þar fengu að vera at-
hvarf og hlýju. Hún sá um að börnin
þar fengju mat og drykk en hún var
þeim líka sem besta amma, skiln-
ingsrík og gaf sér tíma til að hlusta
á þau og gefa þeim holl ráð. Sum
börnin héldu áfram að leita ráðgjafar
og umhyggju hennar þótt þau væru
ekki lengur í athvarfínu. Þau fundu
hjá henni traust, vinsemd og skilning
sem stundum er af skornum skammti
í annríki fullorðna fólksins.
Anna virtist alltaf vera í jafn-
vægi, traust og ljúf þótt fjörkálfarn-
ir í kringum hana hefðu ólíkar óskir
og þarfir. Hún var afar samviskusöm
og sótti vinnu af mikilli stundvísi og
ósérhlífni. I endurminningunni
bregður fyrir myndum af Önnu þar
sem hún situr með einhvern af skjól-
stæðingum sínum í fanginu eða þar
sem hún stendur úti á skólavelli og
heldur í höndina á einhveijum sem
er orðinn langeygður að bíða eftir
að vera sóttur. Anna lét sér aldrei
liggja svo mikið á að hún sæi ekki
örugglega á eftir barninu sínu í hend-
ur þeirra sem áttu að sækja það.
Stundum fékk eitt og eitt bam sam-
fylgd hennar á heimleið. Umfram
allt skyldu bömin ekki vera skilin
eftir í óvissu, velferð þeirra sat alltaf
í fyrirrúmi.
Með Önnu er genginn mikill per-
sónuleiki. Hún var víðlesin kona og
notalegt var að setjast yfir kaffibolla
með henni og ræða um fjölmörg mál
sem hún var vel heima í. Heimilið
hennar bar einnig vott um myndar-
skap og smekkvísi og oft minntist
hún á bamabörnin sín sem voru
henni svo kær. Við vottum bömum
hennar og tengdabörnum, bama-
börnum og öðrum aðstandendum
okkar dýpstu samúð.
Blessuð sé minning hennar.
Matthildur og Jón Freyr
Á kveðjustund reikar hugurinn
aftur til liðinna samvemstunda og
minningamar renna gegnum hug-
ann. Það eru nú meira en 30 ár síðan
leiðir okkar Önnu lágu saman, en
þá fluttu ijölskyldur okkar í nýbyggt
hús við Nóatún hér í borg. Fljótlega
tókust góð kynni milli okkar, eins
og oft verður þegar fólk vinnur sam-
an að sameiginlegum verkefnum.
Anna var af lífi og sál áhugasöm
um að standsetja og fegra umhverfi
okkar og áttum við margar ánægju-
stundirnar í garðinum, við blómaum-
hirðu, slátt o.þ.h. Þá var það ekki
ósjaldan að Anna bauð uppá kaffi
og nýbakaðar kleinur, með þeim
bestu sem nokkur getur hugsað sér,
enda var gestrisni hennar rómuð alla
tíð.
Þá eru það einnig börnin sem
tengja fólk saman, en dætur okkar
urðu fljótt góðar vinkonur og eru enn
í dag. Mér verður hugsað til fatnað-
arins, en á þessum ámm er það oft
viðkvæmnismái hjá börnum að fá þá
flík sem er í hávegum höfð þá stund-
ina og helst þurfti að kaupa hana
tilbúna út úr búð. En við Anna höfð-
um meiri áhuga á að sauma sjálfar,
svo að samvinna varð oft á milli
okkar að gera dætrum okkar til
hæfis með heimasaumuðu fötin og
ég held að það hafi tekist nokkurn-
veginn.
Tíminn leið og leiðir skildu þegar
við fluttum í annað hverfi, þó ekki
að öðru leyti en því að við bjuggum
ekki lengur í sama húsi. Við hitt-
umst oft og ævinlega þegar daga-
munur var hjá fjölskyldunum, og
þannig kynntumst við tengdabörnum
hennar og öðrum afkomendum jafn-
óðum og þeir bættust í hópinn. Allt
hafa þetta verið góð og ánægjuleg
kynni.
Anna var alla tíð heilsuhraust og
framúrskarandi dugleg. Komið var
að síðasta vinnudeginum og aðeins
eftir að kveðja vinnufélagana. En
skjótt skipast veður í lofti, allt í einu
var fótunum kippt undan henni, hún
ökklabrotnaði á leið í hárgreiðsluna
fyrir kveðjukaffíð og leiðin lá í stað-
inn á sjúkrahús þar sem hún eyddi
mestöllu sumrinu. Hún sá fram á
betri daga og hlakkaði til þess að
njóta þeirra. Hún hafði ekki dvalið
nema nokkra daga heima hjá sér
þegar kallið kom, en hér sannaðist
einu sinni enn að „enginn veit sína
ævina fyrr en öll er“.
Það er ekki nema rúmt ár síðan
Anna missti mann sinn, Einar Sigur-
jón Magnússon, svo að systkinin frá
Nóatúni 32 sjá nú á bak foreldra
sinna með svo stuttu millibili.
Ég og fjölskylda mín þökkum liðn-
ar samverustundir og ílytjum öllum
aðstandendum ihnilegar samúðar-
kveðjur.
Þóra Þorleifsdóttir
Félag skólastjóra og yfírkennara:
Áliti umboðsmanns
Alþingis fagnað
Morgunblaðinu hefur borist eftir-
farandi samþykkt til birtingar:
„Stjórn félags skólastjóra og yfir-
kennara fagna fram komnu áliti
Umboðsmanns Alþingis um náms-
bóka- og efnisgjald og fleira. Þar
er löngu tímabært að taka til gaum-
gæfilegrar umfjöliunar hvernig ríki
og sveitarfélög standa að rekstri
grunnskólanna í landinu í ljósi
breyttra kennsluhátta og er sú at-
hugun enn brýnni í kjölfar nýrra
laga um verkaskiptingu ríkis og
sveitarfélaga.
Það er skoðun stjómar FSY að
ríkinu beri að veita Námsgagna-
stofnun það fé sem nægir til að
útvega allt það námsefni sem
grunnskólar þurfa, til að halda uppi
starfsemi í samræmi við aðalnám-
skrá grunnskóla. Því miður hefur
skort verulega á að sú hafi verið
raunin undanfarin ár.
Þá fagnar stjórn FSY því hve
mörg sveitarfélög í landinu hafa
um lengri eða skemmri tíma séð
sóma sinn í því að standa undir
myndarlegum rekstri grunnskóla
og gert með öllu útlæg þessi gjöld
í sínum skólum. Jafnframt harmar
stjórn FSY að enn skuli vera til
sveitarfélög sem svelta skóla sína
svo að þeir neyðist til að leita á
náðir foreldra.
Stjórn FSY telur eðlilegt að eftir
sem áður geti foreldrar og kennarar
tekið höndum saman um að útvega
skólunum ýmis þau gögn er koma
nemendum til góða í skólastarfinu.
Vert er að benda á og þakka fjöl-
mörg grettistök sem foreldra- og
kennarafélög um allt land hafa lyft
á undanförnum árum.
Stjórn FSY leggur þunga áherslu
á mikilvægi sjálfstæðis skóla. Það
er í fullu samræmi við aðalnámskrá
grunnskóia að kennarar og skóla-
stjórar hvers skóla velji þau náms-
gögn er þeir telja henta best sínun
nemendum. Það er hins vegar með
öllu ótækt að fjárlög skuli ekki
gera Námsgagnastofnun kleift að
hafa á boðstólum það úrval af
námsefni sem til þarf bæði fram-
leitt af stofnuninni sem og af öðrum
forlögum. Þó undarlegt megi virð-
ast hafa önnur forlög en Náms-
gagnastofnun sjaldan boðið upp á
námsgögn á viðráðanlegu verði jafn
vel þótt þeim hafi verið dreift í flest
alla skóla landsins með milligöngu
Námsgagnstofnunar. Gæði náms-
gagna fara hins vegar ekki fyrst
og fremst eftir verði heldur fag-
legri uppbyggingu og framsetningu
á umræddum gögnum. Stjórn FSY
treystir Námsgagnastofnun fylli-
lega til að standa vörð um að náms-
gögn samræmist faglegum kröfum
og séu í samræmi við grunnskólalög
og aðalnámskrá grunnskóla.“
Þakstál með stfl
Ptannja ÚÖ þakstál
Aðrir helstu sölu- og
þjónustuaðilar:
Blikksmiðjan Funi sf, Kópavogi,
sími 78733.
Blikkrás hf, Akureyri,
sími 96-26524.
Vélaveikstæði Bjöms og Kristjáns,
Reyðarfirði, sími 97-41271.
Vélaverkstæðið Þór,
Vestmannaeyjum, sími 98-12111
Hjáokkurfæröuallar
nýjustu gerðir hins vinsæla
og vandaða þakstáls
frá Plannja. Urval lita
og mynstra, m.a Plannja
fiakstál með mattri litaáferð,
svartri eða tígulrauðri.
ISX/Of t HR
Dalvegur 20 Kópavogur
Pósthólf 435 • 202 Kópavogur
Slmi 91-670455 • Fax 670467
r
msmpnrt
jr Blomberg
©© ©©©©
Eldavélar.
4 gerðir - 5 litir.
tiGott verð - greiðslukjör
Elnar Farestveit&Co.hf
BORGARTÚNI28, SÍMI622901.
Ulð 4 atoppar vlð dymar
nnnnnnnt
t
Hjartans þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og
vinarhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
UNU M. HELGADÓTTUR
frá Steinum
í Vestmannaeyjum.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki Sjúkrahúss Vestmannaeyja
og Hraunbúða fyrir góða umönnun.
Þórunn S. Ólafsdóttir,
Þorsteinn B. Sigurðsson, Ingunn Sigurðardóttir,
Unnur K. Þórarinsdóttir, Konráð Einarsson,
Ólafur Þórarinsson, Kristín Jónsdóttir,
Torfhildur Þórarinsdóttir,
Sigrún Þorsteinsdóttir, Kristján Gestsson,
Jón Ólafur Þorsteinsson
og barnabarnabörn.
Lokað
Vegna jarðarfarar verður skrifstofa Fasteigna-
mats ríkisins í Reykjavík lokuð í dag eftir kl. 14.00.
Fasteignamat ríkisins.
FÆRIBANDA-
MÓTORAR
= HÉÐINN =
VÉLAVERSLUN SÍMI 624260
SÉRFRÆÐIPJÓNUSTA - LAGER
mii a mmi
„Eftir heils árs notkun get ég borið SELFA
bátum hið besta vitni.
Enda keypti ég mér annan.“
Svavar Ingibersson,
m/b Sóley KE-15
m/b Hafdís KE-150
Ykkur er boöið umborð í bátinn á
íslensku sjávarútvegssýningunni.
REKI HF
Fiskislóð 90, 101 Reykjavík, sími 622950.