Morgunblaðið - 20.09.1990, Page 46
46
MORGUNBLAÐIÐ
IÞROTTIR
FIMMTUDAGUR 20. SEPTEMBER 1990
KNATTSPYRNA
Guðni ekki með í Tékkóslóvakíu?
Það er óvíst hvort Guðni
Bergsson, miðvörðurinn
sterki hjá Tottenham, geti leikið
með íslenska landsliðinu gegn
Tékkum í Evrópukeppni landsliða
í Kosice í næstu viku. Guðni hefur
unnið sér fast sæti í hinu starka
liði Tottenham, sem hefur byrjað
vel í ensku 1. deildarkeppninni.
Tottenham á að leika í deildarbik-
arkeppninni sama dag og lands-
leikurinn fer fram í Tékkósló-
vakíu.
Þar sem hart er barist um sæti
hjáTottenham tæki Guðni áhættu
ef hann léki í Tékkóslóvakíu, en
hann er örugglega ekki búinn að
gleyma því að hann missti sæti
sitt sl. keppnistímabil þegar hann
fór til að Ieika með íslenska lands-
liðinu. Margir leikmenn sem eru
fyrir utan Tottenham-liðið óska
þess eflaust að Guðni fari til
Kosice, til að þeir fái tækifæri til
að spreyta sig. Það eru leikmenn
eins og Terry Fenwick, fyrrum
landsliðsmiðvörður Englands,
Mitchell Thomas, sem Guðni setti
út úr liðinu og enski 21 árs lands-
liðsmaðurinn Brian Statham.
Danir til Islands
Danska landsliðið í knattspyrnu kemur tii íslands næsta sumar og
leika vináttulandsleik gegn íslendingum á Laugardalsvellinum í
byijum september, Það hefur lengi verið draumur íslenskra knatt-
spyrnuunnenda að fá að sjá danska liðið leika í Reykjavík. Danir komu
síðast hingað fyrir 12 árum - þá gerðu íslendingar og Danir jafn-
tefli, 0:0, á Laugardalsvellinum.
Tyrkir koma einnig hingað til lands næsta sumar og leika vináttu-
landsleik á Laugardalsvellinum í júlí. Þá má geta þess að íslenska
landsliðinu hefur verið boðið til að koma til Kýpur í febrúar til að
leika þar.
fl!
URSUT
Helstu úrslitin í Evrópukeppninni í gær-
kvöldi:
Evrópukeppni meistaraliða
Lilleström (Nor.)—FC Briigge (Belg.).1:1
Rauða Stjarn. (Júg.)—Grasshopper (Sviss)l:l
Óðinsvé (Dan.)—Real Madríd (Spáni)...1:4
(Per Pederson - Aldarna, Sanchez, Villro-
t ya, Maqveda.)
Nicosia (Kýp.)—B Miinchen (V-Þýsk.) 2:3
(Sinica Gogic, Koulis Panlziaras - Stefan
Reuter, Alan Mclnally, Thomas Strunz.)
Marseille (Frakkl.)—Tirana (Albaníu).5:1
(ean-Pierre Papin 45., 69., 75, Eric Cantona
72., Philippe Vercruysse 90. — Tahiri 89.
Napólí (Italíu)—Ujpest Dozsa (Ungv.) 3:0
Marco Baroni 35., Diego Maradona 44., 76.
KA—CSKA Sredetz (Búlgaríu).........1:0
(Hafsteinn Jakobsson 12.)
Valletta (Möltu)—Rangers (Skptl.)....0:4
(Ally McCoist 16., Mark Hateley 57.,
Maurice Johnston 75., 79.)
Evrópukeppni bikarhafa:
*Trabzonspor (Tyrkl.)—Barcelona (Spáni) 1:0
Sliven (Búlg.)—Juventus (Ítalíu)..0:2
(Salvatore Schillaci, Roberto Baggio.)
Sparta Prag — Spartak Moskvu.......0:2
Lilleström (Nor.)—Club Briigge (Belg.) ...1:1
Porto (Portúgal)—Portadown (N-írl.)..5:0
Malmö (Sví.)—Besiktas Istanb. (Tyrkl.) ..3:2
Palloseura (Finnl.)—Dyn. Kiev (Sovét.) ...2:2
Famagusta (Kýpur)—Aberdeen (Skotl.)..0:2
Fram—Djurgarden (Sví.).............3:0
(Jón Erling Ragnarsson 56., 58., Pétur
Amþórsson 85.)
Zaglebie Lubin (Póll.)—Bologna (Ítalíu) ..0:0
Man. United (Engl.)—Munkas (Ungv.) ...2:0
UEFA-keppnin:
Timisoara (Rúm.)—Atl. Madrid (Spáni) ..2:0
Torp. Moskva —GAIS Gautab. (Sví.)..4:1
Leverkusen (V-Þýsk.)—Twente (Holl.)....l:0
Bröndby (Dan.)—Frankfurt (V-Þýsk.).5:0
MTK Búdapest (Ungv.)—Luzern (Sviss)..l:l
Dnepr (Sovét.)—Hearts (Skotl.)....1:1
'Leverkuseji (V-Þýsk.)—Twente (Hol I.).... 1:0
Atalanta (Ital.)—Din. Zagreb (Júgósl.) ...0:0
Salonika (Grikkl.)—Valencia (Spáni).0:0
Vejle (Dan.)—Admira Wacker (Austur.)..0:l
Norrköping (Sví.)—Köln (V-Þýsk.)0:0
Aston Villa (Engl.)—Banik Ostr. (Tékk.) 3:1
(David Platt 31., Derek Mountfield 58., Ian
Olney 79. — Radomek Chylek 30.
Wrexham (Wales)—Lyngby (Dan.)........0:0
Glentoran (N-írl.)—Steaua Búk.(Rúm.)...l:l
Róma (ftallu)—Benfica (Port.)......1:0
(Andrea Camevale.)
Stjömu-
leikur í
Keflavík
Keflvíkingar hafa fengið góðan
liðsstyrk þegar þeir mæta
Víði í Garði í „Stjörnuleik Víkur-
frétta" í Keflavík í kvöld kl. 18.
Með þeim leika fyrrum leikmenn
Keflavíkurliðsins Ragnar Mar-
geirsson, Gunnar Oddsson, Sigurð-
ur Björgvinsson og Olafur Gott-
skálksson, sem ieika með KR og
Kjartan Einarsson, sem leikur með
KA. Bjarni Sigurðsson, landsliðs-
markvörður úr Val getur ekki leik-
ið með vegna meiðsla.
Þeir leikmenn sem skora mark
í leiknum fá kr. 3.500 fyrir mark-
ið frá íslandsbanka og Sparisjóðn-
um í Keflavík. Eftir leikinn verður
vítaspymukeppni og fá leikmenn
sem skora kr. 1000 fyrir markið,
en markverðir liðanna fá kr. 1000
fyrir vítaspymu sem þeir veija.
faóm
FOLX
■ ÁSGEIR Elíasson, þjálfari
Fram ér ákaflega hjátrúarfullur.
Undanfarin ár hefur hann verið
með veiðihúfu á öllum leikjum liðs-
ins og það kom því mjög á óvart í
gær er hann birtist með nýja húfu.
„Þetta er „alþjóðlega“ húfan. Það
hefur ekki gengið nógu vel með
hina í Evrópukeppninni," sagði
Asgeir.
■ FRAMARAR skiptu um sokka
í hálfleik venga kuldans. Völlurinn
var blautur og hitastigið rétt yfir
frostmarki.
■ PÉTUR Ormslev, fyrirliði
Fram, jafnaði leikjafjölda Marteins
Geirssonar í gærkvöldi. Hann lék
þá með meistaraflokki Fram í 319.
sinn.
■ JÓN Erling Ragnarsson fór
út af meiddur á ökkla á 70. mínútu.
Hann sagði eftir leikinn að þetta
væri aðeins tognun og að hann yrði
örugglega með í síðari 'leiknum í
Stokkhólmi eftir hálfan mánuð.
Morgunblaðið/Rúnar Þór
KA sigraði CSKA frá Búlgaríu með einu marki gegn engu í fyrsta Evrópuleik liðsins sem fram fór á Akureyrarvelli
í gærkvöldi. Hafsteinn Jakobsson, sem skoraði mark KA, og Haildór Kristinsson sækja hér að marki Búlgara.
Glæsileg byrjun KA í Evrópukeppninni:
„Þelta var frábært!“
- sagði Ormarr Örlygsson, varnarmaðurinn sterki hjá KA-liðinu, sem varð
íyrst íslenskra félagsliða til að vinna fyrsta Evrópuleik sinn
„ÉG á aðeins til eitt orð yfir
þennan leik - frábært! Það var
stórkostlegt að vinna í fyrsta
Evrópuleiknum hérá Akur-
eyri,“ sagði Ormarr Öriygsson,
varnarmaður KA-liðsins, sem
sýndi stórgóða knattspyrnu
þegar það lagði meistaraiið
CSKA Sofía að velli, 1:0, í Evr-
ópukeppni meistaraliða. „Bar-
átta okkar var ótrúlega góð.
Við gáfum Búlgurunum aldrei
frið. Það eins sem skyggði á
sigurinn var að við náðum ekki
að nýta færin okkur. Eitt er víst
að við munum halda upptekn-
um hætti í seinni leiknum f
Sofíu,“ sagði Ormarr.
Leikmenn KA byijuðu leikinn af
miklum krafti og eftir aðeins
KA-CSKASofía 1:0
Akureyrarvöllur. Evrópukeppni meist-
araliða, miðvikud. 19. september 1990.
Mark KA: Hafsteinn Jakobsson (16.).
Gult spjald: Dimitar Mladenov.
Dómari: Kurt Sörensen, Danmörku.
Línuverðir: Ami Hansen og Lars
Gemer, Danmörku.
Áhorfendur: Um 800.
KA: Haukur Bragason, Hafsteinn Jak-
obsson, Gauti Laxdal, Halldór Hall-
dórsson, Halldór Kristinsson, Heimir
Guðjónsson, Bjami Jónsson (Árni Her-
mannsson 67.), Jón Grétar Jónsson,
Kjartan Einarsson (Þórður Guðjónsson
73.), Steingrímur Birgisson, Ormarr
Örlygsson.
CSKA Sofía: Apostolov, Dimitrov,
Ivanov, Mladenov, Bachev (Demitrov
57.), Yanchev, Vitano, Georeiv, Bak-
alov, Donev, Marashliev.
þijár mín. nötraði þversláin á marki
Rúmenana. Jón Grétar Jónsson
send knöttinn þang-
Anton að af tíu metra færi,
Benjamínsson eftir fyrirgjöf Orm-
skrifar arrs. Það var svo á
16. mín. sem knött-
urinn hafnaði í netinu hjá Rúmen-
unum. Ormarr vann knöttinn upp
í horni eftir sendingu frá Heimi
Guðjónssyni, sendi fyrir markið þar
sem Hafsteinn Jakobsson var á rétt-
um stað við nærstöngina og hamr-
aði knöttinn í netið. KA-menn og
áhorfendur fögnuðu geysilega og
KA-vélin fór í gang.
Kjartan Einarsson átti síðan gott
skot rétt framhjá marki og síðan
varði Apostoiov, markvörður
CSKA, meistaralega skot frá Kjart-
ani. Búlgararnir fengu ekkert
marktækifæri í fyrri hálfleik, enda
fengu þeir engan frið.
KA-menn sýndu stórkostlegan
leik. Miðvallarspilið var mjög líflegt,
þar sem leikmenn héldu knettinum
vel og byggðu upp sóknir. Þeir voru
ákveðnari og fljótari í öllum aðgerð-
um og grimmir í sókn.
Búlgarar byijuðu seinni hálfleik-
inn betur en náðu ekki að bijóta
sterka vörn KA á bak aftur og fyr-
ir aftan vörnina var Haukur Braga-
son öruggur. Fyrsta færi Búlgara
kom á 63. mín., er Yanchev skaut
á þverslá og síðan fengu þeir tvö
ágæt færi sem þeir nýttu ekki.
KA átti stórsókn á 73. mín., en
á ótrúlagan hátt vildi knötturinn
ekki í netið. Árni Hermannsson átti
skot á stöng og síðan var skotum
frá Jóni Grétari Jónssyni og Orm-
arri Örlygssyni bjargað naumlega.
Þetta var síðasta stórsóknin í leikn-
um. KA-menn fögnuðu sætum sigri
í fyrsta Evrópuleik sínum. Ekkert
íslenskt félagslið hefur byijað Evr-
ópukeppni með sigurleik. ,
Allt KA-liðið lék mjög vel. Hauk-
ur Bragason var vel á verði fyrir
aftan örugga vörn. Ormarr Örlygs-
son átti frábæra sóknarspretti upp
kantinn. Miðjuleikmenn voru -vak-
andi og vann Hafsteinn Jakobsson
flest skallaeinvígi. Jón Grétar og
Kjartan gerðu mikinn usla í vörn
CSKA og voru stórhættulegir.
„Strákarnir stóðu
sig frábærlega“
sagði Guðjón Þórðarson, þjálfari KA
„Þetta var frábær sigur liðs-
heildarinnar. Strákarnir stóðu
sig frábærlega og uppskáru
eftir því,“ sagði Guðjón Þórðar-
son, þjálfari KA, sem var í sjö-
unda himni eftir sigurinn yfir
CSKASofía.
ÆT
Eg er mjög ánægður með strák-
ana. Þeir sýndu nú loksins hvað
í þeim býr, en þeir hafa ekki náð
sér á strik í sumar. Það eina sem
ég er svekktur með - er að við
náðum ekki að nýta nema eitt af
sex góðum marktækifærum sem
við fengum.
Það verður erfitt að leika gegn
Búlgurunum í Sofíu. Leikmenn
CSKA eru fljótir og leiknir, en von-
andi tekst okkur eins vel upp með
svæðisvörnina í Sofíu og hér á
Akureyri," sagði Guðjón.
Asparovh Nicodinov, þjálfari
CSKA Sofía, hrósaði KA-mönnum
og sagði að þeir hefðu leikið mjög
vel. „Eg er aftur á móti óhress með
mína menn. Þeir náðu aldrei að
sýna eðlilega getu, en vonandi ná
þeir sér á strik í Sofíu. Þar á reynsla
okkur í Evrópukeppninni eftir að
vega þungt. Við ætlum okkur að
leggja KA þar,“ sagði Nicodiniov,
sem sagði að leikmenn sínir myndu
ekki vanméta ieikmenn KA. „Þeir
léku vel gegn okkur og gátu skorað
fleiri mörk. Allar aðstæður hér voru
til fyrirmyndar."