Morgunblaðið - 18.10.1990, Síða 30

Morgunblaðið - 18.10.1990, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 1990 Tillaga Gísla Braga Hjartarsonar bæjarfulltrúa: Akureyrarbær taki frumkvæði 1 viðræðum þéttbýlisstaða um flutning opinberrar þjónustu GÍSLI Bragi Hjartarson bæjarfulltrúi Alþýðuflokks lagði fram til- lögu á fundi bæjarstjórnar Akureyrar í fyrradag þess efnis að skip- uð verði vinnunefnd allra stærstu kaupstaða í hverjum landshluta utan Reykjavíkursvæðisins sem hafi það hlutverk að móta heildar- stefnu um flutning opinberra stofnana út á land. Þá myndi og verða lögð á það áhersla að nýjar ríkisstofnanir sem komið yrði á fót yrðu staðsettar utan höfuðborgarsvæðisins. Tillögunni var vísað til um- fjöllunar í bæjarráði. Morgunblaðið/Rúnar Þór Kirnan ístað KEA Kirnan, ný verslun í Innbænum var opnuð nýlega en verslunina tók Jón Víkingsson á leigu af Kaupfélagi Eyfirðinga. Jón rekur verslunina ásamt eiginkonu sinni Bryndísi Jóhannesdóttur. Síðasta verk Jón áður en hann opnaði verslun sína var að taka niður KEA-merki af húsinu, en þar hefur merkið verið til fjölda ára. Jón sagði að samkeppni væri orðin mjög mikil í matvöruverslunum og á einu til tveimur árum hefðu margar nýjar verslanir opnað. „En ég er samt bjartsýnn, við ætlum að vera með fjölbreytt kjötborð og þar eru ýmsar nýjungar á döfinni," sagði Jón, en hvað rekur hann til að taka við rekstri verslunar sem KEA hefur gefist upp á að reka? „Mig langaði til að spreyta mig á þessu, ég held að það sé draumur allra að vera sjálfs síns herra. Nú, ég hef líka unnið mikið við afgreiðslustörf og hef gaman af þeim, þar er mikilvægt að vera lipur og láta viðskiptavini sína finna að maður hafi áhuga á að afgreiða þá. Það ætlum við að hafa að leiðarljósi," sagði Jón kaupmaður í Kirnunni. Ekki þörf á byggingu nýrrar vöruhafnar - segir Gísli Bragi Hjartarson bæjarfulltrúi GÍSLI Bragi Hjartarson bæjarfulltrúi Alþýðuflokks gagnrýndi fjög- urra ára hafnaráætlun, sem samþykkt var af bæjarstjórn Akureyrar á fundi í fyrradag. Gísli Bragi fór fram á að gerð yrði könnun á nýtingu þeirra liafna sem fyrir eru áður en lagt yrði út í stórar framkvæmdir við nýja vöruhöfn. „Ég tel að nú sé lag, allir stjóm- málamenn tala um mikilvægi þess að taka upp markvissa byggða- stefnu, en fram að þessu hefur landsbyggðin ekki orðið vör við þessa stefnu. Það hlýtur hins vegar að koma að því að eitthvað verði gert þegar þrengt er að landsbyggð- inni eins og nú,“ sagði Gísli Bragi. I greinargerð með tillögunni seg- ir að störfum á vegum ríkisins sé undantekningarlaust komið fyrir á Reykjavíkursvæðinu sé þess nokkur kostur. Þessi regla sé til komin vegna þess að vantað hafi heildar- stefnu varðandi dreifingu starfa á vegum ríkisins og að samstaða landsbyggðarmanna um annað fyr- irkomulag hafi brostið. Þingmenn landsbyggðarinnar hafí oftast stutt staðsetningu opinberra starfa í Reykjavík og ávallt talið að fyrir utan heimabyggð sé Reykjavík hentugasti kosturinn. „Þannig hafa skammsýni og þröngir staðbundnir hagsmunir leitt til þess að ríkisvaldið hefurýtt óeðli- lega mikið undir vaxandi byggð á Reykjavíkursvæðinu. Það er ekkert sem bendir til þess að á þessari þróun verði breyting á næstu árum nema reynd verði ný ráð. Fyrir landsbyggðina er þetta alvarleg þróun sem verður að breyta, því ljóst er að atvinnutækifæri lands- manna næstu ár verða að stærstum hluta í opinberum störfum og störf- um sem tengjast opinberri þjón- ustu,“ segir í greinargerð með til- lögu Gísla Braga. Þá segir einnig að vandséð sé að samstaða um að efla opinbera starfsemi út um land aukist, nema fulltrúar fólksins á landsbyggðinni komi sér saman um heildarstefnu varðandi dreifingu opinberra starfa og eðlilega verkaskiptingu byggð: arlaganna í opinberri þjónustu. í tillögunni er gert ráð fyrir að Akur- eyrarbær taki frumkvæði í viðræð- um við fulltrúa stærstu þéttbýlis- staða í hveijum landsfjórðungi um að ná samkomulagi um áherslur varðandi dreifíngu opinberra starfa. „Mér sýnist allt benda til þess að landsbyggðin leiki í vöm á næstu misserum, en ég tel að það sé mikil- vægt að við getum komið okkur saman í þessu máli. Ef við gerum það, þá hefur landsbyggðin meiri- hluta á Alþingi og því geta þing- menn landsbyggðarinnar ekki kom- ist hjá því að taka afstöðu varðandi þennan málaflokk,“ sagði Gísli Bragi. Tillögu hans var vísað til bæjar- ráðs og verður væntanlega tekin þar fyrir á fundi í dag, fimmtudag og síðan til umræðu á næsta fundi bæjarstjórnar. Súkkulaðiverk- smiðjan Linda: Bærinn leggur fram fjórar millj. kr. í hlutafé BÆJARRÁÐ hefur samþykkt að taka þátt í hlutafjáraukningu í Súkkulaðiverksmiðjunni Lindu hf. og hefur ráðið ákveðið að leggja fram fjórar milljónir króna í fyrirtækið. Unnið hefur verið að endurskipulagningu fyr- irtækisins um skeið og er þess vænst að henni verði lokið innan nokkurra vikna. Atvinnumálanefnd samþykkti á fundi sínum fyrir skömmu að taka þátt í hlutafjáraukningu Lindu með fjögurra milljóna króna framlagi, gegn þeim skilyrðum að önnur hlutaíjáraukning en bæjarins nái að minnsta kosti 16 milljónum króna. Á fundi bæjarráðs var ákvörðun atvinnumálanefndar sam- þykkt, en bæjarráði þótti nauðsyn- legt að heildarhlutafjáraukning í fyrirtækinu nemi 30 milljónum króna svo gera megi fjárhagsstöð- una viðunandi. Sigurður Arnórsson fram- kvæmdastjóri Lindu sagði að fyrir lægi heimild stjórnar um 30 milljóna króna hlutafjáraukningu og reikn- aði hann með að sú upphæð myndi nást. Hann sagði að unnið hefði verið að endurskipulagningu fyrir- tækisins um nokkurt skeið og yrði henni væntanlega lokið á næstu vikum. Mmningarat- höfn um Val Amþórsson Minningarathöfn verður haldin um Val Arnþórsson, bankastjóra Landsbanka Is- lands og fyrrverandi kaupfé- lagssljóra KEA, á Akureyri í dag. Athöfnin verður í Akureyrar- kirkju og hefst klukkan 13.30. Séra Birgir Snæbjörnsson ann- ast athöfnina. Útför Vals verð- ur frá Dómkirkjunni í Reykjavík á morgun, föstudag, klukkan 13.30. Á fjögurra ára framkvæmda- áætlun sem bæjarstjóm samþykkti í fyrradag er gert ráð fyrir að á næsta og þar næsta ári verði varið rúmum 50 milljónum króna til framkvæmda við vöruhöfn. Gísli Bragi sagði engin rök mæla með því að farið yrði út í þessar fram- kvæmdir nú og fór hann fram á að gerð yrði úttekt á nýtingu þeirra BÆJARSTJÓRN hefur sam- þykkt að festa ekki kaup á hús- inu Bjarmastíg 5, en til greina kom að nýta húsið undir sambýli fyrir aldraða. Bærinn hefur þeg- ar keypt stórt einbýlishús við Bakkahlíð fyrir slíka starfsemi, en hún hefst um næstu áramót. Lánsheimild er fyrir kaupum á tveimur húsum á þessu ári, en rétt þótti að fá reynslu á starf- semina áður en ráðist yrði í kaup tveggja húsa. Sigurður J. Sigurðsson formaður bæjarráðs sagði að skynsamlegt hefði þótt að fá reynslu á rekstur sambýlis fyrir aldraða í Bakkahlíð áður en ráðist yrði í kaup hússins hafnarmannvirkja sem fyrir eru. „Ég tel að hafnirnar séu vannýttar nú og fátt sem bendir til þess að leggja þurfi út í þessar framkvæmd- ir. Mér finnst skynsamlegra að nýta þetta fé sem áætlað er í vöruhöfn- ina fremur til flýta fyrir fram- kvæmdum við nýtt skipulag á Torfunefssvæðinu,“ sagði Gísli Bragi. við Bjarmastíg fyrir samskonar rekstur. Akureyrarbær hafði láns- loforð vegna kaupa á tveimur hús- um, annað hefur þegar verið keypt og starfsemi hefst þar í janúarbyij- un. Bæjarráð mælti ekki með að húsið við Bjarmastíg yrði keypt nú, en lánsloforðið verður nýtt til kaupa á almennri kaupleiguíbúð. Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, Fram- sóknarflokki, taldi rétt að kaupa húsið, þó svo að starfsemi hæfist þar ekki fyrr en kominn væri reynsla á resktur sambýlisins í Bakkahlíð. Húsið hentaði einkar vel, það væri stórt og staðsetning þess rétt ofan miðbæjarins. einnig heppileg. Akureyrarbær Fðstrur - Fðstrur Nú er gullið tækifæri að breyta til og reyna eitthvað nýtt. Staða hverfisfóstru á Akureyri í Glerárhverfi er laus til umsóknar. Staðan er 100% og starfið mjög fjölbreytt. Hverfisfóstra sér um dagvistir, leikvelli og dagmæður í sínu hverfi. Viðkomandi þarf að geta starfað sjálf- stætt, verða skipulagður og hafa áhuga á því að vinna með fólki. Starfið veitist frá 1. des. nk. Ailar nánari upplýsingar um starfið veitir dagvistarfulltrúi, alla virka daga frá kl. 10-12, í síma 96-24600. Skriflegar umsóknir skulu berast dagvistarfulltrúa fyrir 20. okt. 1990, á þar til gerðum eyðublöðum, sem fást hjá starfsmannastjóra og dagvistarfulltrúa. Dagvistarfulltrúi. Sveitavinna Starfskraftur, karl eða kona, óskast í sveit frá 10. des. nk. og til vors, eða ca 7 mánuði. Bústærð um 400 ærgildi. Þarf að geta hirt sauðfé og kýr og mjólkað, helst vanur búvél- um. Aldur 18-60 ár. Umsóknir, er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf, ásamt launahugmynd, sendist til Ingi- bjargar Bjarnadóttur, Gnúpufelli, 601 Akur- eyri, fyrir 25. okt. Fyrirspurnum ekki svarað í síma. Bæjarstjórn Akureyrar: Bjarmastígur ekki und- ir sambýli fyrir aldraða

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.