Morgunblaðið - 18.10.1990, Page 36

Morgunblaðið - 18.10.1990, Page 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 1990 STJÖRNUSPÁ eftir Frances Drake Hrútur __ (21. mars - 19. apríl) ** Nú er tilvalinn tími til að ganga frá samningum. Sinntu einkamál- um þínum af kostgæfni. Hjón taka farsælar ákvarðanir í sam- eiginlegum málum. Naut (20. apríl - 20. maí) t&K Leikur og starf fara ágætlega saman í dag. Sumir kynnast róm- antíkinni í gegnum starf sitt. Byrjaðu núna á nýjum viðfangs- efnum. Tvíburar maí - 20. júní) Þú hefur mikla gleði af tóm- stundagamni þínu. Einnig færa tengsl þín við börn og ástvini þér mikla hamingju. Krabbi (21. júní - 22. júlí) Annaðhvort vinnur þú að því að prýða heimili þitt eða þú býður til þín gestum. Fjölskyldumálin eru í kastljósinu hjá þér í svipinn. Þú verður að taka mikilvægar ákvarðanir. Ljón (23. júlí - 22. ágúst) Þú ert að skipuleggja helgarfríið núna. Notfærðu þér tækifæri sem þér býðst til að komast burt frá hversdagslegum önnum. List- rænt fólk finnur til innblásturs í dag. Einhver pirringur gerir vart við sig meðal vinanna í kvöld. Meyja (23. ágúst - 22. september) Ræddu peningamálin í dag. Þú rekst á eitthvað sem vekur hrifn- ingu þína þegar þú ferð út að versla. Það er heilmikið um að vera hjá þér í vinnunni. Vog -(23. sept. - 22. október) Þú dekrar svolítið við þig í dag. Veittu persónueinkennum þínum meiri athygli. Persónutöfrar þínir vekja aðdáun fólks. Sporódreki (23. okt. - 21. nóvember) Annaðhvort skrifar þú einhveij- um sem á inni bréf hjá þér eða þú tekur þátt í að skipulegga list- viðburð. Það gerist ekki mikið í dag, en dagurinn verður engu að síður ánægjulegur. Næðisstundir ýta undir rómantískar tilfinning- ar. Bogmaður (22. nóv. - 21. desember) m Þú hittir vini þína í dag til að eiga með þeim glaða stund. Ein- hleypir kynnast rómantíkinni. Vinsældir þínar fara vaxandi um þcssar mundir. Steingeit (22. des. — 19. janúar) Persónuleiki þinn kemur þér að góðu liði í viðskiptasamningum sem þú tekur þátt í núna. Talaðu við yfírmenn þína í dag og ræddu málin. Vatnsberi (20. janúar - 18. febrúar) Það er heppilegt að ýta á eftir stöðuhækkun í dag. Ræddu við einhvem sem þú treystir fullkom- lega. Þú færð heimboð frá ein- — ^hveijum vina þinna. Fiskar (19. febrúar - 20. mars) Þú hefur áhuga á fommunum og list í dag. Ræddu við umboðs- mann tryggingafélagsins þíns og. ljárfestingarfyrirtæki. Hjón eru sammála um hvernig veija beri sameíginlegu fé. AFMÆLISBARNIÐ hefur áhuga á opinberum þjónustustörfum og er bæði sjálfstætt og og sam- vinnuþýtt. Persónuleiki þess kemur þvl að góðu haldi í við- skiptalífinu. Það þráir efnislega 'velgengni, en ætti ekki að láta þörfina fyrir að komast áfram hindra sig í að leggja fram krafta sína á eigin forsendum. Því lætur best að gera hlutina eftir sínu eigin höfði. Lögfræðistörf, þátt- taka í stjórnmálum eða opinber þjónusta eru svið sem kunna að höfða tii þess. ... - Stjörnuspána á að lesa sem dœgradvöl. Spár af þessu tagi byggjast ekki á traustum grunni visindalegra staðreynda. DÝRAGLENS TýejTA EJSO BAZA {/MANNALÆ.TI / pérzf Ʊ y ..jt / /vi ^ — LJÓSKA JJl//tT> /f /œ> f i A/E/, et/ Hc. fp f/ftc/s/tHHS Sut> EVDt Ag SE X kcutctxj. STUNDUAA ’/» CAUeneOEGt 'A GOL ’FVELL /NO/U þ/>e sðh þú Am/?AD h/ttx HAM, V/Ete/tEDU KO/H/MN HE//H py&e n/e/A/u/e T//noAff FERDINAND SMÁFÓLK BRIDS Umsjón: Guðm. Páll Amarson Brasilíumennirnir Gabriel Chagas og Marcelo Branco unnu, sem kunnugt er, yfir- burðasigur á HM í tvímenningi í Genf. Hvemig skyldu topparnir verða til hjá slíkum spilurum? Hér er eitt sýníshorn: Norður gefur; AV á hættu. Norður ♦ 9765 ¥K43 ♦ Á64 ♦ 753 Vestur Austur ♦ KG872 ♦ 10 ♦ 1072 ♦ DG1072 ♦ K83 ♦ D8 Suður ♦ ÁD3 ♦G109642 ♦ ADG865 ♦ 95 ♦ ÁK Vcstur Norður Austur Suður Branco Chagas Pass Pass 1 hjarta Pass 2 hjörtu Pass 3 tíglar Pass 4 hjörtu Pass Pass Pass Útspil: Tíguldrottning. Þriggja tígla sögn Chagas var geimáskorun og lofaði tígli. Auð- vitað ætlaði Chagas alltaf í 4 hjörtu, en hann vildi ekki fá út tígul og þóttist því vera feitur fyrir þar. Chagas er víst al- ræmdur fyrir slíkar blekkisagnir og hvort sem vestri var kunnugt um það eða ekkf, þá valdi hann tíguldrottninguna. Chagas drap á ásinn, tók ÁD í trompi og AK í laufi. Lauf- drottningin vakti áhuga hans og frekar en nota innkomuna á hjartakóng til að svína í spaðan- um, stakk hann lauf og tók öll trompin nema eitt. Þrátt fyrir allt, trúði vestur því að Chagas ætti tígul og fór niður á Kx í spaða. Þá spilaði Chagas ein- faldlega spaðaás og meiri spaða og felldi kónginn. 650 og hreinn toppur. SKÁK Umsjón Margeir Pétursson Á móti verkalýðsfélaganna í Leningrad á þessu ári kom þessi staða upp í skák þeirra S. Ivanov (2.460), sem hafði hvítt og átti leik, og Maslov. Svartur lék síðast 21. - Dd8 - d7?? 22. Hxc8! - Dxc8 (eða 22. - Dxdl+, 23. Bxcl) 23. Dxa4 og með biskup yfir vann hvítur auð- veldlega. S. Ivanov sigraði með yfirburðum á þessu móti.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.