Morgunblaðið - 18.10.1990, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 18.10.1990, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. OKTÓBER 1990 41 mér auðnaðist sá heiður að vinna með Ólafi þá lærði ég margt bæði um lífíð og tilveruna, Ólafur hafði frá mörgu að segja, sérstaklega frá heimabyggð sinni, ísafirði. Olafur var stoltur af því að vera ísfirðing- ur. - Það er með söknuði sem ég kveð félaga minn, Ólaf Þórðarson. Aðstandendum Ólafs votta ég mína innilegustu samúð og bið Guð að styrkja þá í sorg þeirra. Blessuð sé minning Ólafs Þórðar- sonar. Björgvin Björgvinsson Ólafur Þórðarson tollvörður and- aðist á Landakotsspítala 10. þ.m. Útför hans fer fram frá Dómkirkj- unni í dag. Ólafur var fæddur á ísafirði 23. maí 1933 og voru foreldrar hans Kristín Magnúsdóttir og Þórður Jóhannsson, úrsmiður á ísafirði, sem látinn er fyrir nokkrum árum. Þau hjón eignuðust sex börn og þau eru auk Ólafs: Högni, fyrrv. banka- stjóri á ísafírði, kvæntur Kristrúnu Guðmundsdóttir hjúkrunarfræð- ingi, Hjördís kennari, Laugarvatni, gift Árna Guðmundssyni skóla- stjóra, Anna, búsett í Borgarnesi, gift Bjarna Bachmann kennara, Helga póstfulltrúi, Reykjavík, og Magnús, úrsmiður á ísafirði, kvæntur Maríu Jóhannsdóttur. Kristín Magnúsdóttir var borinn og barnfæddur ísfírðingur og var bú- sett þar alla ævi þar til nú síðasta árið að hún hefur verið hjá dóttur sinni, Helgu, í Reykjavík. Þórður var Snæfellingur að ætt en fluttist ungur til Ísaíjarðar, þar sem hann vann alla starfsævi sína og rak sitt eigið verkstæði og verslun. Ólafur kvæntist 26. desember 1953 Ragnhildi M. Guðmundsdótt- ur frá Kópaskeri. Þau hjón eignuð- ust fjóra syni. Þeir eru Guðmund- ur, íþróttakennari, kvæntur Ester Jónatansdóttur og eiga þau þijár dætur, Þórður, íþróttakennari, kvæntur Kristínu Báru Alfreðsdótt- ur, þau eiga þrjár dætur, Gunnar Bjarni, íþróttakennari, kvæntur Birnu Jónsdóttur og eiga þau tvö börn, og Magnús, símsmiðameist- ari, kvæntur Þóru Erlingsdóttur og eiga þau eina dóttur. Ragnhildur, eftirlifandi kona Ólafs, hefur tekið mikinn þátt í félagsstörfum, einkum eftir að þau fluttust til Reykjavík- ur. Hún hefur verið formaður Fé- lags ísl. símamanna um nokkurt árabil og áttum við um fjögurra ára skeið mikil samskipti og sýndi hún í því starfi mikla hæfileika, dugnað og festu sem bar að virða og meta. Ólafur lauk sveinsprófí í bakara- iðn árið 1953, starfaði við þá iðn til ársins 1965 og rak sitt eigið bakarí á ísafirði. Hann gerðist toll- vörður á ísafírði árið 1965 til ársins 1980, en það ár futti hann ásamt fjölskyldu sinni til Reykjavíkur þar sem hann var starfandi tollvörður til dauðadags. Ólafur var mikill áhugamaður í félagsmálum öll sín uppvaxtar- og manndómsár, var mikið í íþróttum og í stjórnum íþróttafélaga í bænum. Hann starf- aði um langa hríð í skátafélaginu „Einheijum", Leikfélagi ísafjarðar um tíma og var virkur þátttakandi í sönglífinu í bænum og var meðlim- ur í Oddfellowreglunni. Ólafur tók mikinn þátt í félagsstarfi Sjálfstæð- isflokksins á ísafírði og gegndi fjöl- mörgum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Hann var glettinn og spaugsamur og hafði samband við marga. Á þeim árum létu menn margt fjúka, sem þeir gerðu ekki að sama skapi síðar á æfinni. Þrátt fyrir að Ólafur Þórðarson flytti frá Isafírði veit ég að hugur hans var jafnan heima. Þeir sem vaxið hafa til manndóms og þroska á lands- byggðinni og síðar sáu börn sín alast þar upp geta ekki slitið það tryggðarband þó flutt sé milli lands- hluta. Því var Ólafur ísfirðingur til æviloka. Við vorum góðir vinir, töluðum margt saman og gerðum að gamni okkar. Þá var gaman að vera til og lifa í skemmtilegu samfélagi ísf- irskrar byggðar. Svo skildu leiðir. Höfuðborgin er stór og víðfeðm miðað við samfélagið okkar vestra. Við hittumst örsjaldan, en þegar það gerðist voru rifjuð upp gömul kynni, glaðværar og skemmtilegar stundir löngu liðinna ára. Nú er Ólafur Þórðarson horfinn héðan. Eg þakka honum góð kynni, föls- kvalausa vináttu liðinna ára. Hann var mér vinfastur, hlýr og tryggur eins og önnur skyldmenni hans sem ég _þekkti gjörla. Eg sendi Ragnhildi, Kristínu móður hans, börnum, tengdabörn- um og öllu ættfólki mínar innileg- ustu samúðarkveðjur og bið Ólafi Guðs blessunar í nýjum heimkynn- um. Matthías Bjarnason Útför vinar míns, Ólafs Þórðar- sonar tollvarðar frá ísafirði, fer fram í dag frá Dómkirkjunni. Hann lést í Landakotsspítala 10. október sl., af völdum hjartasjúkdóms, sem fylgt hafði honum um árabil og færst mjög í aukana síðustu misser- in. „Og vinir berast burt á tímans str-aumi“, hversu oft sungum við ekki þessa ljóðlínu saman hér áður fyrr við fjölmörg tækifæri, án þess trúlega að átta okkur á því að fyrr en varði yrði röðin komin að okkur. Og í dag er það Óli, þessi félags- lyndi, lifandi vinur, íþróttamaður og húmoristi, sem kveður okkur að sinni aðeins 58 ára gamall. Hann fæddist á ísafirði 23. maí árið 1932, sonur Kristínar Magnús- dóttur og Þórðar Jóhannssonar, úrsmíðameistara. Hann var næst yngstur sex systkina og ólst upp við leiki og störf á menningarheim- ili. Söngur og leiklist var í hávegum höfð á ísafírði á þessum árum ásamt íþróttum og skátastarfí, en fjölskylda Óla og frændfólk lét mjög til sín taka á þessum sviðum. Isa- fjörður var í þá daga kjörinn vett- vangur fýrir sprækan, metnaðar- fullan mann, sem vildi taka þátt í mannlífinu. Og hann lét ekki tæki- færin ónotuð. Hann gerðist snemma skáti, starfaði með leikfélaginu, söng í fiestum kórum og stundaði, að ég held, allar íþróttagreinar, sem þekktust á ísafirði í þá daga. Kraft- urinn og metnaðurinn var mikill og ekki þótti honum gott að tapa, t.d. í knattspyrnu, það man ég vel. Árið 1953 gekk hann að eiga Ragnhildi Guðmundsdóttur, sem fædd er á Kópaskeri. Bjuggu þau á ísafírði nær samfellt til ársins 1980 að þau fluttu til Reykjavíkur. Synir þeirra eru: Guðmundur, íþróttakennari, kona hans er Ester Jónatansdóttir og eiga þau 3 dæt- ur, Þórður, íþróttakennari, kona hans er Kristín Bára Alfreðsdóttir og eiga þ'au 3 dætur, Gunnar Bjarni, íþróttakennari, kona hans er Helga Bima Jónsdóttir og eiga þau 2 börn, og Magnús, símsmíða- meistari, kona hans er Þóra Erlings- dóttir og eiga þau 1 dóttur. Óli lauk sveinsprófí í bakaraiðn árið 1953 og starfaði við þá iðn til ársins 1965. Hann rak eigið bakarí á ísafirði. Árið 1965 gerðist hann tollvörður á ísafirði og eftir að hann flutti til Reykjavíkur hélt hann áfram því starfí þar til hann lést. Auk félagsstarfanna, sem getið er hér að framan, tók Óli virkan þátt í pólitísku starfi. Hann var dyggur stuðningsmaður Sjálfstæð- isflokksins og gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn. Þá var hann meðlimur í Oddfellowregl- unni. Það er margs að minnast frá liðn- um dögum. Ég minnist sérstaklega góðra stunda með Óla og fjölskyldu hans í einbýlishúsinu við Miðtún á ísafírði, en það hús byggði hann af miklum kraft’i, eftir að hann varð tollvörður. Þá var ekki síður gott að eiga vini við Kambsveginn í Reykjavík, þar sem þau bjuggu um skeið og ég var leigjandi. Minnisstæðastur er þó íþrótta- maðurinn og íþróttaáhugamaðurinn Ólafur Þórðarson. Hann æfði, keppti, þjálfaði og stjórnaði, hvatti til dáða og gagnrýndi. Og hann sagði mér að hann hefði meira vit á íþróttum en flestir aðrir. Og ég trúði honum, að sjálfsögðu. Og ekki hafa eplin fallið langt frá eikinni, því þrír synirnir eru íþróttakennar- ar. Kvöld eitt í september hringdi Óli til mín. Við töluðum lengi sam- an um daginn og veginn. Það hvarflaði ekki að mér að þetta yrði síðasta samtalið okkar þótt hann segði mér að þrekið væri á þrotum. Ég held núna að hann hafí verið að kveðja mig. En ég kveð hér og nú, þakka vináttu og skemmtileg- heit og bið honum blessunar. Fjöl- skyldu hans, aldraðri móður, systk- inum og öðrum vandamönnum votta ég samúð mína. Magnús Reynir Guðmundsson Þann 10. október sl., lést á Land- akotsspítala tengdafaðir okkar, Ól- afur Þórðarson, aðeins 58 ára að aldri. í fáum orðum langar okkur að minnast góðra stunda gegnum árin, einkum þeirra er harin naut sín best, þegar aliur hópurinn „hans“ var saman kominn. Kynnin hafa staðið mislengi. Við sem fyrstar komum náðum að kynnast honum sem fullfrískum athafnamanni á kafí í vinnu og fé- lagsmálum vestur á ísafírði, í fal- lega húsinu í Miðtúninu. Óli var menntaður bakari og öll höfum við notið góðs af því. Varla hafa verið haldin brúðkaup eða skírnarveislur án þess að tertan hafí verið fagurlega skreytt af hans hendi. Ekki munaði hann heldur um, þótt hringt væri með skömmum fyrirvara, að koma upp „knatt- spyrnuvelli“ fyrir eitt barnaafmæl- ið. Það vakti undrun og aðdáun barna og fullorðinna að fylgjast með fagmanninum. En hann veitti ekki aðeins lið- veislu á hátíðarstundum. Alla af- mælisdaga í fjölskyldunni lagði hann vel á minnið og bætti samvisk- usamlega við nýrri tengdadóttur eða barnabarni þegar í hópnum fjölgaði. Skemmst er að hugsa til sept- embermánaðar sl., er hann dvaldi sér til hressingar í Hveragerði. Þá voru komnar gjafir á réttum tíma á pósthúsið í Sandgerði, til sonar- dætranna þar — ef eitthvað yrði nú U1 þess að hann gæti ekki mætt. Óli kenndi fyrst sjúkdóms síns 1975, þegar hann fékk kransæða- stíflu 43 ára gamall. Hann átti alla tíð eftir það erfítt með að sætta sig við að þurfa að gæta sín við líkam- legt erfiði. Þrátt fyrir það hefur hann lagt hönd á plóginn hjá okkur öllum við flutninga, byggingar og breytingar. Hann var mættur fyrstur ef ein- hversstaðar þurfti að mála eða dytta að. Helst vildi hann ekki hætta fyrr en allt var búið. Óli naut sín vel í góðum hópi. Við sem upplifðum „stóru“ jólaboð- in hjá hor.um, Dúnu og sonunum, ásamt foreldrum hans, systkinum, móðursystkinum og fleirum minn- uinst þeirra með hlýju. Þá naut sín vel írásagnargleðin og kátínan sem hann var þekktur fyrir meðal sinna félaga. Síðustu tvö árin hafa verið hon- um afar erfið. Sjúkdómurinn gerði hann sífellt úthaldsminni og sárt var að sætta sig við það. Mesta gleðin var þegar allir gátu * verið saman, og sérstaklega ánægjuleg var útilegan í Munaðar- nesi í sumar með honum og Dúnu. Þá vantaði að vísu litla prinsinn Jón Ólaf og foreldra hans, en allar son- ardæturnar 8, 3 synir og 3 tengda- dætur voru mætt. Það var eins og hann væri endurborinn, gleði og hamingju ríkti í hópnum og „Óli afi“ var glaðastur allra. í sundlauginni á Varmalandi skaut hann sonum sínum ref fyrir rass með því að skella sér heljar- stökk út í laugina, eins og í fímleik- unum forðum. Varla hefur það hvarflað að neinu okkar þá að svo stutt yrði eftir. í einlægni þökkum við tengda- föður okkar góða samfylgd. Elsku Dúna þér þökkum við alla þína alúð. Ester, Kristín, Helga Birna og Þóra. Kveðja frá Tollvarðafélag’i Islands í dag verður til moldar borinn Ólafur Þórðarson tollfulltrúi við toll- gæsluna í Reykjavík. Óiafur hóf störf hjá Tollgæslu íslands 1. maí 1965 og þá á ísafirði. Árið 1980 flutti hann bú- ferlum til Reykjavíkur ásamt fjöl- skyldu sinni og hóf þá störf við tollgæsluna í Reykjavík, þar sem hann starfaði til dauðadags, nú síð- ustu árin við Tollvörugeymsluna við Héðinsgötu. Fyrir nokkrum árum 'kenndi Ólafur þess meins er að lokum sigr- aði hann. Þrátt fyrir mjög erfiðan sjúkdóm breyttist viðmót hans aldr- ei. Hann var alla tíð léttur í lund og hvers manns hugljúfí sem með honum starfaði. Alltaf gat hann séð hið broslega við alla hluti og gert að gamni sínu án þess þó að særa nokkurn mann. En þó svo hann væri léttur í lurid, gat hann verið fastur fyrir og ákveðinn ef á þurfti að halda. Ólafur var einkar félagslyndur maður og hafði yndi af því að um- gangast annað fólk og skiptast á skoðunum við það. Á ísafírði var hann mjög virkur í félagsmálum, en þá kannski mest í stjórnmálum. Þá var hann einnig mjög virkur í Tollvarðafélagi íslands, en þó eink- anlega eftir að hann fluttist til Reykjavíkur. Hann hafði einstakt lag á að benda mönnum á van- kanta á hinum ýmsu málum er til umfjöllunar voru hjá félaginu. Ófáir voru þeir fundirnir hjá Tollvarðafé- laginu sem honum tókst að sameina andstæður fylkingar. Ólafur gegndi ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Toll- varðafélagið. Meðal annars var hann öryggistrúnaðarmaður þess sl. 10 ár. Fyrir öll hans störf sem og sam- fylgdina stöndum við félagar hans í mikilli þakkarskuld við hann. Hann hefur nú lagt út á þá braut sem öllum er ætluð og biðjum við honum velfamaðar og að hinn hæsti höfuðsmiður muni vernda hann og blessa. Eiginkonu hans, Ragnhildi Guð- mundsdóttur, sem og öllum að- standendum sendum við alúðar samúðarkveðjur. F.h. Tollvarðafélags íslands, Jón Ág. Eggertsson. Legsteinar Framleiðum allar stærðir og gerðir af legsteinum. Veitum fúslega upplýsingar og ráðgjöf um gerð og val legsteina. S.HELGASONHF STEINSMKMA SKEMMUVEGI48. SIMI76677 t Bróðir minn og frændi okkar, SIGVALDI KRISTIIMSSON, Eyjavöllum 1, Keflavík, sem lést á Landspítalanum 9. okt. sl., verður jarðsettur frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 19. október kl. 14.00. Jóhann Kristinsson, Sigvaldi Arnar Lárusson, Kristin Rut Jóhannsdóttir, Jóhann Jóhannsson, Björn Jóhannsson, Kristín Ruth Jónsdóttir, Agnes Egilsdóttir og fjölskyldur. t Þökkum af alhug samúð og stuðning við fráfall og útför sonar okkar, bróður og mágs, JÓNS TRAUSTA AÐALSTEINSSONAR, Miðási 3, Raufarhöfn, sem lést af slysförum 29. september sl. Aðalsteinn Sigvaldason, Sigríður Hrólfsdóttir, Sigvaldi Ómar Aðalsteinsson, Björg Sigríður Óskarsdóttir. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginmanns mfns, föður okkar, tengdaföður og afa, ELÍASAR HALLDÓRSSONAR, Grænukinn 11, Hafnarfirði. Sérstakar þakkir til samstarfsfólks hans á Sólvangi og f Fríkirkju- söfnuðinum í Hafnarfirði. Þuríður Gisladóttir, Jónína Elíasdóttir Hamré, Bengt Hamré, Gísli Elíasson, Ingibjörg Elíasdóttir, Guðni Eliasson, Sigurbjörn Elíasson og barnabörn. Þórey Ólafsdóttir, Árni G. Sigurðsson, Valgerður Sveinbjörnsdóttir, t Þökkum auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför eigin konu minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu, BJARNÞÓRU EIRÍKSDÓTTUR, Grænumörk 1, Selfossi. Hallgrímur P. Þorláksson, Eiríkur Hallgrímsson, Maria Leósdóttir, Gunnþórunn Hallgrfmsdóttir, Jón Ólafsson, Steinunn Hallgrímsdóttir, Egill Örn Jóhannesson, Hörður V. Árnason, Jóhanna Kristinsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.