Morgunblaðið - 27.10.1990, Blaðsíða 1
72 SIÐUR B/LESBOK
STOFNAÐ 1913
244. tbl. 78. árg.
LAUGARDAGUR 27. OKTOBER 1990
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Gorbatsjov rýmkar fyrir fjárfestingnm:
Utlendingar mega
eiga fyrirtækin
Moskvu. Reuter.
MÍKHAÍL Gorbatsjov leiðtogi sovéska kommúnistaflokksins beitti
tilskipanavaldi sínu í gær er hann tilkynnti að útlendingum væri
heimilt að stofna og reka fyrirtæki að öllu leyti í þeirra eigu í
Sovétríkjunum og flytja gróðann af þeim úr landi.
Með þessari ákvörðun er Gorb-
atsjov sagður vilja flýta fyrir og
stuðla að auknum fjárfestingum
útlendinga í Sovétríkjunum. Aður
urðu erlend fyrirtæki að stofna
samstarfsfyrirtæki með sovéskum
vildu þau stofna til fjárfestinga í
Sovétríkjunum.
Jafnframt heimilaði forsetinn
að útlend fyrirtæki gætu gert lóð-
arleigusamninga til langframa en
mættu ekki kaupa land undir
Pakistan:
Niðurstaða
kosninganna
óhagganleg
Karachi. Reuter.
ALÞJÓÐLEGIR eftirlits-
menn, sem fylgdust með
þingkosningunum í Pakistan
á miðvikudag, sögðu í gær
að úrslit kosninganna stæðu
óhögguð.
Eftirlitsmennirnir sögðust
hafa orðið varir við smávægileg
misferli en þau hefðu engan
veginn verið í þeim mæli sem
Benazir Bhutto fyrrverandi for-
sætisráðherra hefur haldið
fram.
„Sendinefndin hefur ekki
enn séð neitt sem styður ásak-
anir um að kosningaúrslitum
hafi verið verulega hagrætt,"
sagði formaður sendinefndar-
innar, Vahit Halefoglu, fyrrver-
andi forsætisráðherra Tyrk-
lands.
starfsemi sína.
Einnig tilkynnti Gorbatsjov um
lækkun gengis rúblunnar frá 1.
nóvember og munu þá fást 1,8
rúblur fyrir hvern dollar en sam-
kvæmt hinni opinberu gengis-
skráningu sem verið hefur í gildi
fengust aðeins 0,56 rúblur fyrir
hvem dollar. Mun hin nýja gengis-
skráning aðeins gilda í viðskiptum
því áfram verður sérstakt ferða-
mannagengi við lýði. Verða Sovét-
menn sem hyggjast ferðast þannig
að borga 5,60 rúblur fyrir hvern
dollar. Á hinum svarta gengis-
markaði fást hins vegar um 20
rúblur fyrir dollar.
Með þessari gengisbreytingu
áætla sérfræðingar Moskvustjórn-
arinnar að 90% sovéskra útflutn-
ingsfyrirtækja muni skila hagnaði.
Reuter
Míkhaíl Gorbatsjov leiðtogi sovéska kommúnistaflokksins með Juan Carlos Spánarkonungi í Madríd.
Gorbatsjov kom í opinbera heimsókn til Spánar í gær og við það tækifæri hvatti hann vestræn ríki til
þess að styðja Sovétmenn í því að koma á markaðsbúskap hjá sér.
Franska sjónvarpsstöðin La Cinq:
Saddam lætur í ljós vilja
til að ræða stöðu Kúvæts
París. Reuter.
SADDAM Hussein íraksforseti
hefur sent Francois Mitterrand
Frakklandsforseta bréf þar sem
hann segist reiðubúinn að ræða
stöðu Kúvæts, að sögn frönsku
sjónvarpsstöðvarinnar La Cinq.
Franskir embættismenn hafa
ekki staðfest þessa frétt. Að sögn
breska dagblaðsins Financial
Times hafa Irakar nær lokið við
gerð múrs þvert yfir Kúvæt.
Frétt Financial Times þykir
renna stoðum undir fréttir frá Sov-
étríkjunum um að Saddam sé reiðu-
búinn að láta suðurhluta Kúvæts
af hendi. Blaðið sagði einnig að
sprengiefni hefði verið komið fyrir
við þriðjung olíulinda í Kúvæt til
að veijast hugsanlegri árás.
La Cinq sagði að Saddam hefði
í bréfi sínu látið þá ósk í ljós að
Mitterrand og Míkhaíl Gorbatsjov
forseti Sovétríkjanna ræddu Kúv-
Sænska stjórnin lýsir áhuga
á að sótt verði um aðild að EB
Stokkhólmi. Reuter.
MINNIHLUTASTJÓRN sænska jafnaðarmannaflokksins lýsti því
yfir í gær að hún hefði áhuga á að Svíar gerðust aðilar að Evrópu-
bandalaginu (EB), að því er fram kom á blaðamannafundi Allans
Larssons fjármálaráðherra þar sem kynntar voru aðhaldsaðgerðir
stjórnarinnar í efnahagsmálum. Þær fela í sér 3,5% niðurskurð
ríkisútgjalda eða sem nemur 15 milljörðuni sænskra króna, jafnvirði
147 milljarða ÍSK.
„Ríkisstjórnin mun berjast fyrir
því að þingið taki ákvörðun sem feli
i sér skýrar og afdráttarlausar en
áður það takmark Svía að gerast
aðilar að EB,“ sagði Larsson á fund-
inum. Af hálfu stjórnar Ingvars
Carlsson forsætisráðherra hefur
ekki áður verið kveðið jafn sterkt
að orði um hugsanlega aðild Svia
að bandalaginu. Háttsettir menn í
höfuðstöðvum EB sögðust allt eins
eiga von á því að Svíar sendu inn
umsókn um aðild að EB fyrir næsta
vor.
Carlsson sagði að efnahagsráð-
stafanir stjórnarinnar myndu koma
við flesta landsmenn. Tilkynnt var
að opinberum starfsmönnum yrði
fækkað um 10% á næstu þremur
árum en við það sparast milljarður
króna, 9,8 milljarðar ÍSK, á ári. Með
iækkun sjúkratrygginga munu spar-
ast sex milljarðar, 59 milljarðar ISK,
og þriggja milljarða sparnaði hyggst
stjórnin ná með niðurskurði útgjalda
til samgöngu-, iðnaðar-, landbúnað-
ar- og menntamála. Einnig verða
útgjöld til varnarmála lækkuð um
Allan Larsson
milljarð. Skattar á atvinnuhúsnæði
verða hækkaðir um eitt prósent en
það mun auka tekjur ríkisins um
milljarð sænskra króna.
Ákvað stjórnin jafnframt að
lækka skólaskyldualdur niður í 6 ára
aldur en með því móti minnkar þörf-
in fyrir dagheimili og leikskóla.
Verðbólga er nú 11,5% í Svíþjóð
en spáð er aðeins 1,1% hagvaxtar-
aukningu og vaxandi halla á ríkis-
sjóði.
Carlsson sagðist í gær reiðubúinn
að semja um stjórnarskrárbreyting-
ar ef það mætti verða til þess að
auðvelda baráttuna gegn efnahags-
vandanum. Meðal þess væru breyt-
ingar á kjörtíma stjórnarinnar, kjör-
gengi smáflokka og að kosningar til
bæjar- og sveitarstjórna færu fram
samtímis þingkosningum.
ætmálið á fundi sínum í París á
sunnudag og mánudag. Ennfremur
á Saddam að hafa sagt að afstaða
Frakka til málsins væri jákvæðari
en Bandaríkjamanna. Hann á að
hafa minnst á Palestínumenn og
nauðsyn þess að vandamál þeirra
yrðu leyst í tengslum við Kúvæt-
málið. -Laurent Fabius, fyrrverandi
forsætisráðherra Frakklands, spáir
því að næsti leikur Saddams verði
að bjóða Palestínumönnum að setj-
ast að í Kúvæt. Slíkt myndi ijúfa
alþjóðlega samstöðu gegn írökum
og knýja araba til að fylkja sér að
baki Saddam.
Olía snarhækkaði í verði á mörk-
uðum í Evrópu í gær vegna aukins
stríðsótta. Fatið af olíu seldist á
35,5 dali í gær í London og hafði
þá hækkað um sex dali síðan á
miðvikudag.
Stríðsóttinn á fjármálamörkuð-
um er meðal annars rakinn til þeirr-
ar yfirlýsingar Dicks Cheneys,
varnarmálaráðherra Banda-
ríkjanna, að til greina komi að
100.000 bandarískir hermenn verði
sendir til Saudi-Arabíu til viðbótar
við þá 250.000 sem þar eru. Reynd-
ar sagði embættismaður í banda-
ríska varnarmálaráðuneytinu að
hefði Cheney verið spurður hvort
hugsanlega yrðu sendir 200.000
hermenn í viðbót þá hefði hann
einnig svarað því játandi því í sjálfu
sér væru lítil takmörk fyrir því
hversu marga hermenn Bandaríkin
væru reiðubúin að senda á vett-
vang.