Morgunblaðið - 27.10.1990, Page 2
2
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1990
- segir Sveinn Sveinbjörnsson leið-
angursstjóri á Árna Friðrikssyni
„Aðal-loðnuveiðistofninn er að öllum líkindum djúpt norðaustur
af landinu, eins og hann hefur langlíklegast verið á sama tíma í
fyrra og við höldum næst á þær slóðir," segir Sveinn Sveinbjörnsson
leiðangursstjóri á rannsóknaskipinu Arna Friðrikssyni, sem nú er í
loðnuleiðangri. Ami Friðriksson fann loðnu í kantinum 60 sjómílur
austur af Langanesi aðfaranótt fimmtudags en hún er nyög blönd-
uð, að sögn Sveins Sveinbjömssonar.
„Þegar loðnan gengur um þetta
svæði er hún 60-80 sjómílur frá
Langanesinu og langlíklegast er að
þetta sé loðna, sem skipin voru í
aðeins vestar og norðar en misstu
frá sér,“ segir Sveinn Sveinbjörns-
son. „Ef allt er með felldu er þessi
loðna einungis örlítið brot af veiði-
stofninum, því hún er svo mikið
blönduð smáloðnu, sem hrygnir
ekki núna. Við vonum því að aðal-
veiðistofninn sé djúpt norðaustur
af landinu og munum leita þar
næst,“ segir Sveinn.
Hann segir að Árni Friðriksson
hafi fundið aðal-loðnugönguna á
síðustu vertíð út af miðjum Aust-
fjörðum ,viku af janúar. „Okkur
datt ekki í hug að leita að loðnu á
þessum óvenjulegu slóðum djúpt
norðaustur af landinu, því við sáum
þessar geysilegu breytingar á
göngu loðnunnar í fyrsta skipti í
fyrra,“ segir Sveinn Sveinbjörns-
son.
Loðnuskipin fengu þokkaleg köst
á fímmtudagskvöld og veiðamar
gengu sæmilega aðfaranótt föstu-
dags. Þá voru á miðunum Börkur
NK, Víkingur AK, Súlan EA, Hilm-
ir SU, Björg Jónsdóttir ÞH, Öm
Reykjavík:
Piltur féll
milli svala
ÁTJÁN ára gamall piltur féll
fram af svölum á þriðju hæð
íbúðablokkar í Árbænum á föstu-
dagskvöld.
Pilturinn hafði hallað sér fram
af svölunum til að kasta upp en
féll niður á næstu svalir fyrir neð-
an. Farið var með piltinn á slysa-
deild en erfítt var að gera sér grein
fyrir hversu mikið slasaður hann
var, þar sem hann var vel við skál.
KE, Þórður Jónasson EA, Háberg
GK, Þórshamar GK, Hólmaborg SU
og Guðrún Þorkelsdóttir SU. Á
föstudag fór Þórshamar GK með
afla til Þórshafnar og Háberg GK
til Grindavíkur en það er í fyrsta
skipti, sem loðnu er landað þar á
þessari vertíð.
Morgunblaðið/KGA
Próflgöri sjálfstæðismanna í Reylgavík um skipan framboðslista flokksins fyrir næstu alþingiskosning*-
ar lýkur klukkan 22 í kvöld. Myndin var tekin í Valhöll í gær.
Sjálfstæðismenn í Reykjavík:
Tæplega 1.800 hafaþegar
greitt atkvæði í prófkjörinu
ÞEGAR kjörfundi lauk í gær að loknum fyrri próflyörsdegi hafði
1.771 greitt atkvæði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Eru þá utankjörstaðaatkvæði meðtalin. Alls hafa um 11.500 flokks-
menn kosningarétt í prófkjörinu, auk þess sem þeir stuðnings-
menn flokksins geta greitt atkvæði, sem undirritað hafa inntöku-
beiðni í sjálfstæðisfélag í Reykjavík fyrir lok kjörfundar klukkan
22 í kvöld. í dag eru einnig prófkjör hjá sjálfstæðismönnum á
Suðurlandi, Vestfjörðum og á Austurlandi.
21, kjörstaðir á Vestfjörðum eru
yfírleitt opnir milli klukkan 10 og
20 og á Austurlandi frá klukkan
10 til 20. í þessum þremur kjör-
dæmum verður ekki talið fyrr á
sunnudag.
í gær fór kosning í prófkjöri sjálf-
stæðismanna í Reykjavík fram í
Valhöll milli klukkan 13 og 22. í
. dag er hins vegar kosið á 5 kjörstöð-
um. Þeir eru: Hótel Saga (vestur-
hluti borgarinnar, vestan Snorra-
brautar og vestan Rauðarárstígs
að Miklubraut), Valhöll (öll önnur
byggð austur að Elliðaám), Hraun-
bær 102B (Árbær, Selás ogÁrtúns-
holt), Gerðuberg (Breiðholt) og
verslunarmiðstöðin að Hveráfold
1-3 (Grafarvogur). Kjörstaðir í dag
verða opnir frá klukkan 9 til 22.
Atkvæðisrétt í prófkjörinu hafa
allir félagsbundnir sjálfstæðismenn
í Reykjavík, sem þar eru búsettir
og hafa náð 16 ára aldri í dag. Auk
þess er prófkjörið opið þeim stuðn-
ingsmönnum Sjálfstæðisflokksins,
sem eiga munu kosningarétt í
Reykjavík þann 25. apríl 1991 og
hafa undirritað inntökubeiðni í
sjálfstæðisfélag í Reykjavík fyrir
lok kjörfundar.
Að sögn Kjartans Gunnarssonár,
framkvæmdastjóra Sjálfstæðis-
flokksins, hefst úndirbúningur taln-
ingar klukkan 16 í dag og má vænta
fyrstu talna nokkru eftir að kjör-
stöðum verður lokað klukkan 22.
Búist er við að endanleg úrslit liggi
ekki fyrir fyrr en aðfaranótt sunnu-
dags.
I dag fara einnig fram prófkjör
um skipan framboðslista Sjálfstæð-
isflokksins í Suðurlandskjördæmi, á
Vestfjörðum og á Austurlandi.
Kjörstaðir á Suðurlandi opna ýmist
klukkan 10 eða 14 og loka klukkan
Miðslj órnarfundur Alþýðubandalagsins:
Kröfur um að deilum
forustumanna linni
ÞESS var krafist af forystumönnum Alþýðubandalagsins, við upphaf
miðstjórnarfundar flokksins sem hófst á Akureyri í gær, að þeir hætti
„nú þegar innanflokksdeilum sem eru að gera flokkinn óstarfhæfan".
Það var Heimir Pálsson sem las
upp samþykkt aðalfundar Alþýðu-
bandalagsins í Kópavogi frá því á
mánudag, þar sem kröfu þessa var
m.a. að fínna. Heimir var þungorður
í garð forustumanna flokksins
„Við krefjumst þess að þeir hætti
að reyna að upphefja sjálfa sig á
kostriað félaga sinna og nánustu
samstarfsmanna hvenær sem þeir
komast í sviðsljós. Hætti að láta
persónulega hefnigimi flæða yfir ai-
þjóð úr ljósvaka- og prentmiðlum.
Hætti að stimpla hver annan leynt
og ljóst svikara og illræðismenn hve-
nær sem færi gefst á. Við krefjumst
þess þar með að ágreiningur sé jafn-
aður í samræðum og með samráði
og menn hætti að hrekja sjálfa sig
út í horn með óhugsuðum bráðræðis-
yfirlýsingum. Og við krefjumst
þessa, vegna þess að við horfum fram
á það að ekki verði aðeins einstakir
ábyrgðarmenn flokksins búnir að
rýja sjálfa sigtrausti kjósenda heldur
allan flokkinn. Og fari svo verður
eftirleikurinn ekkert gamanmál,"
sagði Heimir Pálsson.
Áöal-loðnuveiðistofn-
inn líklegaát djúpt
norðaustur af landinu
Könnun á vinnuafisþörf: ~
Atvinnurekendur vilja
fjölga starfsfólki um 300
Eftirspumin mest í fiskiðnaði á landsbyggðinni
Atvinnurekendur á landinu öllu vildu fjölga starfsmönnum um 300
í september, samkvæmt könnun Þjóðhagsstofnunar og félagsmála-
ráðuneytis á atvinnuástandi og atvinnuhorfum. Þetta er tvöfalt
meiri eftirspurn en kom fram í síðustu könnun, sem gerð var í
apríl, og samkvæmt könnun í september í fyrra vildu atvinnurekend-
ur þá fækka um 360 störf. Mest eftirspum er eftir vinnuafli í fiskiðn-
aði og á sjúkrahúsum en minnst í verslun og veitingarekstri.
Kannanir þessar eru tvisvar á
ári, vor og haust, og ná til fyrir-
tækja í öllum atvinnugreinum nema
landbúnaði, fiskveiðum og opinberri
þjónustu. Í september sl. varð niður-
staðan sú að á landsbyggðinni töldu
atvinnuveitendur æskilegt að fjölga
störfum um 360, en fyrir ári ríkti
jafnvægi á vinnumarkaði þar. Á
höfuðborgarsvæðinu vildu atvinnu-
rekendur hins vegar fækka um 60
störf en á sama tíma í fyrra vildu
þeir fækka um 280 störf.
Af einstökum greinum var eftir-
spum eftir vinnuafli nú mest í fisk-
iðnaði, en þar vom 365 laus störf,
öll á landsbyggðinni. Þetta er meiri
eftirspurn en mælst hefur frá sept-
ember 1988. í frétt frá Þjóðhags-
stofnun segir að þetta veki athygli
í Ijósi þess, að á síðustu miskerum
hafí atvinnuleysi verið að aukast á
landsbyggðinni og heldur meðal
kvenna en karla.
Mesta fækkun var í verslun og
veitingastarfsemi, en þar vildu at-
vinnurekendur fækka um 200 störf,
þar af um 170 á höfuðborgarsvæð-
inu. í apríl vildu atvinnurekendur
hins vegar fjölga um 40 störf. Þjóð-
hagsstofnun telur að þessar niður-
stöður bendi til þess að enn sé
ríkjandi verulegur samdráttur í
greininni, og að umsvifm séu veru-
lega sveiflukennd.
Jafnvægi ríkir í eftirspum eftir
vinnuafli í almennum iðnaði. At-
vinnurekendur vildu þar fjölga um
23 störf, eingöngu á höfuðborgar-
svæðinu. í byggingarstarfsemi
vildu atvinnurekendur fjölga um 80
störf í september, sem er jafnmikið
og í apríl sl. en mun minna en í
september á síðasta ári. Þá var jafn-
vægi í samgöngum, atvinnurekend-
ur vildu hvorki fækka né fjölga
starfsfólki.
í sjúkrahúsarekstri er talin þörf
á að fjölga um 150 störf, sem er
tvöföldun frá apríl. Eftirspumin er
tvöfalt, meiri á höfuðborgarsvæðinu
en á landsbyggðinni, eða um 100
störf. í öðrum þjónustugreinum er
hins vegar talin þörf fyrir að fækka
um 130 störf, sem er jafn mikil
fækkun og fyrir ári.
Morgunblaðið/Bjöm Blöndal
Vegfarendur virða fyrir sér fley piltanna á einni bryggjunni í
Keflavík í gær - lengra má sjá Hegra KE 107 sem bjargaði piltunum.
Björgiín úr sjávarháska í Njarðvík:
Rak út á sjó í fiskikeri
Keflavik.
TVEIR ungir menn, 20 og 22 ára, voru hætt komnir í Njarðvík rétt
fyrir hádegi í gær þegar 600 lítra fiskikar sem þeir voru að leika sér í
við fiskvinnslu Brynjólfs í Innri-Njarðvík rak skyndilega frá landi og
stefndi út Stakksfjörð.
Jóhann Pétursson hafnsögumaður
fór á báti sínum Hegra KE ásamt 3
lögreglumönnum og bjargaði piltun-
um. Fley þeirra félaga var þá komið
á móts við sjóvarnargarðinn í Ytri-
Njarðvík og stefndi út á Flóa fram
njá Keflavík.
„Ég er hræddur um að það hefði
getað fari illa ef þeir hefðu verið
komnir mikið lengra, þetta var orðin
spurning um mínútur," sagði Jóhann.
Sterkt útfall var og karið rak hratt,
en Jóhann sagði að það hefði þó
verið nokkuð stöðugt þar sem pilt-
arnir hefðu legið á botninum. „En
það hefði áreiðanlega ekki verið langt
í að karið hefði fyllt eða því hvolft
ef það hefði rekið mikið lengra frá
landi,“ sagði Jóhann Pétursson hafn-
sögumaður. BB