Morgunblaðið - 27.10.1990, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1990
Eiga sjómenn að
sitja hjá afskiptir?
eftir Ragnar G.D.
Hermannsson
Hver skyldi vera orsök þess að
sjómenn eiga ekki sérlega fulltrúa
á Alþingi?
Þegar fyrsta stéttarfélag lands-
manna, Skipstjóra- og stýrimanna-
félagið Aldan, var stofnað 7. okt.
1893, gerðu stofnendur þess, sem
voru sjómenn, sér fulla grein fyrir
því að til að fá einhveiju breytt í
þjóðfélaginu, þurfti að fá félags-
menn og þá sem fyrir þá störfuðu
á æðri stöðum, eins og í borgar-
stjórn, sveitarstjórnum og á Al-
þingi, til samstarfs.
Til að gæta hagsmuna alþýðunn-
ar og sjómanna á fyrri tímum unnu
forvígismenn Öldunnar skipulega
að því að koma málefnum á þing
og fyrir borgarstjórn. Dæmi eru um
ýmis málefni sem þeir höfðu áhrif
á. í fyrstu átti t.d. Reykjavíkurhöfn
að vera töluvert minni á skipulags-
uppdrætti en síðar varð. Sjómenn
áttu þá fulltrúa í borgarstjórn sem
vann að því að fá höfnina stækkaða.
Mörgum öðrum málum var þokað
til betri vegar á þessum árum og
kom berlega í ljós að það að koma
mönnum í áhrifastöður, var rétt
stefna. Síðan þá, hafa sjómenn ekki
átt marga málsmetandi sjómenn í
borgarstjóm eða á Alþingi, þó má
ekki gleyma ýmsum góðum mönn-
um sem lagt hafa dygga hönd á
plóginn. Að öðrum ólöstuðum, vil
ég nefna sérstaklega Pétur Sigurðs-
son sem sjómenn nýttu sér allt of
lítið til að vinna fyrir sig en þeir
veittu honum heldur ekki að mínu
mati nægan stuðning. Pétur vann
mjög vel að ýmsum velferðarmálum
fyrir sjómenn. Má þar nefna upp-
byggingu á vegum DAS. Eru sjó-
menn honum mjög þakklátir fyrir
hans störf á þeim vettvangi og eins
á öðrum sviðum þjóðlífsins.
Sumir líta á framboð til Alþingis
sem framapot þeirra manna sem
bjóða sig fram en gleyma þá gjam-
an áhrifastöðu alþingismanna og
hve miklu þeir geta komið til leið-
ar. Stjórnmálamenn og sveitar-
stjómarmenn eru þannig leiðandi
afl til að vinna vel að málefnum
stærri þjóðfélagshópa.
Sjómenn ættu -að hugleiða vel,
hve bændastéttin hefur átt marga
fulltrúa á Alþingi og hvemig þeir
hafa unnið að sínum málum ásamt
því að eiga oft ráðherra í ríkisstjórn-
um. Sjómenn ættu að líta betur
yfir staðreyndir í lífeyrismálum,
sérstaklega sjómannskonunnar sem
oft á erfitt með að vinna utan heim-
ilis vegna barnauppeldis.
Sjómannskonan tekur ekki ein-
göngu þátt í uppeldi bama sinna,
heldur sér hún um allt heimilishald
sem eiginmaður annars tæki meiri
þátt í ef hann starfaði í landi. Starf
sjómanna leiðir af sér að sjómanns-
konan er oft ekki í aðstöðu til að
fara út á vinnumarkaðinn, fyrr en
börnin eru orðin stálpuð eða upp-
komin. Hún á þá mikið verk fyrir
höndum að aðlagast vinnumarkað-
inum. Hún hefur þá ekki haft tæki-
færi til að ávinna sér stig í lífeyris-
sjóði, á meðan hún er bara húsmóð-
ir. Þar af leiðir að lífeyrisgreiðslur
til hennar era ekki miklar að lokn-
um starfsdegi.
Fróðlegt væri fyrir sjómenn að
kynna sér betur hvernig þessu er
fyrir komið hjá eiginkonum bænda
og hve þ'ær era miklu lengra komn-
ar í þessum málum. Að engu leyti
má skilja orð mín á þann veg að
þetta séu ekki sjálfsögð mannrétt-
indi þeim til handa. En ef við berum
saman þessar tvær stéttir kvenna
blasir eftirfarandi við:
Á fjárlögum hvers árs eru jafnan
greiddar nokkrar fjárhæðir til líf-
eyrissjóðs bænda og af þeim upp-
hæðum fá eiginkonur bænda nokk-
urn hluta til að ávínna sér lífeyris-
réttindi.
Á þennan máta vinnur bóndakon-
an sér inn lífeyrisréttindi, á meðan
eiginkonur sjómanna fá engin sam-
bærileg. Hér er því að nökkru um
mismunun að ræða. En hvers á sjó-
mannskonan að gjalda, að eiga ekki
jafnan rétt á lífeyrissjóðsréttindum,
þótt hún sé heimavinnandi? Eru
störf hennar svo frábrugðin störfum
landbúnaðarkonunnar sem oftast
er sjálfstæður atvinnurekandi?
Getur það verið að þar muni
mestu að sjómenn eiga of sjaldan
og oft alls engan fulltrúa á Al-
þingi? En bændastéttin hefur oft
átt marga þingmenn og ráðherra,
sama á við um lögfræðinga og aðra
háskólaborgara. Ekki er ólíklegt að
skýringin liggi einmitt þar.
En getur verið að það halli á sjó-
menn í fleiri málum? Hvernig breyt-
um við þessu ástandi?
Eg fullyrði að með því að styðja
þá fyrrverandi sjómenn sem gefa
nú kost á sér til prófkjörs og þing-
starfa, eftir næstu alþingiskosning-
ar, munum við ná betur fram ýms-
um framfaramálefnum sjómanna.
Höfundur er formaður Skipstjóra-
og stýrimannafélagsins Öldunnar.
Sólveig Pétursdóttir
er traustsins verð
eftir Vilhjálm Þ.
Vilhjálmsson
Það skiptir máli hveijir veljast
til setu á Alþingi. Sólveig Péturs-
dóttir hefur sýnt það og sannað
með störfum sínum sem varaþing-
maður þetta kjörtímabil, að hún er
þess trausts verð að gegna þing-
mennsku.
Hún hefur verið ötull baráttu-
maður margra góðra mála, lagt
áherslu á vandaðan málatilbúnað
og sýnt það með störfum sínum að
hún er verðugur fulltrúi sjálfstæðis-
manna á Alþingi.
Ég hvet þátttakendur í prófkjöri
sjálfstæðismanna nú um helgina til
að kjósa Sólveigu Pétursdóttur í
sæti ofarlega á framboðslistanum.
Höfundur er borgarfulltrúi
sjálfstæðismanna í Reykjavík.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Kjósum Guðmund
H. Garðarsson
eftirJón Gunnar
Hannesson
Síðastliðið vor lá fyrir Alþingi
frumvarp heilbrigðisráðherra um
breytingu á lögum um heilbrigðis-
þjónustu. Gert var ráð fyrir algjörri
ríkiseinokun á allri heilbrigðisþjón-
ustu í landinu.
Sá ásetningur heilbrigðisráð-
herra að svipta heilbrigðisstéttir
athafnafrelsi sínu hefði á skömmum
tíma leitt til ófremdarástands og
stórum lakari heilbrigðisþjónustu
en fyrr. Hér var svo sannarlega
veist að bæði veitendum og þiggj-
endum heilbrigðisþjónustunnar.
Guðmundur H. Garðarsson sat í
heilbrigðisnefnd efri deildar Alþing-
is þar sem hann kynnti sér málin
vel. Með dugnaði og harðfylgi fékk
Guðmundur breytt nokkrum megin-
atriðum lagafrumvarps ráðherra
þannig að enn er gert ráð fyrir
frelsi fólks til að velja sér heilbrigð-
isþjónustu utan sjúkrahúsa.
Hér er um grundvallarmannrétt-
indi að ræða og kemur ekki á óvart
að Guðmundur ber skynbragð á
það.
Guðmundur H. Garðarsson mun
hér eftir sem hingað til standa vörð
um frelsi og einstaklingsframtak.
Hann hefur sýnt með baráttu
sinni fyrir réttindum launafólks og
lífeyrisþega að hann er verðugur
fulltrúi sjálfstæðisstefnunnar á Al-
þingi.
Tryggjum Guðmundi öruggt sæti
í prófkjörinu nú um helgina.
Höfundur er iæknir.
Jón Gunnar Hannesson
Um Vífílsfell liggja
spor frá land-
námi til nútíma
eftirHöskuld
Jónsson
Á sunnudaginn 28. október er
gönguferð á Vífilsfell. Vífilsfell
er fjallið sem rís hæst fyrir norðan
Bláfjöll og því ásjóna þess kunn
flestum þeim sem fara austur fyr-
ir fjall eða í skíðalöndin í Bláfjöll-
um. Vífilsfell er 655 m á hæð en
ganga á hæsta tind þess er mun
skemmri og auðveld þar sem
gangan hefst í rúmlega 200 m
hæð og leiðin upp er greið við
allar venjulegar aðstæður.
Það er ærin ástæða fyrir íbúa
í landnámi Ingólfs Amarsonar að
líta til þessa fjalls. Sagnir herma
að nafn sitt fái ijallið frá Vífli
þeim, er ásamt Karla fann önd-
vegissúlurnar í Reykjavík. Vífill
reisti bú á Vífilsstöðum -en réri
jafnframt til fískjar þegar gaf.
Hann rölti dag hvern upp á fellið
til að gá til veðurs og Iét veðurút-
lit ráða sjóferðum sínum.
Vífill hefur verið harla léttur i
spori enda vafalaust í góðri þjálf-
un. Hann hafði gengið vestur alla
suðurströndina austan úr Álfta-
firði til Reykjavíkur og sumt af
leiðinni tvisvar. Utiveran þá hefur
verið jafn bætandi og nú. í Land-
námabók er þess sérstaklega get-
ið að Vífíll hafí búið lengi á Vífíls-
stöðum og verið skilríkur maður.
Það er fleira en veðrið sem í
má ráða. af tindi Vífilsfells. Þar
blasir við norðurströnd Reykja-
A slóðum
Ferðafélags
íslands
____________________________/
nesskagans og byggðir á Innesj-
um. Þaðan sér til Akrafjallsins,
Skarðsheiðarinnar, Esju og
Botnssúlna. í fjarska má greina
Langjökul, Heklu, Eyjaíjallajökul
og Vestmannaeyjar. Kennileitin
era miklu fleiri en hér má upp
telja. Á Vífílsfelli var hringsjásem
Ferðafélag íslands kom þar fyrir
í lok október 1940. Geymdi hún
ömefni og var öllum auðvelt að
átta sig á hvar fjöll þau mátti
sjá, sem nefnd vora.
Hálf öld er liðin frá því hring-
sjá var sett á Vífílsfell. Jón Víðis,
landmælingamaður, teiknaði
sjána og gaf Ferðafélaginu teikn-
inguna. I ofviðri fyrir tveimur
árum fauk skífan af stöplinum og
fannst hún skömmu síðar í hlíðum
fellsins. Það ótrúlega gerðist, að
Horft til Vífilsfells frá Sandfelli.
skífan skemmdist ekki utan að
rispast smávegis. Nú hefur sjáin
verið hreinsuð og fægð og verður
að nýju tekin í notkun á sunnu-
daginn.
Ferðafélag íslands hefur sett
upp 9 hringsjár víða um land.
Elsta hringsjáin er á Valhúsahæð
á Seltjarnamesi, reist 1938. Ég
fluttist til Reykjavíkur 1945, ný-
orðinn 8 ára. Það vill svo til að
skömmu seinna fór ég í fyrstu
alvöru gönguferð mína um land-
nám Ingólfs. Gekk ég þá með
fóstra mínum frá Grettisgötunni
út á Valhúsahæð og heim aftur.
Fóstri minn átti sjónauka í þrem-
ur þrepum sem draga mátti út
og bregða fyrir annað augað.
Þessi kíkir var lagður á hringsjána
og fjallahringurinn síðan skoðað-
ur í nærmynd. Þá fannst mér
Keilir tignastur fjalla. Vorið eftir
fór ég í fýrstu ferð mína með
Ferðafélagi íslands og gekk þá á
Vífilsfell. Þegar ég sá hringsjána
þar, þóttist ég vita allt um not
slíkrar skífu. En hvernig svo sem
sú þekking kann að hafa verið,
þá hafa þessi kynni mín af hring-
sjám leitt til þess, að ég nem
gjarnan staðar þar sem hringsjár
eru, virði sjóndeildarhringinn fyrir
mér og reyni að festa mér í minni
svip og heiti þess er ég lít.
Ferðin nk. sunnudag héfst við
Umferðarmiðstöðina austanverða
kl. 13. Takið með ykkur nesti,
góða skó og skjólgóð föt.
Ljósm./Ferðafélag íslands
Mynd af hinni hálfrar aldar
gömlu útsýnisskífu af Vífilsfell-
inu, en hún verður sett á sinn
stað að nýju fyrir sunnudaginn
28. október.