Morgunblaðið - 27.10.1990, Page 16
16
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDÁGUR 27. OKTOBER 1990
Trausta sljórnarhætti
í stað glundroða
eftirGeirH.
Haarde
Málflutningur ráðhorra og þing-
manna stjórnarliðsins í umræðum
um svokallaða stefnuræðu for-
sætisráðherra á Alþingi opinberaði
á ný ágreininginn milli stjórnar-
flokkanna og ekki síður innan
þeirra.
Varaþingmaður Borgaraflokks-
ins talaði gegn álveri skömmu eft-
ir að formaður flokksins lýsti ein-
dregnum stuðningi fiokksins við
byggingu þess. Sama gerði. þing-
maður Alþýðubandalagsins eftir
að formaður þess flokks lauk máli
sínu. ForsætisráðheiTann lýsti
áhuga sínum á því að hverfa frá
fiskveiðistef nu sj ávarútvegsráð-
herra síns, en taldi að það yrði því
miður ekki unnt alveg strax! Stefán
Valgeirsson, guðfaðir ríkisstjórn-
arinnar, hafði að venju allt á horn-
um sér. Þannig mætti lengi telja.
Þráhyggja formanns
Alþýðuflokksins
En e.t.v. var athyglisverðast
hvernig formaður Alþýðuflokksins,
sem lýsir sjálfum sér sem „ástríðu-
pólitíkus", notaði tækifærið i fjar-
vera varaformanns síns til að hefna
ófaranna á flokksþingi Alþýðu-
flokksins. Þar bar varaformaðurinn
saman kosningaloforð flokksins og
vanefndirnar og sýndi þjóðinni þar
með fram á hve lítið hefur reynst
að marka kosningafagurgala Al-
þýðuflokksins. Meginhluti ræðu
formannsins í sjónvarpsumræðun-
um byggðist á sams konar saman-
burðarfræði og var bersýnilega
ætlað að hrekja málflutning vara-
formannsins.
Af máli formanns Alþýðuflokks-
ins mátti ráða að hann er ekki
aðeins „ástríðupólitíkus“ heldur er
hann einnig haldinn þráhyggju.
Hann heldur því enn blákalt fram
að staðgreiðslukerfi skatta sé nú
staðreynd vegna þess að Alþýðu-
flokkurinn hafi lofað því fyrir síð-
ustu kosningar! Þessu hefur mað-
urinn þrástagast á undanfarin ár
þótt allir viti að þetta er ijarstæða
og margoft hafi verið bent á að
staðgreiðslukerfið var lögfest í
mars 1987 á meðan Alþýðu-
flokkurinn var í stjórnarandstöðu.
Ég verð að viðurkenna að ég skil
ekki hvað þessi síendurteknu
ósannindi eiga að þýða.
Félagsmálaráðherra andvígur
fjárlagafrumvarpi
í núverandi stjórnarsamstarfi
sem að standa fimm vinstri flokkar
og flokksbrot er hver höndin uppi
á móti annarri í hinum stærstu
málum. Félagsmálaráðherra lýsti
því yfir á Alþingi í fyrradag að hún
stæði ekki að íjárlagafrumvarpinu.
í nágrannalöndunum hefði slík af-
staða víðast hvar orðið til þess að
annaðhvort þessi ráðherra eða ijár-
málaráðherra hefðu sagt af sér ef
ekki stjórnin öll.
Hér er engu slíku til að dreifa
og eflaust verður að lokum barið
saman eitthvert málamyndasam-
komulag um ágreiningsmálin.
Þannig hefur það allan tímann
verið á kærleiksheimili núverandi
ríkisstjórnar og það er vegna þess
að þar er mönnum meira umhugað
um að hanga á völdunum en halda
sig við einhverja grundvallar-
10 GÓÐ RÖK
^ DRAUMAELDHÚSIÐ WTT
Draumaeldhúsið þitt á auðvitað að vera
fallegt, aðgengilegt og hannað á réttan
hátt. Starfsmenn Innréttingahússins vita
hvað þarf til þess að draumurinn rœtist.
FYRIR ÞV
AÐ FÁ SÉR HTH
ELDHÚSINNRÉTTINGU
2 FYRIRTAKS ÞJÓNUSTA
Við leggjum okkur fram um að veita
bestu þjónustu, sem völ er á, frá þeirri
stundu að eldhúsið þitt kemst á teikni-
borðið hjá okkur, til þess dags að upp-
setningu er lokið.
£ GÓD OG ÖRUGG AFGREIÐSLA
Við afhendum þér nýja eldhúsið 6-8
vikum eftir að pöntun er gerð og afhend-
um við húsdyrnar þínar ef þú býrð á
Stór-Reykjavíkursvœðinu.
4ÁRÉTTU VERÐI
Á hverju ári eru framleiddar fleiri en
milljón HTH-skáþaeiningar og með
hagkvœmri fjöldaframleiðslu er verðinu
haldið niðri. Þessum sparnaði er komið til
viðskiptavina til að tryggja að þeir fái
góða vöru á réttu verði.
5 SKYNSAMLEG FJÁRFESTING
HTH-innrétting eykur verðgildi íbúðarinnar
og er því kjörin fjárfesting fyrir framtíðina.
6 GÆÐASTIMPILL
Allar HTH-eldhúsinnréttingar hafa hlotið
hinn þekkta gœðastimpil „Dansk Vare-
fakta". Það þýðir að þœr hafa staðist
prófanir til að ganga úr skugga um
gœði, endingu og handbragð. Prófanirn-
ar framkvœmir sjálfstœð dönsk rann-
sóknastofnun.
? ÓKEYPIS RÁÐGJÖF
Við mœlum fyrir og aðstoðum við val á
HTH-innréttingum þér að kostnaðarlausu
og án skuldþindinga.
8 FAGMANNLEG UPPSETNING
Aðeins sérþjálfaðir fagmenn annast
uppsetningu HTH-innréttinga.
9 FUÓTLEGT OG
FYRIRHAFNARLAUST
HTH-einingarnar eru afhentar sérpakkað-
ar með hurðum, ásamt teikningum til að
tryggja fljótlega og fyrirhafnarlausa
uppsetningu.
10 HEILDARLAUSN
Innréttingahúsið hefur ávallt kappkostað
að finna bestu heildarlausnina fyrir
viðskiptavini sína. Þannig má fá Blomberg
heimilistœki og vaska með eldhúsinnrétt-
ingunum, einnig fataskápa og baðinn-
réttingar. Allt þetta tryggir þér sem bestan
heildarsvip.
innréttingahúsiö
Háteigsvegi 3, Reykjavík. Sími 91-627474. Fax 91-627737.
Geir H. Haarde
„Félagsmálaráðherra
lýsti því yfir á Alþingi
í fyrradag að hún stæði
ekki að fjárlagafrum-
varpinu.“
stefnu. Við slíkar aðstæður semja
menn bara um eitthvað sín í milli,
þeim er alveg sama um hvað.
Breytt stjórnarfar
Það er hlutverk Sjálfstæðis-
flokksins að berjast gegn stjórnar-
fari af þessu tagi. Festa mun ekki
komast á stjórn landsins fyrr en
hann fær á ný lykilhlutverk í
stjórnmálunum. Þess vegna þarf
að efla Sjálfstæðisflokkinn og gera
hann færari um að taka til hendi
á vettvangi landsmála.
Prófkjör sjálfstæðismanna í
Reykjavík um helgina er tæki
þeirra til að stilla upp sem sterk-
ustum lista frambjóðenda. Ég
skora á sjálfstæðismenn að taka
þátt í prófkjörinu og leggja þar
með sitt af mörkum til að styrkja
flokkinn gegn þeim glundroðaöfl-
um sem nú fara með völd.
Höfundur er alþingismaður fyrir
Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík.
--------------
M-hátíð á
Akranesi
M-HÁTÍÐ á Vesturlandi lýkur á
Akranesi um helgina.
í Vinaminni lýkur á laugardaginn
myndlistarsýningu þar sem tíu
myndlistarmenn hafa sýnt verk sl.
viku.
I Bíóhöllinni á laugardagskvöldið
frumsýnir Skagaleikflokkurinn
leikritið 19. júní eftir Kristínu og
Iðunni Steinsdætur í leikstjórn
Oktavíu Stefánsdóttur.
Sunnudaginn 28. október kl.
15.00 verður M-hátíð á Vesturlandi
formlega slitið í íþróttahúsinu á
Akranesi. Þá leikur Skólahljómsveit
Akraness, flutt verður brot úr nýju
leikriti eftir Steinunni Jóhannes-
dóttur, píanóleikur, Ijóðadagskrá og
samsöngur nokkurra kóra af Vest-
urlandi. Menntamálaráðherra mun
svo slíta M-hátíð á Vesturlandi.
-----*-»-4----
Heimastjórn-
arsamtökin
MORGUNBLAÐINU hefur borist
eftirfarandi fréttatilkynning frá
framkvæmdastjórn Borgara-
flokksins.
„Að gefnu tilefni vill formaður
Borgaraflokksins og framkvæmda-
stjórn taka fram að svokölluð Herm-
astjórnarsamtök eru með öllu óvið-
komandi Borgaraflokknum og fé-
lagssamtökum hans og hefur flokk-
urinn ekki haft nein afskipti af
stofnun þeirra.“