Morgunblaðið - 27.10.1990, Side 20
20
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1990
Forræðismálið:
Gísla Baldri Garðarssyni svarað
eftirHarald
Johannessen
Gísli Baldur Garðarsson.
í rúm 2 ár hef ég gegnt starfi
forstjóra Fangelsismálastofnunar
ríkisins. Málaflokkurinn er við-
kvæmur og vandmeðfarinn. Hann
er nokkuð vinsælt efni í fjölmiðlum
þegar lítið er í fréttum. Umfjöllunin
einkennist af nokkru jafnvægis-
leysi, upphrópunum og rangfærsl-
um, en þó einna helst af ómálefna-
legri umræðu og þá venjulega um
aukaatriði. Á þess háttar umfjöllun
er ekkert mark takandi enda er ég
hættur að kippa mér upp við slíkt.
Hún er þýðingarlaus og sjaldnast
svaraverð enda hef ég ekki elt ólar
við staðlausar fullyrðingar. Hins
vegar birtist í undantekningartilvik-
um málatilbúnaður sem nauðsyn-
legt getur verið að gera athuga-
semdir við þótt ekki sé til annars
en að færa það til bókar sem sann-
ara reynist. Hér er um þannig til-
felli að ræða.
Þegar ég vann sem lögmaður við
embætti ríkislögmanns lágu leiðir
okkar stundum saman. Þá fór það
orð af þér í stétt lögmanna að þú
beittir ekki brögðum undir beltis-
stað né hefðir vísvitandi uppi rang-
an málatilbúnað. Því varð ég meira
en lítið undrandi þegar frá þér kom
í Morgunblaðinu 25. október sl.
þannig málflutningur um embættis-
færslu mína. Ég hlýt að skrifa það
á reikning uppsafnaðrar þreytu og
vonbrigða í baráttu fyrir skjólstæð-
ing þinn í svokölluðu forræðismáli.
Það eru þó ekki neinar málsbætur.
í Morgunblaðsgreininni segir þú
orðrétt:
„Kveðinn var upp gæsluvarð-
haldsúrskurður yfír konunni þeg-
ar hún neitaði að gefa upp dvalar-
stað barnsins. Til þess er laga-
heimild og þessu ráði er óhikað
beitt í nágrannaríkjunum, t.d. í
Danmörku. Þegar til vistunar kom
birtist forstöðumaður fangelsis-
málastofnunar og gaf út þá til-
skipun að konan yrði ekki vistuð
í fangelsi. Þar með hafði þessi
embættismaður gert úrskurð
dómara að engu. Æðsti yfírmaður
hans er dómsmálaráðherra. Jafn-
vel honum var ljóst, að það fékk
tæpast staðist að embættismaður-
inn gæti komið í veg fyrir réttar-
framkvæmdina. En hann gerði
ekkert.“
Málið snýr þannig við mér, að
um kvöldið 21. ágúst sl. hringdi
heim til mín varðstjóri í gæsiuvarð-
haldsfangelsinu í Síðumúla. Hún
tjáði mér að þar hefðu skyndilega
birst lögreglumenn með konu sem
fulltrúi borgarfógetaembættisins í
Reykjavík hafði gefíð varðstjóran-
um fyrirmæli um að vistast skyldi
í fangelsinu í allt að 6 mánuði sam-
kvæmt 2. mgr. 37. gr. aðfararlaga
nr. 19/1887. Starfsmaður borgar-
fógeta var þá ekki í einangrunar-
fangelsinu, en hins vegar lögmaður
konunnar. Þú varst þar ekki held-
ur. Ekkert samband hafði fyrr ver-
ið haft við Fangelsismálastofnun
um málið, en hún fer lögum sam-
kvæmt með daglega yfírstjóm á
rekstri fangelsanna og vistun
fanga. Þá þegar óskaði ég eftir því
við varðstjórann að fá í hendur fyr-
irliggjandi gögn um málið, en það
. er rangt að ég hafí birst í fangels-
inu eins og þú leggur áherslu á,
eins og það hafí einhveija efnislega
þýðingu í málinu! Auk úrskurðar
borgarfógeta um innsetningargerð
í barn konunnar og fyrrverandi eig-
inmanns hennar fékk ég í hendur
Haraldur Johannessen
úrskurð um að konan skyldi sæta
varðhaldi í allt að 6 mánuði eða þar
til hún hefði upplýst hvar barnið
væri niðurkomið, eins og segir í
úrskurðarorði. Þá fylgdi jafnframt
miði merktur borgarfógetaembætt-
inu sem sýndi ákvörðun um varð-
haldsvist samkvæmt 2. mgr. 37.
gr. aðfararlaganna, en samkvæmt
honum átti varðhaldið að fara fram
í Síðumúlafangelsinu.
Fangelsismálastofnun annast
daglega yfírstjóm á rekstri fangels-
anna og sér um fullnustu refsidóma
samkvæmt 2. gr. laga nr. 48/1988,
um fangelsi og fangavist. Stofnunin
tekur við refsidómum til fullnustu
frá ríkissaksóknara og Hæstarétti
Islands og öðrum dómum þar sem
refsing er ákveðin. í 3. gr. laganna
er kveðið á um það, að fangelsi
skiptist í afplánunarfangelsi og
Birgir Isleifur Guimarsson
^ _ ol nmmam n Aiim
— alþingismaður —
Tryggjum
farsæla
forystu
í Reykjavík
Þegar taka þarf til hendi
kemur reynslan að góðu gagni.
Farsael forysta tryggir árangur.
gæsluvarðhaidsfangelsi. í afplán-
unarfangelsum skal vista þá sem
dæmdir eru í fangelsi, varðhald og
þá sem afplána vararefsingu fé-
sekta, en í afplánunarfangelsum
má einnig vista gæsluvarðhalds-
fanga ef einangrun telst ekki nauð-
synleg. í sérstökum tilfellum má
um skemmri tíma vista afplánunar-
fanga í fangageymslum lögreglu
eða gæsluvarðhaldsfangelsi og
heimilt er að vista gæsluvarðhalds-
fanga í fangageymslum lögreglunn-
ar. Samkvæmt lögunum er megin-
reglan sú að vista skuli þá í fangels-
um sem hlotið hafa dóma um refs-
ingu eða verið úrskurðaðir af saka-
dómurum til gæsluvarðhaldsvistar
og þá að öðru jöfnu í Síðumúlafang-
elsinu. Um gæsluvarðhald gilda
sérstakar réttarreglur samkvæmt
IX. kafla laga nr. 74/1974, um
meðferð opinberra mála. í þeim lög-
um og lögum nr. 48/1988 er ekk-
ert getið um það hvort heimilt sé
að vista fólk í gæsluvarðhaldi sam-
kvæmt úrskurði fógetaréttar. Hins
vegar segir í 2. mgr. 37. gr. aðfarar-
laganna að færist skuldunautur
undan því að láta í té skýrslur
nokkrar, eða lætur undan fallast
án löglegra forfalla, að mæta við
framhald aðfarargerðar þá á aðfar-
arbeiðandi heimtingu á að hann sé
settur í einfalt fangelsi og hafður
þar uns hann uppfyllir skyldu þessa,
þó aldrei lengur en 6 mánuði. Enda
þótt 37. gr. aðfararlaganna geti
aðeins um skuldir og skuldunauta
þá telja ýmsir lögfræðingar að beita
megi þessu réttarúrræði með lög-
jöfnun um innsetningargerðir í fólk,
eins og fógetaréttur gerir í þessu
máli. Um heimild fógeta til að beita
ákvæðinu þegar þannig stendur á
hef ég í sjálfu sér ekki dregið í efa
né lögmæti úrskurða hans enda er
það ekki hlutverk framkvæmda-
valdsins. Hins vegar kveður 2.
mgr. 37. gr. aðfararlaganna á um
einfalt fangelsi og vísar um þá hug-
taksskilgreiningu til almennra
hegningarlaga nr. 19/1940. \
ákvæðinu er ekkert minnst á gæslu-
varðhaldsvist enda kvað fógeti ekki
upp slíkan úrskurð, eins og þú kýst
nú að halda fram. Um það hvað í
hugtakinu einfalt fangelsi felst
vísar 2. mgr. 37. gr. aðfararlaganna
til 268. gr. almennra hegningar-
laga, en í því lagaákvæði segir að
við gildistöku þeirra laga komi varð-
hald í stað einfalds fangelsis. Þar
er ekki heldur átt við gæsluvarð-
hald. En í V. kafla laga nr. 19/1940
er kveðið á um það, að refsivist sé
tvenns konar, þ.e. fangelsi og varð-
hald. Samkvæmt lögunum nutu
varðhaldsfangar til skamms tíma
meiri réttinda en þeir sem dæmdir
voru til fangelsisvistar. Nú hefur
sá mismunur hins vegar verið úr
lögum numinn með nýju fangelsis-
löggjöfinni frá 1988.
Umrætt kvöld var ekkert pláss
laust í afplánunarfangelsum, þ.m.t.
kvennafangelsinu í Kópavogi, né
fyrirsjáanlegt að pláss myndi losna
á næstu dögum. Þar sem málið
hafði borið að með fyrrgreindum
hætti var um tvo kosti að veljá.
Annars vegar að vista konuna í
. einangrun í Síðumúlafangelsinu um
óákveðinn tíma, en mikill vafí leikur
á því að mínu mati að lagaheimild
sé til slíkrar vistunar. Hins vegar
að gefa fyrirmæli um að í því fang-
elsi skyldi hún ekki vistuð og þau
fyrirmæli gaf ég. Sköpuð hafði ver-
ið einstök staða sem skjóta ákvörð-
un þurfti að taka um. Ákvörðun
mín byggðist á því að skýra laga-
heimild skorti til þess að vista kon-
una með framangreindum hætti,
vafa um lögmæti vistunarinnar og
ómöguleika um aðra vistun. Þá er
vandséð að þessi ákvörðun hafí
stefnt hagsmunum í yfirvofandi
hættu, eins og málið hafði þróast,
en engin beiðni barst Fangelsis-
málastofnun hvorki fyrr né síðar
um vistun konunnar í fangelsi. Þá
leyfí ég mér að efast um að fullyrð-
ing þín þess efnis að nágrannar
okkar á Norðurlöndum visti fólk í
einangrunarfangelsum undir þess-
um kringumstæðum fái staðist.
Jafnvel þótt svo væri þá samræmd-
ist slíkt að minnsta kosti ekki minni
réttarvitund. Ég veit ekki betur en
að 37. gr. núgildandi aðfararlaga
falli brott með nýjum aðfararlögum
nr. 90/1989, sem taka eiga gildi
1. júlí 1992.
Eins og ég sagði í upphafi þá
einkennast skrif þín nú ekki af fag-
legri eða hlutlausri umfjöllun. Þú
minnist ekki einu orði á þau lög og
lagaákvæði sem ég hef hér gert að
umtalsefni. Hins vegar kýst þú
frekar að fullyrða að (jafnvel!)
dómsmálaráðherra hafí látið það
álit í ljós að ákvörðun mín hafi
tæplega getað staðist, en mér er
ekki kunnugt um þessi ummæli
hans. Ég vil ieyfa mér að efast um
að hann hafi gefíð þessa yfirlýsingu
enda aðhafðist hann ekkert í mál-
inu, eins og þú upplýsir sjálfur. Því
má ætla að aðgerðarleysi ráðuneyt-
isins um mína embættisfærslu renni
frekar stoðum undir það að hún
hafí verið málefnaleg og byggð á
lögum. Örinur afstaða ráðuneytisins
kæmi mér því á óvart.
Höfundur er forstjóri
Fangelsismálastofnunarríkisins.
Leiguflug til London og Kaupmannahafnar:
Bjóðum heimsmark-
aðsverð í leiguflugi
- segir Guðni Þórðarson framkvæmdastjóri
„ÞETTA er mjög eðlilegt verð miðað við leiguflug og við höfum orðið
vör við mikinn áhuga fólks á þessum ferðum sem við bjóðum upp á,“
sagði Guðni Þórðarson framkvæmdasljóri Flugferða Sólarflugs, en
fyrirtækið hefur auglýst ferðir í leiguflugi til tveggja áfangastaða,
London og Kaupmannahafnar á timabilinu mai til september á næsta
ári.
Stuðningsmenn
Flogið verður einu sinni í viku til
borganna tveggja, eða samtals rúm-
lega 40 ferðir í allt frá því í byijun
maí til loka september. Sem dæmi
um verð má nefna að vikuferð til
London er boðin á 14.700 krónur og
15.800 til Kaupmannahafnar. „Þetta
er það verð sem í gildi er á heims-
markaði í leiguflugi," sagði Guðni.
Að sögn Guðna hafa íslenskir flug-
rekstraraðilar forgangsrétt að leigu-
flugi til áætlunarstaða. „Við höfum
haft samband við þá hjá Flugleiðum
og þar er málið til athugunar, en við
höfum einnig til vara tryggt okkur
erlend flugfélög - komi til þess að
Flugleiðir geti ekki tekið þetta að
sér.“
Einungis er um að ræða flug til
þessara staða, þannig að við bætist
þjónusta og gisting, sem Guðni sagði
að fólk gæti valið um, þ.e. allt frá
svefnpokaplássum upp í fyrsta flokks
hótel. „Leiguflug með farþega er
tvenns konar, annars vegar leiguflug
með lokaða hópa t.d. félagasamtaka
sem ekki má selja til annarra en
félagsmanna og hins vegar er um
að ræða svokallaðar al-ferðir, sem
auglýsa má og selja hveijum sem
er, en það eru slíkar ferðir sem við
erum að bjóða.“
Guðni sagði að áhugi virtist vera
mikill á umræddum ferðum, einkum
með hliðsjón af hinum langa fyrir-
vara sem gerður er, en þegar er
byijað að bóka í ferðirnar fyrir næsta
sumar. „Fólk á þessu ekki að venj-
ast hér á landi, þó svo að þetta lang-
ir fyrirvarar séu algengir í útlönd-