Morgunblaðið - 27.10.1990, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1990
Morgunblaðið/Rúnar Þór
Sovéskir listamenn skemmta Akureyringum
Súmbar-þjóðlaga- og dansflokkurinn frá Kara-Kalinsk-héraði í sovétlýðveldinu Túrkmenistan kom fram í
Sjallanum í fyrrakvöld, og voru myndirnar teknar þar. Flokkurinn er hér á landi vegna sovéskra daga MÍR.
Á efnisskrá hópsins eru bestu verk túrkmenskra tónskálda og tónskálda frá öðrum sovéskum lýðveldum,
svo og þjóðdansar frá Túrkmenistan og öðrum sovétiýðveldum.
Tillögu til þingsályktunar dreift á Alþingi:
Yegalagning og jarðganga-
gerð milli Olafsfjarðar og
Siglufjarðar verði könnuð
TILLÖGU til þingsályktunar um könnun á gerð jarðganga og vegar-
lagningu milli Ólafsfjarðar og Siglufjarðar í framhaldi af opnun
jarðganga um Ólafsfjarðarmúla hefur verið dreift á Alþingi.
Tillagan er svohljóðandi: „Al-
þingi ályktar að fela ríkisstjórninni
að láta Vegagerð ríkisins kanna í
samráði við sérfróða aðila lagningu
vegar og gerð jarðganga milli Öl-
afsfjarðar og Siglufjarðar um Héð-
insfjörð.
Við könnun þessa skal m.a. hafa
í huga hagkvæmni jarðgangagerð-
ar borið saman við aðra valkosti
og hafa'sérstaklega hliðsjón af
stofnkostnaði, notagildi, viðhalds-
kostnaði, byggðaþróun, félagsleg-
um sjónarmiðum, samtengingu
þéttbýlisstaða og styttingu vega.“
Flutningsmenn eru Sverrir Sveins-
son, Haildór Blöndal, Jón Sæ-
mundur Siguijónsson, Jóhannes
Geir Sjgurgeirsson, Ragnar Arn-
alds, Árni Gunnarsson og Pálmi
Jónsson.
í greinargerð með tillögunni
segir að hún hafí verið flutt á
síðasta þingi en ekki hlotið fullnað-
arafgreiðslu. í greinargerðinni er
vitnað i lauslegt mat sem Haukur
Tómasson, forstjóri vatnsorku-
deildar Orkustofnunar, og Birgir
Jónsson, formaður Jarðgangafé-
lags íslands, gerðu, en þar segir:
„Líta má á að Múlagöngin séu
fyrsti hluti þessarar tengingar [þ.e.
tengingar byggða við utanverðan
Eyjafjörð] sem síðan heldur áfram
inn fyrir Ólafsfjörð og upp í Árd-
al, inn af Kleifum, upp í 280 m
hæð yfir sjó. Þarna þarf að leggja
nýjan veg um 3 km að lengd og
sennilega styrkja veginn að Kleif-
um. Úr Árdalnum koma 1,6 km
löng göng yfir í Víkurdal með
munna þeim megin í um 200 m
hæð yfir sjó. Leggja þyrfti veg
niður Víkurdal og inn með Héðins-
fjarðarvatni að vestan eða austan,
eftir því hvorum megin er meiri
snjóflóðahætta, alls um 7 km. Þá
kæmu göng til Skútudals, 2,6 km
að lengd. Þessi göng mundu byija
í um 100 m hæð í Héðinsfírði en
munni í Skútudal yrði í um 200 m
hæð yfír sjó. Þaðan lægi svo 2-3
km langur vegur niður á flugvall-
arveg í Siglufirði.
Heildarlengd þessarar leiðar úr
miðbæ Ólafsfjarðar í miðbæ á
Siglufirði yrði um 21 km og kostn-
aður nálægt 1.200 millj. kr. á verð-
lagi haustið 1989.“
Tillagan gerir ráð fyrir því að
Vegagerðinni verði falið að athuga
þessa leið og bera hana saman við
uppbyggingu vegar um Lágheiði
eða jarðgöng úr Fljótum til ðlafs-
fjarðar. „Það er ljóst að eftir að
jarðgöngin um Ölafsfjárðarmúla
opnast til umferðar í haust munu
íbúar á þessu svæði óska eftir úr-
bótum í samgöngum milli þessara
einangruðu byggða.“
Ennfremur segir að jarðganga-
gerð sé langtímaverkefni. „Því
þarf að ætla þeim langan rann-
sóknar- og undirbúningstíma.
Fram undan eru næstu verkefni
ákveðin. Engu að síður er þessi
þingsályktunartillaga flutt í trausti
þess að þetta brýna verkefni í sam-
göngumálum komist á dagskrá."
Sýningar-
hefjast aftur
á Húsavík
Húsavík.
LEIKFÉLAG Húsavíkur mun aftur
hefja sýningar á sjónleiknum Land
míns föður eftir Kjartan Ragnars-
son, en á síðastliðnu vori hafði
félagið 25 sýningar á þessum sjón-
Ieik við mjög góða aðsókn og und-
irtektir, en þá varð að hætta sýn-
ingum vegna brottflutnings nokk-
urra leikara.
Töluverðar breytingar eru eðlilega
orðnar á þeim stóra hóp leikara sem
að þessari sýningu standa, en vel
hefur tekist að fylla í skörðin.
Nú í haustblíðunni sem verið hefur
undanfarna viku, og þar sem vegir
allir eru sem að sumarlagi, má búast
Morgunblaðið/Silli
Myndin sýnir samkomuhús
Húsvíkinga þar sem leiksýningar
eru haldnar.
við góðri aðsókn nærsveitarmanna
og Akureyringa sem oft hafa sýnt
leiksýningum á Húsavík áhuga. -
- Fréttaritari.
Borðtennis-
mót á Grenivík
Borðtennismót, svokallað
Pepsímót, verður haldið á
Grenivík um helgina. Keppend-
ur eru 78.
Mótið átti upphaflega að halda
að Hrafnagili en var fært til
Grenivíkur, vegna lítillar þátttöku,
en síðan fjölgaði þátttakendum
reyndar mjög mikið. Aldurs-
flokkamót verður í dag en punkta-
mót á morgun. Keppt verður á sex
borðum.
Keppendur verða 23 frá Dalvík,
9 frá Húsavík, 10 frá Akureyri, 4
úr Stjörnunni í Garðabæ, 6 frá
UMSB og 26 frá Grenivík.
Mót fyrir ungt fólk í Munaðarnesi:
Hópvínna um
umhverfismál
Umhverfismót fyrir ungt fólk ;
haldið dagana 9.-11. nóvember í
nefndar Norræna félagsins. Mótið
umhverfisár sem nú stendur yfir,
Dagskrá mótsins verður fjöl-
breytt. Fyrirlesarar verða meðal
annarra Bjöm Guðbrandur Jónsson,
verkefnisstjóri norræna umhverfis-
ársins á íslandi, og Sigurbjörg
Sæmundsdóttir, hagverkfræðingur
í umhverfismálaráðuneytinu, sem
fjallar um hlutverk og gildi pappírs
og plasts í sorpi landsmanna. Einn-
ig taka mótsgestir þátt í hópvinnu.
Hóparnir sem myndaðir verða eru
leiklistarhópur, vísnahópur, málara-
hópur, tónlistarhópur, myndbanda-
hópur og almennur hópur. Ýmsir
i aldrinum 15 til 20 ára verður
Munaðarnesi á vegum æskulýðs-
er haldið í tengslum við norrænt
listamenn og fagmenn á öðrum
sviðum hafa verið fengnir til að
stjórna hópvinnunni. Einnig verður
haldin kvöldvaka þar sem sýndur
verður afrakstur hópvinnunnar.
Umhverfísmótið í Munaðarnesi
er opið’öllu ungu fólki á aldrinum
15-20 ára. Einnig hefur bréf verið
sent til allra sveitarfélaga á landinu
og þeim boðið að senda tvo fulltrúa
á mótið. Nánari upplýsingar eru
veittar á skrifstofu Norræna félags-
ins.
Búðardalur:
Hjarðarholtskirkja færð
í upprunalegt horf
Búðardal.
NÚ STANDA yfir gagngerðar
viðgerðir og breytingar á kirkj-
unni í Hjarðarholti í Dölum.
Ákveðið hefur verið í samráði
við húsfriðunarnefnd að færa
hana að mestu í upprunalegt
horf.
Kirkjan er byggð árið 1904 og
heyrir því sjálfkrafa undir húsfrið-
unarnefnd. Kirkjan hefur tekið
ýmsum breytingum í gegnum árin,
m.a. klæðning að innan, bekkja-
skipan, inngangur, gluggar o. fl.
Nú er það ljóst að kirkjan hefur
mikið byggingarsögulegt gildi en
hún er teiknuð af Rögnvaldi Ólafs-
syni, fyrsta íslenska arkitektinum
og var prófverkefni hans. Eftirlit
og umsjón á vegum húsfriðunar-
nefndar hefur Leifur Blumenstein,
byggingarfræðingur, annast. Hann
hefur verið sóknarnefnd mjög innan
handar í allri ákvarðanatöku.
Lögð hefur verið mikil vinna í
að koma kirkjunni í sína uppruna-
legu mynd en teikningar hafa ekki
fundist og myndir teknar inni í
kirkjunni eru tæpast til frá fyrstu
árum hennar. Nú þegar hefur gólf-
ið verið endurnýjað og einangrað,
undirstöður bættar og klæðning að
innan rifin burt. Nú er unnið við
að einangra kirkjuna og setja aftur
upp togbönd sem tekin voru burtu
4-
Hjarðarholtskirkja í Dölum.
þegar kirkjan var klædd að innan
árið 1958. Því næst verður hún
strigaiögð að innan, máluð og bekk-
ir settir niður eins og upphaflega
var.
Ekki er ljóst hvenær þessum inn-
anhússviðgerðum lýkur en reynt
verður að hraða þeim eins og kost-
ur er svo hægt verði að taka kirkj-
una í notkun sem fyrst. Síðan er
áætlað að ráðast í utanhússviðgerð-
ir eftir því sem fjármagn leyfir.
— Kristjana
Stafholtstungur:
Hitaveita lögð á 16 bæi
Stafholti.
UNDANFARNAR vikur hafa staðið yfir hitaveituframkvæmdir í Staf-
holtstungum í Borgarfirði. Áætlað er að leiða vatn í 16 bæi auk nokk-
urra sumarbústaða og er gert ráð fyrir að lögnin verði u.þ.b. 30 km löng.
Vatnið er leitt frá Laugalandi, en
samið var við Laugaland hf. um kaup
á 6 sekúndulítrum af 80-85 gráðu
heitu vatni. Vatnið er tekið úr tveim
borholum þar sem það er um 90 gráðu
heitt, en er kælt áður en því er hleypt
á aðveituæð.
Reynt er að fara í vegkanta þar
sem það er hægt, en annars er lögn-
in sett í jarðvegsgarð og er íagnar-
stæðið nokkuð erfitt með köfium.
Notuð eru plaströr af mismunandi
víddum, en þau eru framleidd í Hulu
hf. á Flúðum og einangrun er frá
Hjúpi hf. á sama stað.
Kostnaður á bæ er áætlaður
1.300-1.400 þús. kr. þar af er efnis-
kostnaður um 900 þús. Lán frá
Stofnlánadeild er 600 þús. kr. á bæ.
Vinna við lögn veitunnar er að mestu
leyti unnin af heimamönnum og
dregst vinnuframlag hvers og eins
frá heildarverði.
Verkfræðilega umsjón með verk-
inu hefur Fjarhitun hf. í Reykjavík.
- Br.G.
Morgunblaðið/Brynjólfur Gíslason
Myndin sýnir vinnu við hitalögn í Stafholtstungum.