Morgunblaðið - 27.10.1990, Side 34
34 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1990
Aldarafmæli:
Rebekka Þiðriks-
dóttir frá Rauðsgili
Löngum í æsku ég undi við
angandi hvamminn og gilsins nið,
ómur af fossum og flugastraum
fléttaðist síðan í hvem minn draum.
Hundrað ár verða í dag (27. okt.)
frá því móðir mín — Rebekka Þiðriks-
dóttir — frá Rauðsgili — var borin í
þennan heim. Teljum við systkinin
að hún verðskuldi að hennar sé að
nokkru minnst. Hjá okkar fámennu
þjóð telst til nokkurra tíðinda þegar
einhver nær svo háum aldri — tekst
að ijúfa hundrað ára múrinn, svo
tekið sé til orðalags þotualdar. Gerist
nú aldamótakynslóðin margfræga
harla fáliðuð. Nútíðarmönnum er til
vorkunnar þótt þeim reynist örðugt
að gera sér fyllilega ljóst hvernig hér
var umhorfs þótt til skemmri tíma
sé litið. Oft er á orði haft — og með
sanni — að meiri umskipti hafi orðið
á síðustu 100 árum en aldirnar 10
þar á undan. Allt er nú nýtt nema
landið, þjóðin og tungan. Þær sem
fæddust í lok aldarinnar tóku ekki
við auðugu búi. Auk örbirgðarinnar
hafði harðæri mikið kreppt að þjóð-
inni undanfarinn áratug og flótti
brostinn á til Vesturheims þar sem
útlagarnir leituðu nýrrar lífsbjargar
og nýrra vona.
Móðir mín hóf ekki ævigöngu sína
með álitlegt veganesti. Hún var getin
utan hjónabands og þeir meinbugir
á að hún var skilin frá móður sinni
þegar í frumbernsku. Slíkt þótti ekki
horfa til mikils frama á þeirri tíð —
svo ekki sé fastar að orði kveðið.
Rebekka Þiðriksdóttir fæddist að
Hurðarbaki í Hálsasveit 27. október
1890. Foreldrar hennar voru þau Þið-
rik Þorsteinsson á Háafelli og vinnu-
konan Guðrún Sigurðardóttir lengst
til heimilis að Gilsbakka í Hvítársíðu.
Við systkinin vissum lítt til þessarar
ömmu okkar, en mig rekur minni til
að Pálí sveitungi hennar Bergþórs-
son, núverandi Veðurstofustjóri,
minnist hennar hlýlega einhvers stað-
ar; meðal annars fyrir kærkomna
íleppa sem hún mun hafa pijónað
honum.
Það varð móður minni til mestrar
gæfu að hún vistaðist hjá góðu
fólki. Bróðir Guðrúnar, Helgi bóndi
Sigurðsson á Rauðsgili, og kona
hans, Pálína Pálsdóttir, tóku að sér
hvítvoðunginn og gengu Bekku litlu
í foreldra stað. Þótt móðir mín væri
jafnan fáorð um eigin hag og sögu,
fór ekki dult hvern hug hún bar til
fósturforeldra sinna, og tvö eigin
barna lét hún síðar bera þeirra nöfn.
En skjött bregður sól sumri og
skugga drégur upp á bernskuhimin
tökubarns, því móðir mín var aðeins
ríflega sjö ára þegar fósturmóðir
hennar andaðist. Tregi kveðinn að
ungu blómstri. En maður jœmur í
manns stað. Valgerður Jonsdóttir
ræðst sem ráðskona að búinu. Og
tveim árum síðar fæðist þeim Helga
sonur og móður minni kær bróðir — v
sá var Jon Helgason, síðar prófessor
og höfundur kvæðis þess sem ég vitn-
aði til í upphafi máls og flestir munu
við kannast Seinna fæddist þeim
dóttir. Þau Jon voru jafnan náin sem
systkini væru úr blóðsifjum.
Þá átti móðir mín alsystur tvær.
Ekki nutu þær þó samvistar í
bernsku. Æviferill þeirra táknrænn
fyrir kjör íslenzkrar þjóðar sinnar tíð-
ar. Önnur, sú elzta — Benónýja —
berst í bökkum á örreytiskotum Borg-
arfjarðarhéraðs, stundum í hús-
mennsku, við mikla örbirgð og barna-
nauð. Hin, miðsystirin — Bóthildur —
hleypti heimdraganum og freistaði
gæfunnar í öðru landi — Noregi —
þar sem ættbogi vænlegur er frá
henni kominn.
Átthagamir voru móður minni svo
kærir að stappaði nær þráhyggju.
Eiríksjökull var fegurstur fjalla á
jarðríki. Hvammurinn, sem Jon nefn-
ir í kvæði sínu, þar sem hvönnin teyg-
ist á háum legg fram yfir gljúfravegg
var nánast heilög jörð. Á síðari árum
þegar móðir mín átti þess fyrst kost
að heimsækja Rauðsgilið sitt iðulega
og sporin lágu uppí Hvamminn, var
jafnan aðgætt að gengið væri þar
um svo hvergi sæi lýti á. Fellaflóinn
var smalaland móður minnar. Enn
ég um Fellaflóann geng, finn eins
og titring í gömlum streng, hugann
grunar við grassins rót, gamalt spor
eftir lítinn fót. Gat hún tekið sér þau
orð í munn ekki síður en höfundur
þeirra. Til gamans gat hún þess að
sín spor væru þar ólíkt fléiri ef
grannt væri skoðað. Hinn verðandi
prófessor mun lítt hafa verið um
kýrrassa gefið, en strokið kettinum
því oftar. En Bekka sem jafnan var
svo nefnd snúningalipur og fóthvöt
með afbrigðum. Þegar verðandi skáld
fann ekki búsmalann, var heimasæt-
an send á vettvang.
Langt var að bíða þeirrar tíðar er
jafnræði varð með piltum og stúlkum.
Ekki þótti við hæfi að kvenfólk væri
sent í haustleitir. Lagðprútt sauðfé
streymdi af heiðum haust hvert sem
glitrandi mjólkurár. Sá var draumur
móður minnar er heitast brann að
mega slást í-för gangnamanna og
smala Arnarvatnsheiði. Ekki lá fyrir
henni að sá draumur rættist. En þótt
löng sé orðin bið eru ekki enn öll
sund lokuð. Kannski á hún eftir að
líta hin fyrirheitnu heiðalönd öðrum
augum en þeim jarðnesku.
Bernskudagar líða og unga stúlkan
horfír frammá veg í þéttbyggðri.
sveit. Um aldamót fór andi nýrra
hugsjóna sem geisli um byggð ból
snauðrar þjóðar. Ungmennafélags-
hreyfingin hvatti æskulýð til dáða —
sér í lagi um ræktun lands og tungu.
Móðir mín gerðist einn stofnanda
ungmennafélags í sinni byggð. Hér
var “hleypt af stokkum félagsmála-
skóla sinnar tíðar. Heimóttaskapur
sveitamennskunnar vék fyrir djarf-
legri umgengni æskulýðs og tungu-
takinu var gefin ómæld umhyggja.
Tvítug brýzt móðir mín til mennta.
Mér er spurn hversu mörg dæmi
þess hafa fundizt á þeirri tíð að
sveitastúlka og tökubarn í ofanálag
klifí þann þrítugan hamarinn að afla
sér skólamenntunar af eigin ramm-
leik og aflafé. Hún sótti nám sitt í
Flensborg í Hafnarfirði, þar sem
fóstra hennar Valgerður ásamt syn-
inum Jóni hafði nú fest búsetu sína.
Janus Jónsson, áður prófastur að
Holti í Önundarfirði, hafði gerzt þar
einn kennaranna. Kenndi sögu og
íslenzka tungu. Þess er meðal annars
getið í riti um Flensborgarskólann
hvílíkur afburða kennari hann þótti
í sínum fögum. Vitnaði móir mín oft-
sinnis til þess sem hann hafði til
málanna að leggja. Var séra Janus
einskonar páfi og úrskurðarvald í
málfarsefnum á æskuheimili mínu.
Ég veit að þarna var m.a. lesin Egils-
saga, sem nú er ekki borið við að
kenna fyrr en í menntaskólum. Ekki
þótti nægilegt að læra lexíurnar (til
prófs). Nemendur höfðu málfundafé-
lag, sem ekki er í frásögur færandi
nema fyrir þá sök að auk þess að
ræða landsins gagn og nauðsynjar
sem lög gera ráð fyrir, þótti nemend-
um þeirrar tíðar sér skylt að leiðrétta
hvem annan, ef einhveijum varð eitt-
hvað það að orði sem betur mátti
fara. Sé litið til nútímans, er þá ekki
Snorrabúð orðin stekkur í þessu til-
liti? Svo dæmi sé tekið — meira tii
skemmtunar — nefndust rúmlök
rekkjuvoðir á mínu bernskuheimili,
ekki mátti strauja þvott heldur var
lín strokið, og handklæði nefndust
þurrkur — þótt síðar fyndust að vísu
dæmi þess að „dönskusletta" þessi
stæði á bókum fornum og þarmeð
sloppin úr „skammarkróknum“. —
Ju, að vísu — víst mun nú eitthvað
af þessum fróðleik þykja orka tví-
mælis eða dæmast smekksatriði —
þó hygg ég fúrðu fátt. En hvað er
það í gjörðum manna sem ekki er
svo farið? En það varðar harla litlu.
Hitt skiptir öllu máli að viðleitnin
þoki góðu máli áleiðis og stefnan sé
rétt. Enn freistast ég til að vitna til
ljóða Jóns Helgasonar. Mér finnst nú
hann furðu oft mæla fyrir munn
móður minnar. Hann segir:
Svo talaði vitið. En hjarta mitt hitnaði og
brann.
Á herðum mínum ég dýrmætan þunga fann.
Ég átti mér, þrátt fyrir allt, mína
purpurakápu.
í salarkynnum þessum var engin sái nema
ein
sem agaði mál sitt við stuðlanna þrískiptu
grein
né efldist að bragstyrk við orðkynngi
heiðinnar drápu.
Eftir fyrra námsár móður minnar
syrti í álinn. Námsefnin uppurin. En
Prófkjör
sj álfstæðismanna
í Reykjavík
DAGANA 26. OG 27. OKTOBER 1990
Síbari dagur prófkjörsins er í dag, laugardag.
Kosið er á 5 kjörstöðum í 6 kjördeildum.
Kjörstaðir loka kl. 22:00.
Kjósið í því hverfi sem þér hafið búsetu í
Ef þér hafið ílutt til Reykjavíkur eftir 1.
desember 1989 og ætlið aö gerast
flokksbundin, þurfið þér að framvísa
vottorði frá Hagstofunni sem staðfestingu á
lögheimili í Reykjavík.
Kjörstaðir verða opnir sem hér segir:
Föstudaginn 26. október frá kl. 13:00 -22:00
í Valhöll, Háaleitisbraut 1 - öll kjörhverfin
saman.
Laugardaginn 27. október frá kl. 09:00 -
22:00 á 5 kjörstöðum í 6 kjörhverfum.
Atkvæðisrétt eiga:
Allir félagsbundnir sjálfstæðismenn í
Reykjavík, sem þar eru búsettir og náð hafa
16 ára aldri prófkjörsdagana. Þeir
stuðningsmenn Sjálfstæðisflokksins sem
eiga munu kosningarétt í Reykjavík þann
25. apríl 1991 og undirritað hafá
inntökubeiðni í sjálfstæðisfélag í Reykjavík
fyrir lok kjörfundar.
Hvernig á að kjósa ?
Kjósa skal fæst 8 frambjóðendur og flest 12.
Skal það gert með því að sfctja tölustaf fýrir
framan nöfn frambjóðenda í þeirri röð sem
óskaö er að þeir skipi endanlegan
framboðs- Iista. Þannig skal talan 1 sett
fyrir framan nafn þess frambjóðanda sem
óskað er að skipi fyrsta sæti fraboðslístans,
talan 2 fyrir framan nafn þess
frambjóðanda sem óskað er að skipi annað
sæti framboðslistans o.s.frv.
1. Kjörhverfi
Nes- og Melahverfi, Vestur- og
Miðbæjarhverfi og Austurbæjar- og
Norðurmýrarhverfi. Öll byggð vestán
Snorrabrautar og einnig byggð vestan
Rauðarárstígs að Miklubraut.
Kjörstaður: Hótel Saga (Nýja álman)
2. hæð, C-salur - Gengið inn um austurdyr.
2. Kjörhverfi
Hlíða- og Holtahverfi, Laugarneshverfi
og Langholtshverfi, öll byggð vestan
Kringlumýrarbrautar og norðán
Suðurlandsbrautar.
Kjörstaður: Valhöll, Háaleitisbraut 1.
(Vestursalur 1. hæð).
3. Kjörhverfi
Háaleitis- og Smáíbúða-, Bústaða- og
Fossvogshverfi.
Hverfið afmarkast af Kringlumýrarbraut
í vestur og Suðurlandsbraut í norður.
Kjörstaður: Valhöll, Háaleitisbraut 1.
(Austursalur 1. hæð).
4. Kjörhverfi
Árbæjar-og Seláshverfi og Ártúnsholt.
Kjörstaður: Hraunbær 102B (Suðurhlið).
5. Kjörhverfi
Breiðholtshverfin - öll byggð í Breiðholti.
Kjörstaður: Menningarmiðstöðin við
Gerðuberg.
6. Kjörhverfi
Graíárvogur - öll byggð í Grafárvogi.
Kjörstaður: Verslunarmiðstöðin að
Hverafold 1 - 3.
hún hafði árið áður ráðist sem kaupa-
kona hjá Bjarna bónda á Skáney.
Nú sýndi sá góði maður af sér það
drengskaparbragð að hann reiddi af
höndum tveggja sumra kaup gegn
því að móðir mín réðist enn til hans
að ári liðnu. Barg hann svo skóla-
göngunni. Var móðir mín langminn-
ug þessa vinargreiða og afar hlýtt
til þess Skáneyjar-fólks alla jafnan
síðar.
1913 brottskráðist Rebekka með
gagnfræðapróf frá Flensborg með
afburðaeinkunn — þriðja efst af 24.
Jón fóstbróðir var efstur þótt lang-
yngstur væri allra nemenda. Hún
vann eitthvað við fískbreiðslu á reit-
unum í Hafnarfírði á námsárum sín-
um. Ég minnist þess að hún hafði á
orði hversu sárfætt hún hafi verið á
grýttum fiskreitnum með íslenzka
skó á fótum, eftir vetrargöngu á
„dönskum" skóm á mýkri fjölum
Flensborgarskólans.
Hartnær þremur áratugum eftir
að skólagöngu móður minnar lauk,
þegar ég 'sjálfur byijaði að stauta
ensku, er mér nú undrunarefni
hversu enskukunnátta hennar stóð
enn traustum fótum eftir svo langt
hlé.
Skjótt skal farið yfir langa sögu.
Hun ræðst í vist í Reykjavík. Leggst
fársjúk með taugagigt. Hafði síðar
að orði hversu þungt sér hefði þá
fundist reipin hvíla á grönnum herð-
um eftir heyskapinn forðum tíð. En
hún eykur við menntun sína og situr
kennaranámskeið í höfuðborginni. í
framhaldi af því ræðst hún sem far-
kennari árið 1918 í fjarlæga byggð
— í Ketiidali vestur. Lítt kann ég að
greina frá kennarastörfum hennar
þar, en sumir nemenda hennar frá
þeim árum urðu síðar tryggir vinir.
En kennarastarf var henni ætíð eink-
ar hugleikið — og nánast hugsjón.
Jón Helgason segir að hún hafi
kennt sér að lesa, en ekki mun mikið
hafa þurft að hafa fyrir þeirri
kennslu. En seinna miklu á sjötta og
sjöunda áratugnum, þegar hún var
orðin búsett á Bíldudal, var mjög til
hennar leitað að segja börnum til í
lestri, hveijum sú íþrótt var misvel
lagin einsog gerist og gengur. En
börnum þessum kom hún öllum vel
að sér og þeim vel til á rekspöí. Þau
hafa síðar — einsog aðrir samferða-
menn um ævidagana — sýnt ræktar-
semi í hennar garð.
Allmikil munu umskiptin hafa orð-
ið að flytjast vestur. Ólíkt borgfirsku
víðerni gnæfa fjöll þar sem hamra-
veggir yfir höfðum manna og bústað-
irnir klúka við salta ströndina. Lét
hún síðar svo um mælt að sér hefði
þótt sem fjöllin ætluðu að byrgja sig
inni. Þó fór svo að hún staðfestist
vestra. Hún gekk að eiga föður minn
Magnús G. Magnússon ættaðan frá
Ströndum norður árið 1919. Síðan
tekur við hið hefðbundna hlutskipti
sveitakonunnar: barneignir og bú-
skaparbasl. Ingibjörg fæddist 1920,
Páll árið eftir, Helgi 1923, Magnús
Reynir 1927, Svanlaug 1930 og und-
irritaður örverpið 1934. Búið var
ásamt tengdaforeldrum í Feitsdal
(sem flestir kalla Feigsdal) í Bakkad-
al og skamman tíma á litlu koti hinu-
megin ár — Granda að nafni.
Feitsdalur mun ekki hafa verið
óálitleg jörð á fyrri tíðar mælikvarða.
Sýslumannssetur fyrir margt löngu
— svo ólíklega sem það hljómar
lengst á öðrum enda umdæmisins.
Dönskum manni var eitt sinn veitt
Barðastrandarsýsla. Það varð honum
fyrst fyrir þegar hann sté á land á
Fróni að spyijast fyrir hvenær næsta
járnbrautarlest ætti áætlun til Feits-