Morgunblaðið - 27.10.1990, Síða 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1990
39
Birna
í dag er jarðsettur við hlið konu
sinnar í Isafjarðarkirkjugarði Jón
Egilsson vélstjóri. Hann lést á
sjúkradeild Hrafnistu síðastliðinn
föstudag, farinn að heilsu og kröft-
um, en hélt sínu andlega til hinsta
dags. Jón Egilsson fæddist á Skarði
á Snæíjallaströnd 1. ágúst 1913,
sonur hjónanna Guðrúnar Þórðar-
dóttur og Egils Jónssonar, sem þar
bjuggu, og var hann þeirra fyrsta
bam. Jón sleit sínum barnsskóm
hjá foreldrum á Skarði en fluttist
með þeim 8 ára gamall að næsta
bæ, Hlíðarhúsum, þar átti hann
heima til 1932, að fjölskyldan flutt-
ist að Ytrihúsum í Arnardal við
Skutulsfjörð. Á þeim tíma sem Jón
var að alast upp á Snæfjallaströnd,
var lífsbaráttan hörð fyrir efnalaus-
an heimilisföður með ört stækkandi
fjölskyldu, og urðu því börnin
snemma að taka þátt i að afla
lífsbjargar fyrir heimilið. Jón byij-
aði því mjög ungur að stunda sjóinn
með föður sínum og við það hertist
snemma hugur og hönd, við róður
og önnur störf á sjónum á meðan
ekki voru komnar vélar til þess að
létta störfin. Það má því segja að
Jón hafi stundað sjóinn frá æsku
til efri ára. Sjómennskan varð hans
ævistarf.
Eftir að fjölskyldan fluttist að
Arnardal fór Jón að stunda sjóinn
frá ísafirði, tók fljótlega vélstjóra-
próf og var alla tíð síðan vélstjóri
á djúpbátnum Fagranesi, en þar
stafaði hann þar til hann hætti sjó-
mennsku. Árið 1949 keypti hann
vélbátinn Ver með vini sínum Berg-
manni Þórðarsyni og áttu þeir hann
í mörg ár og var Bergmann alltaf
með hann ýmist á rækju eða öðrum
veiðum eftir atvikum.
Árin sem Jón var á djúpbátnum,
eignaðist hann velvildarmenn djúp-
*eZ'^r
lasölUi
' Aef?c
nni
avík
Ingvar Helgason hf.
Sævarhöfði 2, Sími 67 40 00
<<<
Jón Egilsson vél-
sijóri - Minning
Fæddur 1. ágúst 1913
Dáinn 19. október 1990
í dag, 27. otktóber, verður til
moldar borinn á Isafirði kær
tengdafaðir minn Jón Egilsson.
Hann lést á Hrafnistu í Reykjavík
þann 19. október sl.
Ekki ætla ég að rekja ættir Jóns
heldur reyna að koma fram innilegu
þakklæti fyrir allt sem hann var
mér og mínum.
Jón var einstakur maður og ég
held að á engan sé hallað þó ég
segi hann mesta ljúfmenni sem ég
hef kynnst. Aldrei var neitt of gott
okkur til handa, en einskis krafist
á móti.
Heimsóknir vestur á ísafjörð eru
ógleymanlegar því Jón naut sín
best þegar hann gat glatt aðra og
látið öllum líða vel. Einnig koma
upp í huga mér sumarfríin sem
hann fór með okkur hjónum og að
ekki sé nú minnst á allar beija- og
veiðiferðimar.
Jón var kvæntur Guðjónu Kat-
arínusdóttur én hún lést 1973.
Þeirra börn eru Hulda, Egill og Jón
Ásgeir, öll gift og búsett hér syðra,
barnabömin em 10 og barnabörnin
13. Lengst af var Jón sjómaður og
rak eigin útgerð í allmörg ár ásamt
vini sínum Bergmanni Þormóðs-
syni. Síðari ár starfaði Jón sem
vélgæslumaður hjá Orkubúi Vest-
ijarða.
Eftir lát konu sinnar bjó Jón einn
fyrir vestan en fluttist suður 1986
og dvaldi á Hrafnistu í Reykjavík
síðustu 4 árin þar sem hann undi
hag sínum vel og var þakklátur
fyrir þá umhyggju og hjúkmn sem
hann naut þar.
Það lýsir Jóni mjög vel að fram
á það síðasta bað hann um að minna
sig á afmælisdaga tveggja lang-
afatelpna, því afmælum litlu barn-
anna vildi hann síst gleyma.
Þegar ég kveð tengdaföður minn
hinstu kveðju, ber ég honum hjart-
ans þakklæti frá börnunum mínum
og fjölskyldum þeirra og nota ég
þá sömu orð og hann gerði ávallt
þegar hann kvaddi.
Guð geymi hann.
manna, þeir áttu sannarlega hauk
í horni þar sem Jón var, því hans
aðal var hjálpsemi, góðvild og
greiðasemi við alla, og hann lagði
sig fram um að leysa vandræði
hvers manns, sem til hans leitaði.
Hann var mjög góður starfskraftur,
laginn, gætinn og traustur og því
eftirsóttur til starfa, hvort sem var
á sjó eða landi. Síðustu starfsárin
vann hann hjá Orkubúi Vestfjarða,
fyrst við gæslu stöðvarinnar í
Engidal og síðan á skrifstofu Orku-
búsins á ísafirði. Þegar hann treysti
sér ekki lengur til starfa fluttist
hann til Reykjavíkur og fékk inni
á Hrafnistu, þar sem hann dvaldi
til dauðadags.
í Arnardal kynntist Jón konu
sinni Guðjónu Katarínusdóttur í
Fremri-húsum og fljótlega settu
þau saman heimili á ísafirði, fyrstu
árin í leiguhúsnæði, en síðan í eigin
íbúð í verkamannabústað að Guð-
rúnargötu 6. Jón og Guðjóna eign-
uðust þijú börn, elst þeirra er Hulda
Sigrún, gift Garðari Hinrikssyni
úrsmið og eiga þau íjögur börn,
Egill Kristinn, bifreiðastjóri, kvænt- ‘
ur Birnu Friðriksdóttur, þau eiga
þijú börn, og Jón Ásgeir, starfs-
maður Stálfélagsins, kvæntur
Jónínu Kristjánsdóttur og eiga þau
þijú börn. Börn Jóns eru búsett í
Reykjavík og Garðabæ.
Þó lífshlaup Jóns hafi verið rakið
hér í stórum dráttum, er ekki úr
vegi að líta aðeins á manninn og
elsta bróðurinn Jón Egilsson.
Þegar ég var sjö ára gamall fór
ég að heiman og til nágranna og
kunningja foreldra minna, en það
réðst þá jafnframt þannig að Jón
bróðir minn réðst þangað vetrar-
maður um sama leyti. Sem að líkum
lætur eru það erfið spor fyrir sjö
ára snáða að yfirgefa foreldra og
æskuheimili og fara á ókunnan
stað, en nærvera stóra bróður hjálp-
aði mér, á meðan ég var að aðlag-
ast þessum nýju aðstæðum og upp
frá því var hann mér sérstaklega
kær, og að hann væri sá aðili, sem
ég gæti alltaf leitað ásjár hjá ef
eitthvað bæri útaf.
Jón var alvörugefinn maður í
raun en var alltaf kátur og gaman-
samur í góðra vina hópi, sagði
skemmtilega frá og hafði glöggt
auga fyrir því spaugilega, sem allt-
af er að gerast í daglega lífinu.
Hann átti fáa, en góða og trygga
vini og samferðamennirnir voru
honum mjög vinsamlegir hvar sem
hann fór. Þannig hefur þessi bróðir
minn komið mér fyrir sjónir, ég á
honum margt að þakka í gegnum
tíðina, ég veit að það verður bjart
yfir komu hans til nýrra heimkynna.
Eg bið svo börnum hans, afkom-
endum og aðstandendum- allrar
blessunar.
Bjarni Egilsson
SYNUM
NISSAN PRIMERA
UM HELGINA
Berðu hann saman við það besta.
Ný vél!
Ný og drífandi 16 ventla vél
með beinni innspýtingu,
sérhönnuð fyrir Primera og
fáanleg í 3 stærðarflokkum.
4 laga lakkáferð.
IH'H.áSTI-'IU. ytra bvriii
Grunnlag K.KI’)
Miðlag
Aðallag
| Glæra
ísafiröi: Hjá Flugfélaginu Emir á
ísafjarðarflugvelli.
Sauöárkróki: Á Bifreiðaverkstæðinu Áki.
Akureyri: Á Bifreiðaverkstæði Sigurðar
Valdimarssonar, Óseyri 5 A.
Reyðarfirði: Á Lykli h.f., Búðareyri 25.
Keflavík: Hjá B. G. Bílasölunni í
Grófinni 8.
FjöUiða Jjöðrun
Ný tegund fjöðrunar með
einstaka eiginleika — var
upphaflega hönnuð fyrir 300
ZX sportbílinn.