Morgunblaðið - 27.10.1990, Page 49
MORGUNBLÁÐÍÐ LmIgáRDÁGUR 27. OÍÍTÓBER 1990
49
VELVAKANDI
SVARAR í SÍMA
691282 KL. 10-12
FRÁ MÁNUDEGI
TIL FÖSTUDAGS
tíUUUUSmkJUBUUk
Styðjum Kolbrúnu Jónsdóttur
Ég þakka hjartanlega ykkur, sem senduð mér
kveðjur, heillaóskir, blóm og aðrar góðar gjaf-
ir, eða glödduð mig á annan hátt á afmœlis-
daginn 19. október.
Ykkar einlœgur
Benjamín H. J. Eiríksson.
Til Velvakanda.
Þar sem nú er komið að prófkjör-
um og öllu því er þeim fylgir vil
ég nú biðja fólk að hugsa sig vel
um og reyna að koma að duglegu
fólki sem virkilega hefur áhuga á
að gera eitthvað til að létta byrðar
okkar í daglegu lífi og gera stjórn-
málin að því sem þau ættu að vera.
Að það sé ekki verið að reyna að
koma að fólki sem gerir ekkert
gagn þegar að er komið - fer aðal-
lega í þetta til að koma sjálfu sér
áfram.
Við Hafnfirðingar eigum því láni
að fagna að eiga unga, góða og
framúrskarandi duglega konu sem
nú þegar hefur látið að sér kveða
í heimi stjómmálanna með góðum
árangri. Og hver sem fylgst hefur
• •
Okumenn:
Forðist allan óþarfa hávaða, þar sem hestamenn eru á ferð.
Akið aldrei svo nærri hesti að hætta sé á að hann fælist, og láti
ekki að stjórn knapans.
Þessir hringdu . .
Jakki
Bleikur ullaijakki með drapp-
litu fóðri, nr. 52, var tekinn í
Duushúsi föstudaginn 19. októ-
ber. Vinsamlegast hringið í síma
51673.
Barnakerra
Barnakerra kom í leitirnar fyrir
skömmu. Upplýsingar í síma
73177.
Hálsmen
Halsmen með íslandslögun
fannst við Neshaga fyrir viku.
Upplýsingar í síma 620026.
Læða
Þrílit læða; brún, svört og gul,
fannst við Ármúla fyrir nokkur.
Vinsamlegast hafði samband við
Kattavinafélagið.
Jakki
Leðurjakki var tekin í misgrip-
um í Duushúsi sl. föstudagskvöld.
Vinsamlegast hringið í síma
84984, Berglind.
Ekki starfssvið Iögreglu
P.G. hringdi:
„Nú berast fréttir af að lögregl-
an keppist við að klippa númer
af bifreiðum vegna þess að eig-
endur hafa ekki sinnt um að færa
þá til skoðunar. Þetta er mikið
verk og ég tel að þetta sé í raun
ekki starfssvið lögreglu. Liggur
ekki beint við að hafa hærri sekt-
ir við svona brotum eða afgreiða
þetta í gegn um tryggingarnar,
að menn sem ekki sinna því að
láta skoða bíla sína þyftu að
borga hærri tryggingar. Lögregl-
an ætti alla vega ekki að standa
í þessum númeraklippingum held-
ur vinna að fyrirbyggjandi slysa-
vörnum. Það mætti t.d. bjóða
númeraklippingarnar út og láta
syndaselina borga kostnaðinn sem
af þessu hlýst."
með henni veit að hún er svo sann-
arlega góður fulltrúi síns flokks,
og mun gefa sig alla í að vinna að
heill okkar allra ef við bara gefum
henni tækifæri. Hafnfirðingar, ger-
um góðan fiokk betri, komum Kol-
brúnu Jónsdóttur í öruggt sæti. Við
megum ekki við því að sleppa
henni fyrst hún býður sig fram.
Hún mun öruglega verða okkur sá
fulltrúi sem við getum verið hreyk-
in af. Sjálfstæðisflokkur, til ham-
ingju með Kolbrúnu.
Þóra Stefánsdóttir
---------------
Páfagauk-
ur í óskilum
Til Velvakanda.
Lítill páfagaukur fannst sl.
sunnudag í Vesturbergi. Eigandi
vinsamlegast hringi í síma 74268
eftir kl. 17.
Að sjálfsögðu
SYKURLAUST
SfMI: 91-24000