Morgunblaðið - 27.10.1990, Side 50
50
MORGUNBLAÐIÐ IÞROTTIR LAUGARDAGUR 27. OKTÓBER 1990
KNATTSPYRNA / FRAKKLAND
Amór bíður eftir „grænu
ljósi“ frá Anderiecht
- verður í byrjunarliði Bordeaux í kvöld, ef skeyti frá Anderlecht um stað-
festingu á félagaskiptum verður komin í tæka tíð
„ARNÓR verður í byrjunarlið-
inu gegn Nancy ef staðfesting-
arskeyti frá Anderlecht um að
hann sé laus allra mála hjá
belgíska félaginu berst ítæka
tíð,“ sagði Gérard Gili, þjáifari
Bordeaux í samtali við Morgun-
blaðið í gær.
Arnór æfði með Bordeaux í
gærmorgun. Æfingin var létt,
upphitun og síðan var spilað á tvö
mörk. Síðan tók Gili fjóra leikmenn
á séræfingu á eftir
Frá og var Arnór einn
Bernharði þeirra. Hann lét Ar-
nór og franska
landshðsmanmnn,
Deschamps, leika saman gegn
tveimur varnarmönnum.
Gili sagði að Arnór ætti að leika
í fremstu víglínu gegn Nancy, ekki
á miðjunni. „Ég ætla að reyna hann
frammi til að byrja með og ef það
gengur ekki upp færi ég hann á
miðjuna." Talið er líklegt að Arnór
verði frammi með Ferreri eða Hol-
lendingnum Wim Kieft. Sá síðar-
nefndi á reyndar við meiðsli að
stríða og ekki víst að hann geti leik-
ið í kvöld.
Leikmenn Bordeaux héldu í gær-
kvöldi í kastala, sem félagið á 25
km utan við borgina. Það er venja
að leikmenn kómi saman í kastalan-
um kvöldið fyrir heimaleiki liðsins.
Þar sem tveir og tveir leikmenn eru
saman í herbergi. í morgun átti að
vera létt upphitunaræfing, síðan
matur og töfluæfing áður en haldið
yrði í rútu á Park Lescure-leikvang-
inn í Bordeaux, sem tekur 50 þús-
und áhorfendur. Leikurinn hefst kl.
19.30 að íslenskum tíma.
Arnór var kynntur rækilega í
bæjarblöðunum í gær og greinilegt
að áhugi borgarbúa á knattspyrnu-
liði sínu er gífurlegur. Leigubflstjóri
sem ég hitti var mjög áhugasamur
um þennan nýja leikmann frá ís-
landi. Hann vissi allt um Amór jafn-
vel hvað hann væri hár og þungur.
Nokkur hundruð áhorfendur mættu
á æfinguna hjá Bordeaux í gær-
morgun og voru aðallega að koma
til að sjá „Glókollinn" frá íslandi.
HANDKNATTLEIKUR
Alfreð inni í myndinni
Alfreð Gislason, sem leikur með Bidasoa á Spáni, er inní landsliðs-
myndinni hjá Þorbergi Aðalsteinssyni, landsliðsþjálfara. Alfreð
hafði áður lýst því yfir að hann ætlaði að taka sór frí frá landsiiðinu.
Þorbergur sagðist hafa haft samband við Alfreð og væri hann mjög
jákvæður á að koma inn í landsliðið aftur á næsta ári. Kristján Ara-
son, sem hefur verið meiddur í öxl, mun leika með íslenska landsliðinu
gegn Svíum hér heima milli jóla og nýárs og eins koma þeir Geir
Sveinsson, Héðinn Gilsson og Julíus Jónasson.
Arnór Guðjohnsen verður væntanlega í byijunarliði Bordeaux í kvöld gegn
Nancy í frönsku 1. deildinni. Á myndinni er Amór ásamt Patrick Vervoort í
leik með Anderlecht, en þeir félagar leika nú báðir með Bordeaux.
íp/émR
FOLK
■ HLYNUR Stefámsson var kjör-
inn besti leikmaður ÍBV í lokahófi
knattspyrnuráðs ÍBV sl. laugardag.
Hlynur fékk einnig viðurkenningu
fyrir að vera markahæsti leikmaður
liðsins. Huginn Helgason var út-
nefndur efnilegasti leikmaður 2.
flokks ÍBV og Sigurður Ingason
var valinn besti leikmaður 2. flokks.
■ IAN Ross hefur verið endurráð-
in þjálfari KR í knattspyrnunni fyr-
ir næsta keppnistímabil. Tékkinn
Ivan Sochor, sem var markmanns-
þjálfari og með 2. flokk félagsins í
sumar, verður aðstoðarmaður Ross.
■ PETUR Guðmundsson, kúlu-
varpari, náði góðum árangri á kast-
móti Ármanns á fimmtudagskvöld.
Hann varpaði kúlunni 20,77 m og
jafnaði besta árangur sinn.
■ GRINDVÍKINGAR hafa ráðið
til sín bandaríska leikmanninn, Dan
Krebbs, til að leika með félaginu
í úrvalsdeildinni í vetur. Áður höfðu
þeir látið tvo leikmenn fara þar sem
þeir voru ekki nægilega góðir.
Krebbs hefur leikið í Ástralíu
síðustu árin. Hann kemur væntan-
elga til landsins í dag og leikur á
morgun með UMFG gegn UMFN.
■ RÚNAR Guðmundsson hefur
verið ráðinn knattspyrnuþjálfari
Bolvíkinga, sem ætla sér að senda
lið í 4. deild næsta sumar. Rúnar
er fyrrum leikmaður og þjálfari IBÍ.
■ FRÖNSKU meistararnir frá
Marseille töpuðu fyrri leik sínum
í Evrópukeppni meistaraliða gegn
pólska liðinu Poznan, 3:2, í Póll-
andi á fimmtudagskvöld. Jean Tig-
ana kom Marseille yfir í upphafi
leiks, en Lukasik jafnaði um miðjan
fyrri hálfleik. Pachelski og
Jazkowiak bættu öðru og þriðja
markinu við fyrir Poznan áður en
Waddle minnkaði muninn fyrir
Marseille.
■ PELE hefur ekki verið hrifinn
af þeirri hugmynd u að stækka
knattspyrnumörkin til að gera
knattspyrnuna skemmtilegri. „Það
yrði glæpur gegn knattspyrnunni
að stækka mörkin. Þessi hugmynd
hlýtur að koma frá aulum sem geta
ekki skorað mörk,“ sagði Pele í
samtali við France Football.
ÚRSLIT
HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ
Körfuknattleikur
ÍS - KR 47:34
íþróttahúsi Kennarháskólans, 1. deild
kvenna í körfuknattleik, fimmtudaginn 25.
okt. 1990.
Stig ÍS: Hafdís Helgadóttir 15, Vanda Sig-
urgeirsdóttir 12, Vígdís Þórisdóttir 9, Kol-
brún Leifsson 6, Elínborg Guðnadóttir 2,
Kristín Sigurðardóttir 2.
Stig KR: Anna Gunnarsdóttir 13, Helga
Ámadóttir 12, Kolbrún ívarsdóttir 4, Jónína
Kristinsdóttir 2, Mana Guðmundsdóttir 2,
Hrund Lárusdóttir 1.
m
IS byijaði leikinn vel, en misti 10
stiga forskot niður í eitt stig, en
náði sér síðan á strik undir lokin.
Hafdís Helgadóttir átti mjög góðan
■^■■■■1 leik og Vígdís Þórís-
Vanda dóttir barðist vel.
Sigurgeirsdóttir KR-stúIkurnar áttu
skrifar ágætan leik, spiluðu
góða vörn og eru
greinilega á uppleið.
Haukar - UMFG 72:20
íþróttahúsið Strandgötu, íslandsmótið í
körfuknattleik - 1. deild kvenna, fimmtu-
daginn 25. okt. 1990.
Stig Hauka: Svanhildur Guðlaugsdóttir .18,
Hafdís Hafberg 10, Anna Guðmundsdóttir
10, Eva Havlik 6, Hanna Kjartansdóttir 6,
Dóra Garðarsdóttir 6, Sigrún Skarphéðins-
dóttir 6, Guðbjörg Norðfjörð .4, Herdís
Gunnarsdóttir 4, Elín Hreinsdóttir 2.
Stig UMFG: Kristjana 7, Sirrý 4, Guðrún
Sif 4, Kristbjörg 2, Anna S. 2 og Anna Dís 1.
Haukar áttu allan leikinn eins
og tölumar gefa til kynna. Svan-
hildur Guðlaugsdóttir stóð sig mjög
vel, en hún var að byija aftur eftir
fímm ára hlé. Grindavík hefur misst
marga leikmenn og er með ungt
og efnilegt lið sem þarf meiri
reynslu.
Þorbergur hefur valid 19
leikmenn til æfinga
Landsliðið kemursaman um helgina.
Næsta verkefni eru þrír leikir gegn
Tékkum í lok nóvember
ÞORBERGUR Aðalsteinsson,
landsliðsþjálfari í handknatt-
leik, hefur valið 19 leikmenn,
sambland úr A-landsliðinu og
U-21 ársliðinu, til æfinga um
helgina. Upphaflega átti að
vera landsleikur við Hollend-
inga um þessa helgi, en þeir
sáu sér ekki fært að koma hing-
að og því ákveðið að hafa
landsliðsæfingar.
orbergur sagði að þetta væri
blandaður hópur og uppistaðan
strákar sem kæmu til með að vera
burðarásarnir í HM ’95 liði íslands
og A-Iandsliðsmenn. Næsta verk-,
efni íslenska landsliðsins eru þrír
leikir gegn Tékkum 23. - 25. nóv-
ember. Síðan koma Svíar og leika
hér milli jóla og nýárs.
Eftirtaldir leikmenn skipa æf-
ingahóp Þorbergs:
Markverðir: Guðmundur Hrafn-
kelsson og Bergsveinn Bergsveins-
son, FH, Hrafn Margeirsson,
Víkingi og Axel Stefánsson, KA.
Hornamenn: Jakob Sigurðsson,
Val og Konráð Olavson, KR í
vinstra horni. Bjarki Sigurðsson,
Björgvin Rúnarsson, Víkingi og
Valdimar Grímsson, Val, í því
hægra.
Línumenn: Birgir Sigurðsson,
Víkingi og Finnur Jóhannesson,
Val.
Vinstrihandar skyttur: Magnús
Sigurðsson, Stjörnunni og Stefán
Kristjánsson, FH.
HægTÍhandar skyttur: Sigurður
Bjarnason, Stjörnunni og Einar Sig-
urðsson, Selfossi.
Leikstjórnendur: Guðjón Árnason,
FH, Gunnar Andrésson, Fram, Pat-
rekur Jóhannsson, Stjörnunni og
Jón Kristjánsson, Val.
Þorbergur Aðalsteinsson, Iandsliðsþjálfari.