Morgunblaðið - 05.12.1990, Qupperneq 1
56 SIÐUR B
277. tbl. 78. árg.
MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1990
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Dökkt útlit í við-
ræðum um GATT
Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
EFTIR tveggja daga árangurslausa fundi voru fulltrúar á ráðherra-
fundi aðildarríkja GATT-viðræðnanna sendir heim á hótel sín í Bruss-
el til að íhuga í einrúmi hvert framhald viðræðnanna á að vera. A
fundi samningamannanna í gærkvöldi var samþykktur sólarhrings-
frestur til að ná árangri í deilunum um landbúnað sem hafa spillt
viðræðunum til þessa. Ráðherrar Evrópubandalagsins (EB) héldu ár-
angurslausan fund í Brussel seinnihluta dags i gær en tregðu þeirra
til að koma til móts við tillögur um að draga úr niðurgreiðslum og
styrkjum í landbúnaði er kennt um að viðræðurnar virðast vera að
fara út um þúfur.
í fréttatilkynningu sem birt var í
Brussel í gærkvöldi sagði að enginn
árangur hefði náðst til þessa í helstu
ágreiningsefnum fundarins. Fulltrú-
ar þróunarríkjanna saka vestrænar
þjóðir um að tefja framgang mála
sem samkomulag er um og draga
þannig úr líkunum á samkomulagi á
fundinum í Brussel. Bandaríkjamenn
hafa sagt að viðunandi niðurskurður
innan EB á niðurgreiðslum og út-
flutningsbótum í landbúnaði sé skil-
yrði fyrir því að viðræðunum verði
lokið. Fulltrúar smærri ríkjanna á
fundinum þ. á m. fulltrúar Norður-
landanna, hafa gagnrýnt viðskiptar-
Kasparovvann
eftir 102 leiki
Lyon. Reuter.
GARRÍJ Kasparov heimsmeistari
í skák sigraði Anatolíj Karpov i
16. skák einvígis þeirra um heims-
meistaratitilinn í Frakklandi í
gær. Viðureignin stóð í samtals
12 klukkustundir á þremur dög-
um og er það lengsta innbyrðis
viðureign skákameistaranna, sem
teflt hafa 136 einvígisskákir sín á
milli um dagana.
Kasparov knúði fram sigur í 16.
skákinni í 102. leik og hefur þar
með hlotið 8,5 vinninga gegn 7,5
vinningum Karpovs. Þarf áskorand-
inn að vinna a.m.k. tvær af skákun-
um átta sem eftir eru til þess að
vinna einvígið. Bar skákfræðingum
saman um það í gær að mögujeikar
Karpovs á því væru nú hverfandi.
Hefur heimsmeistarinn unnið tvær
skákir í einvíginu, áskorandinn eina
en 13 hefur lokið með jafntefli.
Sjá „Kasparov vann biðskák-
ina!“ á bls. 25.
isana, Bandaríkin og EB, fyrir að
standa í vegi fyrir að árangur náist
í þeim þáttum viðræðnanna sem
grundvöllur er fyrir samkomulagi
um. Hætt sé við að ef viðræðurnar
fara ekki út um þúfur verði mjög
takmarkaður tími til að fjalla um þau
efni, þar sem allt snúist um deilur
EB við Bandaríkin um landbúnað.
Allt bendir til þess að þessi lota
GATT-viðræðnanna fari út um þúfur
ef EB leggur ekki fram viðunandi
tilboð að mati Bandaríkjanna og
helstu útflutningsríkja landbúnaðar-
vara fyrir lok fundarins í dag. Ljóst
þykir að engum verði til framdráttar
að viðræðurnar, sem staðið_ hafa í
fjögur ár, fari út um þúfur. í Bruss-
el gætir þess vegna hóflegrar bjart-
sýni á árangur, þrátt fyrir svart útlit.
Sovétríkin:
Afsögn Ershads fagnað i Dakka
Reuter
Stjórnarandstæðingar í Bangladesh fagna á götum
Dakka, höfuðborgar landsins, eftir að Hossain Mo-
hammad Ershad forseti hafði tilkynnt afsögn sína í
gær. Þing landsins hefur verið kallað saman á sunnu-
dag til þess að velja bráðabirgðastjórn er mun sitja
fram yfir nýjar þingkosningar.
Sjá „Ershad segir af sér forsetaembætti í
Bangladesh" á bls. 22.
Gorbatsjov hyggst auka
hlutverk hers og lögreglu
Moskvu. Reuter.
MÍKHAÍL Gorbatsjov, forseti
Sovétríkjanna, sagði í gær á sov-
éska þinginu, Æðsta ráðinu, að
hann væri að undirbúa aðgerðir
sem miðuðu að því að auka hlut-
verk hers og lögreglu í landinu.
Ennfremur var greint frá því að
Gorbatsjov hygðist ekki leggja
niður embætti forsætisráðherra
þótt gert væri ráð fyrir því að
sovéska stjórnin heyrði beint und-
ir forsetann samkvæmt tillögum
Gorbatsjovs um breytingar á
stjórnkerfi Sovétríkjanna.
Gorbatsjov flutti stutta ræðu á
þinginu til að hvetja það til að styðja
tillögurnar, en þeim er ætlað að
auka mjög völd forsetans. „Við erum
að undirbúa aðgerðir til að bæta
ástandið í hernum og lögreglunni,
auka hlutverk og ábyrgð þeirra,“
sagði forsetinn. Hann boðaði breyt-
ingar á yfirstjórn hers og lögreglu,
sem róttækir umbótasinnar óttast
að auki um of völd hersins og komm-
únistaflokksins.
Samkvæmt tillögum Gorbatsjovs
fær forsetinn vald til að skipa og
reka ráðherra að eigin vild. Emb-
ætti forsætisráðherra verður ekki
lagt niður og ýmislegt bendir til
þess að Níkolaj Ryzhkov, núverandi
forsætisráðherra, haldi því þrátt fyr-
Gísli Sigurðsson í Bagdad 1 samtali við Morgunblaðið:
Daglega var komið með hel-
særða menn á sjúkrahúsið
Bagdad. Frú Jóhönnu Kristjónsdóttur, blaðamanni Morgunblaðsins.
GÍSLI Sigurðsson læknir, sem varð innlyksa í
Kúvæt er Irakar réðust inn í Iandið í byrjun ágúst-
mánaðar, sagði í saintpli við Morgunblaðið í gær
að hann hefði, samvisku sinnar vegna, ekki getað
yfirgefið sjúkrahúsið sem hann starfaði á I Kú-
væt-borg fyrr en tryggt hefði verið að læknisþjón-
ustu yrði haldið þar uppi. Gísli sem dvelst nú í
bústað sendiherra Svíþjóðar í Bagdad, höfuðborg
íraks, sagði að á degi hverjum hefði verið komið
með helsærða menn á sjúkrahúsið þar sem hann
starfaði og hefðu margir þeirra verið skotnir
vegna gruns um að þeir hefðu hjálpað Vestur- Gísli Sigurðs-
landabúum í landinu. son læknir
„Það var daglega komið með
helsærða menn sem höfðu verið
skotnir í bijóstholið því írösku her-
mennirnir skutu til að drepa og
fæstum var hægt að bjarga," sagði
Gísli Sigurðsson er hann var spurð-
ur um ástandið í Kúvæt eftir innr-
ás íraka. Hann sagði að aðrir hefðu
verið skotnir í hnakkann og hefðu
þeir verið taldir til njósnara eða
undirróðursmanna. Kvaðst Gísli
ekki hafa getað hugsað sér að yfir-
gefa sjúkrahúsið fyrr en tryggt
væri að einhveijir kæmu tii að ■
taka þar við. Læknir yfirgæfi ekki
sjúklinga sína.
Gísli kvað sænska sendiherrann
fara á degi hverjum í íraska ut-
anríkisráðuneytið til að tala máli
hans. Hefði sendiherrann reynt að
ná tali af forseta íraska þingsins,
sem er mjög valdamikill, en án
árangurs.
Hann sagðist skömmu eftir
komuna til Bagdad hafa gert sér
ljóst að hann fengi ekki leyfi til
að fara úr landi. Það hefðu engu
að síður verið mikil vonbrigði að
fá ekki fararleyfi um leið og
sænsku gíslarnir, sem sleppt var á
föstudag. Hann kvaðst bjartsýnni
nú en oft áður um að hann fengi
leyfí til að fara frá írak. „Ég hef
nú ástæðu til að ætla að það verði
ekki langt þar til mér verður leyft
að fara,“ sagði Gfsli Sigurðsson.
Sjá „Ég er ekki hetja, ég er
læknir" á bls. 2^1-25.
ir stjórnleysið sem ríkt hefur í efna-
hagsmálum landsins. Svo virðist sem
hann hafi leitað eftir stuðningi
harðlínumanna í kommúnistaflokkn-
um og herforingja, sem hafa lagt
hart að Gorbatsjov að hægja á um-
bótum. Vikurit Sovétstjórnarinnar,
Pravítelstvenníj Vestník skýrði frá
því í gær að Ryzhkov hefði flutt
mikla lofræðu um hergagnaiðnaðinn
í landinu er hann heimsótti nokkrar
vopnaverksmiðjur landsins. „Það er
öll alþýðan sem hefur með elju sinni
og hæfni skapað hergagnaiðnaðinn
og fært til þess fórnir í áratugi. Þar
eru bestu verkamennirnir og verk-
fræðingarnir, þar er þróaðasta
tæknin," sagði Ryzhkov í ræðu sinni.
„Ég heyri kröfur um að iðnaðurinn
verði lagður niður en ég er algjör-
lega mótfallinn slíku og svo lengi
sem ég lifi og held starfi mínu leyfi
ég það ekki,“ bætti hann við.
í tillögum Gorbatsjovs, sem hann
kynnti fyrst á sovéska þinginu 17.
nóvember, er gert ráð fyrir því að
stjórn Sovétríkjanna heyri beint und-
ir forsetann og talið var í fyrstu að
í þeim fælist að Ryzhkov færi sjálf-
krafa frá.
Gorbatsjov sætir æ harðari gagn-
rýni róttækra umbótasinna, sem
segja hann hafa snúist á sveif með
afturhaldsöflunum vegna mikils
þrýstings frá harðlínumönnum og
herforingjum. Forsetinn vék á
sunnudag Vadím Bakatín úr emb-
ætti innanríkisráðherra en hann
hafði dregið mjög úr áhrifum komm-
únistaflokksins innan lögreglunnar.
Stjórnmálaskýrendur telja þetta
■mikilvægan sigur fyrir harðlínu-
menn.