Morgunblaðið - 05.12.1990, Side 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1990
15
Bók um forsetana
FORSETAR íslenska lýðveldis-
ins eftir Bjarna Guðmarsson og
Hrafn Jökulsson er ný bók frá
bókaútgáfunni Skjaldborg, sem
geymir æviþætti forsetanna
fjögurra. Greint er frá ætt
þeirra og uppvexti, starfsferli,
kosningabaráttu og helstu stikl-
um á embættisferlinum.
í kynningu útgefanda segir
m.a.: „Þegar fyrsti forseti lýðveld-
isins, Sveinn Björnsson ríkisstjóri,
tók við embætti var ekki að neinum
fyrirmyndum að ganga og það kom
í hans hlut að móta embættið á
fyrstu árum íslenska lýðveldisins.
Við hlið sér hafði hann frú Ge-
orgíu Björnsson, sem kenndi
íslenskum diplómötum að sofa lítið
en hlusta vel, og vinna þjóð sinni
á nóttu og degi. Sveinn var harður
húsbóndi og stjórnmálaleiðtogar
áttu oft ekki sjö daga sæla í emb-
ættistíð hans.
Við fráfall Sveins Björnssonar
árið 1952, var Ásgeir Ásgeirsson
kjörinn forseti. Ásgeir hafði þá
verið stjórnmálaskörungur í þijá
áratugi. Þó var honum teflt fram
sem manni fólksins gegn flokks-
ræðinu. Fulltrúi flokksræðisins
hafði hins vegar aldrei á þing kom-
ið, en verið góðfrægur sálusorgari
um langt skeið. Ásgeir var svip-
mikill forseti og nutu forsetahjónin
Ásgeir og frú Dóra Þórhallsdóttir
mikillar virðingar, bæði hér heima
og erlendis.
Bjarni Guðmarsson
Ásgeir lét af embætti árið 1968
og hafði þá setið á friðarstóli í
sextán ár. Við embætti tók dr.
Kristján Eldjárn þjóðminjavörður.
Kjör hans má kalla tímanna tákn;
Kristján var þá þjóðkunnur sem
einn helsti sérfræðingur um
íslenska menningu. í kosningunum
lýstu kjósendur því yfir að þetta
væru eiginleikar, sem þeir töldu
ríma best við hugmyndir sínar um
embættið. Dr. Kristján og frú
Halldóra Eldjárn voru virðulegir
og þó alþýðlegir húsbændur á
Bessastöðum.
Kjör fjórða forsetans var heims-
Fyrsta skáldsaga
Kristínar Loftsdóttur
VAKA-HELGAFELL héfur gefið
út fyrstu skáldsögu Kristínar
Loftsdóttur, Fótatak tímans.
Á bókarkápu segir svo frá sögu-
efninu: ísgerður Huld vex úr grasi
með fjölskyldu sinni fjarri öðrum.
Dularfullir og ógnvekjandi atburðir
úr fortíðinni, sem og óljós grunur
um tengsl föðurins við kristna menn
hafa útskúfað fjölskyldu stúlkunnar
úr heiðnu samfélagi sögualdarinnar.
Þau eru litin hornauga og þeim
kennt um það sem aflaga fer. Allt
þetta hefur áhrif á líf stúlkunnar
án þess að hún skilji ástæður þess.
En smátt og smátt kviknar með
henni grunur um það sem að baki
býr.
Kristín Loftsdóttir fékk Islensku
barnabókaverðlaunin árið 1988 fyrir
sögu sína Fugl í búri.
Prentvinnslu og bókband annaðist
Oddi hf., kápuhönnun Ritsmiðjan.
Bókin er 211 bls.
Kristín Loftsdóttir
Hrafn Jökulsson
viðburður; Vigdís Finnbogadóttir
var fyrst kvenna kjörin þjóðhöfð-
ingi í almennum kosningum í heim-
inum. Vitaskuld hefur það sett
svip á embættið undanfarinn ára-
tug að þar situr kona á stóli og
Vigdís hefur á ferðum sínum er-
lendis verið sannkallað eftirlæti
fjölmiðla. Heimafyrir nýtur hún og
mikillar hylli; það kom best fram
er mótframboð barst í fyrsta sinn
gegn sitjandi forseta árið 1988.
Þá var Vigdís kosin forseti með
miklum yfirburðum og þriðja
kjörtímabil hennar hófst.“
Bókin Forsetar íslenska lýðveld-
isins er um 300 bls.
(Frcttatilkynning-.)
• LITAVER • LITAVER • LITAl/ER • LITAVER •
SOMÆERJ^'
GÓLFEFNI
• LITAVER • LITAVER • LITAVER • LITAVER •
SHARP
SJÓÐVÉLAR
Verð frá kr.
29.545 m/vsk.
f * SKRIFBÆRi?
' /
Hverfisgötu 103 - sími 627250 - 101 Reykjovík.
GLÆSÍLEGT
JÓLAHLAÐBORÐ
Á GÓÐU VERÐI
Nú þegar iólin eru í nánd færist jóla-
stemmningin yfir Skrúð. Þar er
gestum og gangandi boðið upp á
stórglæsilegt jólahlaðborð, heitt og kalt,
á hagstæðu verði. Jólahlaðborðið er á boð-
stólum í hádeginu frá kl. 12-14 á 1400 kr.
og á kvöldin frá kl. 18-22 á 1900 kr.
Að sjálfsögðu er jólaglögg svo alltaf til reiðu